Tíminn - 21.11.1970, Qupperneq 2

Tíminn - 21.11.1970, Qupperneq 2
■.u .•.. TIMINN LAUGARDAGUR 21. nóvember 1970 GUÐBERGUR SÝNIR í SÚM SALNUM Guðbergur Bergsson opnaði í dag sýningu á Ijóðum í Gallery SÚM við Vatnsstlg. Ljóðin orti Guðbergur á ár- unum 1952—56, er hann var við nám í Kennaraskólanu m og segir hann að það form, sem Ijóðin eru ort í, sé bein afleiðing af kynnum við þær aðferðir, sem notaða r eru til að kenna börnum að lesa. Þar skiptir niður- röðun orða og stafa mikiu máli og notazt er við liti til að undirstrika ákveðin atriði og öllu fremur að gefa þeim ákveðinn blæ. Eru ijóðin beinlínis samin inn í það form niðurröðunar og iita, sem hvert um sig hefur. Nokkrar ijóðmyndanna eru hreyfanlegar. Höfundur segir, að fulldýrt sé að gefa þessl hugverk út í bók, en hafi einhver áhuga á að kaupa, er reynandi að semja við Guðberg, sem vera mun í salnum meðan sýnbigin stendur yfir. Myndln er af Guðbergi í SÚMsalnum. (Timamynd Gunnar) Vegagerðin og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins: Telja aðferð Sverris ekki henta hér á landi TVENNIR FJÖL- SKYLDUT ÓNLEIKAR KJ—Reykjavík, föstudag. Á blaðamannafundi sem Rann- sóknarstofnun byggingariðnaSarins og Vegagerð riklídns héldu í dag, gerðu þessir aðilar athugasemdir við blaðaskrif um aðferð þá við vegagerð, sem Sverrir nokkur Runóífsson hefur haldið mjög á lofti nú um nokkurra mánaða skeið. Lýstu þessir aðilar þvi yfir, að aðferð þessi hentaði ekki hér á landi, þar sem nóg væri af grjóti og möl, en hinsvegar sögða þessir sömu aðilar, að aðferð þessi væri notuð þar sem lítið væri af slíku, og verkefni í vega 'gerð væru stórbrotnari en hér á ijmdi. Aðaltalsmenn framanigireindra stofnana voru þeir Siigurður Jó- hannsson vegamálastjóri og Har- aldur Ásgeirsson forstöðumaður Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins. Aðferð sú sem Sverriir Run- ólfsson hefur verið að kynna, byggist á því að í burðarlag vega (ekki varanlegt slitlag) er hrært saman þeim efnum sem fyrir eru í vegastæðinu og sementi eða asfalti. Eftir sem áður þarf að ýta upp veginum, eða flytja í hann efni, eða þá flytja brott jairð veg til að vegurinn verði ekki því hæðóttari, og setja á hann varan legt slitlag. Aðferð Sverris er því aðeins einn þáttur, og ekki sá stærsti, í vegagerð. Það sem Vega gerðin og Rannsóknarstofnun þygg ingariðnaðarins hafa einkurn við aðferð þá, sem Sverrir hefur ver- ið að kynna, að athuga, er í fyrsta lagi að vél sú sem um hefur ver ið rætt i þessu sambandi leggur ekki fullfrágengna vegi. Yfir- leitt er ekki hægt að nota fyrir liggjandi jarðefni til að hræra saman við þau bindiefni, og vélin sem um er rætt er dýr og óhag- kvæm fyrir ísl. aðstæður. Vegagerðin tók ekki alls fyrir löngu, sýnishorn á níu stöð- um í og við vegi í nágrenni Reykjavíkur í samvinnu við Syerri, og ieiddu rannsóknir á sýnishornunum í ljós, að átta þeirra bundust hvorki með 4% né 8% íblöndun sements, en l eitt batzt vel, og var það tekið úr ofaníburði vegar. Hér á landi er burðarlag vega gert með óblönduðum sfnum, en gerð hefur verið tilraun með að blanda efnum í burðarlagið, og hefur það ekki sýnt neina kosti fram yfir hitt, en verið dýrara í framkvæmd. Kökubasar Bjarkar Björk, félag Framsókrarkvemna í Keflavík, heldur kökubasar í Tjarnarlundi laugardaginn 21. ..