Tíminn - 03.12.1970, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 3. desenrber 1970.
TIMINN
Sebastien iaprisot:
Kona, bíll, gleraugu og byssa
58
morency né Thunderbirdimi.
Ég svaf til hádegis. Ég bað
gangastúlikuna að ná í rafmagns-
rakvél og nokkur dagblöð. Meðan
ég rakaði' mig, íletti ég gegnum
blöðin og gekk úr skugga um, að
þar stæði ekkert um morðiÖ á
Maurice Kaub né um líkfund á
borgarsvæðinu. Ég hringdi í An-
ítu. Ég sagði henni, að ég ætlaði
að bíða til kvölds, af því að mér
þætti ekki með öllu útilokað, að
þú hringdir í hana. Ég sagði það
skipti engu máli, hvað kæmi uppá,
hún yro'í að láta sem við hcfðum
ekki hugmynd um Thunderbird
og Maurice Kaub. Okkur kæmi
þetta ekkert við. Við hefðum
aldrei séð Dany Longo á föstu-
dag. Ég lét hana fá simanúmerið
á gistihúsinu í Marseille, svo að
hún gæti hringt í mig, ef eitt-
hvað henti hana oíg telpuna. Eftir
hádegisverð rölti ég um götur mið
borgarinnar. Ég keypti þessa
skyrtu.
Anita hringdi í mig um átta-
leytið. Þú varst þá nýbúin að tala
við hana. Hún var viti sínu fjær,
Hún grét hástöfum. „Gerðu það
fyrir mig, láttu hana vera“, sagði
hún, „Dany heldur hún hafi myrt
Kaub, trúir því í raun og veru.
Skiluro'u það? Ég er búin að fá
nóg. Þú verður að tala við hana,
skýra þetta allt fyrir henni“. Ég
lofaði öllu fögru. Ég varð að róa
Anitu, svo að hún gæfi mér nokk-
urra stunda frest.
Ég ók eins og brjálaður maður
út úr borginni og stefndi hingað.
Ég sá þig koma á móti mér á
Route de 1‘Abbaye. Ég veitti þér
eftirför að kjörbarnum gegnt
járnbrautarstöðinni í Avignon. Ég
sá vörubílstjórann og síðan hvíta
kápuna. Þú rótaðir í káupuvösun-
um og tókst upp launaumslagið.
Umslagið, sem ég ætlaði að hirða
aftur og hafði fengið þér í París,
var liklega í’ tuðrunni. Þú varst
falleg, Dany, þegar þú kysstir vin-
inn á kinnina og vissir á samri
stundu, hvernig málum var hátt-
að. Þú varst ekki lengur í nokkr-
um vafa. Það gat ekki gengið, að
til væru tvö launaumslög með
þínu nafni og bæði með laun fyr-
ir sömu vinnuviku. Já, þú varst
falleg, Dany. Ég hörfaði í felur.
Ég sá þig hverfa inn á stöð-
ina í fylgd með vini þínum. Ég
fór ekki á eftir þér. Máski mund-
irðu taka lestina með honum. Mér
þótti rétt aÖ gefa þér eitt tæki-
færi. Ég opnaði skottið á Thund-
erbirdinum og sá, að líkið var
horfið. Síðan settist ég aftur inn
í Citroeninn. Þú komst út úr stöð-
inni. Þegar mér varð ljóst, að þú
ætlaðir aftur til Villeneuve, tók
ég á mig krók til þess að kom-
ast hingað á undan þér.
Ég beið þín í myrkrinu. Ég
hélt á Winehesterrifflinum, sem
þú hafðir skilið eftir á sófanum.
Þú komst inn og kveiktir í and-
dyrinu. Ég hlýt ao’ hafa hreyft
mig í stofunni. Þú stirðnaðir. Ég
sá þig bera í ljósið, Svartan
skugga. Þú sást mig ekki.^ En ég
varð að komast nær þér. Ég varð
að hleypa af rétt við höfuðið á
þér, svo að lögrelgan héldi þetta
vera sjáifsmorð. Ég færði mig nær
þér um eitt skref. Samtímis
reyndi ég að gera mér í hugar-
lund, hvað þú gerðir þér til varn
ar.Ég þóttist viss um, að þú reynd
ir að ná í byssuna á sófanum, riff
ilinn, sem hvíldi þungur í hönd-
um mér. Ég steig áfram nokkur
skref til að varna þér inngöngu.
