Tíminn - 22.11.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.11.1970, Blaðsíða 5
V SŒNNUDAGUR 22. nóvember 1970. TIMINN 17 Ritstjóri: Snjólaug Bragadóttir. kynntist konunni sinni Einu sinni var stór og stæði- legur köttur, sem hét Lappi. Það er nú reyndar betra nafn á hund, en kött, en Lappi hét samt Lappi. Hann var pipar- köttur og b.tó í stórri hlöðu og íhafði það gott á allan hátt. Stundum kom bó fyrir, að Lappi varð svolítið órólegur og þá fór hann gjarnan út í skóg og var burtu stundum í lang- an tíma, því eiginlega vair Lappi skógarköttux og vanur frelsinu. Á þessum ferðalögum naut Lappi tilverunnar og labbaði si'g um allar trissur. Engar áhyggjur þuriti hann að hafa af mat, því hann var góður veiðiköttur. Ef það kom rign- ing, skreið hann bara í skjól og beið, þar til stytti upp. Það sfcrýtna var, að þó Lappi ætti margar góðar kattavinkon nr, þótti " hotium-nekki nógu vænt um neina þeirra til áð giftast henni. — Þú ættir að fara að fá þér konu, sagði nágrannafcött- urinn — en ekki vera einbúi alít þitt líf. — Það liggur ekfcert á, svar aði Lappi og nuddaði sér leti- iega upp við tré. — Það dugar ekki að vera svona sérvitur, ráðlagði ná- grannakötturinn. sem þrátt fyr ir lágan aldur var þegar orð- inn faðir 77 kettlinga. — Nei, líklega ekki, ssagði Lappi — en ég vil heldur bíða, þangað til ég finn einhverja, sem ég verð nógu hrifinn af. Þegar ég finn hana, fer ég með hana út í hlöðu og stofna fjölskyldu, eins og allir hinir. — Kannski verðurðu að bíða í 100 ár, sagði hinn og hristi hausinn. Svo kom að því. að Lappi fór í ferðalag, og einn morg- uninn kom hann að fallegu hvítu húsi, sem hann hafði aldrei séð fyrr. í ruggustói úti fyrir, sat gömul kona og prjón aði, en þessa stundina var hún víst sofandi. Allt í einu sá Lappi nokk- uð, sem sperrti heiðihárin han^. Á flauelspúða við fætur ■gqmlu konunnar. lá nefnjiega fallegasta kattastúlka. sem hann hafði eiokkurn tíma séð. Hún var grönn og nett, stutt- hærð og ljósbrún að lit. Nú var áhugi Lappa vakinn. Hann smeygði sér milli trjánna og alveg að húsinu, þar sem hann lagðist niður og horiði gaum- gæfilega á kisuna. Því lengur, sem hann horfði, því hrifnari varð hann. Undrandi sá hann, að kisa var með silkisnúru bundna um háisinn og hinn endinn var bundinn við ruggu stólinn. Veslingurinn var þá fangi, hugsaði Lappi og vor- kenndi henni sáriega. Það var ekki tii' neins að fá að sóla sig á flauelspúða, ef maður varð að vera bundinn. Lappi gægðist fram milli greinanna; — Pist, mjálmaði hann. Ókunna kisan sperrti eyrun og leit í kring um sig, þar til hún kom auga á Lappa. — Góðan daginn ég heiti Lappi, kynnti hann sig og and aði ótt af feimni Það var sannarlega ekki á hverjum degi, sem maður hitti svona fallega kisu. — Góðan daiginn, mjálmaði hún. — Ég heiti Sirikit . ,.-é Það er sjaldgæft (.nafij. sagði,,l.appi.,hri£inn. — Já, ég er síamsköttur eins og þú sérð, svaraði hún og sperrti sig. — Ef þú værir ekki bund- in, gætum við farið í göngu- ferð, sagði Lappi, til að halda samræðunum áfram. — Já, það yrði gaman, mal- aði Sirikit og Lappi tók eftir einhverjum glampa í skásettu, grænu augunum hennar. Þau sátu þegjandi um stund. — Ég verð vist að fá mér eitthvað að borða, sagði Lappi loks — ég er svangur. Má ég koma aftur á morgun og tala við þig? spurði hann. — Gjarnan, svaraði Sirikit glöð. — Bless á meðan, sagði Lappi og gekk aftur á bak inn í skóginn. — Bless, svaraði hún og horfði á eftir honum, þar til hann hvarf. Hve oft hafði hana efcki r dreymt^.. um .