Tíminn - 16.12.1970, Side 6

Tíminn - 16.12.1970, Side 6
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 16. desember 1970 MWGFBfeTTIB Frumvarp Framsóknarmanna um breytingu á lausaskuldum bænda og um skuldaskil Lánin verði til 25 ára og vextir ekki hærri en 6% Lögin nái yfir skuldasöfnun frá 1960—70 EB-Reykjavík, þriðjudag. Asgeir Bjarnason flytur ásamt öðrum þingmönnum Framsóknar flokksins frumvarp um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán og um skuldaskiL Frumvarpið er nú endurflutt en það er svohljóðandi: UM BREYTINGU Á LAUSA- SKULDUM BÆNDA í FÖST LÁN. 1. gr. Vec'deild Búnaðarbanka íslands er heimilt að gefa út nýj an flokk bankavaxtabréfa, Bankavaxtabréf þessi skulu ein göngu notuð til að breyta í föst lán lausaskuldum bænda, sem hafa ekki fengið nægiieg lán til hæfilegs tíma til framkvæmda, er þeir hafa ráðizt í á bújörðum sín. um 1960—-1970, að báðum árum meðtöldum, svo og lausaskuldum vegna jarðakaupa, véla- og bústofns og fóðurkaupa á sama tíma, og enn fremur til lánveitinga handa fyrirtækjum, er á fyrrnefndu tíma bill hafa komið upp vinnslustöðv urp. fyrir landbúnaðarafurcfir, en ekki fengið nægilegt fjármagn til langs tíma til þeirra framkvæmda. 2. gr. Lán samkvæmt 1. gr. skulu veitt gegn veði í bújörð um ásamt mannvirkjum, sem á jörðunum eru, vélum bænda og vinnslustöðvum fyrir landbúnaðar afurðir. Lánstími skal vera allt að 25 árum gegn veði í fasteign og allt að 10 árum gegn veði í véluon. Vaxtakjör skulu ákveðin af stjórn veðdeildarinnar aíl höfðu samráði við ráðherra. Vextimir séu þó ekki hærri en 6% á ári. 3. gr. Lán, sem veitt er sam- kvæmt ákvæðum þessa kafla lag anna, sbr. 1. og 2. gr., að við- -bættum veðskuldum þeim, sem hvíla á fyrri -veðréttum, skal ekki nema hærri fjárhæð en 80% af matsverði veðsins. Lagt skal tfl grundvallar hið nýja fasteigna- mat. Heimilt skal þó að víkja fré því, ef nauó'syn krefur, og skal matsverðið þá ákveðið af dómkvöddum mönnum á þann hátt, sem tíðkazt hefur vegna lántöku í Veðdeild Búnaðarbank ans. 4. gr, Seðlabanki íslands kaup ir fyrir nafnverð bankavaxtabréf in, sem notuð verða til lánveit- inga samkvæmt 1. gr. 5. gr. Akvæði 16. gr. 3 mgr. laga nr. 115 7. nóv. 1941 tekur ekki til bankavaxtabréfa, sem út eru gefin samkvæmt lögum þessum. 6. gr. Að þvi leyti sem ekki brýtur í bága við ákvæL*i laga þessara, gilda ákvæði III. kafla laga nr. 11 7. nóv. 1941 uim lán veitingar samkvæmt þessum kafla laganna. ........... «* *.,*>** UM SKULDASKIL. 7. gr. Stofna skal sérstakan sjóð, Skuldaskilasjóður sem nefnist bænda. 8. gr. Ríkissjóður skal leggja fram stofnfé Skuldaskilasjóðs, allt að 50 millj. kr. Ríkissjórninni er þó heimilt að taka stofnfé sjóðsins, sbr. 1. máls gr., að láni til allt að 10 ára og endurlána það sjóðnum með sömu kjörum og lánið* er tekið. 