Þegar ég teygði höndina eftir þér,
varð mér ekki um sel. Þú stefnd-
ir ekki á sófann heldur að lamp-
anum í anddyrinu. Ég var of
seinn. Ég heyrði peruna springa
og allt varð kolmyrkt. Ég reyndi
að ná til rofans á veggnum. í
fyrstu heyroS ég eitthvað, sem ég
vissi ekki, hvað var, og síðan
röddina í þér: — Hreyfið yður
ekki, Caravaille. Ég er nýbúin að
setja bréf í póst, þar sem gg skýri
allt og segi frá öllu. í þessu bréfi
eru launaumslögin tvö. Ég sendi
bréfið til sjálfrar mín á Rue de
Grenelle, en lögreglan opnar það,
ef ég dey. Ég sendi bréfið til
sjálfrar mín. vegna þess að ég er
vinur Anitu. Ég elska hana, mér
þykiir mjög vænt um hana, og
anig langar að hjálpa henni. Þýð-
ir ekkert fyrir yður að reyna að
kveikja ljós. Ég tók úr öryggin.
Er þetta ekki allt, Dany? Jú, þú
baötst mig að afhenda þér byss-
una mína, því að þú hefðir enga
löngun til að neyða mig til þess.
Ég gerði að vilja þínum. Ég veit
ekki hvers vegna. Ég settist á sóf-
ann.
Þú hefur hlustað vel á mig,
Dan.v, og ekki mælt orð frá vöf-
um. Segðu mér hvar þú faldir lík-
ið af Kaub. Síðan geturður hirt
dótið þitt og farið heim. Láttu
eins og ekkert hafi gerzt. Segðu
engum neitt. Ég sé um það, sem
eftir er, og síðan gef ég mig fram
við lögregluna. Ég tek að mér
hlutverk morðingjans. Ég bíð
ekki eins mikið tjón og Anita.
Ég er kokkálaður eiginmaður,
sem eyðileggur líf sitt í æðiskasti.
Mér tekst að klóra mig fram úr
þessu. Ég ræð mér til hjálpar fær
ustu lögfræðinga. Máski fæ ég
skilorclsbundinn dóm.
Þetta er nú allt og sumt. Fáðu
mér öryggin. Mig langar að
kveikja ljós í þessu húsi. Hringdu
svo fyrir mig til Genf og segðu
Anitu, að allt sé í stakasta lagi.
Segðu henni að bíða eftir mér.
Ég reyni að hafa hraðann á. Þetta
er allt og sumt, Dany. Kveiktu
ljósin. Þakka þér fyrir helgina.
Stúlkan með reifarnar um
vinstri hönd gisti á Hotel Noaill-
es, herbergi 18. Hún pantaði kaffi
og morgunblöðin. Hún las grein-
ar um velþekktan eiganda auglýs-
ingastofu í París, miðaldra karl-
mann, sem hafði myrt elskhuga
eiginkonu sinnar og gefió1 sig
fram við lögregluna í Avignon.
Síðan tók hún leigubíl á Quai de
la Joliette, beið við hliðið eftiir
farþega til Kaíró, þreif í hand-
legginn á honum, sagði hún væri
óttalegt fífl, en nú væri nóg kom-
ið. Hún fékk aftur peningana,
sem hún hafði lánað honuin, og
kvaddi. Hún tók bússinn til Cass-
ENSKIR
RAFGEYMAR
LONDON BATTERY
fyrirliggjandi
Lárus Ingimarsson,
neildverlun
Vitastijr 8a Stmi 16205
is, náði í ferðatöskuna á Hotel
Bella Vita, ' borgaði herbergið
og vígó’i jafnframt ný sundföt í
lauginni. Tveimur klukkutímum
seinna flaug hún í fyrsta skipti
með flugvél. Hún skalf af hræðslu.
Sólin var björt og heit á götum
Parísar. Hvarvetna blöktu fánar í
sumargælunni. Hún fór heim til
sín á Rue de Grenelle og hringdi
samstundis í útlitsteiknara og
sagði honum að þegja. Skipti
engu, þó að hann rækist á ciU~
hvað grunsamlegt í dagblöðunum.
Síðan dyfti hún sig í framan
og hringdi í númer, sem var pár-
að á svitabandið í rauðtíglóttri
húfu. Fimm mánuðum síðar gift-
ist hún í Marseille. Þiö’ hafdið
máski, að hún hafi gifzt vörubíl-
stjóra, sem stal fjóluvendi í Joi-
gny, en þar skjátlast ykkur.
