Tíminn - 09.12.1970, Page 8

Tíminn - 09.12.1970, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 9. desember 197« 20 TÍMINN 5 i'ð eftir því a5 Godfrey fór, allir hugsuðu imi það sem þeir voru að gera. Loks var þetta allt þúið og Prudenee gerði sér grein fyrir, að hún var gersamlega útkeyrð. Þau gátu nú farið heim með góða sam vizku. Þau settust inn í bílinn, þreytt og óhrein og óku af stað. Þetta var engin skemmtiferð, stemmningin milli þeirra var næst um fjandsamleg. Loksins rauf Prudenc’ ibögnina. — Ætlið þér að vera lengi í Rotorua? — Nei. ég var þar fyrir skömmu í þrjár vikur Ég kern bara við núna til að ganga frá nokkrum smáatriðum. Held áfram á morgun. Aftur varð þögn. Eftir að þau höfðu ekið marga kílómetra til viöbótar tók Ástralíumaðurinn til máls, ásakandi röddu: — Hugsið þið kvenfólk aldrei um, hvað þið gerið mikið illt? Vitið þið ekkert um virðingu gagnvart hjónabandinu? Hvað í ósköpunum er það, sem þið hald- ið, að þið hafió upp úr þessu? Er þetto gaman,|fyrst það má ekki? Nú eyðileggur þú heimili og líf, sem ef til vill hefur tekið mörg ár • að byggja upp. í guðs bæn- um komdu ekki með þessa út- slitnu afsökun, að konan hans skilji hann ekki. Hún skilur hann ef tfl vill allt of vel. Reyndu ekki að 'koma með neinar afsakanir, þó þú sért liklega svo forhert, að þér finnist þetta ekki þurfa afsökun- ar eða skýringar við. Kannski finnst þér ég gamal- dags og óraunsæi'. Ef til vill er ég þaö, en ég skammast mín ekki fyrir það. Prudence leið eins og verið væri að berja hana. Hvað gat hún sagt sér til varnar? Það myndi ekki þýða að segja honum, að þau hefðu ákveðið að hætta þessu og sjást ekki framar. Hann myndi ekki trúa því. Auk þess átti hún þessar ásakanir skildar. Það var heijningin: Þetta sem hann sagði umj hjónabandið, hafði hún alltaf trúað á. En þegar hún féll fyrir Godfrey, reyndi hún að gfeyma þ'.'í. En þau skildu áður en skað- inn varð óbætanlegur. Myndi hann trúa því? Hún beit saman tönnunum. 'Jann hélt áfram: —Hvers vegna hættirðu þessu ekki? Stúlka eins og þú á hægt með að finna séf ó’kvæntan mann. sem er jafn góður. Þú lítur vel út, ert sæmilega vel gefin, og meira að segja ertu óvenjulega dugleg og hörð af þér. — Því ætti ég ekki að vera það? — Þeir eiginleikar eru vanir að fyigja réttlætiskennd. Ekki myndi þýða mikið fyrir hana að segia, að hún væri rétt- lát í sér. — Ég dáðist að þér, þangað til ég heyrði ykkur tala saman. Þú hikaðir ekki. Það var ekki létt verk, að skríða inn í vagninn — 'oaS liefði getað kviknað í honum á hverri .stundu. Þar að auki var kolniðamyrkur, og allt í krin.g var sársauki og ringulreið. Þú sást sár sem venjulegu fófki hefði orðið óglatt af og kannski varð þér það, mmmmmmsmmoíímmaamBmmmmm en þú lézt ekki á neinu bera. Mér varð líka óglatt, þótt ég telji mig sæmilega hraustan. Þú gerð- ir margt, sem ég hélt, að kven- fólk myndi aldrei gera. Já, ég dáðist að þér. En svo heyroi ég ykkur tala saman. — í guðs bænum, bittu enda á þetta, áður en þú eyðileggur þrjú líf. Prudence átti fullt í íangi með að hamla gegn því að útheila hjarta sínu fyrir þessum manni, sem þóttist vcra dómari hennar. En hann hafði rétt fyrir sér — svo imikið rétt. — Þú átt að hætta áður en það er of seint og eftir hálft ár líð- ur þér allt öðruvísi og þú getur ekki skilið, hvers vegna þú gerð- ir þetta. Ástralíumaðurinn sagði ekki meira, en sennilega hefur þögn- in farið í taugarnar á honum, því hann kveikti á útvarinu og væm- inn söngur um óhamingjusama ást, fyllti bílinn. —Óttaleg della er þetta, sagði hann skyndilega og slökkti aftur. Prúdenee samþykkti með sjálfri sér, en ef til vill var þessi söng- ur ávöxtur einmanaleika og hjarta sorgaar. Þau voru komin til Rotorua. Þeg ar þau námu staðar, bauðst hann til að vekja einhvern. sem