Tíminn - 29.11.1970, Blaðsíða 6
.8
TIMINN
SUNNUDAGUR 29. nóvember 1970
Islendingum nauðsyn-
legt að fylgjast með
málefnum samtímans og
móta sjálfstæða stefnu
í utanríkismálum
Ingvar Gislason
Ingvar Gíslason alþm. hefur
að nýju tekio' sæti sitt á Al-
þingi eftir að h.afa sótt þing-
mannasamkomu Atlantshafs-
ríkja, sem haldin var í Haag
í bessum mánuði. Auk þess
sóttu þrír aðrir íslenzkir al-
þingismenn samkomuna, Frið-
jón Þórðarson, sem var for-
maður ísl. gendinefndarinnar,
Benedikt Gröndal og Axel
Jónsson. Af þessu tilefni hitti
Tíminn Ingvar Gíslason að
máli og spurði hann nánar um
samkomu þessa og tildrög
þess, að þingmanni stjórnar-
andstöðuflokks var boðið að
sækja fundi hennar.
— Það er ekki nýlunda, að
íslenzkir alþingismenn taki
þátt í fundum þessara sam-
taka, sagði Ingvar Gíslason.
Þetta er í 16. sinn sem fund-
ur þingmannasamkomu Atl-
antshafsríkja er haldinn, en á
ensku heitir samkoman nú þvi
virðulega nafni Tþe North Atl
antic Assemblý. sem virðist
merkja hvorki meira né minna
en Norður-Atlantshafsþing-
ið. Það orð hefur þó ekki ver-
ið notað um samkomu þessa
hingað til, heldur mun ýmist
hafa verið notazt við nafn-
giftina þingmannafundur Atl-
antshafsbandalagsins eða þing-
mannasamband Atlantshafs-
bandalagsins, enda má það
teljast fullnægjandi orí/alag
með þeirri skýringu, að hér
er ekki um að ræða neina fasta
stofnun Atlantshafsbandalags
ins, sem ráð sé fyrir gert í
Atlantshafssáttmálanum frá
1949. Þingmannafundurinn er
ekki formlega hluti af starf-
semi Atlantshafsbandalags-
ins og valdsvið hans næsta
takmarkað. En þingmanna-
funduvinn er iön?u orðinn fast
ur og arie^ur ■ iðburður oe
starfsemi á hana -’e-.-n ..
kringum hann heusi ' ínna
fjölmenns starfsliðs. Arlegur
kostnaður við rekstur þessar-
ar starfsemi er um 25 millj.
ísl. króna og deilist hann að
langmestu leyti beint niður á
al'ildarríki Atlantshafsbanda-
lagsins. Hlutdeild íslendinga
er aðeins rúml. 12 þús. kr. á
ári við beinan rekstur starf-
seminnar, en að auki kemur
svo kostnaður við sendingu
fulltrúa á aðalfundi og nefnd-
arfundi, sem er aðalkostnaður
okkar _af þátttöku í starfsem-
inni. Á fjárlögum er gert ráð
fyrir, að þessi kostnaður verði
alls 350 þús. kr. á ári. Þótt
þingmannafundurinn sé ekki
formlega tengdur Atlantshafs
bandalaginu, fer auðvitað ekki
milli mála, að hann er til orc^-
inn bandalaginu til halds og
trausts. Fulltrúar á þingmanna
fundum þessum koma ekki
fram í nafni ríkisstjórna hlut-
aðeigandi landa, heldur sem
einstaklingar eða fulltrúar
þingflokka. íslenzkir alþingis
menn hafa ætíð tekið þátt í
fundum þingmannasambands
ins, þ.e.a.s. þingmenn úr þeim
flokkum, sem stutt hafa aðiíd
íslands að Atlantshafsbanda-
laginu. Þingflokkur Framsókn
arflokksins hefur talið eðlilegt
að fylgjast með á þessu sviði
og hefur frá upphafi tilnefnt
fulltrúa af sinni hálfu til þess
að sækja umrædda samkomu.
