Tíminn - 26.11.1970, Blaðsíða 9
yrMMTUDAGUR 26. nóvember 1970
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FVamkvæmaastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar- Þórarinn
ÞórarL'jssor iáb; Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Tómas
Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason Fvitstjóraar-
skrtfstofur t Edduhúsinu, símar 18300 — 18306 Skrifstofur
dankastræt: '< — Afgreiðslusimi 12323 Auglýsingasimi 19523
Aðrar skrifstofui sími 18300. Askriftargjald kr 195,00 á mánuði.
umanlands f lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf
Versti þröskuldurinn
MorgunblaðiS hefur haldið uppi furðulegum skrifum
og sögufölsunum um landhelgismálið undanfarna daga.
Öll eru þessi skrif bersýnilega stíluð til að draga athygli
frá því, að landhelgissamningurinn við Breta frá 1961
er nú mesti þröskuldurinn í vegi þess, að íslendingar geti
gert fullnægjandi varnarráðstafanir vegna aukinnar
ágengni erlendra togara á landgrunninu utan 12 mílna
markanna. Með landhelgissamningnum afsalaði ísland
sér raunverulega hinum einhliða útfærslurétti, sem þeir
byggðu stækkun fiskveiðilandhelginnar á 1952 og 1958,
og allar aðrar þjóðir hafa byggt á, þegar þær hafa fært
út fiskveiðilandhelgina. í stað þess að standa á þeim rétti,
að landgrunnið væri íslenzkt yfirráðasvæði samkvæmt
landgrunnslögunum frá 1948, var fallizt á, að Bretar
gætu lagt það undir ákvörðun Hagdómsins, hvaða rétt
íslendingum bæri þar. Þar sem engin alþjóðleg lög eða
viðurkennd hefð er fyrir hendi um víðáttu fiskveiðiland-
helgi, getur það verið mjög undir hælinn lagt, hvernig
slíkur úrskurður dómsins yrði.
Til þess að afsaka landhelgissamninginn frá 1961, gríp-
ur Mbl. til hinna furðulegustu falsana. Það segir, að ís-
land hafi barizt fyrir því á Genfarráðstefnunni 1958 og
1960, að 12 mílurnar yrðu bindandi regla. Hið sanna er,
að ísland beitti sér fyrir því á báðum ráðstefnunum, að
„þar sem þjóð byggði afkomu sína að langmestu leyti
á fiskveiðum meðfram ströndum og nauðsynlegt reynd-
ist að takmarka hámarksafla á hafinu utan fiskveiðiland-
sögu hlutaðeigandi ríkis, beri þeirri þjóð fórgangsréttur
til hagnýtingar fiskistofnanna á því svæði, að svo miklu
leyti sem nauðsynlegt er til þess að fullnægja þörfum
þessarar þjóðar.“ Þar sem slíkt ákvæði fékkst ekki fram,
beitti ísland sér gegn því, að 12 mílurnar yrðu bindandi
regla. Landhelgissamningurinn 1961 hefði verið annar
og skárri, ef slíkt ákvæði hefði verið í honum, þótt það
hefði samt ebki réttlætt hann, eins og á stóð, þegar hann
var gerður.
Sakir stóðu nefnilega þá á þann veg, aS ísland var
búið að vinna í deilunni um tólf mílurnar. Bretar
hættu að veita veiðiþjófum herskipavernd vorið 1960
og hefðu ekki gripið til þess örþrifaráðs aftur. Þannig
voru 12 mílurnar raunverulega búnar að fá fulla við-
urkenningu áður en samningurinn var gerður. Bretar
héldu að vísu áfram að hóta því, að þeir myndu
grípa til herskipaverndar aftur, en hefðu þó áreiðan-
lega ekki þorað að gera það vegna almenningsálitsins
í heiminum. Samningsgerðin var því af íslands hálfu
eitt óafsakanlegasta undanhald í íslenzkri sögu.
