Tíminn - 29.11.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1970, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 39. nóvember 1970 TIMINN 19 — Jú, það bar á góma, m.a. í þeirri nefnd, sem ég átti sæti í, þ.e. menningar- og upp- lýsingamálanefndinni. Að vísu minnist ég þess nú ekiki, að um það vseri rætt, hversu langa framtíð Atlantshafsbandalag- ið kynni að eiga út af fyrir sig, enda tæpast á nokkurs manns færi að vita það upp á hár. Hins vegar :á það fyrir, að mikiilar gagnrýni og efa semda gætti mieðal ungs fól'ks að því er varðaöi Atlantshafs- bandalagið og starfsemi þéss. Það kom fram, að sú skoðun væri ákaflega útbreidd meðal æskufólks, að tvískinnungs gætti í stefnu Atlantshafs- bandalagsins. Unga fólkimi væri sagt, að bandalagið væri til þess stofnað að standa vörð um frelsi, lýðræði og mannrétt indi í acíildarlöndunum, en efcki væri það marfcmið virt í reynd. í stjórnmálanefndinni urðu einnig umræður um þetta, þá ekki sízt um ástand- ið í Grifcklandi. — Áttu Grikkir fulltrúa á ffngmanuafundinum? — Nei, þeir komu ekki til fundarins, enda ekki upp úr þingmennsku lagt í því landi nú um sinn. Hins vegar voru þama nokkrir portúgalskir þingmenn. Að mínum dómi er aðild einræðisríkja blettur á Atlantshafsbandalaginu. Það er kannski erfitt að þvo hann af. En aðild þeirra verður ekki réttlætt út frá meginforsend- unum um það, að bandalaginu sé ætlað aö standa vörð um lýðræði og önnur mannrétt- indi. — Samt er reynt að rétt- læta aðUd Grikkja og Portú- gala að AOantshafsbanda- laginn. — Já, það er gert. En ætli réttlætingin sé ekki dæmigerð „realpolitik", sem óneitanlega er flestum hugsjónamönnum þyrnir í augum, ekki sízt ungu fólki. Þeir, sem réttlæta aðild- ina, segja sem svo: Atlands- hafsbandalagið var að sjálf- sögðu stofnað til þess að vernda lýðræði og mannrétt- indi, en megintilgangurinn var þó sá að fá sem flestar þjóð- ir til þess að snúast til vam- ar gegn sovézkri íhlutun og yfirráðum í Evrópu. Aðild ein ræðisrikja að bandalaginu er ill nauðsyn, sem menn verða að sætta sig við að svo komnu máli, segja þeir, sem reyna að iréttlæta þetta ástand. — Heldur þú, að þessi af- staða sé algeng meðal ráða- manna í aðildarlöndum Atlantshafsbandalagsins? — Já, það held ég áreiðan- lega. í reynd mun bess tæpast að vænta, að Atlantshafsbanda tagið stígi sama spor og t.a.m. Evrópuráðið, sem sett hefur grísku einræðisstjórnina í bann. Þarna kemur fram áber- andi stefnumunur, sem sízt mun veiða til þess að auka hróður Atlantshafsbandalags- ins hjá þeim, sem gera háar kröfur til stjórnmálasiðgæðis, en hirða minna um kaldirfj- aða „realpolitik". — Kysir þú persónulega, að Grikkir og Portúgalar yrðu „settir í bann“ innan Atlants- hafsbandalagsins? — Já, af ýmsum ástæðum. Ég held m.a. að það mætti verða til þess að auka tiltrú til bandAlagsins. Við skulum ekki gleyma því. að griska her foringjastjómin virðir hvorki mannhelgi né aðrar lýðræðis- kröfur, og Portúgalar eru hin- ir verstu nýlendukúgarar, þó að heima fjrir séu þeir mein- leysingjar miðað við ósköpin í Grikklandi. —En svo við vílcjuin að öðr nm atriðunu bar ekki fieira á Er hægt að réttlæta aðild einræðlsrikja eins og Portúgals og Grikklands með því, að Atlantshafsbandalaginu sé fyrst og fremst ætlað að snúast gegn sovézkri íhlutun? — Myndin að ofan sýnir gríska iögreglumenn hand- taka „æsingamann" á götu í Aþenu. góma en þessi innri mál At- lantshafsbandalagsins og staða þess í heimsstjórnmálurium? — Eins og ég sagði áðan, þá voru umræðuefni þing- mannafundarins mjög marg- vísleg, enda um að ræða al- mennan umræðuvettvang fyrir hvers kyns samfélagsmál. M.a. var lögð mikil áherzla á að minna á þá staðreynd. að At lantshafsbandalagið lætur fleira til sin taka er hernaðar- mál. Svo og svo mikið af starf semi bandalagsins er á svió'i almennra menningarmála og margs konar vísinda- og fræði starfa. Þó að ég hafi farið að þessu gerzt nokkuð fjölorður um pólitísk efni, þá vil ég taka það fram, að önnur málefni bar e.t.v. hærra í umræðum á þingmannafundinum. Vil ég í því sambandi sérstaklega nefna „umhverfismálin“: Mengunarhættuna, röskun