Það kom í minn hlut að sitja
þingmannafundinn ao þessu
sinni sem fulltrúi þingflokks
Framsóknarflokksins.
— Eru umræður á svona
samkomum ekki næsta einlitar
og fábreyttar?
— Nei, alls ekki. Þing-
mannafundur Atlantshafs-
bandalagsins er öðru fremur
umræðuvettvangur, og ég gat
ekki betur fundið en að um-
ræðuefni væru mjög margvís-
leg og næsta ólík innbyrðis.
Fundinn sóttu rúmlega 200
þingmenn frá 14 löndum.
Þ-'nrjn áttu setu þingmenn úr
svo aö segja öllum stjórnmála-
flokkum aðildarrík’a Atlants-
hafsbandalagsins, þó að sjálf-
sögðu engir kommúnistar, og
það er býsna sundurleitur hóp
ur og fjarri því að allir séu
á einu máli um hvaðeina.
— Hvernig var fundahaldi
háttað og um hvað snerust þá
umræðurnar?
— Starfshættir fundarins
voru með líku sniði og gerist
á flestum ráðstefnum. Annars
vegar voru almennir fundir,
hins vegar nefndastörf. Nefnd-
ir voru — og eru að jafnaði
— fjórar talsins fyrir utan
stjórnarnefndina. Þessar
Viótal vSð
Ingvar
Gíslason
alþm. um
þingmanna-
fund Atlants
hafsbanda-
lagsins
og fleira
nefndir kallast: stjórnmála-
nefnd, hermálanefnd, vísinda-
og tækninefnd og menningar
og upplýsingamálanefnd.
Nefndirnar sömdu drög að
ályktunum til meðferðar á hin
um almennu fundum og lögðu
fram ýmis gögn til upplýsinga.
svo og athuganir á einstökum
málum. Ég treysti mér ekki til
þess að nefna hvað eina, senv
á góma bar, og því miður hef
ég ekki enn fengið í hendur
lokafundargeríJir, sem nauð-
synlegt hefði verið að styðjast
við í þessu sambandi. En ef
ég ætti að nefna nokkur helztu
mál, þá bar auðvitað hátt allt
það, sem varðar innri mál At-
lantshafsbandalagsins og stöðu
þess í heimsstjórnméJunum um
þessar mundir. Ekki fer milli
mála, að mjög hefur dregið úr
áhrifum kalda stríðsins, en þó
virtist mér sú skoðun almennt
ríkjandi, aö ekki væri tíma-
bært að draga úr hervörnum
á vegum bandalagsins. Aftur á
móti voru uppi háværar radd-
ir um það, að bandarísks her-
styrks og fjárframlaga gætti
um of í starfsemi Atlantshafs-
bandalagsins og að bandalags-
þjóðirnar i Evrópu treystu of
mikið á Bandaríkjamenn að
því er snerti varnarmátt Vest-
ur-Evrópu og eðlilegt hlyti að
teljast að Evrópu-þjóðirnar
ynnu að því að leysa Banda-
ríkjamenn oftuþ^þpi á þessu
sviði með því aö leggja sjálf-
ar £ram meira fé og herstyrk
en nú er. f þessu sambandi
var einnig rætt um sambúðina
við Austur-Evrópuríkin eða Var
sjárbandalagið. Að sjálfsögðu
voru ekki allir á einu máli
um það efni, en bó fannst mér
það koma nokkuð greinilega í
ljós, að fulltrúar vildu bæta
sambúðina við þessi ríki, enda
væri það beinlínis á stefnuskrá
Atlantshafsbandalagsins nú að
sambúö austurs og vesturs yrði
bætt. Menn létu í ljós ánægju
sína með þann árangur, sem
náðzt hefði í samskiptum Vest-
ur-Þjóðverja og Sovétmanna
og nú síðast Pólverja. Nokkuð
voru skoðanir Skiptar um af-
stöðuna til þeirrar hugmyndar
Varsjárbandalagsins, að hald-
in yrði ráðstefna um frið og
öryggi í Evrópu. Þó má sogja,
að afstaðan hafi fremur verið
jákvæð en hitt. Hins vegar
taldi fundurinn, að ef slík ráð-
stefna yrði haldin, þá ætti þar
einnig að taka til meðferðar
friðar- og öryggismál í Mið-
Austurlöndum. Þá virtist mér
nokkuð greinileg sú skoðun,
að það myndi sízt til fram-
dráttar valdajafnvægi í álfunni
ef Atlantshafsbandalagið
drægi úf varnarmætti sínum,
hvað þá ef rofin yrði eining
aðildarþjóðanna út á við.
