Morgunblaðið - 30.11.2005, Side 2

Morgunblaðið - 30.11.2005, Side 2
 Lifandi kirkja Útgefandi: Reykjavíkurprófastdæmi vestra www.kirkjan.is/vestra Umsjón: KOM almannatengsl, Sýningar ehf. Ritstjóri: Þorsteinn G. Gunnarsson Ábyrgðarmaður: Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur Umbrot og hönnun: svarthvítt ehf. Ljósmyndir: Eitt stopp ehf. / Hreinn Magnússon Þorvaldur Örn Kristmundsson Forsíðumynd: Hreinn Magnússon tók forsíðumyndina í Hallgrímskirkju fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember 2005. Auglýsingar: Markfell Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins Nóvember 2005 Aðventa þýðir koma. Aðventutíminn, fjórar vikur fyrir jól, er tími undirbúnings og eftirvæntingar. Boðskapur kirkjunnar á aðventu er að benda á konung konunganna, friðarhöfðingjann, sem kom, kemur og mun koma. Hann kom í barninu sem lagt var í jötu í Betlehem, hann kemur í fagnaðarerindi jólanna á hverju ári, og hann kemur við endi aldanna eins og við játum í trúarjátningu kirkjunnar. Aðventa er tímabil, sem hefur fengið á sig margar myndir. Fyrirtæki og verslanir nota þennan tíma til að selja sem mest af varningi, veitingahús keppast um að bjóða fólki góðan mat og þannig mætti lengi telja. En það sem ekki síst einkennir þennan tíma hin síðari ár er áhugi fólks á að hlusta á fallega tónlist og fá andlega uppbyggingu. Kirkjur borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á aðventu í helgihaldi og tónleikum og margir kórar og hópar tónlistarfólks fá inni í kirkjunum til að flytja fjölbreytta tónlist. Kirkjur borgarinnar fyllast aftur og aftur í þessu samhengi. Allt þetta gefur aðventunni innihald og lit sem hefur félagslegt, andlegt og menningarlegt gildi. Kirkjan leggur áherslu á að aðventan fái að vera undirbúningstími jólanna, þannig að við tökum ekki forskot á jólin heldur leyfum sjálfum jóladögunum að njóta sín þegar þeir renna upp - hátíð ljóss og friðar. 97% þjóðarinnar vill að þjóðkirkjan veiti öllum Íslendingum þjónustu sína, samkvæmt nýlegri könnun sem Gallup gerði um kirkju og trú á Íslandi. Þjóðkirkjunni er sýnt mikið traust, enda finnum við það, sem störfum í kirkjunni, að störf okkar eru vel metin. Við sem nú störfum í kirkjunni á höfuðborgarsvæðinu, og sendum frá okkur þetta blað til kynningar á starfi safnaðanna, viljum leitast við að efla kirkjulegt starf. Við höfum sjálf reynt hvað starfið í kirkjunni er gefandi, uppbyggilegt og mannbætandi. Við viljum efla kirkjuna á alla lund, viljum sjá safnaðarstarfið dafna enn meir. Kirkjan vill opna dyr fyrir nýjum áherslum, prófa nýjar leiðir í samstarfi við sem flesta. Á undanförnum árum hefur tónlist og söngur skipað stærri og stærri sess í safnaðarstarfinu, sem m.a. hefur leitt til þess að kirkjan hefur orðið uppeldisstofnun fyrir tónlistarfólk, því og söfnuðunum til heilla. Dans- og leiklist hefur einnig fengið rými í safnaðarstarfinu og eigum við án efa eftir að sjá mikla aukningu á því á næstu misserum. Á síðustu árum hefur fræðslustarf einnig aukist mjög mikið. Í vetrardagskrá kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og víðar í söfnuðum landsins er fjölbreytt fræðslustarf fyrir unga sem aldna, fræðsla um grundvallaratriði trúarinnar og fjölmörg önnur atriði er snerta trú og siðfræði. Ekki síst hugnast fólki að fá fræðslu á markvissum námskeiðum, þar sem gert er ráð fyrir hópastarfi og samfélagi. Námskeið í þessum dúr heita t.d. Alfa og Lifandi steinar. Kærleiksþjónustan er einn af grunnsteinum kristins boðskapar. Kristur kallar okkur til að elska Guð og náungann. Ábyrgð kristins fólks er mikil í þessum heimi, við erum kölluð til að sinna brýnum verkefnum í nafni kærleikans. Kirkjustarfið gefur fólki tækifæri á að starfa að kærleiksþjónustu í félögum og hópum, sem tengjast safnaðarstarfinu, svo sem