Tíminn - 22.11.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.11.1970, Blaðsíða 1
 266. tbl. — Sunnudagur 22. nóv. 1970. — 54. árg. Á planinu, þar sem strætis- vagnar hafa bækistöð sína hitti ég að störfum bóndason aust- an úr Þingvallasveit. Hann hef ur lengst af ævinnar, sem nú er orðin 68 ár, alið aldur sinn í Reykjaví'k og frá því í maí 1934 verið starfsmaður og vagnstjóri hjá Strætisvögnum borgarinnar. Þar sem þessi farartæki Skipta svo miklu máli í sam- göngukerfi Reykjavíkur, þá sýnist mér ekki úr vegi að fá Þórð Guðmundsson, sem mun vera sá maður, er þarna á lengstan vagnstjóraferil þeirra sem ennþá starfa, að segja mér ögn frá reynslu sinni á þessu sviði. Til að byrja með voru vegir borgarinnar engar breiðgötur og vagnarnir engin „luxus“ far artæki. Þeir fyrstu voru gefn- ir upp fyrir 14—25 farþega og óupphitaðir. Ekki vil ég þ.ó segja, að farþégafjöldinn, sem um borð steig, hafi alltaf ver- ið í samræmi við þá tölu. Mest varð yfirhleðslan á stríðs árunum. Þá jókst umferðin í bænum svo gífurlega, bæði af völdum hernámsins og hinnar öru fjölgunar, þar sem svo margir leituðu hingað vegna atvinnu. Vagnsitjórarnir áttu þá ekki alltaf sjö dagana sæla — held- ur ekki fólkið, sem farartækiri þurfti að nota. En endurnýi- un og viðhald vagnanna var miklujg erfiðleikUim bundið, því nim varahlutir voru lítt fáanleglr, sökum styrjaldar- rekstursins. Ferðirnar voru strax í upp- hafi nokkuð margar en öku- leiðir fáar. Árið 1934 voru 24 vagnstjórar en 2' eftirlitsmenn. Tiu árum síðar, þegar bærinn kaupir, eru vagnstjórar 33 en eftirlitsmenn 2. Nú er svo kom ið að vagnstjórarnir eru 125 Tveir aðalumsjónarmenn og sex aðstoðarmenn við umsjón. Ekið er á 28 leiðum og allt upp í 4 bifreiðar á sumum þeirra. —Hverngi er svo starfið? —Það er bindandi og út- heimtir reglusemi og stundvísi eins og öll vaktavinna. Ymsir hætta því fljótfega. sem ekki hafa í upphafi gert sér grein fyrir álagi starfsins. Aðrir hafa nú þegar.haldið út í 20—30 ár Fram til ársins 1945 var unnið á tveim vöktup* — tveir á hverjum vagni. Var önnur vaktin 7 stundir en hin 10 Matartimi var enginr, reiknað ur né kaffihlé. Skýli fyrir vagn stjórana voru heldu1 engin. Nú Til að byrja með voru vegir borgarinnar engar breiðgötur og strætisvagnarnir engin „Iuxus“ farartæki — jafnt yngri sem eldri — ti'- litssamt og kurteist. Helzt ber á því að farþegar temji sér óþarfa spurningar við vagnstjóra, sem viirðast benda til að ekki sé fylgzt með ferða- áætlun vagnanna, þótt sama leiðin sé farin daglega eða menn fari hana jafnvel oft á dag. — Hvað gerið þið ef til ykk ar koma góðglaðir félagar eða vel það og vilja fá far? I Þórður Guðmundsson vagnstjóri. • „ —fSéu mennirnir kurtei.sir og á heimleið að kvÖfdlagi, fá þeir oftast að vera með. Slíkt skapar örsjaldan óþægindi — þvi ef farið er vel að fólki, bæði í þessu tilfellí og öðrum, er oftast allt í lagi. Þessir svo kölluðu sídrykkjumenn vafda aldrei óþægindum. Þeir eru • • A BREIÐGOTUM BORGARI er þetta mjög breytt og má heita, að a.lur 2ðbúnaður sé mjög viðunandi og vaktir að- eins 6 stundir. Um notkun vagnanna er það að segja, að hún fer stöðugt minnkandi. Ofhleðsla er því orðin nær óþekkt, nema helzt í morgunferðum. Áður var mikill kvöldakstur t.d. að og frá