9. gr. Nú tekur ríkisstjórnin stofnfé Skuldaskilasjóðs að láni að einhverju eða öllu leyti, sbr. 8. gr„ og skal þá fjár til afborg- ana og vaxtagreiðslna af láninu aflað þannig: 1. Með árlegu framlagi ríkis- sjóðs samkvæmt fjárl., allt að 7 millj. kr. á ári næstu 10 ár, í fyrsta sinn á fjárlögum fyrir ár- ið 1972. 2. Með árgjöldum af lánum, sem bændum hafa verið veitt úr Skuldaskilasjóði. 10. gr. Til viðbótar stofnfé sam kvæmt 8. gr. skal afla Skuldaskila sjóífi starfsfjár með útgáfu hand hafaskuldabréfa. Þau skultt géfin út af stjórn sjóðsins, og má fjár hæð þeirra nema samtals allt að 75 imillj. kr. Trygging fyrir skuldabréfunum skal vera sem hér segir: 1. Stofnfé sjóðsins. 2. Skuldabréf þau, er sjóðurinn fær frá lántakendum. 3. Ábyrgð ríkissjóðs. Vextir af skuldabréfunum skulu •vera 6% á ári. Þau skulu gefin út í einum flokki, og sikal inn- leysa eigi minna en 1/25 hluti þeirra á ári hverju, í fyrsta sinn 1973, þannig að öll bréfin séu innleyst á 25 árum. f reglugerð, ea- ráðherra setur, skal nánara kveðið á um gerð bréfanna, fjárhæð þeirra, greió'slu vaxta, innlausn þeirra og annað, er þurfa þykir. , 11. gr. Skuldabréf Skuldaskila- sjóðs, skulu með nafnverði vera gildur gjaldeyrir til greiðslu , á skuldum eldri en frá 1. janúar 1971, að svo miklu leyti, sem þær eru ekki tryggðar með fast eignaveði, svo og til greiðslu á árgjöldum af fasteignaveðslánum, enda hafi árgjöldin fallið í gjald daga fyrit 1. janúar 1971. Sama gildir um greiðslu á víxlum, sem gefnir verða út eftir 1. janúar 1971, en áður en lög þessi koma til framkvæmda, ef skuldin upp- haflega hefur verið stofnuð fyrir árslok 1970. Skuldabréf Skuldaskilasjóðs skulu framvegis vera með nafn- verði gildur gjaldeyrir af hendi einstaklinga og stofnana í viðskipt um við Seðlabanka íslands, sam- kvæmt nánari ákvæðum í reglu- gerð. 12. gr. Fé Skuldaskilasjóðs skal varið til lánveitinga handa bænd um. Skilyrcíi fyrir lánveitingum úr sjóðnum eru þessi: 1. Að umsækjandi reki land- búnað sem aðalatvinnuveg. 2. Að skuldiir hans í hlutfalli við eignir og árstekjur séu svo miklar, að sjóðsstjórnin telji hon um ókleift að standa viið skuld- bindingar sínar eða reka bú sitt á heilbrigðum grundvelli, nema : hann fái einhverja eftirgjöf skulda. | 3. Að umsækjandi getj sett þá tryggingu fyrir láninu, eæ sjóðs I stjórnin tekur gilda. Ásgeii Elnar Brýn nauðsyn fyrir auknar vegaframkvæmdir Meira af tekjum þeim er ríkissjóður fær b eint af umferðinni renni til vegaframkvæmda EB—Reykjavík, þriðjudag. Stjórnarfrumvarpið um breyt- ingar á vegalögunum var afgreittj í dag til efri deildar. Spunnust' umræður nokkrar um frumvarpíð I er það var á dagskrá í neðri deild í dag. Ásberg Sigurðssoa mælti fyrir nefndaráliti samgöngumálanefnd- ar, er lagði til að frumvarpið yrði samlþykkt óbreytt. Steingrímur Pálsson fulltrúi Alþýðubandalagsins í nefndinni sagðist ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt, hins vegar hefði það lítið að segja þar eð þingmenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðis- flokfcsins og Alþýðuflokksins myndu styðja framvarpið. Þá vabti Steingrímur