Tíminn - 22.11.1970, Blaðsíða 12
Sunnudagur 22. nóvember 1970.
Sfc ipulagsmái Reykjavíku) rborgar - h Is. 18-19
Rannsakaðar verði verð-
hækkanir frá því í júní sl.
EB—Reykjavík, föstudag.
Þrir þingmenn Framsókuar-
flokksins, þeir Halldór E. Sig-
urSsson, Þórarinn Þórarinsson
og Vilhjálmur Iljálmarsson
lögðu í gær fyrir neðri deild
Alþingis þingsályktunartillögu
þess efnis, að rannsakaðar verði
þær verðhækkanir, sem orðið
hafa síðan kaupsamningar voru
gerðir í júní s.l.
Lagt er til í frrumvarpinu að
neðri deildin kjósi hlutfalls-
kosningu fimm manna nefnd
innandeildarþingmanna til þess
ara rannsókna. Skal nefndin
sérstaklega kynna sér hvort
orðið hafa óeðlilegar varðhækk
anir, er krefjist sérstakra að-
gerð? verðlagsyfirvalda. Á
nefndin að hafa rétt til að
heimta skýrslur, munnlegar og
bréflegar, af embættismönn-
um og öðrum mönnum. Síðan
á nefndin svo fljótt sem auðið
er að leggja niðurstöður sínar
fyrir Alþingi.
í greinargerð með frumvarp-
inu segir: — „Miklar verð-
hækkanir hafa orðið á vörum
og þjónustu, síðan kaupsamn-
ingar verkalýðsfélaga og at-
vinnurekenda voru gerðir á síð
astliðnu sumri, bæði með og
án leyfis verðlagsyfirvalda.
Sumar þessar verðhækkanir
hafa verið álitnar meiri en rétt
er. Það er því eðlilegt, að
nefnd rannsaki þetta mál sér-
staklega og beiti sér fyrir því,
að gerðar verði ráðstafanir til
úrbóta, ef óeðlilegar verðhækk-
anir hafa átt sér stað.“ — Af
þessum ástæðum væri tillagan
flutt.
Jónas Jónsson og fleiri þingmenn Framsóknarflokksins, flytja frum-
varp um stofnun „náttúrugæðanefndar"
KOMIÐ VERÐI í VEG FYR-
IR NÝ „LAXÁRMÁL“
EB—Reykjavfk, laugardag.
Jónas Jónsson og sjö aðrir
þingmenn Framsóknarflokksins
hafa lagt fram á Alþingi frum-
varp til laga þess efnis að kom-
ið verði á fót Náttúrugæðanefnd
Orkustofnunarinnar er hafi það
hlutverk, að gæta að því við for-
rannsóknir og undirhúning virkj-
ana að tillit sé tekið til hvers
konar náttúrugæða, sem i hættu
kunna að verða.
Ennfremur er lagt til í frum-
varpinu, að Náttúrugæðanefnd,
verði jafnframt föst matsnefnd
sem falið verði að meta spjöll
og aðstöðumissi vegna virkjunar-
framkvæmda.
f greinargerð með frumvarp-
inu minna flutningsmenn á þá
stórfelldu árekstra, sem orðið
hafa á milli virkjunaraðila og
þeirra, sem hafa annarra hags-
muna að gæta eða vilja varð-
veita margvrísleg önnur náttúru-
gæði. í þessu sambandi nægði að
minna á hinar miklu deilur, sem
uppi eru um svonefnda Gljúfur-
versvirkjun óg áform um að
sökkva Þjósárverum undir uppi-
stöðulón. Mál þessi hafi þegar
valdið miklu fjái'hagslegu tjóni:
Fyrir virkjunaraðila sem varið
hafa miklu fjármagni, til tækni-
legra rannsókna og undirbúnings
að virkjunarmannvirkjum, sem
Kjördæmisþing
Reykjanesk|ördæmi
Kjördæmisþing framsóknar
manna í Reykjaneskjördæmi verð
ur háð sunnudagitm 29 nnyerr’
ber í Félagsheimiii Kópavogs og
hefst kL 10 árdegis
Varaformaður Framsóknar
flokksins, Einar Agústsson. mætir
á þinginu.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar
störf Ákvörðun um framboð
Lagabreytingar.
Þorsteinn Jónsson
jarðsunginn í gær
í gær var til moldar borinn
Þorsteinn Jónsson, rithöfundurinn
Þcrir ^Bergsson, sem lézt fyrir
nokkrum dögum háaldraður. Hans
verður nánar getið síðar í íslend-
ingaþáttum Tímans
Stjórn félags ísl. rithöfunda hef-
ur beðið blaðið fyrir eftirfarandi
kveðjuorð:
„Félag íslenzkra rithöfunda
þakkar heiðursfélaga sínum, skáld
inu Þorsteini Jónssyni (Þóri
Bergssyni) langa og dygga sam-
fylgd og mikilvægt framlag til
íslenzkra bókmennta, um leið og
það kveður hann hinztu virðing-
ingar- og vinarkveðju.
Stjórn Félags islenzkra
♦ithöfunda."
Myndin er af nýja slátur- og frystihúsinu á Húsavik, en það var gert fokhelt fyrir skömmu og gert er ráð
fyrir, að það verði tekið í notkun næsta haust. Sláturhúsið er til hægri á myndinni, en það er tengt frysti-
húsinu með sérstakri álmu. Gert er ráð fyrlr, að hægt verði að slátra þarna 2000—2500 fjár á dag.