óv. kl. 3. Viinsamlegast skilið kökum eftir kl. 1 á laugardag. Tónleikar fyrir yngstu hlust endurna, skólabörn á aldrinum 6 —13 ára hafa löngum verið þýðing armikill og i senn vinsæll þáttur í starfi sinfóníuhljómsveitarinnar á undanförnum árum. Hafa þessir tónleikar veirið haldnir í ýmsu formi, en á síðastliðnu ári sem fjölskyldutónleikar. Hafa tónleik ar með þessu sniði gefizt vel, og Iþótt verkefnin sióu fyrst og fremst valin við hæfi barnanna eru þau að sjálfsögðu einnig til ánægju fyrir foreldra. Vísasti veg urinn til þess að barnið þroskist eðlilega og læri að hlusta á tón- list, skilja hana og njóta hennar, er að það verði fyrir þessari tón- listarreynslu með foreldrum sín- um. Ákveðið hefur verið að Sin- fóníuhljómsveit íslands haldi tvenna fjölskyldutónleika á þessu starfsári. Tónleikarnir verða í Háskólabíói, hiniir fyrri sunnudag inn 29. nóvember 1970, kl. 15 og hinir síðari sunnudaginn 21. marz 1971, kl. 15. Aðgöngumiðar hafa verið til sölu í barnaskólunum, en mánudaginn 23. nóvember verða þeir einnig til sölu í bókabúð Lár usar Blöndal. Aðgöngumiðinn kost ar kr. 100.00 og gildir að báðum tónleikunum. Á efnisskrá fynri fjölskyldutón leikanna, sem haldnir verða 29. nóvémber n. k. eru þessi verk: Tveir þættir úr Carmensvítu eft ir Bizet, þrír ungverskir dansar eftiir Brahms, síðasti þáttur úr konsert fyrir fagott og hljóm- sveit eftir Mozart, einleikari er Hafsteinn Guðmundsson, fyrsti þáttur, konserts fyrir trompet og Basar Kvenfélags Hallgrímskirkju Kl. 2 á laugardag, 21. nóv., hefst basar í Safnaðarheimili Hall- grímskirkju. Ekki er vafi á. að margir góðir munir verða þar á boðstólum á hagstæðu verði. Ég vil hvetja konur í sókninni og aðra velunnara kirkjunnar til þess að koma og kaupa muni þar. Með því vinnst tvennt: góð kaup eru gerð fyirir heimilið, og gott málefni er stutt. Ennfrcmur vil ég vekja athygli á fallegum jóla kortum, sem kvenfélagið hefir lát ið gera og seld eru til ágóða fyrir Hallgrímskirkju. Ragnar Fjalar Lárusson. hljómsveit eftir Haydn, einleikari er Lárus Sveinsson, fyrsti þáttur 5. sinfóníu Beethovens, og syrpa af suður-amerískum dönsum. Stjórnandi þessara tónleika er Proinnsias O’Duinn og kynnir er Þorsteinn Hannesso'n. Ódýr kynnis- ferð til SÞ Félag Sameinuðu þjóðanna og Ferðaskrifstofan Sunna, efna í sameiningu til stuttrar, ódýrrar kynnisferðar til New York í til- efni af 25 afmæli Sameinuðu þjóðanna. Flogið verður milli Keflavíkur og NY með hinum nýju þotum Loftleiða. Tekur ferðalagið um 5 klst. hvora leið. Búið verður á hóteli í miðborginni (Manhattan). Meðan dvalið er í . New York ÞiSgja gestir boð Sameinuðu þjóð anna, heimsækja aðalstöðvamar og eiga þess kost að v-era við fundi allsherjarþingsins sem þá stend ur yfir þar. Auk þess verður efnt til skemmtiferða um New York borg og nágrenni og í