En þetta er orðinn hlutur. Úr þvi, sem nú er komið,
er það aðalatriðið, að þjóðin geti sameinazt um það, sem
sigurvænlegast er hægt að gera undir þeim erfiðu
kringumstæðum, sem landhelgissamningurinn hefur
skapað. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknar-
flokksins, hefur flutt tillögu um það þing eftir þing, að
sameiginleg nefnd flokkanna fengi það til athugunar,
hvernig bezt yrði haldið á málinu. Ríkisstjórnin hefur nú
loks fallizt á þá hugmynd og er slík nefnd nýlega tekin
til starfa. Afstaða Framsóknarflokksins er nú sem fyrr
sú. að gaumgæfilega beri að athuga allar leiðir, undir-
búa málið sem bezt vísindalega og leggja sérstaka
áherzlu á samvinnu við þær þjóðir, sem hafa líkasta
afstöðu og íslendingar í þessum málum. Fyrir allra hluta
sakir væri æskilegast að sem víðtækust samstaða gæti
náðst um málið, en slík samstaða má þó ekki felast í því,
að það sé dregið á langinn. Og sízt græðist nokkuð á því,
að við gerum okkur ekki fullljóst hver er versti þrösk-
uldurinn í vegi nýrrar sóknar 1 landhelgismálinu. Þ.Þ.
TIMINN
Forustugrein úr The Times, London:
De Gaulle vann Frökkum mikla
vináttu þjóðama í
Það var eitt mesta stjórnmálalegt afrek hans
ÞJÓÐARLEIÐTOGAR
frönskumælandi Afríkuríkja
voru allir viðstaddir jarðarför
de Gaulles, hershöfðingja, að
undanteknum Sekou Touré, for-
seta í Guineu, enda hafði de
Gaulle verið vinur þeirra allra
nerna hans. Leiðtogarnir syrgðu
de Gaul.'e sem „mantiinn frá
Brazzaville“, þar sem hann bar
fram þá hugmynd árið 1944, að
breyta veldi Frakka í Afríku í
sjálfstæð ríki í sambandi við
Frakkland.
De Gaulle tókst að afla sér
virðingar og jafnvel aðdáunar
gömlu stjórnmáfaleiðtoganna
og nýju hernaðareinvaldanna.
Houphouet-Boigný, forseti Fíla-
beinsstrandarinnar, og Tsiran-
ana, forseti Malagasy, voru full-
trúar í franska þinginu næstu
árin áður e« frönsku nýlendurn-
ar öðluðust sjálfstæði, en þá
tí'ðkaðist, að Afríkumenn sætu
á þjóðþingi Frakka, og venju-
lega gegndu einn eða tveir
þeirra ráðherrastörfum.
Bokassa, forseti, sem hrifsaði
undir sig völd i Mið-Afríku.'ýð-
Veldinú fyrir fjorum árúm,'
hafði gegnt herþjónustu „ í
franska hernum í 23 ár. Hann
varð munaðarlaus á bamsaldri
þegar faðir hans var ráðinn af
dögum og móðir hans fyrirfór
sér, og Frakkland varð heimili
hans. Hann barðist í hersveit-
um Frjálsra Frakka eina og
aðrir áhrifamenn frá frönsku-
mælandi ríkjum í Afriku. Eya-
dema, forseti í Toga, barðist
með franska hemum í Indokína,
svo og Lamizana, forseti Efri-
Volta.
LEIÐTOGARNIR þágu völd
sín úr hendi de GauL'es, hvort
sem þeir fengu þau að afstöðn-
um kosningum eða með vel-
heppnuðu byssuskoti. Nærvera
fránskra hersveita í Afrífcu eða
várnarsamningar, — sem ekk-
ert annað nýlenduveldi viðhélt,
—r áttu iðulega sinn þátt í að
þeim tókst að halda völdum.
Þegar tvö frönskumælandi sam-
bandsríki í Afríku sundruðust,
fengu hinir nýju leiðtogar í sinn
hlut ,'andssvæði, sem annað
hvort voru verulega fámenn eða
ófrjó vegna vatnsskorts. Afríku-
ríkin voru nálega unda-ntekninga
laust á gjaldeyrissvæði frank-
ans. Af því leiddi, að efnahags-
líf þeirra var háð aðstoð, sem
veitt var á fjárlögum Frakk-
lands, og þetta, ásamt þvi, að
gjaldeyri þeirra var einkum
skipt í Frakklandi, stuði'aði að
efnahagskerfi, sem laut valdi
franskra ráðgjafa.