vildi gefa henni iheitt kaffi. —Þú hlýtur að vera dáuðu- gefin. ' —<Nei, takk, 'ég skal sjálf sja um kaffið. Ég _vil ekki yera að 'vekja frú Muirhead á þessum tíma sólarhringsins. Hún er gömul prestsekkja. Það eru tvær íbúðir í húsinu og ég hef aðra. er tmðivtkudagur 9. desember — Jóakim Tungl í hásuðri ld. 22.41. Árdegisháfæði í Rvík k. 3.15. HEELSUGÆZLA Slysavarðstofan 1 Borgarspltalan mn er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Siml 81212. Kó^-vogs Apótek og Keflavflou Apótek eru opln virka daga kl 9—19, laugardaga kL 9—14. helgidaga kl. 13—15. Slðkkviliðið og sjúkrabifreimi fyr tr Reykjavfk og Kópavog, sfml 11100. Sjúkrablfreið t Bafnarflrðl. slml 61330. AJmennar upplýslngai um tækna þjónustu 1 borgtnnl eru gefnar sfmsvaira Læknafélgs Reykjavtk ur, síml 18888. Fæðingarheimillð i KópavogL EOlðarvegi 40, siml 42644. Tumdæknavakt er 1 Heiisuvemdar stöðiinni, þar sem Slysavarðs: an var, og ei opln laugardrga og suxmudaga fcL 5—6 e. h. Simi 2241L Apótck Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá 'fcL 9—7, ð laug- ardögum ki. 9—2 og á suunu dögum og öðrum helgidögum ?.r opið frá kl. 2—4. Mænusóttarbólusetning fyrir tull- orðna fer fram t Heilsuve.-dar- stö" Reykjavíkur, á mánudögum kl. 17—18. Gengið inn frá T r ónsstíg, yfir bnina. Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka i Reykjavík 5. til 11. des. annast Lyfjabúðin Iðunn og Garðs Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 9. 12. annast Arinbjörn Ólafsson. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Milliiandaflug. GuKfaxi fór til Glasgow og Kau.p- maunahafnar kl. 08:45 í morgun. Og er væntanlegur þaðan aftur til Keflavíkur M. 18.45 í kvöld. Gulifaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:45 á föstudags- morguninn. Fokker Friendship vé: félagsins fer tíl Voga, Bergen og Kaup- mannahafnar kl. 12:00 í dag. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyjar (2 ferðir) til Vestmannaeyja, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Húsa- víkur og Sauðárkróks. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) tíf Vest- mannaeyja (2 ferðir) til ísafjarð- ar, Fagurhólsmýrar, Hórnafjarðar og til Egilsstaða. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er á Sauðárkróki, fer þaðan tíl Akureyrar og Húsuvík- ur. Jökulfell fór í gær frá Grimsby til Bremerhaven og Svendborgar. Dísarfei'l væntanlegt til Rvikur 10. þ.m. fró Svendborg. Litlafell vænt- anlegt til Rvíkur í dag. Helgafell væntanlegt til Svendborgar í dag. Stapafell fer frá Rvík í dag tif Norðurlandshafna. Mælifell vænt- anlegt til Þorlákshafnar 14. þ.m. frá Frakklandi. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Rvík annað kvö.'d austur um land í hringferð. Her- jólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 í kvöld til Rvíkur. Herðu- breið er á Austf jarðahöfnum á suð urleið. FÉLAGSLÍF Jólafundur kveunadeildar slysa- varnafélagsins í Reykjavík. Verður 10. des. kl. 8,30 að Hótel Borg. Skemmtiatriði: Jólahug- vekja séra Jónas Gís.'ason, Kefla- víkurkvartettinn syngur. Frú Anna Guðmundsdótt.ir leikkona les jóla- sögu, glæsilegt jólahappdrætti, fé- lagskonur mega taka með sér gesti. Kvenfélagið Seltjörn. Jólafundur félagsins er í kvöld miðvikudaginn 9. des. kl. 20.30 í anddyri Íþróttahússins. Dagskrá: Jólaskrey ting, j ólahugleiðing, munið kaffi'bollana, mætum allar. Stjórnin. Kvcnréttindafélag ísiands heldur jólafund sinn miðvikudag- inn 9. des. kl. 8,30 að Hallveigar- stöðum. Að venju verður bók- menntakynning og lesa nokkrir kvenrithöfundar úr verkum sín- um. Gléðjið fátæka fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd. —- Eg get ímyndað piér, að þu viljir ekki að hún komist að, hvað þú hefur vc-rið að gera í nótt. —Alveg rétt, herra Alvitur, svaraði Prudence. — En takk fyr- ir að þér keyrðuð mig hcim. Góða nótt.