heilsdags- ferð til höfuðborgarinrar, Was- hington. Þátttaka í þessari ferð er öll- um heimil. Fararkostnaður, flugferðir og hótel er kr. 15.850,00. Leiðrétting Sú missögn var í blaðinu í gær i fréttinni á forsíðu um húsameist aramálið, að húsameistara skyldi greidd í aukavinnu jafnhá fjár- hæð og sú er Ríkisendurskoðunin taldi hann þurfa að greiða aftur vegna rangrar færslu. Eins og fram kemur í ræðu Halldórs E. Sigurðsson á bls. 6 í blaðinu í gær, þá greiddi húsameistari ríkisins það sem honum bar að grei'ða að dómi Ríkisendurskoðunarinnar og yfirskoðunarmenn fengu skil- greint frá hendi rikisendurskoðun arinnar um dagsetningu á öllum greiðslunum. Var hér um nokk uð hærri upphæð að ræ'ða, en þá er dómsmái'aráðherra úrskurðaði að húsameistari fengi fyrir yfir- og aukavinustörf. STÓRSKEMMDI BÍL OG STAKK AF Þorlákur Haldorsen sýnir í Bogasalnum OÓ—Reykjavík, föstudag. Hvítum, amerískum bíl var sl. nótt ekið á kyrrstæðan bíl á Tjarn argötu. Var áreksturinn mjög harður og stórskemmdist bíllinn sem ekið var á, en tjónvaldurinn ók á brott og hefur ekki fundizt síðan. Áreksturinn varð kl. 1,35. Bíll inn ,sem ekið var á, er af Singer Sunbeam gerð, módel 1970, rauð ur að lit. Einkennisnúmer hans er 5-4053. Ekið var á aftanverðan þílinn og kastaðist hann 15 metra vegalengd og stöðvaðist á ljósa staur og girðingu. Maður í nær- liggjandi húsi vaknaði við hávað ann og hljóp út að glugga. Sá hann þá að stórum, amerískum bíl var ekið á miklum hraða suður Tjarnargötu, og er talið að hann hafi beygt austur Hringbraut. Er bíllinn hvítur eða Ijósleitur Bíllinn sem ekið var á er svo mikið skemmdur, að taka varð hann aftan í kranabíl til að koma honum á verkstæði. Efcki fer hjá því, að talsvert sjái á ameríska bíln um. Lögreglan leitar hans nú. Er sá sem ók honum beðinn að gefa sig fram við lögregluna og eins eru þeir sem orðið hafa varir við þennan hvíta, skemmda bif beðn- ir að gera hið sama. Vitni vantar að öðrum árekstri. Fimmtudaginn 17. sept. s. 1. lentu bílar, sem koriur óku, í árekstri á mótum Grensásvegar og Soga vegar kl. 14,30. Ekki ber konun um saman um með hvaða hætti áreksturinn varð. Lögreglan hef- ur spurnir af miðaldra manni sem varð vitni að árekstrinum Stanz aði hann á staðnum um stund og lét orð falla um að hann hefði séð bílana aka saman og væri reiðubúinn að bera vitni. Er hann nú beðinn að standa við þau orð sín. SJ—Reykjavík, föstudag. Þorlákur Haldorsen, listmálari, opnar málverkasýningu í Boga sal Þjóðminjasafnsins kl. 18 á morgun, laugardaginn 21. nóvem ber. Þar eru 38 olíumálvex-k, sem öll ei'u til sölu. Þau eru máluð á síðustu árum og eru fyrirmynd irnar sóttar í ríki náttúrunnar. Flest eru málverkin austan úr Fljótshlíð. Þorlákuir hóf myndlistarnám 1943 og stundaði um skeið nám hjá Alexander Schultz í Noregi. Fyrstu sýningu sína hélt Þorlákur 1950 og var henni vel tekið. Síð an hefur hann efnt til margi-a einkasýninga og tekið þátt í sam sýningum. Sýning Þorláks verður opin dag lega frá 14—22 til 30. þessa mán- aðar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.