Morgunblaðið - 30.11.2005, Síða 8
Lifandi kirkja
www.or.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
RK
30
37
0
11
/2
00
5
Guðþjónustan er þungamiðja kirkju-
starfsins. Almennar guðsþjónustur
eru alla sunnudaga og helgidaga
ársins kl. 11 yfir sumarið en kl. 14 á
vetrartíma. Barnamessur eru haldnar
í Bústaðakirkju hvern sunnudag
frá september og út maí og er mjög
stór hluti þeirra sem koma í þær
messur foreldrar með börn sín. „Mér
þykir ljóst að ungir foreldrar hafi
vaknað mjög til vitundar um hversu
mikilvægt er að hafa gæðatíma fyrir
fjölskylduna en báðir foreldrar fylgja
gjarnanbörnumsínumíbarnastarfið.
Í barnamessunum höfum við lagt
mikla áherslu á að vera vel mönnuð og
að hafa messurnar sérstakar messur
en ekki hluta af almennum messum
safnaðarins. Í sumum kirkjum eru
barnamessur hluti af hefðbundnum
sunnudagsmessum en hjá okkur eru
þær það vel sóttar að við viljum hafa
þær aðskildar. Sem dæmi má nefna
voru hátt á fjórða hundrað manns í
barnamessunni síðasta sunnudag,
það var fullt út úr dyrum,“ segir
Pálmi.
Bústaðakirkja hefur verið í mjög
góðu samstarfi við skólana í hverfinu.
Þeir hafa komið í heimsókn í kirkjuna
ásamt því sem starfsfólk kirkjunnar
er ávallt velkomið í skólana. „Við
höfum reynt að sinna þessu starfi á
trúarlegum og félagslegum grunni
fyrir íbúana í hverfinu. Það er heldur
ekki óalgengt að unga fólkið líti við
í kirkjunni, spjalli við starfsfólk
kirkjunnar og fái sér hressingu,“
segir Pálmi.
Fyrir nokkrum árum voru stofnuð
samtökin Betra líf í Bústaðarhverfi
en það eru regnhlífarsamtök með
fulltrúa frá öllum stofnunum
og félögum sem starfandi eru í
hverfinu. Pálmi segir að samtökin
hafi það að markmiði að gera lífið
betra í hverfinu. Þau hafi staðið
fyrir hátíð Sumardaginn fyrsta ár
hvert. „Þá hefst hátíðin á því að við
grillum pylsur við Grímsbæ, förum
svo í kirkjuna og svo í skrúðgöngu
sem endar í Víkinni. Þessi dagur
er einnig dagur Víkings þar sem
afmælis félagsins er minnst og
keppnisfólk er heiðrað. Skátarnir
hafa einnig verið mjög virkir í
þessum hátíðarhöldum með okkur.
Þetta er öflugt og skemmtilegt starf
sem er byggt á breiðum grunni,“
segir Pálmi.
Áhersla á tónlistarlíf
Þegar minnst er á æskulýðs- og
unglingastarf innan kirkjunnar
segir Pálmi að það sé mikil barátta
um tíma ungmennanna. „TTT starf
ungmenna 10–12 ára gengur mjög
vel. Unglingar á fermingaraldri hafa
mjög langa stundaskrá og mjög
upptekin við það stóra stökk að fara
í unglingadeild í Réttarholtsskóla.
Auk þess eru þau virk í tónlistar- og
íþróttastarfi sem útheimtir mikinn
tíma.Vegnaþessaákváðumviðbreyta
til frá hefðbundnu æskulýðsstarfi
með fasta fundartíma og leggja meiri
áherslu á tónlistarstarfið. Þess vegna
réðum við kórstjóra í fullt starf sem
starfar með og undir stjórn organista
kirkjunnar. Auk þess höfum við
einbeitt okkur að stærri verkefnum,
átaksverkefnum með ungu fólki sem
taka mikinn tíma meðan þau vara
en frí á milli. Þá höfum við verið í
miklu og góðu samstarfi við Bústaði
og það frábæra fólk, sem þar starfar,
bæði varðandi málefni unglinga og
starfsemi Betra lífs í Bústaðahverfi,“
segir Pálmi.
Þessi stóru verkefni, sem Pálmi
minnist á, eru t.d söngleikir en fyrir
nokkru var söngleikurinn Jesus
Christ Superstar settur upp innan
kirkjunnar. „Í þessum uppfærslum,
sem eru mjög metnaðarfullar, hefur
ungafólkiðséðumallanhljóðfæraleik
og söng. Það voru um 120 ungmenni,
sem komu að þessum söngleik, sem
tókst í alla staði mjög vel.“
Kirkjuleg sveifla
Tónlistarstarfið í Bústaðakirkju er
í miklum blóma. Þar eru starfandi
barna- og unglingakórar þar sem vel
á annað hundrað barna á aldrinum
4–17 ára taka þátt. Þess utan er
öflugur kirkjukór og kammerkór
auk kórs Kvenfélags Bústaðakirkju.
