Tíminn - 26.11.1970, Blaðsíða 3
flMMWDAGUR 26. ndvember 1970
TÍMINN
3
Frægasti rithöfundur Japans
framdi harakiri í Tokió í gær
NTB—Tókíó S.J.—Reykjavík,
miðvikudag.
Yukio Mishima, sem t.alinn
hefur verið mestur rithöfund
ur í Japan nú ó dögum, framdi
kviðristJU (harakiri) í aðalstöðv
um hersins í Tókíó í dag, mið
vikudag. Ungur fylgismaður
Mishima fylgdi dæmi hans, en
að svo búnu hjuggu félagar
þein-a þá á háls. Mishima hef-
ur hvað eftir annað haldið því
fram að siðferðisþreki Jap-
ana hafi mikið hrakað síðan
heimsstyrjöldinni lauk, en liann
vildi bæta úr þessu með því
að endurvekja þúsund ára
gamlar venjur hinna fornu
„samuraia“, en kviðristan er
einmitt liður í þeim.
Mishima ag hópur fylgis-
manna hans, sem tilheyra svo-
nefndu Skjaldarfélagi, réðust
inn í aðalstöðvarnar til að imót-
mæla því a@ yfirvöldin gera
ekkert til að auka herveldi Jap
ans. Tóku þeir yfirmann aðal-
stöðvanna, Masuda, sem gísl,
eftir a'ó' hann hafði neitað að
ræða við þá, og neyddu yfir
2.000 hermenn til að hlýða á
Mishima flytja 10 mínútna
ræðu, en hótuðu ella að taka
Masuda af lífi. í ræðunni kom
Mishima með alvarlegar ásak-
anir á hendur yfirvöldum og
gagnrýndi spillingu vissra þjóð
félagsstétta. Hann hvatti her-
mennina til að berjast fyrir
því að nýrri stjórnarskirá yrði
komið á, en sú sem nú væri í
gildi hamlaði mjög herveldi
Japana. Hún væri auí'mýkjandi
fyrir Japani, enda hefði henni
verið þvingað upp á þá með
stórveldasamningnum í Pots-
dam og Jalta.
Rithöfundurinn oig fylgis-
menn hans báru hvít bönd um
höfuð, tákn rísandi sólar, er>
einnig merki hinna fomu stríðs
manna, „samuraianna“. Hreifðu
innrásarmennirnir flugritum til
hermanna.
Að lokinni þessari þrumu-
ræðu hrópaði Mishima „Lengi
lifi keisarinn", síðan fór hann
ásamt félaga sínum inn á skrif
stofu Masuda þar sem þeir
stungu sig á kvið með stuttum
sverðum.
Atburðir þessir minna mjög
á kvikmynd sem Mishima stjórn
ai'.'i fyrir þrem árum, en þar
sést m.a. nákvæmlega þegar
ungur liðsforingi fremur kvið-
ristu.
Þegar fylgismenn Mishima
höfðu hálslhöggvið þá félaga,
var lögreglan komin á vett-
vang. Ko>m til mikilla átafca
mili Skjaldarfélaga, lögreglu
ag hermanna. Forsalur hússins
varð brátt einn blóðvöllur, og
fimm hermenn, sem reynt •
höfðu að stöðva innrásarmenn-
tna, bi'ðu bana, þrír til við-
bótair eru hættulega særðir.
Masuda hershöfðingi slapp
ósneiddur.
Mishima stofnaði Skjaldar-
félagið áriö1 1968, en hann og
fylgismenn hans eru af mörg-
um taldir hægriöfgasinnar.
Flestir meðlimirnir eru stúd-
entar og verða þeir að gang-
ast undir stranga líkamsþjálf-
un áður en þeir eru teknir í
félagið.
Síðan 1944 hefur Mishima
skrifað yfir hundrað bækur,
skáldsögur og ieikrit. Hann hef-
ur leikið í kvikmyndum og á
síðari árum stundaði hann
mjög íþróttir, en hann var
fremur veikburða sem dreng-
ur.
