Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2005 C 3 BANDARÍSKI spretthlauparinn Tim Montgomery, sem úrskurð- aður var í tveggja ára keppnisbann í vikunni vegna steraneyslu, segist vera hættur keppni. Montgomery, sem er þrítugur, ítrekaði í blaða- viðtali í gær að hann hefði aldrei neytt steralyfja vísvitandi. Auk keppnisbannsins var Montgomery sviptur öllum verð- launum sem hann hefur unnið frá því í mars árið 2001. Þá verða met hans afmáð en hann setti heimsmet í 100 metra hlaupi árið 2002 þegar hann hljóp vegalengdina á 9,78 sekúndum. Montgomery hefur aldrei fallið á lyfjaprófi en talið var sannað að hann hefði rætt við frjálsíþrótta- konuna Kelli White um áhrif svo- nefnds „tærs efnis“ í líkama þeirra. Stjórnvöld telja að umrætt efni sé steralyfið THG, sem framleitt var á vegum lyfjafyrirtækisins BALCO og greindist lengi vel ekki í venju- legum lyfjaprófum. Montgomery segir í viðtali við Los Angeles Times að hann telji að stjórnvöld séu að reyna að nota hann til að ná til frjálsíþróttakon- unnar Marion Jones. Þau Jones og Montgomery eiga saman tveggja ára son en eru nú skilin að skipt- um. Montgomery segir að vandamál hans hafi byrjað þegar hann kynnt- ist Victor Conte, stofnanda BALCO, en Conte afplánar nú 8 mánaða fangelsisdóm fyrir aðild sína að lyfjahneykslinu. Tim Montgomery segist vera hættur keppni GRÉTAR Rafn Steinsson og félagar í hollenska knattspyrnuliðinu AZ Alkmaar fóru taplausir í gegnum riðlakeppni UEFA-bikarsins en þeir unnu Grasshoppers frá Sviss, 1:0, í gærkvöld. Grétar Rafn var í byrjunarliði Alkmaar en fór af velli á 64. mínútu. Liðið varð jafnt Middlesbrough að stigum en Eng- lendingarnir unnu Litex Lovech frá Búlgaríu, 2:0, með tveimur mörk- um frá Massime Maccarone. Mikil dramatík var í Lens í Frakklandi þar sem heimaliðið vann Sampdoria frá Ítalíu, 2:1, en Issam Jomaa skoraði sigurmarkið á síðustu mínútunni. Þar með komst Lens áfram úr riðlinum með Steaua og Hertha Berlín en Sampdoria sat eftir með sárt ennið. Ekkert tap hjá Alkmaar ar. Á ima- ungis ngun ika á á til veins r, en eikn- Jón Haf- leik- wn og anski indi. li að úkra- afar Har- orten ægur, Marel k og ndre an af, r inn ein- Gestirnir byrjuðu fyrstu mínút-urnar með öfluga vörn áður en ÍR tók við sér. Skyttur ÍR fengu að láta ljós sitt skína og skoruðu úr 8 af 15 þriggja stiga skotum fyrir hlé. Sá er helst átti að halda Þór inni í leikn- um, Mario Myles, var hinsvegar lítið með á nótunum og fékk 4 villur en skoraði eitt stig fyrir hlé. Um miðjan þriðja leikhluta var forskot ÍR 20 stig en þá höfðu Þórsarar hamskipti og linntu ekki látum fyrr en mun- urinn var kominn í 6 stig um miðjan fjórða leikhluta. ÍR-ingar gerðust þá skynsamir og unnu örugglega. Jón Örn Guðmundsson þjálfari ÍR var ánægður í leikslok. „Leikurinn var full kaflaskiptur fyrir minn smekk en lið mitt spilaði vel, við höf- um verið að reyna að auka hraðann í sókninni og það gekk auk þess sem vörn okkar var mjög góð megnið af leiknum,“ sagði Jón Örn og hefur í hyggju að bæta við erlendum leik- manni. „Okkur hefur gengið eins og við var að búast í deildinni. Við þurft- um að senda erlendan leikmann heim, sem setti strik í reikninginn svo hópurinn er frekar þunnskipað- ur. Við erum að skoða okkar mál, hvort við fáum liðsstyrk.“ Ólafur J. Sigurðsson hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum en Ómar Sævarsson tók 11 fráköst og varði 2 skot. „Eins og gegn Hamri mætum við einhverra hluta vegna ekki tilbúnir til leiks og ég verð finna einhverja skýringu á því,“ sagði Hrafn Krist- jánsson þjálfari Þórs eftir leikinn. „Við tökum svo við okkur en þegar búið er grafa svona djúpa holu út- heimtir það alltof mikla orku að vinna sig upp. Við áttum möguleika í lokin en þá fór munurinn fyrr í leikn- um að telja og okkur vantaði meiri orku á meðan ÍR-ingar áttu meira eftir. Nítján stiga munur gefur ekki rétta mynd af leiknum. Það munar um þegar Mario er með fjórar villur megnið af leiknum og því má segja hálfur leikmaður.