athygli á þvi, að ekiki hefði samgöngumálanefnd in fjallað am frumvarpið nema í 5 mínútur áður en hún samþykkti að samþykkja það óbreytt. Magnús Kjartansson minnti á vandræði norsku stjórnarinnar og fallhættu hennar nú um helgina, vegna þungaskattsins sem ákve'ð- inn var þar í landi. Síðan varði Magnús miklum hluta ræðutíma síns í að deila á Halldór E. Sigurðsson fyrir að segjá þaö á þingi fyrir helgi, að hann væri fylgjandi frumvarpinu. Kvað Magnús annarleg sjónarmið ráða þessari ákvörðun Halldórs. Halldór E. Sigurðsson sagði að hann mæti hvert mál að verðleik um, en léti ekki annarleg sjónar- mið ráða afstöðu sinni til hvers máls. Þá minnti Halldór á baráttu Framsóknarfioktosins fyrir verk- legum átökum til að bæta vega- kerfi landsins. 1963 hefði Fram- sóknarflofckurinn staðið að vega- lögum sem miðuðu að því, að auka tekjur Vegasjóðs og fyrir slíku hefði hann mörgum sinnum bar- izt síðan. „Voru það, árið 1963, annarlega sjónarmið er réðu gerði j um Framsóknarflokksins? Magnús' í Kjartansson hafði efcki þá, látið j það í ljós á Alþingi að annarleg j sjónarmið réðu afstöðu þingmanna í Firamsóknarflokksins.“ j Halldór sagði, að meira af tekj um er fengjust af umferðinni þyrftu að ganga til vegamála. Þá minnti hann á hvað verðbólgan hefði rýrt Vegasjóð mikið og nefndi sem dæmi að gengisbreyt- ingarnar hefðu kostað Vegasjóð 164 millj. og verðlagsbreytingar á þeim hluta vegaáætlunar 1971—72 er nú væru í gildi, hefðu kostað Vegasjóð 400 millj. Halldór gat þess, að benzín- eyðsla á vegum, sem vel væru úr garði gerðir yrði eðlilega mun minni, en á þeim slæmu vegum er nú einkenndu vegakerfi lands- ins. Ef ekki hefðu komið til aukn ar fjárveitingar tii Vegasjóðs ein- óg gert væri ráð fyrir í nefnda frumvarpi hefði þurft að skera niður vegaáætlunina er nœmi 128 millj. kr. Sagðist Hall- dór ekki hafa trú á því, að nokk- ur hefði viljað þann niðurskurð. Efcki væri hægt að s'kjóta sér bak við hraðbrautarframkvæmdirnar, og hver hefði viljað koma í veg fyrir að t.d. Eliiðaárbrýrnar-hefðu ekki verið gerðar og hætta á það, að samgöngukerfið rofnaði við árnar vegna flóða. Að lokum sagði Halldór, að stjórnarandstæðingar hefðu eðli- lega enga löngun til að leggja skatt á skatt ofan, en það þyrfti að gera sér grein fyjúr málum hverju sinni, vega þau og meta. Magnús Kjartansson fór aftur í ræðupúltið og sagði að þessi mál flutningur sýndi á hvaða -leið Framsóknarflokkurinn væri. Að lokum lét hann þess þó getið að Halldór E. Sigurðsson hefól meiri innsýn í vegamál en hann sjálfur. Kvaðst Magnús oft hafa leitað til Halldórs í sambandi við þau mál. 4. Að' hann geti að dómi sjóðs stjórnar staðið straum af árleg um greiðslum af lánum sínum, er hann hefur fengig stuðning sam kvæmt lögum þessum, samhliða heilbrigðum búrekstri. 