Bókmenntahæfileikar Mis-
hima voru taldir einstakir, og
til dæmis um það má geta
þess, að Nóbelsverðlaunahafi
Japana, Yasuair Kawabata hef-
ur sagt aö Mishima verðskuld-
aði Nóbelsverðlaunin fremur en
hann sjálfur. Yukio Mishima
var um fertugt.
Hálfdán Sveínsson
f. 7. 5. 1907, d. T9. 11. 1970
Hálfdán Sveinsson
jarðsunginn í dag
í dag kl. 2 verður jarðsuniginn
frá Akraneskirkju Hálfdán Sveins
son, kennari. Hann fluttist til
Akraness haustiÖ 1934 ásamt
konu sinni Dóru Erlendsdóttirr.
Gerðist hann bá kennari við barna-
skólann og gegndi því starfi æ
síðan. Þau hjón voru bæði af
merkum vestfirzkum ættum. Varð
þeim fjögurna bama auðið, sem
öll eru á lífi.
Hálfdán hóf fljótlega störf í
þágu verkalýðshreyfingarinnar á
Akranesi og gegndi um tugi ára
æðstu trúnaðarstöðuim verkalýðs-
félaganna. Hann var einnig um
tugi ára einn af helztu forystu-
mönnum Alþýðuflokksins á Akra-
nesi, fyrst sem hreppsnefndar-
maður og síöar í bæjarstjórn allt
til þess að hann gaf ekki kost á
sér við síðustu kosningar. Voru
honum falin þar ýmis æðstu trún-
aðarstörf, var forseti bæjarstjórn-
ar og um skeið bæjarstjóri. Fjöl-
margar aðrar trúnaðarstöður hafði
hann á hendi, bæði fyrir bæjarfé-
iagíö og ýmis félagasamtök. þó
eigi gefist tóm til að rekja það
frekar hér. —G.B.
Aðalfundur Vlunuuiálasam-
bands Samviíinufélaganna
Aðalfundur Vinnumálasam- j
bands samvinnuíélaganna var hald j
inn í Reykjavík föstudaginn 20. j
nóvember s.l.
Formaður stjórnarinnar, Harry;
Frederiksen, framkvæmdastjóri,;
flutti skýrslu stjórnar. ;
Framikvæmdastjóri Vinnumála- \
sambandsins, Júlíus Kr. Valdi-!
marsson, skýrði frá samningagerð ;
um og starfsemi Vinnumálasam- j
bandsins á liðnu starfsári. Enn- í
fremur sagði hann frá ráðstefnu j
um atvinnulýðræði sem haldin var i
í Noregi nýlega svo 05 frá heim-
sókn sinni til Vinnumálasambands
samvinnufélaga í Osló.
Á fundinum urðu umræður um
stöðu samvinnuhreyfingarinnar á
íslandi, sem vinnveitanda, og sam
skipti hennar við verkalýðshreyf
inguna. Einnig var nokkuð rætt
um atvinnulýðræði.
Einn stjórnarmanna, Jakob Frí
mannsson, kaupfélagsstjóri, baðst
undan endurkjöri, en hann hefur
setið í stjórn Vinnumálasambands
ins frá stofnun þess, eða um 1-9
ára skeið. Var kjörinn í stjórn
Jólafundur Hús-
mæðrafélaqs Rvíkur
verður 2. des. nk.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
heldur himn árlega jólafund, í
Súlmasal Hótel Sögu, miðvikudag-
inn 2. des. næstkomandi kl. 20.
I upphafi fumdarins mun sr.
Grímur Grímsson flytja hugvekju
og jólasármar verða sungnir.
Síðan verður söngur, Guðmund-
ar Jónssonar ópeiuisöngvara og
Svölu Nílsen óperusöngkonu.
Á Tízkusýningu verður sýnt
sitthvað frá kjólaverzluninni Elsu.