Samferðamenii - minningaþættir
Jónasar Jónssonar frá Hriflu
»% m
■|fci|, i a|
Þorsteinn Jónsson
FB—Reykjavík, laugardag.
i
Samferðamenn — minninga-
þættir Jónasar Jónssonar frá
Hriflu eru komnir út hjá Bóka-
forlagi Odds Björnssonar á Ak-
ureyri, og hefur Jónas Krist-
jánsson búið þá til prentunar.
Aftast í bókinni er birt erindi,
sem Andrés Kristjánsson ristjóri
flutti um Jónas Jónsson frá Hriflu
f ríkisútvarpinu — í júlí 19G8.
Jónas Kristjánsson ritar for-
málsorð bókarinnar og segir þar. í
að Jónas Jónsson hafi ávallt tek-
ið því fjarri að semja samfellt
minningarrit.“ Taldi hann að ævi
sín hefð verið svo umsvifamik-
il og verkin svo margbreytileg,
að sér mundi torvelt reynast að
soenna það allt innan spjalda
eins yfit'litsverks. Þetta var rétt
ur skilriingur.“
„En þótt Jónas vildi ekki
skrifa ævisögu sína — sem jafn
framt hefði orðið stjórnmálasaga |
hálfrar aldra — þá var hann
fús að koma með öðrum hætti j
til móts við óskir vina sinna og
velunnara. Oft ræddi hann um j
það, að hann ætlaði að rita marg-
breytta minningaþætti. sem ver-
ið gætu sjálfstæðir hver um sig:
um menn sem hann hefði kynnzt,
•atburði sem hann hefði lifað,
málefni sem hann hefði barizt
fyrir. Hann hugsaði sér að birta
þessa þætti þegar komið væn
efni í eina bók, — og síðan gæti
hann aukið við nýium brotum
eftir því sem líf og heilsa leyfði.
Svo fór bó að árir. liðu án
ekki verði reist, a.m.k. ekki í
óbreyttu formi. Og ekki síður
fyriir þá, sem staðið hafa í harðri
baráttu til að vernda rétt sinn
og verðmæti. Því yrði tæplega á
móti mælt, að orsakir þessara
harkalegu árekstra væru þær, að
við undirbúning viðkomandi virkj
unarfiramkvæmda hafi um of ráð-
ið einhliða tæknisjónarmið og að-
eins veri'ð stefnt að því að beizla
sem ódýrasta orku.
Síðan segir í greinargerðinni,
að árekstrar milli virkjunaraðila
og eigenda eða forsvarsmanna
náttúrugæða væru ekki einsdæmi
hér á landi. Þekkt væni mjög
svipuð dæmi erlendis, svo sem
frá Svíþjóð og Noregi, en þar
værj nú önnur og heppilegri
vinnubrögð viðhöfð í sambandi við
slík mál en viðhöfð eru hérlend-
is. Hafi t.d. Svíar reynt að haga
virkjunarframkvæmdum þanaig,
að sem minnstu yrði spillt. Þeir
hafi varið mjög miklu fé til rann
sókna á því, hvernig helzt væri
hægt að komast hjá stórtjóni eða
bæta úr því. Mætti sjálfsagt margt
læra af þeim vinnubrögðum.
Að fokum segir í greinargerð-
inni að í íslenzkum orkulögum
væru engin ákvæði að finna um
það, að við rannsóknir og undir-
búning virkjana skuli taka tillit
til annarra sjónarmiða en orbu-
framleiðslunnar. Mætti geta þess,
að í „Áætlun um forrannsóknir
á vatnsorku fslands árið 1970—
1974“, sem Orkustofnunin sendl
frá sér sem greinargerð með fjár-
veitingabeiðni og gefur sundurlið-
að yfirlit yfir það, hvernig stofn-
unin hyggst haga rannsóknum sín
um, væri hvergi að sjá, að hún
hyggðist verja neinu til þess að
rannsaka þau ótalmörgu náttúru-
fræðilegu vandamál, sem þarna
hlytu að skapazt. Hér væri því
tvímælalaust verið að bjóða hætt-
unni heim.
Félagsmálaskólinn
Félagsmálaskólinn heldur fund
á mánudagimi, kl. 20.30 að Hring-
braut 30. Baldur Óskarsson fjall-
ar um ræðumennsku.
þess að Jónas birti hina fyrir-
huguðu báttabók — eða bækur.
Því olli þó ekki athafnaleysi hans
eða ófýsi til skrifa. En þótt Jón-
mæti söguna mest allra fræða og
drægi af henni sífellda lærdóma
í skrifum sínum. bá vildi hann
til hinztu stundar lifa í nútíð-
inni — og fyrir framtíðina. Hann
þurfti svo márgt að skrifa, svo
margvíslegan boðskap að flytja
þjóð sinpi að hann mátti aldrei
"era að því að horfa til baka,
nema að því leyti sem liðnir at-
burðir voru iundirstaða framtíðar
eða táknmynd þess sem koma
skyldi. Seinasta árið sem Jónas
lifði vanri hann ioks að fyrstu
minnin^abókinni. Honinm var ljóst
að svo gæti farið að þessi bók
Framhald á bls. 22.
Jónas Jónsson frá Hriflu