þennan djúpa, f leýndárdomsfuííá ’ skóg og öll dýrin, sem voru þar. Hana kiæjaði í lappirnar eftir að komast burt og finna frelsið. En þessi fjárans silkisnúra hélt alltaf í hana. Sirikit stundi og lagði hausinn fram á lappirnar sínar og sofnaði og í stólnum hraut prjónakonan. Daginn eftir var yndslegt sumarveður. Snemma um morguninn setti konan stólinn sinn út og púðan hennar Siri- kit. Svo kom að því, að konan sofnaði í stólnum, en Sirikit gat ekki sofnað. . Myndi Lappi koma í heimsókn? — Pist, heyrðist m.jálm- að handan við grenitréð, og Sirikit hrökk við. — Hæ, mjálmaði hún glöð til baka. — Hvernig hefurðú það? spurði Lappi burteislega. — Fínt, en þú? — Stórfínt, sagði Lappi. — Það eina, sem ég get kvartað yfir, er að þurfa alltaf að labba um einn. Það væri miklu skemmtilegra, að hafa ein- hvern til að labba með. Sirikit hitnaði allri. Hvað meinti hann? — Heyrðu Sirikit, hélt Lappi áfram. — Ættum við tvö ekki bara að rugla saman reytum okkar? Sirikit kinkaði kolli til sam- þykkis, því hún kom ekki upp neinu orði. — Gott, sagði Lapp.i — Ég hef stóra íbúð í hlöðu hérna í nágrenninu og á sumrin get- um við ferðazt. Hljómar það ekki vel? — Stórkostlegt, svaraði hún, en svo dimmdi yfir íall- ega andlitinu hennar. — Þú gleymir silkisnúrunni. — Láttu mig um það, sagði Lappi róandi. Svo læddist hann Framhald á bls. 22. Kartðfiur med persónuleika Ef einhver hefur einhvern tíma sagt, a3 kartöflur ha fi ekki persónuleika, er það bara tóm vitleysa. Ef þiS skoðið þær vel, hafa þær oft andlit, geta verið eins og kartar, konur eða börn, og jafnvel eitthvert dýr. Lítil stúlka í Rússlandi, sem heitir Andreika, uppgötvaði þetta einhvern daginn og sýndi pabba sínum nokkrar skrýtnar kartöflur. Þær voru með vörtur hérog þar og holur sums staðar. Pabba Andreiku fannst þetta skemmtilegt og þau fengu sér eldspýtur .pípuhreinsara, tuskur og fleira og bjuggu til heila fjöl- skyldu úr kartöflunum. Úr þessu varð þetta ágætis fólk, sem við sjáum á myndinni hér fyrir ofan. Ef þið finnið skrýtilega vanskapaða kartöflu, þá reynið að gera úr henni einhverja fígúru. Fyrir augu getið þið npfað tölur, sem fest er með títuprjóni, sem stungið er beint i gegnum töiuna. Hárið er bara garn, upp- rakið snæri eða loðin skinnpjatla. Ef þið viljið hafa mannsmyndina heila, er ekki annað en stinga ein- hverju upp í kartöfluna fyrir háls og hinum endanum niður í flöskustút. Síðan klæðið þið flöskuna í ein- hver föt og þá er komin manneskja, eða kannski karteskja. Fjárhópur var á beit hátt uppi í fjöllunum. Allt í einu. heyrðust flugvéladrunpr j .. loftL, en þá brá svo við, að kindurnar litu allar upp frá beitínfii og mændu uþp-rítiéíh ið, í stað þess, aö leggja á flótta’og verða hræddaiv eins og veniulogt er. Síðar tóku þær til að jarma glaðlega, 'éins og þær væru að bjóða flugvél- ina velbomna, Þetta er dálítið skrýtið, en hér kemur sagan. sem er á bak við þetta. Það var í fyrravor í Rúss- íandi, að þegar búið var að reka féð á fjöll og gras var farið að girænka. að skyndilega gerði svo mikia snjókomu, að kindurnar gátu ekki graíið sig niður gegnum sn.ióinn. til að ná sér í gras. Bændurnir reyndu að flytja hey upp : fjöllin, svo kindurnar dræpust ekki úr hungri. en jafnóöum og vegirnir voru ruddir. skóf aftur í þá, svo vagnarnir kom- ust ekki leiðar sinnar. Nú voru góð ráð dýr, því þó eitthvað af mat kæmist til 'kiridanna, var það ekki nærri nóg handa öllum. Þá var það, sem einhverjum datt í hug, að fá flugvélar til að koma fæðu til kindanna. Þær flugu svo yf ir og létu detta niður mikið af höfrum, heyi og fóðurbæti. Því var dreift þannig, að kindurnar átu sér leið að heyinu, sem bændurnir höfðu skilið eftir. þegar þeir komust ekki lengra. En þó þær væru komnar að heyinu, héldu haer áfram #ð horfa upp í himininn, til að vita, hvoi’t ekki væri von á meira góðgæti. Svo kom sumarið og snjór- inn fór, en kindurnar gleymdu ekki. þegar matnum hafði ringt yfir þær. Enn þann dag j dag, líta þær vonarau'gum til hverrar einustu flugvélar, sem kemur yfir og þær mcga ekki einu sinni heyra í þeim. til að fyllast eftirvæntingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.