Morgunblaðið - 30.11.2005, Síða 6
Lifandi kirkja
„Við erum alltaf að leita að leiðum
til að koma fagnaðarerindinu á
framfæri. Hvernig trúin getur veitt
blessun inn í mannlífið. Þetta er
sannarlega ein leiðin” segir Hjálmar.
“Persónulega hef ég góð kynni af AA
- samtökunum. Í minni fjölskyldu,
eins og svo mörgum, er alkóhólismi.
AA-samtökin urðu til mikillar hjálpar
og komu með bjart ljós inn í lífið.
Ég veit hvernig dimman víkur fyrir
dagsljósinu þegar ný von fæðist.”
Ólíkar hefðbundnum messum
Æðruleysismessurnar eru ólíkar
hefðbundnum messum á ýmsan
hátt. Sálmar og söngvar eru til að
mynda á léttari nótum. “Við höfum
æðruleysismessurnaráléttumnótum
og þær eru yfirleitt mjög vel sóttar.
Það sem einkennir samkomurnar er
glaðværð, léttleiki og innileiki” segir
Hjálmar. Fastur liður í messunum
er persónuleg frásögn messugests.
Hjálmar segir að það geti verið mjög
grípandi stund þegar viðkomandi
segir frá því hvernig hann hefur
komist frá drykkju og eiturlyfjum
og hvernig lífið hefur komist í
þokkalegt jafnvægi. “Stundum er þó
stutt í sorgina og erfiðleikana. Fólkið
sem sækir þessar messur hefur oft
á tíðum lifað tímana tvenna. Sumir
lifa í skugga þess að eitthvað hefur
brotnað eða farið úrskeiðis í lífinu á
erfiðu tímabili. En það er sammerkt
okkur öllum að við komum bara rétt
eins og við erum. Það er svo sem ekki
frábrugðið öðru helgihaldi. Það er
enginn sem telur sig öðrum meiri.
Og það er öllum sameiginlegt að ekki
er svifið í gegnum lífið á rósrauðu
skýi. Það eru sjaldnast til einfaldar
lausnir á lífsvandanum og ég held
að skyndilausnir séu yfirleitt ekki
mikils virði.”
Guð gefi mér æðruleysi...
Æðruleysismessurnar fara fram
þriðja sunnudag í hverjum
mánuði. Þær draga nafn sitt af
svokallaðri Æðruleysisbæn sem er
í hávegum höfð í AA-samtökunum.
Æðruleysisbænin er svohljóðandi:
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta
mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get
breytt og vit til að greina þar á milli.
Miðað er við að messurnar standi
ekki lengur en eina klukkustund.
Hjálmar segir að í lok hverrar messu
sé fólki gefinn kostur á að koma
upp að altarinu og þiggja sérstaka
fyrirbæn áður en það gengur út úr
kirkjunni. Þetta eru í raun bæði
fyrirbænir og sálgæsla.
Hjálmar segir að það séu bæði
einstaklingar sem hafa átt í
erfiðleikum með áfengi og vímuefni
og aðstandendur sem mæta í
messurnar. Fjöldi aðstandenda fer
þó sífellt vaxandi. Og svo eru þeir
býsna margir sem kunna betur
að meta þetta messuform en hið
hefðbundna. Hann segir að það sé
ánægjulegt að sjá hversu opið fólk
er fyrir nýjum valkostum og fyrir
fagnaðarerindinu. “En mikilvægast
er auðvitað það að leyfa góðum
hlutum að gerast í sínu lífi.”
Séra Svanhildur Blöndal hefur verið
ráðin sem prestur á Hrafnistu í
Reykjavík og Vífilsstaði. Séra Jón
Dalbú Hróbjartsson, prófastur í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra,
setti séra Svanhildi Blöndal inn
í embættið við hátíðarmessu
sunnudaginn 2. október síðastliðinn.
Organisti var Jónas Þórir en kór
Hrafnistu og kórfélagar úr kirkjukór
Áskirkju sungu en einsöngvari
við athöfnina var Júlíus Vífill
Ingvarsson, eiginmaður Svanhildar.
Svanhildur er fyrsti presturinn
sem ráðinn er eingöngu til starfa
á Hrafnistu. Hún er í 80% stöðu
við Hrafnistu í Reykjavík og í 20%
stöðu á Vífilsstöðum sem Hrafnista
rekur. Áður var Hrafnistu þjónað
frá Áskirkju af sr. Árna Bergi
Sigurbjörnssyni.