“ Þorsteinn Hún- fjörð tók 7 fráköst og varði 3 skot. Jeb Ivey, sem lék með Fjölni ífyrra, fór á kostum í fyrsta leik- hluta og sýndi heimamönnum að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hann gerði þá 15 stig af þeim 29 sem Njarðvík gerði í þeim hluta, en gestirnir gerðu síðustu 9 stigin í leikhlutanum eftir að Bene- dikt Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, hafði fengið tæknivillu hjá Erlingi Snæ Erlingssyni dómara. Raunar kom furðulegur kafli þegar staðan var 12:12. Njarðvík gerði átta stig í röð. Fjölnir tók leikhlé og gerði síðan næstu átta stig en svo komu níu stig í röð frá Njarðvík. Fjölnir vann næsta leikhluta 23:15 og því munaði aðeins einu stigi í leik- hléi, 43:44. Njarðvík hafði þriggja stiga forystu eftir þriðja leikhluta og juku muninn í síðasta leikhluta enda týndu Fjölnismenn þá hratt tölunni og fjórir urðu að yfirgefa völlinn með fimm villur. Sovic og Hooks gerðu 50 af stigum Fjölnis og sá síðarnefndi tók auk þess 20 fráköst, en Sovic 14. Marvin Valdimarsson átti einnig fínan leik og var með góða skotnýtingu. Hörð- ur Vilhjálmsson hefur oft skorað meira en hann lék fína vörn gegn Jeb Ivey, sínum fyrrum félaga. Jeb og Friðrik gerðu 55 af stigum Njarðvíkur og Friðrik tók 18 fráköst en Jeb 9. Þeir tveir ásamt Brenton, sem gerði 19 stig, voru bestu menn liðsins en eins átti Jóhann Ólafsson fína spretti en lenti snemma í villu- vandræðum. Egill Jónasson var sterkur í fráköstunum. Drengurinn er með gríðarlegt „vænghaf“ og ekki fýsilegur kostur að fara inn í teig Njarðvíkinga þegar hann og Friðrik eru þar til varnar. Njarðvíkingar eru með gríðarlega sterkt lið þar sem liðsheildin ræður ríkjum og allir leik- menn liðsins geta á góðum degi tekið af skarið ef með þarf. Hiti og hasar Það gekk talsvert á og Halldór Karlsson, fyrirliði Njarðvíkur, var heppinn að sleppa með tæknivillu skömmu fyrir hlé þegar hann stjak- aði lítillega við öðrum dómaranum. Mikill ljóður á nokkrum dómurum er sá leiðinlegi siður þeirra að ræða stöðugt við þjálfara og/eða leikmenn liðanna og útskýra fyrir þeim störf sín. Ef leikmenn og þjálfarar skilja ekki bendingar dómaranna þá verða þeir einfaldlega að lesa sér til um þær og reglurnar þannig að dómarar þurfi ekki að standa í því að útskýra hvað þeir eru að gera. Sumir leik- menn og þjálfarar virðast alltaf fá næði til að ræða við dómara á meðan aðrir mega varla anda án þess að dómarar setji ofaní við þá. Það er allt í lagi að eiga orðastað við þjálfara en að standa langtímum saman á hlið- arlínunni hjá þeim og ræða málin er of mikið af því góða. Kaflaskipt og kraftmikið þegar KR vann Hött KR-ingar unnu sigur á Hetti íkaflaskiptum leik á Egilsstöð- um, 95:71. Höttur var yfir, 30:17, eft- ir fyrsta leikhluta en KR var yfir í hálfleik, 50:39. Hattarmenn komu mjög ákveðnir til leiks og spiluðu skínandi vel í fyrsta leikhluta. Góður leikur þeirra virtist koma KR-ingum á óvart og lét Herbert Arnarson þjálfari þeirra það fara í taugarnar á sér. Fékk dæmda á sig tæknivillu og lét dóm- arana heyra það. Fannst stuðnings- mönnum Hattar að dómararnir hefðu mátt veita harðari refsingu. Í byrjun annars leikhluta settu KR-ingar stífa pressu á leikmenn Hattar og unnu boltann oft nokkuð auðveldlega og settu einnig niður nokkra þrista. Eftir leikhlé náðu heimamenn sér aftur á strik en svo fóru villuvandræði að segja til sín og lykilmenn þeirra gátu minna beitt sér í vörninni. Misstu þeir sinn stærsta mann, Gecelovsky, af velli með 5 villur undir lok leikhlutans. KR-ingar juku forystuna jafnt og þétt, sýndu þá afbragðs leik. Tölu- vert var um ljót brot í leiknum og menn nokkuð skapheitir á köflum – en það fylgir nú oft mikilli baráttu. Hattarmenn eiga heiður skilinn fyrir góða baráttu og skínandi leik í fyrsta leikhluta en eins og áður hefur komið fram vantar liðið meiri breidd. Bestu leikmenn KR-inga í leikn- um voru bakverðirnir Brynjar og