Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 1
2005  FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER BLAÐ C NJARÐVÍKINGAR ÁFRAM Á SIGURBRAUTINNI / C3 B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ZLATKO Gocevski, körfuknattleiksmaðurinn hávaxni frá Makedóníu sem hefur leikið með Keflvíkingum í vet- ur, hefur sennilega spilað sinn síðasta leik með félaginu. Keflvíkingar eru ekki ánægðir með frammistöðu þessa 2,06 metra háa miðherja sem hefur aðeins skorað um 7 stig að meðaltali í leik í úrvalsdeildinni og enn minna í Evrópuleikjum liðsins. „Já, hann hefur valdið okkur vonbrigðum, sérstak- lega þar sem við töldum okkur vera örugga með hann sem öflugan leikmann, enda hafði hann leikið mjög vel og var með mikla reynslu úr efstu deild í heimalandi sínu. En hann hefur ekki náð sér á strik, hverju sem um er að kenna, og við erum að líta í kringum okkur eftir nýjum manni,“ sagði Gunnar Jóhannsson varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur við Morgunblaðið í gær. Gocevski lék ekki með Keflavík gegn CAB Madeira í gærkvöld en Gunnar sagði að það hefði verið vegna þess að hann hefði ekki verið með vegabréfsáritun til að millilenda í Englandi á leiðinni til Portúgals. Gocevski á förum frá Keflavík ROY Keane, fyrrum fyrirliði Man- chester United, skrifaði í gær und- ir eins og hálfs árs samning við skoska úrvalsdeildarliðið Celtic. Þessi 34 ára gamli miðvallarleik- maður var mjög eftirsóttur. Mörg ensk úrvalsdeildarlið sóttust eftir kröftum Írans og að auki var hann í viðræðum við Real Madrid en á endanum ákvað hann að láta gamlan draum rætast og ganga til liðs við Celtic. Keane kemur til með lækka um helming í launum en verður þó engu að síður hæst laun- aði knattspyrnumaður í Skotlandi. Vikulaun hans hjá Celtic verða 45.000 pund, rétt um 5 milljónir ís- lenskra króna, en hjá Manchester United fékk hann um 10 milljónir króna. ,,Þetta eru frábær skipti og til- breyting að spila með nýju liði, við önnur lið á öðrum völlum og fyrir framan nýja áhorfendur. Hér finnst mér ég heima og hingað er ég kominn til að leggja hart að mér og að vinna titla. Ég hef alltaf haft miklar taugar til Celtic eða frá því ég var strákur en við héldum þá allir með Celtic. Síðustu vikur hafa verið mjög skrýtnar eftir að ég yfirgaf Manchester United en nú tekur við nýr kafli á mínum ferli sem ég hlakka tilað takast á við,“ sagði Keane í gær en fyrir sex ár- um lét hann hafa eftir sér að hann vildi enda feril sinn með Celtic. Keane verður ekki löglegur með Celtic þegar liðið mætir Hearts í úrvalsdeildinni á nýársdag svo hans fyrsti leikur verður gegn Clyde í bikarkeppninni viku síðar. Roy Keane lét gamlan draum sinn rætast Roy Keane DANSKI miðvallarleikmaðurinn Hans Mathiesen verður áfram í herbúðum Framara en nokkur lið úr Landsbankadeildinni hafa á undanförnum vikum borið víurnar í leikmanninn. Mathiesen hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Safamýrarliðið sem eins og kunnugt er féll úr Lands- bankadeildinni í haust. Daninn, sem gekk til liðs við Framara fyrir síðasta tímabil, lék 17 leiki Fram- liðsins og skoraði eitt mark og þótti hann einn besti leikmaður liðsins á leiktíðinni. Mathiesen um kyrrt hjá Fram Það kom beiðni frá leikmönnumum að byrja ekki æfingar fyrr en 5. janúar og ég ákvað að verða við því þar sem það er mikið álag á þeim í desember. Sem dæmi má nefna að Gum- mersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson leika með, spilar níu leiki í þessum mánuði, svipað er uppi á ten- ingnum hjá fleiri landsliðsmönnum,“ segir Viggó. Íslenska landsliðið leikur fimm landsleiki á undirbúningstíman- um fram að Evrópu- meistaramótinu, tvo við Norðmenn, einn við Katar og tvo leiki við Frakka. Þrír fyrstu leikirnir verða í Krist- jánssundi í Noregi 12.