Tíminn - 24.12.1970, Side 3
FIMMTUDAGUR 24. desemher 1970
Úr Otherme í Hafnarbiói.
Ást og óeirðir
í Hafnarbíói
Jólamynd Hafnarbíós gerist
í Frafcklandi á róstusömum
tímum 1418. Nefnist hún Cafch-
erine (Sú ást brennur heitast),
en svo nefnist aðalfcvensögu-
hetjan, þoífckadís hin mesta,
sam allir karimenn gimast og
láta sumir lífið fyrir.
Myndin er frönsk, í litum,
gerð eftir skáldsögu Juliette
Benzoni. Stjórnandi er Ray-
mond Danon. Aðalleikarar
Olga Georges Pecot og Roger
van Hool.
Rauði þráðurinn í myndinni
eru átök stuðningsmanna her-
togans af Armanjak og manna
Philippe hertoga af Burgory
um París.
Stúdentar eru fylgismenn
Armanjaks, sem hefur völdin i
borginni. Slátrarar fylgja Phil-
ippe 'hertoga en hersveitir
hans sitja um París, svo borg-
arbúar þola hungur og harð-
rétti
í óvinahöndum
í Laugarásbíói
Jólamynd Laugarásbíós heit-
ir að þessu sinni „í óvinahönd-
um“ (Counterpoint), og fer
Charlton Heston með aðalhlut-
verfcið.
Myndin gerist síðla árs 1944,
þegar Þjóðverjar gera lokatil-
raun til að snúa gangi stríðs-
ins sér í hag með mikilli sókn
um Ardenna-fjöU í þeim til-
gangi að komast allt til Ant-
werpen. Var þá háð „orrustan
um bunguna" (Battle of the
Bugle) sem svo hefir veri(5
nefnd. Fjallar myndin um amé
ríska sinfóníuhljómsveit, sem
Þjóðverjar taka til fanga í upp
hafi sóknarinnar. Vilja sumir
hinna þýzku foringja láta
skjóta tónlistamennina sam-
kvæmt þeim skipunum, sem
þeir hafa fengið, en aö'rir ekki,
en hljómsveitarstjórinn
(Charlton Heston) heimtar, að
sveitin fái að fara frjáls ferða
sinna, þar sem meðlimir henn
ar séu ekki hermenn. Einn for
ingjanna gefur fyrirheit um
frelsi, ef hljómsveitin efni til
tónleika fyrir hann. Hefir for-
inginn að vísu svik í huga, en
með aðstoð skæruliða tekst að
koma í veg fyrir þau.
Mynd þessi er sögð í senn
listræn og mjög spennandi, en
í aðalhlutverkum eru, auk Hest
ons, Maximilian Schell, Kathr-
yn Hays, Leslie Nielsen og Ant
on Diffring.
Leikstjóri er Ralp Nelson,
en handrit byggt á sögu Alan
Sillitoe, „Hersihöfðinginn"
(„The General").
Charlton Heston í hlutverki sinu í myndinni í Laugarásbíói.
TÍMINN
Hörkutólið og
Sjóræningjar
á Krákuey
í Háskólabíói
Jólamynd Háskólabíós er
bandarísk litmynd, Hörkutól-
ið. Aö'alhlutverkið er leikið af
John Wayne og hlaut hann
Óskarsverðlaunin fyrir vikið.
Aðrir aðalleikarar eru Glen
Campbell og Kim Darby. Leik-
stjóri er Henry Hathaway. —
Myndin fjallar um unglings-
stúlku í „vilta vestrinu“, sem
,'eitar morðingja föður síns.
Á annan í jólum sýnir Há-
skólabíó einnig nýja mynd
fyrir börn, Sjóræningjar á
Krákuey, eina hina vinsælu
sænsku Krákueyjarmynda eftir
sögu Astrid Lindgren. Gerist
hún í sænska skerjagarðinum.
Leikstj. er Olle Hellbom. Aðal-
persónurnar eru Trunte,
Skralle, Stina, Pelle, Melker
frændi Malín, Pétur og hund-
ur sem heitir Bátsmaður.
Næsta mynd í Háskólabíói
verður „Rosemary's Baby“
með Míu Farrow í aö'aihlut-
verki, en hún hefur vakið
mikla athygli.
Stigamennirnir
í Stjörnubíói
Jólamyndin í Stjörnubíó
heitir Stigamennirnir og er
Richard Brooks framleiðandi
og stjórnandi. Kvikmyndahand
ritið er samið upp úr skáld-
sögu Franks 0‘Rourk, „Múl-
dýr handa markgreifafrúnni".
Kunnir leikarar fara með hlut-
verk í þessari bandarísku lit-
mynd, m.a. Burt Lancaster,
hinn vinsæli Lee Marvin og ít-
alska þokkadísin Claudia Card-
inale.
Myndin fjallar um leiðangur
nokkurra ævintýramanna til
Mexíkó í þVí skyni að leysa
úr haldi unga og fagra eigin-
konu auðkýfings nokkurs í Tex
as. Hún er fangi á stórum bú-
garði uppi í fjöllunum hjá bylt
ingarforingjanum Raza, sem
krefst 100.000 dala í lausnar-
gjald fyrir gísl sinn.
Ætlunarverk leiðangurs-
manna lánast vel þrátt fyrir
erfiðleika og ýmis ævintýri, en
myndin hlýtur óvæntan endi.
Grín og gaman
í Kópavogsbíói
Jólamynd Kópavogsbíó ’ er
frönsk gamanmynd í litum,
sem nefnist „Víða er pottur
brotinn“. Stjórnandi er Jean
Girault, en Louis Fumes leik
ur aðalhlutverkið, ákafan o g
samvizkusaman J lögregluþjón.
Vegna sautján ára gamallar
lífsglaðrar dóttur sinnar og
vina hennar flækist hann f
ýmis vandræði. Lögregluþjónn
inn verður að flýja á stolnum
bíl, fela stolið málverk og dul-
búa sig til að bjarga heiðri
sínum, sem hann metur mikils.
Myndin er tekin viö' frönsku
Rívíeruna og í sólskinsbænum
St. Tropez.
Sjá umsögn um
Nýja bíó á bls. 22
3
Úr myndinni Hörkutólið í Háskólabíói.
Arnarborgin í
Gamla bíói
Jólamyndin í Gamla bíó,
Arnarborgin, gerist í síðari
heimsstyrjöldinni. Kvik-
myndahaqdritið er samið af
Alister MacLean. Þetta er lit-
mynd, ensk-amerísk, og leik-
stjóri er Brian G. Hutton.
Myndin fjallar um leiðangur
sjö karlmanna og einnar konu
til Arnarborgarinnar, en svo
nefndust aðalstöðvar Gestapo,
rammgert virki á fjallstindi, til
þess að bjarga bandarískum
hersböfðingja, sehi þar er
fangi. Með aðalhlutverk fara:
Riohard Burton, Clint East-
wood og Mary Ure.
Brezk flugvél flýgur að næt-
urlagi með hópinn yfir þýzku
Alparn og síðan svífur hópur-
inn niður í fall'hlífum. Strax
við lendinguna hendir fyrsta
óhappið, en þau eiga eftir að
verö'a fleiri. Mary, konunni í
hópnum, tekst að komast sem
þjónustustúlka í Arnarborgina.
Hinir láta taka sig til fanga
og komast einnig í virkið. Leið
angurinn tekst að óskum, en
á Íeiðinni heim kemur í ljós
hver raunverulegur tilgangur
hans var.
Gamla bíó sýnir Arnarborgina,