Tíminn - 20.12.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.12.1970, Blaðsíða 13
SUJÍNUÖAGUR 20. desember 1970 TIMINN 13 cpnq-p ffD Ud A5 hengja bakara fyrir smið Hrakfarir í Rússlandsför íslenzka landsliðið í hand- knattleik fór enga frægðarför til Rússlands, eins og kunnugt er, tapaði öllum leikjum sín- um, nema einum, gegn ungl- ingalandsliði Tékkóslóvakíu. í sjálfu sér er það ekki í frásögur færandi, þótt íslenzka landsliðið hafi tapað fyrir hin- um sterku iandsliðum Júgó- slavíu, Ventur-Þýzkalands og Sovétrikjanna, ef ekki víeri með jafnmiklum markamun og raun varð á. Sérstaklega em úrslitin í leiknum gegn Sovét- ríkjunum hnekkir fyrir íslenzk- an handknattleik, en sá leikur tapaðist með 15 marka mun. 17:32. Er þetta eitt mesta tap íslenzks landsliðs i handknatt- leik í allri landsleikjasögunni. Hvað íærðist í HM í Frakklandi? Enda þótt þessi úrslit séu reiðarslag, er engin ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta og krefjast afsögn landslió'sþjálfara og landsliðs- nefndar, eins og krafizt hef- ur verið af bráðlátum manni í íþróttafréttamannastétt, sem virðist seint ætla að eld- ast. Virðist hann, og raun- ar fleiri, þéss sinnis, að ávallt beri að hengja einhvern, ef út af bregður. Skiptir þá engu máli, hvort bakari er hengd- ur fyrir smið, aðeins ef ein- hver er hengdur. Vafalaust eiga Hilmar Björns son, landsliðsþjálfari og Jón Erlendsson, formaður lands- liðsnefndar, einhvérja sök á því, hve landsliðið var illa bú- ið undir þessa för, en senni- lega bera þó félögin, sem leik'- mennirnir koma frá, mesta sök, því að hjá félögunum eiga þeir að fá þrek- og úthaldsæfingar fvrst og fremst, en ekki á lands liðsæfingum, en það var ein- mitt. brekið og krafturinn, sem brást í leikjunum i Rússlandi. í HM í Frakklandi fyrr á bessu ári kom berlega í ljós, að íslenzka liðið skorti þrek og kraft í samanburði við aðr- ar ’pjóðir, einkum og sér í lagi austantjaldsþjóðirnar. Frá því, aV þeirri keppni lauk, hef- ur ekkert átak verið gert til að lagfæra þetta atriði. en það er tvímælalaust skylda félag- anna að sjá leikmönnum sín- um fyrir þrekæfingum, því að vart er hægt að búast við því, að hægt sé að útfæra þrek- og úthald.sprógramm á strjál- um landslið.sæfingum, sem eru e. t. v. ekki nema einu sinni í viku. Á meðan félögin gera sér þessa skyldu ekki ljósa, er vart hægt að búast við nein- um framförum. Sömuleic.'is verða leikmennirnir sjálfir að gera sér þetta atriði Ijóst, en nokkuð hefur skort á, að svo sé, því að enda þótt. þeim hafi boðizt aðstaða til sérstakra þrekæfinga á vegum HSÍ á undanfömum árum, var því sáralítið sinnt, Kjarni málsins er sá, að Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari og Jón Erlendsson, formaSur landsliðsnefndar, bera þeir einir ábyrgð? ekki er hægt að skella skuld- inni á einn eða tvo aðila. Hér þarf að koma til sameiginlegt átak og skilningur á eðli vand- ans meðal allra þeirra, sem fást við handknattleiksmál. Öðru vísi næst ekki árangur. Enginn leiðandi mað- ur í dómarastétt íslenzku handknattleiksmenn- irnir, sem léku í Rússlandi á dögunum, réku sig óþyrmilega á það, að í alþjóðahandknatt- leik er dæmt öðru vísi en iíðk- ast á íslandi. Var ekki laust við, að þetta háði þeim nokk- | uð. Leiðir þetta hugann að því, ao' íslenzkir handknattleiks dómarar, sem og aðrir dómar- ar í flokkaíþróttum, þurfa ávallt að fylgjast með þvi, sem gerist í þessum málum erlend- is. Árlega eru haldnir dóm- arafundir erlendis, þar sem dómarar bera bækur sínar sam- an og ákveða vissar túlkunar- reglur. Ef íslenzkir handknatt- leiksdómarar fylgjast ekki með, bitnar það ekki aðeins á þeim sjálfum, heldur öllum hand- knattleiksmönnum. Á undanförnum árum hefur íslenzkur handknattleikur ver- ið svo heppinn að hafa innan vébanda sinna mjög hæfan mann, sem var leiðandi maður í þess- um efnum. Er 'hér átt við Hannes Þ. Sigurðsson. Eftir að honum var hafnaó' sem milli rikjadómara af dómaranefnd HSÍ, hafa störf hans eðlilega minnkað og er vart við því að búast, að, hann hafi sérstak- an áhuga á eða löngun til að starf að þessum málum. Enginn dómur skal lagður á það hér, hvort réttmætt var að svipta Hannes milliríkja- dómararéttindum eftir lang- an og glæsilegan feril, en fram- hjá þeirri staðreynd verður ekki gengi&', að nauðsynlegt er að finna mann í hans stað. Hér sannast það, sem oft hef- ur verifj sagt, að allt flas veit- ir eftisköst. — alf. JOLATRESSALA TAKID BÖRNIN MEÐ I JÓLATRÉSSKÓGINN. ATH. Jólatrén eru nýkomln. nýhöggvin og hafa aldrei komiB í hús. Tryggir barrheldni trjánna. RAUÐGRENI — EÐALGRENI — BLAGRENI. wKvf SIMAR JASkX * W7tf* Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðféiags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fóik með kröfur skólanna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271. ARISTO léttir námið SNYRTIVORUR ERU HANDA „UNGUM" KONUM Á ÖLLUM ALDRI G. ÓLAFSSON HF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.