Frakkar létu þegna nýlendna
sinna um skeið njóta sömu rétt-
inda í Frakklandi og aðra
franska þegna, Af þessum sök-
um hefir myndazt eins konar
yfirstétt í hinum frönskumæl
andi Afrikuríkjum, og hefir
hún orðið fyrir mjög sterkum
frönskum áhrifum, sem eru
miklu sterkari en brezku áhrif-
in, sem gætir í Afríkuríkjum
brezka Samveldisins. Leiðtogar
frönskumælandi ríkjanna eru
ekki eins viðkvæmir í kynþátta-
miálunum og ,'eiðtogar þeirra
Afríkuríkja, sem eru í brezka
Samveldinu. Forsetar frönsku-
mælandi Afríkuríkja fundu til
eins konar skyldleika við de
Gaulle, og þau áhrif deyja ekki
út fyrri en þeir og þeirra kyn-
slóð er gengin.
DE .GAULLE .hershöfðingi
hafði sjálfur átt mjög mikinn
þátt í að möta samskipti Frakk-
lands og frönskumæ.'andi Afr-
íkuríkja. Þessi afstaða varð fyr-
ir mjög miklu áfalli, þegar
hann sagði af sér í fyrra. En
leiðtogar frönskumælandi Afr-
íkjuríka litu eigi að síður svo
á, að stefnan ætti að haldast
í höfuðdráttum óbreytt, þó að
skipt yrði um forustu. Þeir við-
urkenndu Pompidou, forseta,
sem réttan stjórnmálaarftaka
de Gaulle, — ef ekki persónu-
.’egan arftaka.
Komið hefir í ljós einnig á
annan hátt, að stefna Frakka
er óbreytt. A síðari valdaskeiði
de Ganlles hershöfðingja heyrði
stefnan gagnvart Afríkuríkjun-
um undir Jacques Foccart. Með-
an hann fór með völd efndi
hann til náins og máttugs sam-
bands við leiðtoga Afríkuríkj-
anna. Poher, sem varð um skeið
forseti Frakklands er de Gaulle
sagði af sér, vék Jacques frá
störfum. Pompidou forseti fól
honum vö.'d að nýju.
FRANSKA ríkisstjórnin nýt-
ur enn þeirrar velvildar, sem
de Gaulle ávann sér meðal Afr-
íkuríkjanna. í bráð þarf ekki á
þessum velvilja að halda, nema
í takmörkuðu augnamiði, eins
og þegar gera þarf ráðstafanir
til að vernda frankann, til d'
is í lengd verður þó einnig
unnt að af.’a stuðnings við ósk-
ir Frakka með vinsamlegum til-
mælum, og þau verða drýgri
og haldbetri en valdbeiting.
Frakkar geta einnig haft veru
leg áhrif á stefnu Afríkuríkj-
anna með uppástungum og for-
dæmi. Houphouet-Boigny for-
seti hefir átt frumkvæðið a0
tillögum um beinar viðræður
fulltrúa Afríkuríkja við ful.'trúa
Suður-Afríku, og naumast fer
hjá því, að þar gæti áhrifa af
afstöðu Frakka til Suður-Afr-
íku. Leiðtogar Suður-Afríku
eiga mestri samú'5 að mæta hjá
Houphouet-Boigny, forseta Fila-
beinsstrandarinnar, og Tsiran-
ana, forseta Malagasy, en þeir
eiga að baki lengri feril undir
áhrifum franskra innamlands-
mála en nokkrir aðrir leiðtogar
í Afríku.
RÍKISSTJÓRN Frakk.'ands
hefir verið óráðin í afstöðu
sinni til Suður-Afríku og vafa-
mál er, hvort leiðtogar frönsku-
mælandi rikja í Afríku hafa yf-
irleitt hugleitt tillögu forseta
Fílabeinsstrandar af nokkurri
kostgæfni Houphouet-Boigny
talar um stjórnmálainnrás í
Suður-Afríku, þar sem hvítir
menn og svartir búi saman í
bróðerni. Vorster forsætisráð-
herra í Suður-Afríku talar um
samband við ríki svertingja á
þeim grundvelli, að innanríkis-
málin séu látin gersamlega af-
skiptalaus.
Houphouet-Boigny forseti tal-
ar nú um viðræður við ín.'ltrúa
Suður-Afríku. em það heflr dr.
Busia gert um alllangt skeið.
Ef til vill eru aðalerfi'ðleikarn-
ir í því fólgnir. að hvor aðilinn
um sig mæli á sína tungu og
kann að eiga við a.lt annað en
himn. beúsr til kastanna kemur.
Fátt virðist að minnsta kosti
benda til. að svartir og hvítir
stjórnmá'aleiðtogar vilji við-
ræður um sama efnið.
H
J