Morgunblaðið - 30.11.2005, Side 11
11Lifandi kirkja
„Við leggjum gríðarlega mikla
áherslu á barna og æskulýðsstarf
hérna í Seltjarnarneskirkju,“ segir
Arna Grétarsdóttir prestur. Hún
hefur starfað með kirkjunni í sjö ár,
fyrst sem æskulýðsfulltrúi og síðar
sem prestur, en tvö ár eru síðan hún
var vígð til embættis.
Barnastarfið er mikilvægt
„Barnastarfið er í raun okkar
aðalsmerki. Við erum með hópa fyrir
6 til 9 ára, 10 og 11 ára og svo 12 ára
börn. Svo starfar hér æskulýðsfélag
sem er fyrir unglinga í 8. til10. bekk
grunnskóla. Ásamt þessu starfar
með okkur ungt fólk í menntaskóla
en þau hafa komið inn í starfið
sem einskonar aðstoðarleiðtogar,“
segir Arna en á öllum fundunum er
hugleiðing og fræðsla og svo taka
leikir og ýmiskonar föndur við.
Vinsælir foreldramorgnar
Í Seltjarnarneskirkju eru
foreldramorgnar einu sinni í viku.
Arna segir að
morgnarnir séu vel
sóttir af mæðrum,
en nokkrir feður
hafi komið í fyrra.
Foreldramorgnarnir
voru settir á fót til
að stuðla að auknum
s a m s k i p t u m
nýbakaðra foreldra
og barna þeirra í sókninni. „Þessir
foreldramorgnar hafa verið vinsælir
hjá okkur og hafa sumar mæðurnar
jafnvel haldið áfram að líta við eftir
að þær hafa lokið fæðingarorlofi.
Við erum með fræðslu aðra hvora
viku og reynum að hafa hana á
þann veg að hún byggi mæðurnar
upp bæði sem uppalendur og
einstaklinga. Sem dæmi má nefna
höfum við fengið Heilsugæsluna
hér á Seltjarnarnesi til að vera með
fræðslu um brjóstagjöf, næringu
og fleira sem tengist ungabörnum
ásamt því sem við höfum haft erindi
um sjálfstyrkingu,“ segir Arna.
Hlúð að öldruðum í sókninni
Einu sinni í mánuði eru sérstakir
hádegisfundir fyrir eldri borgara
í nágrenninu. Fundirnir hefjast
með helgistund og altarisgöngu
í kirkjunni ásamt erindi frá
ræðumanni sem getur komið
hvaðanæva að. „Við reynum að hafa
þessi erindi áhugaverð og til að
mynda stefnum við að því að hafa
bókakynningu í desember. Að loknu
þessu er snæddur hádegisverður í
safnaðarheimilinu. Þar höfum við
spilað tónlist og
mun Þorvaldur
H a l l d ó r s s o n
heimsækja okkur
tvisvar í vetur,“
segir Arna og bætir
við að starfsmenn
kirkjunnar fari
einnig einu sinni í
viku í heimsókn á
Skólabraut þar sem
íbúðir aldraðra eru til staðar. Þá hefur
Seltjarnarneskirkja farið í ferðalög
með eldri borgara og var síðasta vor
farið í heimsókn að Reykholti með
um sjötíu manns.
Góð sókn
Aðspurð um sóknarvitund
Seltirninga telur Arna að hún sé
almennt góð. „Þetta er lítið og
samheldið samfélag. Í sókninni eru
um fimm þúsund manns og aðeins
ein kirkja. Ég tel að það sé mjög
sterkt í huga fólks sem hér býr að
það sé Seltirningar og fyrir vikið held
ég að sóknarvitundin sé sterkari.
Við búum einnig mjög vel að því að
sóknarnefndin okkar er frábær. Hún
styður við allt starf hjá okkur og
gætum við í raun ekki verið heppnari.
Ég tel að gæði sóknarnefndarinnar
liggi í því að hún hefur mikinn
skilning á starfi kirkjunnar,“ bætir
hún við.
Vinsæl kirkja
Seltjarnarneskirkja er mjög vinsæl
kirkja, bæði meðal þeirra sem nú
búa á Seltjarnarnesi og þeim sem
hafa alist þar upp en eru brottfluttir.
Arna segir að kirkjan gæti í raun
ekki verið bókuð meira. Þau hafa
t.d þurft að breyta dagskrárliðum á
ýmsum atburðum hjá sér því kirkjan
sé svo þétt bókuð. Arna segir að fólk
leiti einnig mikið til kirkjunnar í leit
að ráðum og stuðningi. „Við sinnum
mikið sálgæslu og stuðningi við
sóknarbörn. Við merkjum einnig
mikið að fólk sæki þjónustu hingað
úr öðrum sóknum. Ég held að margir
Seltirningar hafi sterkar taugar til
kirkjunnar sinnar,“ segir Arna að
lokum.
Dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
A L M A N N A T E N G S L
Samheldni
á Seltjar-
narnesi
Hörður Áskelsson, organisti í
Hallgrímskirkju og söngmálastjóri
þjóðkirkjunnar er holdgerfingur
metnaðarfullrar kirkjutónlistar á
íslandi. Áhugi hans á orgelleik á
rætur að rekja til rokktónlistarinnar
sem hann hlustaði á sem unglingur
norður á Akureyri. Á þessum árum
hafði Hörður sérstakt dálæti á
Deep Purple og þá sérstaklega
mögnuðum orgelleik Jon Lord. „Á
unglingsárunum fannst mér einnig
merkilegt að stærsta pípuorgel
landsins væri í Akureyrarkirkju og
það var mjög heillandi tilhugsun að
fá að stjórna svona trylltu hljóðfæri,”
segir Hörður.
Eftir tónlistarnám á Akureyri
og síðar í Reykjavík var Hörður við
nám í Düsseldorf í þýskalandi þar
sem hann nam tónlist við Robert
Schumann Hochschule á árunum
1976 til 1981. Eftir að hafa starfað
sem organisti í eitt ár í Düsseldorf
flutti Hörður heim og hefur starfað
sem organisti og tónlistarstjóri
í Hallgrímskirkju þar sem hann
stjórnar enn trylltara og stærra
hljóðfæri en því sem heillaði hann í
Akureyrarkirkju á sínum tíma.
Hörður segir að hlutverk
organistans sé í raun og veru að
vera forsöngvari. „Hér á árum áður
var lagviss og raddsterkur maður
fenginn til þess að leiða söfnuðinn
í sálmasöngnum. Starf mitt er
nánast það sama, að leiða kórinn
og söfnuðinn með orgelleiknum og
allt mitt starf miðar að því að þjóna
Guði. Tónlistin sem við flytjum
er trúartónlist, hvort heldur það
er við hefðbundnar messur eða á
tónleikum en það er mjög mikilvægt
fyrir okkur að fá fólk í kirkjuna til að
njóta tónlistar.”
Auk þess að vera organisti í
Hallgrímskirkju og stjórnandi
Mótettukórsins og Schola cantorium
er Hörður í forsvari fyrir listvinafélag
Hallgrímskirkju sem stofnað var árið
1982 með það að markmiði að efla
listalíf í kirkjunni. Hörður segir að
þótt hann sé í forsvari sé langt því
frá að hann sé einn um alla vinnuna
sem tengist þessum störfum. „Ég
er það heppinn að hafa með mér
ósérhlíft og metnaðarfullt fólk sem
hikar ekki við að leggja þessu starfi
lið í sjálfboðavinnu og án þeirra væri
tónistar- og listalíf Hallgrímskirkju
annað og minna,” segir Hörður
Áskellsson.
Tónlistahátíð á jólaföstu í
Hallgrímskirkju hófst þriðju-
daginn 29. nóvember með
jólatónleikum Mótettukórs
Hallgrímskirkju og stendur
til 11. desember. Þar
verða flutt hugljúf aðventu-
og jólalög. Jólaóratóría
Bachs verður flutt í heild
með Schola cantorum og
Alþjóðlegu barokksveitinni í
Den Haag undir stjórn Harðar
Áskelssonar. Sjá nánari
dagskrá á
www.hallgrimskirkja.is
Frá því stærsta yfir
í það langstærsta
Auk sóknanna tíu sem falla undir
Reykjavíkur prófastdæmi vestra,
heyrir margvísleg sérþjónusta undir
prófastdæmið. Á Landspítalanum
starfa sjö prestar við sálgæslu.
Fangaprestur, prestur fatlaðra og
prestur heyrnalausra heyra undir
prófastdæmið, svo og fjöldi presta
erlendis, en prófastdæmið sér um
prestsþjónustu í Danmörku, Svíþjóð,
Noregi, Englandi og Lúxemborg.
Tíu djáknar eru starfandi
innan prófastsdæmisins. Þar af
er einn djákni á Landspítalanum
við Hringbraut, einn á Dvalar-
og hjúkrunarheimilinu Grund
og einn á Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni. Tveir djáknar starfa á
stofnunum í tengslum við söfnuð
Laugarneskirkju, einn í Hátúni og
Skjóli og hinn á Heilsugæslunni
í Lágmúla. Í Hallgrímskirkju og
Áskirkju eru djáknar ráðnir til starfa
í söfnuðunum. Að auki eru þrír
vígðir djáknar að störfum á svæði
prófastsdæmisins, á Biskupsstofu og
í Grensáskirkju.
Margvísleg sérþjónusta