kvikmyndahúsunum. nú má bað heita dottið úr söa- unni. — Hver mundi vera orsök þess? — E' V: ég fullyrða neitt um bað. en svo virðist sem að sókn að þessum skemmtistöð um hafi minnkað til muna sennilega ver'-z áhrifa frá ~:ón- varpinu. og ef til vill fara bei: sem • kvikmyndahúsin sækja mikið á eigin bílum, því eins og allir vita hefur bifreiðum í einkaeign fjölgað mjög hin síðari ár. Hvað viltu segja um um gengnishætti fólksins sem not- ar strætisvagna? — Ætli framkoma fólksins sé ekki mjög svipuð þar og annars staðar. Það er ekkj lík legt að neinn teav* sér nýjar eða breyttar siðven.iur fvrir það eitt að vera farþegi með strætisvagni. Hins vegar finnst mér umgengnin fara batnandi síðan nýju strætisvagnarnir komu, enda þeir margir rúm- betri, meira af sætun. og minni troðningur. Annars tel eg ástæðulaust að kvarta undar viðskiptavinunum. með sárafá- um undantekningum er fólkið ævinlega hæg.’átir — það eru öllu fremur tækifærismennirn- ir, sem hafa dottið í það í ein- hvers konar veizlu. sem eiga til að láta dálítið a sér bera. — En ég vil taka bað fram. að vagnstjórastarfið útheimtir þolinmæði og sterkar taugar. — Við lítum á okkur sem skylduga þjón'* þeirra sem vagnana nota. — Hvað gerir vagnstjórinn ef einhver farbegi hefur lent í þeirri villu, t. d. með síðustu kvö.’dferð, fara með "gni upp í Árbæjarhverfi. þegar ferðinni var heitið út á Sel- tiarnarnes? —Við reynum m venjulega að greiða ur bessu eftir föng- um og sjaláan hl.ioiast af bvi aðrir erfiðléikar fvrir farþeg- ann en þeir, að hann verður eitthvað seinni i háttinn. Stundum getur þetta skapað dálítið brosleg atvik, sem menn taka eins og gengur, misjafnlega vel. Oftast eru þessir vegvilltu viðskipta- menn með niður á verkstæði og fá svo ökuferð heim með einhverjum vagnstjóranum. — Hvað segirðu svo um um- ferðina? — Umferðarbreytingin hefur mér virzt orsaka meiri tillits- semi og háttvísi. Umferð gang- andi vegfarenda hefur því nær horfið, a. m. k. í úthverfum bæjarins. —Hvernig kannt þú starf-. inu sem einstaklingur? — Mér hefur látið fremur vel að aka bíl. Ég byrjaði á því vegna heilsubrests, þá var akstur talinn auðveldari en önnur vinna. — Erfiðisvinna í þá daga var raunverulegt erf- iði. —> Upp á hvernig kjör býð- ur starfið? — Ég tel að það þokist allt- , af í átt til betri hags. Aðbúð er orðin vel viðunandi. Vinnu- tíminn ekki lengri en svo, að hraustir menn geta drýgt tekj ur sínar með aukavinnu ef hún stendur til boða. — Verða nú ekki margir far þegar fastagestir í vögnunum? —Jú, stundum jafnvel svo að manni finnst eitthvað vanta séu þeir ekki mættir að morgni. Ég hef séð þá sem ég fyrst ók börnum vaxa til full- orðinsára og koma með sín eigin börn til að taka þátt í ferðunum — og miða.’dra menn verða gráhærða öldunga — og nú á síðustu árum hafa margir horfið úr röðunum. — En mikili sýnist mér munur á því hve gamalt fólk á betri daga og ber það með sér í svipmóti öllu en fyrst þegar ég byrjaði á þessum farþega- flutningum, Nú er ég sjálfur orðinn gam all og fer senn að hætta störf um. Börnin eru íarin að heim- an og við orðin tvö í kotinu — ég og kona mín, Sigríður Sæmundsdóttir. — Ojá, allra leið liggur fyrr en varir að lokamarki ÞM. -.1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.