„Innan kirkjunnar er einnig starfandi
lítil bjölluhljómsveit ásamt því sem
hljómsveit ungmenna spilar í öllum
barnamessum. Auk þessa er nóg af
litlum hljómsveitum, poppgrúppum,
starfandi í hverfinu sem spila í
messum og hafa haldið tónleika í
kirkjunni. Við teljum mjög mikilvægt
að unga fólkið viti að það á kirkjuna,
hún er eign fólksins í hverfinu,“
segir Pálmi. Aðspurður um frekara
tónlistarlíf innan Bústaðakirkju segir
Pálmi það vera í miklum blóma. „Hjá
okkur er starfandi vel menntaður
og metnaðarfullur organisti sem
heitir Guðmundur Sigurðsson. Við
byrjuðumfyrirnokkruásamverusem
við köllum kirkjulega sveiflu. Þessi
samvera er í raun og veru messa en
þar er flutt önnur tónlist með öðrum
textum en venjan er í messuhaldi og
með léttara yfirbragði. Við höfum
einnig verið í samstarfi við Guitar
Islandico sem hafa komið reglulega
og spilað með okkur. Þessi fjölbreytni
gefur kórunum og tónlistarfólkinu
innan kirkjunnar mjög mikið og ekki
síst það að finna fyrir jákvæðum
viðbrögðum safnaðarfólks,“ segir
Pálmi.
Þegar talið víkur að íbúum
hverfisins segir Pálmi það augljóst
að umhyggja íbúanna fyrir kirkjunni
sé mjög sterk. „Ég tel að það sé mjög
sterk sóknarvitund hérna í hverfinu
og fólk er mjög fúst til að starfa fyrir
kirkjuna. Við höfum einnig aldrei
átt erfitt með að fá fólk til að starfa
fyrir kirkjuna. Foreldrafélögin,
sem starfa í kringum kórana og
unglingastarfið, eru mjög virk en það
er gífurleg vinna sem það fólk leggur
af mörkum. Ég tel að það séu allt að
180 manns sem starfa í nefndum,
félögum, foreldrafélögum og kórum
innan Bústaðakirkju og það allt í
sjálfboðaliðastarfi.“
Pálmi hefur fengið töluverða
athygli fyrir að messa í Bláfjöllum.
Aðspurður segir hann að hann leggi
áherslu á að kirkjan taki virkan þátt í
því sem íþróttahreyfingin sé að gera
en hingað til hafi tengslin ekki alltaf
verið nægilega sterk. „Ég hef messað í
Bláfjöllum ef snjór er til staðar. Einnig
höfum við messað í sundlaugum og
í sérstökum göngumessum. Með
þessu leyti höfum við reynt að virkja
fólk og leggja áherslu á að það er
ekki nóg að hugsa um sálina heldur
er nauðsynlegt að hafa heilbrigða
sál í hraustum líkama til að hlutirnir
gangi upp.“Í Bústaðakirkju er bæði öflugt
barna- og unglingastarf sem
og líflegt tónlistarstarf. Sr.
Pálmi Matthíasson er
sóknarprestur í Bústaðakirkju
og leiðandi í þessu starfi.
Mikil samkeppni
um tíma ungmenna
Síðustu ár hefur
nýtt fræðsluefni
fyrir fullorðna í
kirkjunni náð miklum
vinsældum. Það ber
nafnið Tólf sporin og
er byggt á tólf sporum
AA-samtakanna.
Konur og karlar,
sem hafa tekið þátt
í námskeiðinu, hafa fundið að
vinnan í Tólf sporunum hefur leitt
lækningu og bata inn í líf þeirra og
verið þeim andleg vakning.
Þetta er innra ferðalag þar sem
markmiðið er að græða skaddaðar
tilfinningar. Hver þátttakandi
skoðar eigið líf með hjálp
verkefnabókarinnar Tólf sporin
– andlegt ferðalag. Þátttakendur
finna samhljóm og stuðning hver
meðöðrumþvíaðþeirerusamferða
í andlegu ferðalagi sem veitir líkn
og græðslu. Eina þátttökuskilyrðið
er að viðkomandi vilji bæta líf sitt
og taka frá tíma til að vinna að
því.
Farið er í gegnum
byrjunarefnið á fyrstu
þrem fundunum. Þar
athugar hver og einn
stöðu sína og metur
hvort hann langi til
að vera með. Síðan
er hópunum lokað á
fjórða fundi og lagt
er af stað í ferðalagið
sem tekur 30 vikur eða tvær
skólaannir. Eftir að því lýkur getur
fólk sótt sporafundi til að halda
vinnu sinni áfram að frekari bata.
Í Reykjavíkurprófastsdæmi
vestra er tólf spora námskeiðið
nú haldið í Neskirkju,
Laugarneskirkju, Hallgrímskirkju,
Grensáskirkju og í húsi KFUM
og KFUK við Holtaveg. Flest
námskeiðin hefjast að hausti en í
Laugarneskirkjubyrjarvæntanlega
nýtt námskeið eftir áramót.
Nánar má finna upplýsingar um
fundartíma og stað, innihald,
reynslusögur, bænir o.fl. á www.
viniribata.is
Tólf spora vinnan í kirkjunni slær í gegn
12