kvenfélögum, safnaðarfélögum og áhugahópum af ýmsu tagi. Sérþjónusta kirkjunnar hefur aukist og dafnað með hverju ári sem líður og er að starfi inni á sjúkrahúsum, öldrunarheimilum og fjölmörgum öðrum stofnunum, þá sinnirsérþjónustaneinnigsérstökum hópum fólks á öllum aldri. Þá starfar kirkjan meðal Íslendinga á erlendri grund. Þjóðkirkjan hefur sett sér fræðslustefnu til nokkurra ára, í haust vill kirkjan í heild vekja athygli á heimilinu og fjölskyldunni. Þetta verður útfært með ýmsum hætti. Kirkjan vill í starfi sínu styðja heimilin í landinu, t.d. með foreldramorgnum, fjölbreyttu barna- og unglingastarfi, helgihaldi og fræðslu fyrir foreldra. Ágæti lesandi, ég hvert þig til að lesa þetta blað og fræðast um það öfluga starf sem unnið er í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Þetta blað gefur innsýn inn í starf þessara safnaða, en er um leið kveðja kirkjunnar inn á heimili landsmanna, hvatning til allra um að kynna sér starf og samfélag heimakirkjunnar hvar sem er á landinu. Ég hvet alla til að taka þátt í því fjölbreytta starfi sem í boði er á aðventu. Þannig getum við undirbúið hug og hjarta fyrir komu jólanna jafnhliða margvíslegum ytri undirbúningi. Guð gefi landsmönnum öllum innihaldsríka og blessaða aðventu- og jólahátíð. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur Undanfarin þrjú ár hefur verið gerð könnun á kirkjusókn í Reykjavíkurprófastsdæmum fyrstu vikuna í október. Talið hefur verið hve margir mæta í helgihald og athafnir, barna og unglingastarf, tónlistastarf, fullorðinsfræðslu og ferðamenn. Nú liggja tölur fyrir með samanburði við síðastliðin tvö ár og eru gröf fyrir hverja kirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra aðgengileg á vefnum www.kirkjan. is/vestra. Fjölgun kirkjugesta var um 28% í báðum prófastsdæmum í fyrstu viku október í ár miðað við sömu viku í fyrra. Heildarfjöldi kirkjugesta í Reykjavík án ferðamanna var 25.013. Ferðamennvoru4.541ogþaraf4.300 í Hallgrímskirkju. Fjöldi kirkjugesta í Reykjavíkurprófastdæmi vestra var 12.772 en í eystra prófastdæminu voru kirkjugestir 12.241. Greinilegt er að heldur dró úr kirkjusókn í kennaraverkfallinu á síðasta ári, sérstaklega í barnastarfi kirknanna. Þrátt fyrir það er mætingin í ár betri en bæði árin 2004 og 2003. Aðventa og jól! Kirkjusókn eykst milli ára Lifandi steinar er námskeið um kristið lífsviðhorf. Það fjallar um messuna, uppbyggingu hennar og leyndardóma. Námskeiðið er byggt upp með hópumræðum, boðun, kyrrðarstundum, íhugun og heimaverkefnum. Það verður haldið á vorönn í suðursal Hallgrímskirkju, sex miðvikudagskvöld, kl. 0–, frá 1. feb. til 8. mars. Enn fremur er langur laugardagur (kl. 10–15) einu sinni á tímabilinu. Leiðbeinendur verða sr. Bára Friðriksdóttir og Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari. Markmið Markmið námskeiðsins eru margþætt. Það á að veita innsýn í guðsþjónustuna, skapa samfélag við aðra í söfnuðinum, auka trú þátttakenda á eigin möguleika í lífinu, að auka tengsl milli trúar og daglegs lífs, einkum í samskiptum við aðra. Einnig er unnið með spurningar er vakna um trúna og lífið og er markmiðið aukinn trúarþroski. Lifandi steinar – lifandi samfélag Í námskeiðinu er þátttakendur virkjaðir. Hver og einn hefur áhrif á námskeiðið með framlagi sínu. Í námskeiðinu er séð til þess að þátttakendur geti myndað tengsl hverjir við aðra, deilt lífsskoðunum og víkkað út sjóndeildarhringinn. Lögð er áhersla á mikilvægi þagnarskyldu, að það sem sagt er í trúnaði geymi hver með sér. Leitast er við að auka skilning á gildi trúarinnar í hinu daglega lífi og á því hvernig sunnudagurinn og guðsþjónustan geta glætt hvunndaginn lífi. Í Lifandi steinum á fólk að láta uppbyggjast í trú og samfélagi. Lifandi steinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.