–15. janúar og síðan koma Frakkar hingað til lands til tveggja leikja, hinn fyrri verður fimmtudaginn 19. janúar í Laugardalshöll og sá síðari verður háður á Ásvöllum í Hafnarfirði tveimur dögum síðar. „Það mætti hugsanlega hafa færri leiki fyrir Evr- ópumeistaramótið, en alls ekki fleiri en þessa fimm,“ sagði Viggó sem ætlar að halda einu sæti opnu í lands- liðinu fram undir ára- mót. Ætlaði að velja Loga Geirsson „Ég ætlaði að velja Loga Geirsson en síð- an datt hann út úr myndinni í fyrradag þegar ljóst var að bak- meiðsli hans höfðu tekið sig upp á ný. Þess vegna hef ég ákveðið að halda síðasta sætinu opnu eitthvað áfram en vera búinn að skipa í það þegar landsliðið kem- ur saman til æfinga snemma á nýju ári,“ sagði Viggó. Svo var á honum að skilja að Baldvin Þorsteinsson, hornamaður úr Val, væri líklegasti handknattleiksmaðurinn til að skipa þetta umrædda sæti. „Hópurinn sem ég hef valið nú er sá sterkasti sem völ er á. Hann er sterkari en sá sem ég var með á HM í Túnis, þá einkum vegna þess að þeir menn sem þá voru að stíga sín fyrstu skref eru núna tilbúnir að standa undir meiri ábyrgð,“ sagði Viggó. Spurður um markmið landsliðs- ins sagði hann; „Ég ætla að vera hógvær að þessu sinni. Markmiðið er að komast upp úr riðlakeppninni og inn í milliriðla með einhver stig í farteskinu.“ Ensku landsliðsmennirnir PeterCrouch og Steven Gerrard, fyr- irliði Liverpool, skoruðu mörkin – Crouch tvö. Leikmenn Liverpool hafa ekki fengið á sig mark í ellefu leikjum í röð og er það nýtt met hjá Mersey-liðinu. Gamla metið var frá keppnistímabilinu 1987–1988, þegar Kenny Dalglish var knattspyrnu- stjóri Liverpool. Rauði herinn fékk óskabyrjun er Crouch skoraði mark eftir aðeins tvær mínútur eftir sendingu frá Dji- bril Cisse. Gerrard skoraði annað markið með föstu skoti á 32. mínútu, eftir góða sendingu frá John Arne Riise og síðan var Crouch aftur á ferðinni á 58. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn Saprissa. „Það var ánægjulegt að skora tvö mörk og ég er kominn á skotskóna á nýjan leik. Ég örvænti aldrei þó að mörkin hefðu látið standa á sér um tíma – ég vissi alltaf að það kæmi að því að ég myndi finna taktinn með Liverpool,“ sagði Crouch, sem var keyptur frá Southampton sl. sumar. Hann hefur nú skorað fjögur mörk á stuttum tíma fyrir Liverpool. Reuters Peter Crouch, miðherji Liverpool, fagnar hér fyrra marki sínu í leiknum gegn Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka í Japan í gær ásamt Norðmanninum John Arne Riise. Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik Vill ekki fleiri landsleiki fyrir EM „ÉG tel að undirbúningur landsliðsins verði fínn og ég vil alls ekki fá fleiri leiki áður en haldið er til Sviss. Mér finnst skipulagið vera fínt eins og það lítur út núna,“ sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, þegar hann tilkynnti val sitt á 15 leikmönnum fyrir Evrópukeppnina í Sviss í lok janúar á næsta ári. Viggó heldur einu sæti opnu sem hann hyggst velja mann í undir áramótin. Ís- lenska landsliðið kemur saman til æfinga fimmtudaginn 5. janúar. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is ■ Allir vegir færir /C4 Viggó Sigurðsson Liverpool með met EVRÓPUMEISTARAR Liverpool tryggði sér rétt til að leika um nafn- bótina besta lið heims þegar þeir lögðu Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka að velli í Japan í gær, 3:0. Liverpool leikur til úrslita við brasilíska liðið Sao Paulo á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.