Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 2
TTMINN
SUNNUDAGUR 17. janúar 1971
UMSJÓN: EVA BENJAMÍNS OG EINAR BJÖRGVIN
Gunnar, Karl, Magnús, Rúnar, Gunnar
— eru saman í nýju Trúbroti
Eins og skýrt vair frá í
Tímanum s.l. þriðjudaig, þá
hafa nú orði® mannabreytingar
í Trúbroti. Eru þeir Gunnar
Jökull og Karl Sighvatsson
komnir í hljómsveitina. en þó
munu þeir félagair efeki vera
farnir aó’ æfa með hljómsveit
inni. Gunnar Jökull tekur sæti
Ólafs Garðarssonar við tromm-
urnar og Karl tekur sæti Magn
úsar Kjartanssonar við orgelið.
Hins vegar verður Magnús
áfram í hljúmsveitinni, og fær
hann nú rafmagnspíanó til um
ráða. Fer vel á því að jafn
góður tónlistamaður og Magn-
ús er haldi áfram í Trúbiroti,
sem nú er sannast sagna orð
Frábærar LP-pIötur
f þessum þætti átti að birt-
ast hugleiðing um hinar tvær
frábæru LP-plötur Óðmanna,
en sökum rúmleysis verður sú
hugleiðing ag bíða. Þess skal
þó getið, að tónlist frá eigin
brjósti er MUF að skapi, þess
vegna er ekki hægt að ganga
orðlaust framhjá hinu merki-
lega framlagi Óðmanna til
pop-tónlistarinnar liérlendis.
in „super“ hljómsveit á nýjan
leik.
Ekkert varð úr því að Gunn
ar Þórðarson fær yfir í Ævin
týri, eins og stóo til, enda hef
ur því verið lýst yfir af Ævin-
týris hálfu, að hætti cinhver í
þeirri hljómsveit þá hætti áll
ir.
Nú er ÓJafur Garðarsson laus,
og óljóst í hvaða hljómsveit
hann sezt við trommurnar á
nýjan leik. Þá er nú allt á
huldu hvað Jóhann G. Jóhanns
son gerir, eftir að ljóst er
hljómsveitin, sem hann var að
stofna meg Gunnari Jökli og
Karli Sighvatssyni rann út í
sandinn.
Þá hefur MUF fengið óstað
festar fregnir um það, a& Erl-
ingur Björnsson sé nú að iáta
af störfum sem umboðsmað
ur Trúbrot. Hvort hann lang
ar á hljómsveitarpallinn aft-
ur er ekki vitað. — En sem
sagt! „Gamla góða Trúbrotið"
sem mairgir hafa saknað er að
lifna við á nýjan leik og von
andi verður samvinna með-
lima í því Trúbroti góð og
árangursrík — og hver veit
nema Shady Owens komi aftur
til landsins á næstunni.
Eftir umstang nokkuð og getgátur skjóta þessir saman upp kollinum (Tímamynd Róbert)
—Illlllllllll llllllllll I llll lllHIIIIIIIIIIIIII ■■IIIWIIIIIIHll 111111111 II Bi»lllII'i»IHII'P»IIIW«i!M»WUMMH,IJII».,»WHailJI,KaffiIII»irimn|||iMH|| IKiiTTTmmifnMIHIIIiill I tnww
„Fulltrúi ungu kynslóðarinnar“ '
valinn í kampavíns- og átveizlu
Á fimmtudagskvöldið í ný
liðinni viku, gerðist sá atburð-
ur á Hótel Sögu, innan um
kampavín, gómsæta matar
rétti, smóking og annað er
einkennt hefur samkomuhald
heldri og eldri þorgara, að val-
inn var „fulltrúi ungu kynslóð
arinnar“ á fslandi. Að baki
þessa samkomuhalds stóð
Tízku- og snyrtiskólinn hér í
Reykjavík og Tízkuverzlunin
Karnabær, fyrirtæki, sem virð-
ast hafa mjög mikínn áhuga á
ungu fólki og málefnum þess,
enda ungt fólk, sem líklega
heldur lífinu í þessum fyrir
tækjum.