^ Hann hikac’. Svo sagði hann, með hn hann opnai.i hui'ðina fyrir henni: — Og með tilliti til þess, sem ég sagði. . . —Afsakið, en ég þoli ekki meira, greip hún fram í og hljóp svo upp garðstíginn. 2. kafli. Prudence kastaði sér á rúmið. Nú var stundin komin, sem hún hafði beðið eftir klukkustundum saman — þegar hún gæti verið ein og grátio út. En tárin vildu ekki koma. Sorgin var of þung. Það var allt búið. Hún hafði af frjálsum vilja afsalað sér þeirri ást, sem gefið hafði lífinu gildi undanfarnar vikur. Nú var ferð- inni heitið suður á bóginn. Það þýddi, að fara frá öllu, sem henni þóbti vænt um — heimilinu, vin- unum, minningu foreldranna, feg urð náttúrunnar í þessu ævintýra- landi, grænu skógunum, vötnun- um, kristalstæru lækjunum — GoMvey. Hún reis upp og kom auga á m.vndina af föður sínum, sem hékk á veggnum og sneri bak- hliðinni fram. Hún sneri mynd- inni og komst að því, aS hún gat brosað til föðurins. — Allt í lagi, pabbi. Nú get ég horfzt í augu við þig aftur. Þú hefðir ekki fordænit mig, þú hefð- jr bara orðið dapur min vegna. Alltaf reyndir þú að fá mig til að sjá björtu hliðamar á hlutun- um. Það er erfitt fyrir mig ein- mitt núna, en ég skal reyna. Myndin hvarf henni fyrir tárun um. Hún hressti sig upp og fór fram í baðið. Hún var óhrein og kjóllinn blóðflekkaö'ur og rifinn. Hún lét renna í baðkerið. Það var ekki fyrr en hún var að fara upp í rúmið, að hún kom auga á hréfið á arinhillunni og þekkti skriftina hennar Mariu frænku sinnar. Bréfið var stiml- að í Milford Sound, faliega firð- inum í suðri. Annars var María ekki raunveruieg frænka hennar, en hún var gift frænda Prue. Þær hittust í fyrsta sinn árið áður, þegar frændinn var nýlega látinn ©AUGLÝSINGASTOFAN Yokohama snjóhjólbarðar Með eða án nagla Fljót og góö þjónusta HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN GARÐAHREPPI Kvenfélag Breiðholts. Fundur 9. des. kl. 20,30 í Breið- holtsskóla , Ingfbjörg Gunnars- dóttir sýnir litskuggamyndir frá sögustöðum Bib'íunnar. Stjórnin. Kvenfélag Hreyfils. Spilum bingó að Hallveigarstöðum fimmtudaginn 10. des. kl. 8.30. Mætið vel og stundvíslega. Takið fjölskylduna með. Stjórnin. Kvennadeild Skagfirðingafélagsins minnir á jólafundinn í Lindarbæ, niðri miðvikudaginn 9. des. M. 8.30 s. d. Jólaminning. Kokkur frá Loftleiðahóteli kemur og gefur góð ráð um jólamatinn, heimilt að taka með sér gesti. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í matstofu félags ins, Kirkjustræti 8, fimmtudaginn 10. des. kö 9 sd. Erindi flytur Egg- ert Kristinsson: Lækningamáttur hugsunarinnar. Veitirgar. Allir vel komnir. — Stjórn N.L.F.R. Kvenfélag Hallgrúnskirkju Jólafundur miðvikudaginn 9. des. kl. 8,30. Erindi: Rannveig Tómas- dóttir, spngur, jólahugjeiðing, kaffi / veitÍBgar. Félagskonur, takið með ykkur gesti. Stjórnin. Kvenfélag Bæjarleiða. heldur jólafund miðvikudaginn 9. des. kl. 20,30 að Hallveigarstöðum. Sýndar verða blóma- og jólaskreyt- ingar. — Stjórnin. BRÉFASKIPTI Ef einhver hefur áhuga á að skrifast á við Ungversbt fatk á aldrinum 16 — 30 ára þá konrið að Lindargötu 9a og fáið bréf, mynd, póstkort eða jafnvel frímerki. Munið Jólasöfnun mæðrastyrks- nefndar að Njálsgötu 3. s. 14349. Umsóknum veitt móttaka á sama stað. Lárétt: 1) Bók 6) Stofu 8) Fugl 10) Lánað 12) Nhm 15) Tónn 14) Nóasonur 16) Munur 17) Stráfc 19) Hætta. Krossgáta Nr. 685 Lóðrétt: 2) Fiskur 3) Eins 4) Ell 5) Lélega 7) Stétt 9) Brjálaða 16) Hryggur 18) Ármynni. Ráðning á krossgátu nr. 684: Lárétt: 1) Mjólk 6) Ósa 8) Ból 10) Sól 12) Um 13) La 14) Raf 16) Fis 17) Óró 19) Blóta. Lóðrétt: 2) Jól 3) Ós 4) Lak 5) Áburð 7) Hlass 9) Óma m óö m fói m Fót is) Ró.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.