Ifann var að vísu næstbezti mað-
ur í hekni, en hún giftist hins
vegar vini hans, yndislegasta, sæt-
asta, gáfaðasta, skemmtilegasta,
-asta- asta -asta manni, sem hún
hafði nokkurn tímann kynnzt,
manni, sem ók Berliet og ætlaði
að verða milljóneri, af því að hon
um fannst það ékki fráleit hug-
mynd. Hann hét Baptistin Laven-
ture. Eftir giftinguna hét hún
Dany Laventure, og sakir þessa
þurfti hún ekki að' breyta fanga-
markinu, sem hún hafði saumað
í brúðarkjólinn á hælinu foro'um.
Sögulok.
^uó&rcm&i'ötofu Sfml 17805
er fimmtudagur 3. des.
— Sveinn
Tungl í hásuðri kl. 17.44
Árdegisháflæ'ði í Rvík kl. 9.11
heilsugæzla'
Slysavarðstofan i Borgarspitalan
nm er opin allar sólarhringinn.
Aðeins móttaka slasaðra Sítni
81212
Kf. vogs Apótck og Keflavíku,
Apótcb eru opin virka daga k;
9—19, lanqardaga kl 9- 14
helgidaga k: 13—15
Siökkviiiðið og sjúkrahifreíðii fyr
ir Reykjavík og Kópavog. simi
11100
Sjúkrabifreíð t Hafnarfirði slmi
5133e
Almennai applýsingai um lækna
þjónustu 1 borginnl eru gefnax
símsvara Læknafélgs Revkiav'it
ur, simi 18888
FæðingarhebnUið i Kópavogi
Hliðarvegi 40 sim: 42644
Tannlæknavakt er l Hei'suverndar
stöðinni, þar sem Slysavarðs:
an var, og ei opln laugardrga og
sunnudaga kL 5—6 e. h. Sím
22411.
Apótek Hafnarfjarðar er opið alL
virka daga frá kl. 9—7, a taue
ardögum kl. 9—2 og á sumnu-
dögum og öðrum helgidögum er
opið frá kl 2—4:
Mænusóttarbólusetning fyrir full
orðna fer fram i Heilsuve. ’ur-
sl“" Rcykjavíkur. á mánudögum
kl. 17—18 Gengið inn frá T r-
ónsstjg. yfir brúna.
Nætur og helgidagavörzlu
apóteka i Reykjavík vikuna 28
nóv. — 4. des. annast Ingó.’ís-
Apótek og Laugarnes-Apótek
Næturvörzlu í Keflavík 3. des. ann-
ast Ainbjörn Ólafsson.
ELUGÁÆTLANIR
Loftleiðir hf.:
Snorri Þorfinnsson er væntanlegur
frá New Yoi'k kl. 08:00. Fer til
Luxemborgar kl. 08:45. Er væntan-
fegur til baka frá Luxemborg kl.
17:00. Fer til New York kl. 17:45.
SIGLINGAR
Skipadcild S.f.S.:
Arnarfell er í Reykjavík. Fer það-
an til Þorlákshafnar, Borgarness
og Norðurlandshafna. Jökulfel; fór
1. þ. m. frá Stöðvarfirði til G ' ns
by. Bremerhaven og Svendborgar.
Dísarfell er væntanlegt til Veut-
spils í dag. Fer þaðan 5. þ. m. til
Reykjavíkur. Litfafell fór í gær
frá Reykjavík til Norðurlands-
hafna Helgafcll fer frá Akureyri
í dag til Svendborgar Stapafeil
er í olíulutningum á Austfjörðum
Mæiifell er væntanlegt tii Lesqui
neau i dag.
felagslíf
Basar.
Kvenfélag Kópavogs he.’dur 'iasar
í Félagsheimilinu. cfri sal, sunnu-
daginn 6. des., og hefst hann kl
3 e. h
Skagfirðingafélagið Basar Ljósmæðrafélags íslauds.
í Reykjavík Verður haldinn sunnudaginn 6.
hefur félagsvist í Domus Medica des. kl. 2 e.h. i Breiðfirðingabúð.
laugardaginn 5. des. kl. 8.30 stund- Tekið á móti kökum og munum
víslega. Stjórnandi: Kári Jónasson. miðvikudaginn 2. des., og laugar-
Kátir félagar sjá um fjörið. Stjórn-
m.
Austfirðingafélagið
tninnir á skemmtikvöldið í Miðbæ
4 des. kl 20,30. — Seyðisfjöröur
kynntur. — Stjórnin.