Ellert, Fannar var öflugur í fráköst- unum en skemmdi góðan leik sinn með skapillsku og tuði. Lykilmenn Hattar áttu góða kafla en duttu nið- ur á milli, Björgvin Karl átti sinn besta leik á heimavelli í vetur, Loftur barðist af miklum krafti allan leikinn og Gísli átti góða innkomu er hann skoraði sex stig á stuttum tíma. Morgunblaðið/Þorkell afarvogi í fyrra. Hann fór á kostum með Njarðvíkingum gegn Fjölni í gær og er hér kominn framhjá Hjalta Vilhjálmssyni. Ivey heitur í Grafarvogi NJARÐVÍKINGAR, sem töpuðu sínum fyrsta leik í Iceland Express- deild karla í körfuknattleik í síðustu umferð, voru ekki lengi að jafna sig á því og í gærkvöldi lögðu þeir Fjölni 90:77 í Grafarvogi og halda efsta sæti deildarinnar. Jeb Ivey og Friðrik Stefánsson áttu stórleik fyrir Njarðvík að þessu sinni. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is og Jóhann G. Gunnarsson Of seint og of stutt hjá Þór VIÐBRAGÐ Þórsara frá Akureyri kom alltof seint þegar þeir sóttu ÍR heim í Breiðholtið í gærkvöldi. Breiðhyltingar voru með undirtökin í leiknum og 20 stiga forskot þegar Akureyringar fóru að sýna spari- hliðarnar en þrátt fyrir að saxa duglega á muninn dugði það ekki til og ÍR vann 95:76, sem skilar liðinu upp um eitt sæti – í það áttunda – en Þór er eftir sem áður í því tíunda. Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is  GORAN Gusic, hornamaðurinn öflugi sem áður lék með Þór, getur að öllum líkindum tekið þátt í Akur- eyrarslagnum með KA í kvöld en þá mætast liðin í sannkölluðum stórleik í 1. deild karla í handknattleik. Gusic meiddist í nára í Evrópuleik KA gegn Steaua Búkarest á dögunum. Mikil eftirvænting er á Akureyri og búist er við miklu fjölmenni í íþrótta- höllinni.  JAKOB Sigurðarson, körfuknatt- leiksmaður hjá Leverkusen í þýsku 1. deildinni, gerði 6 stig þegar félagið vann Braunschweig 80:75 á útivelli í fyrrakvöld. Leverkusen er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 8 stig eftir 16 umferðir.  TOMAS Foldbjerg, 25 ára Dani, var ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Breiðabliks í körfuknattleik í gær og tekur við af Jóni Arnari Ingvarssyni sem var sagt upp störfum á dögun- um. Foldbjerg hefur stýrt meistara- flokki kvenna hjá Breiðabliki og er þar á sínu öðru tímabili, og verður áfram við stjórnvölinn þar.  BREIÐABLIK, undir stjórn Fold- bjergs, skoraði aðeins 2 stig í heilum leikhluta í gærkvöld þegar liðið steinlá gegn toppliði Hauka, 99:45, í 1. deild kvenna á Ásvöllum. Haukar, sem voru yfir, 34:14, eftir fyrsta leik- hluta, skoruðu 27 stig gegn aðeins 2 í öðrum leikhluta.  PETER Crouch, sóknarmaður Liverpool, hefur fengið skráð á sig mark gegn Wigan í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu fyrr í þessum mánuði en það hafði áður verið skráð sjálfsmark hjá Mike Pollitt, mark- verði Wigan.  JOE Cole hjá Chelsea hefur hins- vegar misst eitt mark, í leik gegn Blackburn, en það hefur verið úr- skurðað sjálfsmark hjá Zurab Khiz- anishvili, leikmanni Blackburn. Úr- skurðarnefnd vafasamra marka í Englandi ákvað þetta tvennt í gær.  BORUSSIA Dortmund keypti í gær Matthew Amoah, landsliðsmið- herja frá Ghana, frá hollenska liðinu Vitesse Arnhem. Amoah, sem skrif- aði undir samning til ársins 2008, kemur til Dortmund í janúar. Hann lék undir stjórn Bert van Marwijk, þjálfara Dortmund, hjá hollenska liðinu Fortuna Sittard 2000.  VIKING Stavanger frá Noregi, sem unglingalandsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason leikur með, missti í gærkvöld af sæti í 32-liða úrslitum UEFA-bikarsins. Viking, sem hafði lokið sínum leikjum, varð að treysta á að Hamburger SV ynni Slavia Prag með fjórum mörkum. Sá mögu- leiki virtist fyrir hendi, Hamburger komst nokkuð snemma í 2:0 og einn leikmanna Slavia var rekinn af velli, en Tékkarnir náðu að koma í veg fyr- ir fleiri mörk og sluppu áfram á kostnað Viking. FÓLK m k í akti æfell ari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.