Séra Svanhildur Blöndal sinnir
sálgæslu og trúarlegri þjónustu við
heimilismenn, aðstandendur og
starfsfólk Hrafnistu. Auk þess að
vera til staðar fimm daga vikunnar er
Svanhildur með helgihald vikulega í
Helgafelli, samkomusal Hrafnistu og
messar þar mánaðarlega. Hún hefur
einnig reglubundnar bænastundir á
deildum Hrafnistu og Vífilsstaða,
Svanhildur Blöndal lauk
embættisprófi í guðfræði frá HÍ
haustið 2002 en starfaði áður sem
hjúkrunarfræðingur. Hún lauk
hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla
Íslands árið 1979 og síðar
framhaldsnámi sem heilsugæslu-
hjúkrunarfræðingur.
Í hverri einustu viku sækir fjöldi
eldri borgara kirkjurnar heim þar
sem boðið er upp á samverustundir
og afþreyingu fyrir eldri borgara.
Ýmist bjóða kirkjurnar upp á þessar
samverustundir einu sinni í viku
eða oftar og ekki er óalgengt að um
það bil 75–100 manns sæki hverja
samverustund.
Hverkirkjaskipuleggurstarfiðfyrir
sig.Starfsfólkogsjálfboðaliðarsjáum
stjórnina á hverjum stað. Ellimálaráð
Reykjavíkurprófastsdæma er til
halds og trausts í þessu starfi
og þar er Valgerður Gísladóttir
framkvæmdastjóri. Hún aðstoðar
við skipulagningu og tekur þátt í
starfinu, auk þess sem hún sér um
fundi og fræðslunámskeið fyrir þá
sem sinna starfinu og leiðbeina í
kirkjunum.
Sjálfsagt í hverri sókn
Rétt eins og flest það sem unnið
er innan kirkjunnar byggjast
samverustundirnar í kirkjunum á
sjálfboðaliðastarfi. Valgerður segir
að þessi starfsemi í kirkjunum hafi
hafist áður en borgin fór að byggja
upp félagsmiðstöðvar aldraðra.
„Neskirkja var fyrsta kirkjan til að
bjóðauppásérstakarsamverustundir
fyrir eldri borgara fyrir u.þ.b. 30
árum. Nú þykir sjálfsagt að bjóða
upp á þetta starf í hverri sókn.
Hugmyndin var og er enn að gefa
öldruðum kost á uppbyggilegu
tómstundastarfi og bjóða upp á
félagsskap í stað þess að einangrast
heima fyrir. Starfsemi kirkjunnar
er ekki í neinni samkeppni við
félagsmiðstöðvar borgarinnar enda
mörg dæmi um að þeir sem sækja
dægradvölina til okkar sæki líka
félagsmiðstöðvar borgarinnar,“ segir
Valgerður.
Margbreytileg dagskrá
Að sögn Valgerðar tengist
helgihald ávallt samverustundunum,
ýmist í upphafi þeirra eða í lokin.
„Dagskráin er síðan margbreytileg
og margir mæta eingöngu til þess
að njóta samverustunda með
jafnöldrum sínum. Margir taka í
spil og aðrir stunda handavinnu
enda leggjum við töluvert upp úr því
að vera með handavinnu og ýmiss
konar föndur á samverustundunum.
Leiðbeinendurnir eru þá
gjarnan „yngri eldri borgarar“,
gamlir handavinnukennarar
eða myndarlegar húsmæður.
Oft koma gestir í heimsókn og
flytja fróðleg erindi eða eru með
bókmenntakynningar, svo eitthvað
sé nefnt. Hóparnir fara einnig
oft úr húsi, í leikhús eða á aðra
menningarviðburði. Einnig fara
hóparnir í dagsferðir út á land í
upphafi eða endi vetrarstarfs,“ segir
Valgerður.
Uppbyggilegt starf og góður félagsskapur
Æðruleysismessur:
Glaðværð og léttleiki
Undanfarin átta ár hafa æðruleysismessur verið haldnar í
Dómkirkjunni. Messunum er ætlað að höfða til þeirra einstaklinga
sem leita sér hjálpar í gegnum AA - samtökin og 12 spora kerfið.
Sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, hefur þjónað við þessar
messur síðustu árin.
Prestur ráðinn til Hrafnistu