13. Lánum úr skuldaskilasjóði skal varið einungis til greiðslu á skuldum lántakenda. Lánin verða veitt gegn þeim tryggingum, er stjórn sjóðsins metur gildar. Þau greiðast að sumu leyti í peningum og að öðru leyti í skuldabréfum sjóðsins, eft- ir því sem sjóðsstjórnin ákveður. Lánstími skal vera allt að 25 ár. Vextir af lánunum skulu vera 6% á ári. Ef lánatakamdi breytir um atvinnu veg á lánstímanum eða eigenda skipti verða áð hinni veðsettu eign, er stjórn sjóðsins heimilt að ákveða, að lánið sé þegar fallið í gjalddaga. 14. Þrátt fyrir áfcvæði 4. gr. laga um veð, nr. 18 4. nóv. 1887, er lántakanda rétt að veðsetja Skuldaskilasjóði í einu lagi til- tekna flofcka búfjár síns, er hann á eða eignást, og gengur veð sjóðsins fyrir öllumi sfðari veð- setningum búfjár eða einstakra gripa. Sama gildir um veðsetn- ingu fóður birgða, sem veðsali kann að eiga á hverjum tima handa veðsettu búfé. Heimilt er að veðsetja sjóðnum í einu lagi aðra fjánnuni án sérstakrar sund urliðunar. 15. gr, Noi flytur veðsali í aðra þinghá, eftir að skuldabréfi hefur verið þinglýst, og heldur sjóöur inn þá veðrétti sinum, þótt sku.'da- bréfinu sé eigi þinglýst í þeirri þinghá, sem veðsali flutti í. 16. gr. í stjórn Sfcnldaskilasjóðs eiga sæti fimm menn, er landbún aðarráðherra skipar eftir tilnefn ingu þessara aðila: Bankanáð Bún- aðarbanka fslands tilnefnir einn, stjórn Stéttarsambands bænda annan, stjóra Búnaðaxfélags ís- lands hinn þiriðja, stjóm Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga ; hinn fjórða og fjármálaráðherra hinn fimmta. Nú skorast aðili, einn eð'a fleiri, j undan að tilnefna mann í sjóðs- stjóra, og skipar þá ráðherra mann eða menn í stjóraina án tilnefningar, þannig að stjórn sjóðsins verði fullskipuð. Varamenn skulu vera flmm og skipaðir á sama hátt og aðal- menn. Stjórn sjóðsins velur sér for- mann. 17. gr. Umsóknir um lán úr Skuldaskilasjóði skulu stilaðar til stjórnar sjóó'sins, en sendar odd- vita í því sveitarfélagi, þar sem umsækjandi á lögheimili. Odd- viti sendir umsóknir aðila í sveit arfélaginu til stjóraar sjóðsins á þeim tíma, er hún tiltekur, eða svo fljótt sem auðið er, efúr að faann fær lánsumsókn í hendur. Lánsumsókn skulu fylgja þau skilríki, sem hér segir: 1. Afrit af síðasta skattfram- tali lánbeiðanda, staðfest af skatt stjóra eða umboðsmanni hans. 2. Sundurliðuð skrá yfir lánar drottna lánbeiðanda, og skal þar greina skuldarupphæó', hvort skuld er tryggð með veði eða ábyrgð og hver tryggingin er, gjalddaga og önnur greiðslukjör. 3. Sundunliðuð skrá yfir áhyrgð ir lánbeiðanda, og skal þar greina hverjar aðrar tryggingar eru fyrir ábyrgðarskuldunum, og þess get- ið hvort líkur eru til, að ábyrgó*irn ar falli á lánbeiðanda. Vottorð hreppstjóra um, hve lengi lánbeiðandi hefur stundað búskap og hvar, svo og am fjöl- skyldustærð hans. 5. Umsögn sveitarstjórnar um þöi’f lánbeiðanda á fjárhagsaðstoð. 6. Aðrar upplýsingar, sem sjóðs stjórnin kann að ósko eftir. Vegna þrengsla í blaðinu í dag, verður það seni eftir er af frum- varpinu að bíða birtingar þar til á morgun.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.