Það er víst búið að ræða
mikio’ um fegurðarsamkeppni
hér á landi, í dagblöðunum
undanfarið, en sitthverju verð-
ur þó bætt við í bessari grein
Álit mitt á þessu vali „full-
trúa ungu kynslóðarinnar" er,
að það er algjört hneyksli fyr-
ir okkur unga fólkið hér á
landi. Mér finnst að ekki sé
hægt að bjóða okkur upp á
þau viðskiptalegu sjónarmið
og þá kampavíns- og átveizlu-
hefð góðborgarans, sem fylgdi
vali „fulltrúa ungu kynslóðar
innar“ að þessu sinni.
Ungt fólk hefur látið mikið
á sér bera undanfarin ár og
risið upp gegn venjum eldira
fólksins, og það hefur sýnt
skoðanir sínar í verki sem
orði. Hins vegar eru það svo
ætíð „bisness" mennirnir sem
reyna að færa sér þessair skoð-
anir unga fólksins í nyt, reyna
að hagnast á þeim. Einn þeirra
mann er aó’ mínu áliti Guð-
laugur Bergmann í Karnabæ.
sem mikið hefur látið frá sér
fara um unga fólkið og vinð-
ist hafa alveg sérstakan áhuga
á því, enda ku hann hafa hagn
azt all sæmilega á því, að selja
ungu fó'ki dýran klæðnað. Því
miður hefur margt ungt fólk
látið slíka „fjármálaspekúl-
anta“ sem Guðlaug Bergmann
glepja sig einum um of, látið
bjóða sér of mikið.
Það er þessi Guðlauguir Berg
mann, sem raunverulega stend
ur á bak við átveizlu- og
kampavínshneykslið á Hótel
Sögu s.l. miðvikudagsikvöld.
Hann telur sig nefnilega eiga
réttinn á Því að velja „fulltrúa
ungu kynslóðarinnar11 og láir
honum varla nokkur fyriir það
að vilja eiga einkaréttinn á
hugmyndum sínum. Hugmynd
ir „fjármálaspekúlanta“ eru
yfirleitt fyrirlitnar af ungu
fólki, sem ekki vill sætta sig
við margar þæir venjur. sem
eldra fólkið hefur skapað. Hér
er um að ræða ungt fólk, sem
raunverulega vill gera einhveri
ar breytingar.
Stúlkan sem kjörin var „full
trúi ungu kynslóðarinnar" á
Hótel Sögu umrætt kvöld. var
dæmd til þess, að ganga í eitt
ár í sokkabuxum, sem ísl. fyr-
irtæki framleiðir. Gróðasjón-
armiðið er augljóst — bessi
fulltrúj ungu kynslóðarinnar á
að vera lifandi auglýsinga-
skilti fyrir sokkaframleið-
anda norður í landi.
Kaupmenn eins og Guðlaug-
ux Bergmann hafa augljóslega
gert sér grein fyrir því, að mik
ið fé er í ungmenni falið. sem
lætur auglýsingabrask og vafa-
samar fullyrðingar hafa gengd
arlaus áhrif á sig.
En það er sem sagt ekki
allt unga fólkið hér á landi,
sem lætur „fjármálaspekúlant
ana“ kasta sér til og frá eins
og um væri að ræða fj-ður-
magnaða brúðu. Það unga
fólk, er kjarninn í ungu
kynslóðinni, og sá hópur á
eftir ag sækja fram, gegn þeim
siðum og venjum eldra fólks-
ins, sem svo mjög voru áber
andi á samkomuhaldinu á
Hótel Sögu. Venjur og siðir
auglýsingaskrums „fjármála
spekú.'antanna" hafa hrann-
azt upp og virðist ætla að kaf-
færa allt í neyzlu og aftur
neyzlu. Siðir og venjur, sem í
mínum augum er sorphaugur
íslenzkrar menningar.
Að lokum skal þess getið,
að mér finnst sjálfsagt, að gefa
ungum stúlkum, sem þekn, er
kepptu á Hótel Sögu á mið
vikudagskvöldið, tækifæri til
að komast áfram í lífinu. En
stúlku. sem gerð er að fulltcúa
ungu kynslóðarinnar, á að
velja í andrúmslofti þar sem
tíðarandi ungu kynslóðarinnar
ríkir, en ekki þar sem hund-
gamlar venjuar eldri kynslóð
arinnar eru í hávegum hafðar.
Einar Björgvin.
„Fulltrúi ungu kynslóðarinnar" lifandi auglýsingaskilti fyrir sokka-
framleiðanda norSur í landi (Tímamynd Gunnar)