á jafnvægi í náttúrunni, eyðing dýralífs á landi, í sjó og vötn- um o-s.frv. Þessi mál eru hvar- vetna í brennidepli og talin til stórmála um allan heim. M.a. lá fyrir þinginu athyglis- vert erindi eftir banda- ríska öldungadeildarþing- manninn Claiborne Pell, sem hann nefndi „Úthöfin — Síð- asta stórauðlind mannkyns- ins“. Þetta er fróðleg ritgerð, þó að persónulegar uppástung- ur höfundar kunni að orka tví mælis í sumum greinum og þurfi frekari athugunar vicf. í ritgerð þessari er bent á hin margvísiegu og miklu auðæfi úthafanna, sem enn eru að mestu ónytjað. Fiskimiðin eru aðeins brot af auðlindum hafs ins. Á úthöfum er nær óþrot- legt magn ýmissa málma og ógrynni olíu, sem fyrirsjáan- legt er að stórveldi og önnur auðug iðnaðarríki munu kepp- ast um að ná undir sig. Ástæða er til að óttast, að „nýlendu- arÖrán“ í nýrri mynd skjóti upp kollinum, segir Claiborn Pell. Þegar er farið að bera á þvi, að sum ríki, sem ekki eiga allt of mikla sjálfsvirðingu, eru tekin til við að selja stór- veldum leyfi til málm- og olíu leitar á landgrunni sínu og ut- an þess eftir þvi sem aðstæður leyfa. í ritgerð sinni bendir Claiborne Pell á, að núgild- andi alþjóðareglur um úthöfin séu ófullnægjandi og úreltar og nauðsynlegt sé, að þjóðir heims komi sér saman um nýj ar alþjóðareglur, sem svari kröfum nútímans. Þetta er auð vitað ekki ný speki, heldur málefni, sem nú er ofarlega á baugi, þegar rætt er um frið- samtóg • alþjóðasamskipti og snertir fslendinga flestum þjóðum fremur. Eg minnist á þetta mál m.a. til þess að benda á, að það er viða rætt. — Að lokum, Ingvar, telur þú þig hafa liaft gagn af aö sækja slíkan fund sem þing- mannafund Atlantshafsbanda lagsins? — Þessu er vandsvarað. Ég var meðal nýliða í þessari sveit og flestu ókunnugur. Ég not- aði tækifærið fyrst og fremst til þess aij1 kynna mér almenn viðhorf og skoðanir og hef síð an borðið það saman við per- sónulega afstöðu mína og míns flokks til aðildar íslendinga að Atlantshafsbandalaginu. Kunnugt er, að Framsóknar- flokkurinn stuðlaði að því á sinni tíð, að íslendingar tækju þátt í stofnun Atlantshafs- bandalagsins. Þaú1 er stefna flokksins, að íslendingar séu í bandalaginu. Hins vegar má með sanni segja, að Framsókn- armenn upp til hópa séu „treg ir 'bandamenn", og ég vona, að þeir haldi áfram að vera það. Á meðan svo er, er ekki mik- il hætta á, að sjálfsvirðingu okkar í samskiptum við stór- þjóðir sé hætta búin. Persónu- lega var ég andvígur því, að Xslendingar géngju í Atlants- hafsbandalagið árið 1949, og ég tel enn, að það hafi þá ekki verið neinn sjálfsagð- ur hlutur að kasta hlutleysis- stefnunni fyrir róða. Hins veg ar ber að viðurkenna söguleg- ar staðreyndir, m.a. aðildina að Atlantshafsbandalaginu. Ég tel þess lítinn kost nú að taka upp hlutleysisstefnu í þvi formi og segja sig úr Atlants- hafsbandalaginu. Ég held líka, að við höfum margt annað að varast en aó'ild ofckar að At- lntslhafsbandalaginu út af fyr ir sig. Að lokum vil ég láta I Ijós þá skoðun, að íslending- um yfirleitt riður mjög á því að hressa upp á þekkingu sína á málefnum samtímans, ekki sízt að því er varðar utanríkis mál. Sérstök nauðsyn er á því að losna undan ofurvaldi áróð ursvéla stórveldanna í austri og vestri. . \ ............................................................ • ................................................. s • Akraneskaupstaður auglýsir hér með eftir traustum og góðum manni eða konu til gjaldkerastarfa. Laun samkvæmt kjarasamningum. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf skal senda bæjarskrifstofunum fyrir 15. des- ember n.k. — Upplýsingar veitir undirritaður. 27. nóvember, 1970. Bæjarstjórinn á Akranesi. Hver leggur ekki metnaS sinn í aS hafa heimili sitt vistlegt og þægilegt, heimilis- fólki til énægju og gleSi? A ferSalögum er ekki siSur ánægjulegt aS búa vistlega og þægilega. Hétel eru heimlli þeirra sem þar dvelja. ViS leggjum metnaS okkar í aS búa sem bezt aS gestum okkar, þannig aS dvöl þeirra verSi sem ánægjulegust. HEINIU ÞEIRRA ER REYKJAVÍK GISXA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.