— Hvað finnst þér persónu-
lega um þessa skoðun?
— Ég held hún sé i megia-
atriðum rétt. Ég er persónu-
lega hlynntur því, að þjóðir
Atlantshafsbandalagsins og
Varsjárbandalagsins komi sam-
an til ráðstefnu um öryggis-
og friðarmál. Ég held, að tími
sé til þess kominn. Hins veg-
ar verður að beina slíkri ráð-
stefnu í eðlilegan farveg án
þess að vera þar með einhvern
ofmetnað eða rétttrúnað, sern
allt ætlar að drepa. Að sjálf-
sögðu ætti aið bjóða til slíkrar
ráðstefnu þeim þjóðum
Evrópu, sem standa utan
bandalaganna tveggja. En ég
vil taka það fram, a® það væri
til styrktar góðum árangri a£
slíkri ráðstefnu, ef Atiandshafs
bandalagið væri sterkt inn á
við og út á við. Menn skulu
gæta að því, að Varsjárbanda-
lagið er enginn englaher öðr-
um fremur, og þeir, sem þvf
ráða, eru ekki líklegri öðrum
hernaðarsinnum tii þess að
fara að spila einhverja göfug-
mannlega forgjafarkeppni við
andstæðing sinn. Það er ekk-
ert, sem bendir til þess, að
Varsjárbandalagið hyggist
veikja samtök sín að svo
komnu, e.t.v. hið gagnstæða,
og þá er varla við því aó* bú-
ast, að Atlantshafsbandalag-
ið stæði vel að vígi á ráðstefnu,
hvað þá við samningaborð, ef
það tæki upp á því einhliða og
fyrirfram að draga úr hernað-
armætti sinum. Hdtt er svo
annað mál, að ég el þá von
í brjósti, að öryggismálaráð-
stefna Evrópuþjóða, Atlants-
hafsbandalagsríkja og Var-
sjárbandalagsríkja og jafnvel
ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs
gæti orðið upphaf að raun-
hæfri afvopnun og víðrækari
samskiptum milli austurs og
vesturs. Þess vegna er ég
hlynntur því, að tii hennar
taki þátt í hemni með einum eða
verði stofnað og að ísJendingar
öðrum hætti. Friðarmálin í Evr
ópiu koma Islendingum ekki
síó'ur við en öðrum. Gg íslend-
ingum ber yfirleitt að fylgjast
sjálfstætt með gangi heims-
mála, ekki sízt alþingismönn-
um og öðrum, sem til forystu
veljast með þjóðinni. Það er
óhjákvæmilegt skilyiði þess,
að mögulegt sé að móta sjálf-
stæða utanríkisstefnu og gera
íslendingum yfirleitt kleift að
taka þátt í alþjóðamálum svo
að nokkurt vit sé í.
— Var ekki rætt nm við-
horf almennings í aðildarríkj-
unum til Atlantshafsbandalags
ins og hver framtið þess kunni
að vera?
%
%
jlAjl.
WCíERA^
Vegna hagstæðra innkaupa
getum við nú boðið
Siera kœliskápa
á lækkw&u rerði
6 stærðir fyrirliggjandi
Staðgreiðsluafsláttur
Góðir greiðsluskilmálar
Z)/ux£ía4vé£a/Þ A/
RAFTÆKJAOEILD. HAFNARSTRÆTI 23, SfM118395