Efnt verður til skyndihappdrætt-
is í lok fundarins og dregið um
nokkra valda vinninga.
Osta- og smjörsalan hef-ur veg
og vanda af matarsýningu og
verða þar um 20 réttir af ýms-u
tagi til sýnis. Margrét Kristins-
dóttir húsmæðrakennari hefur
með höodum framkvæmdir og Tæt
ur í té leiðbeiningar og svarar
fyrirspurnum. Aðgöngumiðasala
verður að Hallveigarstöðum mánu
daginn »0. o-óv. n.k. frá kl. 2 —
5. e.h.
samtakanna í han-s stað, Valur
Arnþórsson, aðstoðarkaupfélags-
stjóri Kaupfélags Eyfirðinga,
AJlíureyri.
Harry Frederiksen, formaður
Vi n num áí asarmbandsins ávarpaði
Jakob Fi'ímannsson og þakkaði
honum mikii'dg' vel uahin" störf
i þágu VinhtirnálfeambáÍBdsins.»»
Stjórn Vinnumálasambandsins
skipa nú:
Harry Frederiksen, framkvæmda
stjóri, formaður; Oddur Sigur-
bergsson, kaupfélagsstjóri, Rögn
valdur Sigurðsson. kaupfélagsstj.,
Valur Arnþórsson, aðstoðarkaup-
félagsstjóri, og Þorstein-n Sveins-
son, kaupfélagsstjóri.
Galdra-Loftur
SJ—ftéýiijavík, miðvikudag.
Jólaíeikrít sjónvarpsins að
þessu sinni verður Galdra-
Loftúr'eftir Jóhann Sigurjóns-
son.' Úpptaka stendur nú yfir,
og er Sveinn Einarsson leik-
stjóri.' Pétur Einarsson leikur
Galdra-Loft, Valgerður Dan
Dísu og Kristbjörg Kjeld fer
með hlutverk Steinunnar.
Leikrit Sveins Einarssonar,
Viðkomustaður. verður sýnt
alveg á næstunni. En
sjónvarpsleikritin Baráttusæt-
ið eftir A-gnar Þórðarson, og
Kristrún í Hamravík eftir
Hagalín verða sýnd eftir ára-
mót.
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmisþing framsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi verð-
ur háð sunnudaginn 29 nóveim-
ber í Félagsheimili Kópavogs og
hefst kl 10 árdegis
Varaformaður Framsóknar-
flokksins, Einar Agústsson, mætir
á þinginu.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar-
störf. Ákvörðun um framþoð
Lagabreytingar.
Almennur fundur
3. desember.
,Er íþrótta-
kennslan van-
rækt í skólum?‘
Félaig ungra f-namsóknairmanna í
Kéýkjavik heldur almennan fund
’fim.nftudaigúm 3. desember nk. kl.
20,30.
Fundarefni:
§ Er íþróttakenn-sla
1 vamrækit í skólum?
Frummælandi:
1 Alfreð Þorsteins-
f son, íþróttafrétta-
|| ritari.
f íþróttanefndum
skólamna og
íþróttakennurum
er sérstaiklega boðið á fundinn.
Fundarstaður auglýstur síðar. —
Stjómin.
JÓLAMERKI
KBWANIS ’70
Einn af þjónustuklúbbum Kiwan
ishreyfingarinnar á íslandi —
HEKLA í Reykjavík — gefur nú
út jólamerki 3ja árið í röð. Á ár-
inu 1968 hófst útgáfa á ákveðinni
jólamerkjaseríu sem HaL’dór Pét-
ursson, listmálari, teiknaði. í þess
ari s-eríu eru myndir af jólasvein-
urnim einum og átta og í lokin
koma svo Grýla og Leppalúði. Alls
verða jólamerkin 10 ta’sins og er
gefið út eitt merki á hverju ári.
Jólamerki ársins 1970 sýnir Bjúgna
kræki.