Borgfirðingar, Reykjavík.
Spi.'um og dönsum að SkipholtJ 70.
laugardaginn 5. des. kl. 20,30. —
Fljóðatríóið leikur. Mætið vel og
takið gesti með. — Nefndin
Kvenfélagið Seltjörn.
Jólafundur félagsins verður mið-
vikudaginn 9. des. kl. 20,30. Ath
breyttan fundardag.
Neineudasaniband
Löngumýrarskólans
minnir á kökubasarinn i félagshei
ili Hallgrímskirkju á Skólavörðu-
hæð. laugardaginn 5 des. kl. 5 eh.
Kvenfélagið Edda.
Prentarakomir halda basar i félags
heimili prentara Hverfisgötu 21
mánudaginn 7 des kl 2 e.h ‘ Kon-
ur eru vinsamlegast beðnar að
skila munum I félagsheimdið
sunnudag' n 6 cies kl 3—6
Basar Sjálfshjargai
i. Aitr ha.’dinn i I.indarbæ sunnu-
rlagimi ó des Muuum v'eitt u
taka á skrifstofu Sjá!!.,bjargar að
Laugavegi 120. 3. hæð sími 25338.
Munir verða sóttir heim
Orðsending frá verkakvennafé-
laginu Framsókn:
Bazar féiagstn' '"tftut laugardag
tnn 5 des < Alþýftuhúsinu
VinSamJega'k" mnnum á bazar
mn á skrifstn'u telagsins.
dagtnn 5. des. hjá S*''inu ,ni
Bergstaðastræti 70. s. 16972. Uppl.
hjá Fr.eyju s. 37059.
Oltáði söfnuðurinn.
Féiagskonur, safnaðarfólk og aðr-
ir ve’unnarar safnaðarins eru góð-
fúslega minntir á basarinn nk.
sunnudag 6. des. kl. 2. Tekið á móti
gjöfum nk. laugardag kl. 1—7 og
sumnudag kl. 10—12. — Kvenfélag
Óháða safnaöarins.
ORÐSENDING
HAPPDRÆTTI
Blindravinafélag íslands
Vinrtingsnúmer í merkjasöluhapp-
drætti félagsins er 14435, sjón-
varpstæki. Vinningsins má vitja á
skrifstofu félagsins, Ingólfsstræti
16. — Blindravinafélag íslands.
GENGISSKRÁNING
Nr. 136 — 27. nóvember 1970
1 Bandar. dollar 87,90 88,10
1 Sterlingspund 210,16 210,65
1 Kanadadollar 86,35 86,55
100 Danskar kr. 1.173,60 1.176,26
100 Norakar kr. 1.230,60 1.233,40
100 ^ænskar kr 1.700,64 1.704,50
100 Finnsk mörk 2.109,42 2.114,20
100 Franskir fr. 1.593,10 1.596,70
100 Belg. fr. 177,10 177,50
100 Svissn. fr. 2.039,94 2.044,«0
100 Gyllini 2.441,70 2.447,20
100 V.->ýzk mörk 2.421,78 2.427,20
100 Lírur 14,12 14,16
100 Austurr sch. 339,90 340,68
100 Escudos 307,20 307,90
100 Pesetar 126,27 126,55
1 Reikningskrónur —
Vöruskiptalönd 99,86 100,14
1 Reikningsdollar
Vöruskiptalönd 87,90 88,10
1 Keiitoningspund —
Vöruskiptalönd 210,95 211,45
Krossgáta
Nr. 680
Ló'ðrétt: 2) Fis. 3) Öðlast.
4) Súð. 5) Ókind. 7) Álúta.
9) Heiður. 11) Mótor. 15)
Tvennd. 16) Skel. 18) Staf-
rófsröð.
Ráðning ó gátu nr. 679:
Lárétt: 1) Indus. 6) Mór. 8)
Hól. 10) Tár. 12) ðl. 13) LI.
14) Lim. 16) Oft. 17) Öld.
19) Snædd.
Lóðrétt: 2) NML. 3) Dó. 4)
Urt. 5) Áhöld. 7) Árita. 9)
Óli. 11) Álft. 15) Mön 16)
Odd. 18) Læ.
Lárétt:
1) Kóngi. 6) Líti 8) Aiitleg. 10),
Þannig. 12) Kind. 13) Persónu-
nafn. 14) Ósigur. 16) Alin. 17)
Sérhljoðinn 19) Faglar.