Þá hefur klúbburinn leyfi Póst-
málastjórnarinnar til að nota sér-
stakan Norðurpólsstimpil á um-
slög með jólamerkinu og ætti það
að vera skemmtil-eg nýbreytni að
stimp.’a jólapóstinn til útlanda frá
þeim stað sem iólasveinninm er
inn eiga heima.
Jólamerkin eru til sölu hjá frí-
merkjasölum og i ýmsum bóka-
verzlunum. Þá er unnt aið panta
jólamerkin beint frá klúbbm-um,
skriflega í pósthólf 5025 eða í
síma 23490. Ö.’lum ágóða af sölu
þessara jóamerkja er varið til
líknar- og þjónustustarfs Kiwanis-
klúbbsins Heklu.
AVlÐA
WMíl
Vinstri viðræSurnar
„hrærigrautur"
Sjónvarpið hélt á þriðjudag-
inn áfram að yfirheyra for-
menn stjórnmálaflokkanna og
var það Ragnar Amalds, for-
maður Alþýðubandalagsins,
sem þá sat fyrir svörum. Átti
hann erfitt með að svara ýms-
um spurningum fréttamanna,
einkum þó varðandi klofning
Alþýðubandalagsins og þá stað
reynd, að þótt það hafi veriS
sagður tilgangurinn með stofn
un þess fyrir 14 árum, að sam-
eina vinstri menn í landinu,
þá eru þeir enn sundraðri nú
en þá.
Snemma í þættinum var
Ragnar spurður um, hvað hann
teldi að kæmi út úr viðræðum
Alþýðuflokks, Alþýðubanda-
lags og Frjálslyndra, um sam-
einingu vinstri manna, og var
Ragnar ekki bjartsýnn á sam-
komulag.
„Okkur hefur frá fym«»
stundu verið það Ijóst, aS
þarna yrði um mjög erfitt mál
að ræða“, sagði hann. „f Al-
þýðuflokknum er hópur af for-
ustumönnum, sem hafa komið
fram á undanförnum árum
scm hreinir hægri menn, bæði
í orði og verki. Alþýðuflokkur-
inn sjálfur hefur auðvitað feng
ið á sig nokkuð hægrisinnaðan
svip af þessum sökum. Það
segir sig auðvitað sjálft, að það
er ekki mikil von til þess að
árangur verði af samningavið-
ræðum við hægri menn um
sameiningu vinstri aflanna. Út
úr því getur eiginlega h'tið ann
að komið en einhvers konar
hrærigrautur“.
Úrsögn úr NATO
ekki skilyrði
Ragnar var minntur á tillögu
Alþýðubandalagsins á þingi um
úrsögn úr NATO oe brottför
varnarliðsins, og spurður hvort
þetta hvort tveggja yrði skil-
yrði af hálfu Aiþýðubandalags
ins við stjórnarmyndun.
Ragnar sagði: „Þetta eru
tvö mál, sem ekki má blanda
saman. Við teljum vansæmandi
fyrir íslendinga að enn skuli
vera erlendur her í landinu. og
við teljum það ekki gæfulegt
fyrir fslendinga að vera óbein
ir þátttakendur í hverju því
hernaðarbrölti, sem Banda-
ríkiamenn kunna að sjá ástæðu
til að láta flækja sig f. Þess
vegna er það krafa okkar að
herstöðvarsamningnum verði
tafarlaust sagt upp og við muí
um vafalaust setja það skilyrði
við myndun ríkisstjórnar.
Sp.: En úrsögn úr NATO?
Ragnar: Nei, við munum
ekki setja það að skilyrði“.
„Ný tegund af stjórn-
málaflokki"
Mikið var spurt um klofn-
ing Alþýðubandalagsins, sem
Ragnar kallaði reyndar „klofn-
ingsbrölt einstakra manna",
sem hefðu „hlaupizt á brott
af annarlegum ástæðum“. Þeg-
ar gengið var á Ragnar með
það, hvers vegna Alþýðubanda
laginu, sem stofnað var fyrir
14 árnm til að sameina vinstri
Framh. á 14. síots.