Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.2005, Blaðsíða 4
Ég hafði ákveðið að kalla í LogaGeirsson en hann datt út úr myndinni í fyrrakvöld vegna meiðsla. Logi getur leikið fleiri en eina stöðu og hefði þar með getað leyst ákveðin vandamál sem við eig- um við að etja í stöðu skyttunnar vinstra megin. En því er ekki að heilsa núna og því verður að leysa það innan þessa hóps takist Jaliesky Garcia ekki að ná sér á strik í ein- hverjum leikjum á EM. Þá koma Arnór Atlason, hugsanlega Guðjón Valur Sigurðsson og Sigurður Egg- ertsson til sögunnar.“ Viggó segir að í alþjóðlegum hand- knattleik í dag verði leikmenn að geta leyst fleiri en eina stöðu á leik- vellinum og svo sé um flesta leik- menn íslenska landsliðsins, að mark- vörðum, línumönnum og hugsanlega Þóri Ólafssyni undanskildum. „Við erum með mjög fjölhæfa leikmenn og ég tel að Sigurður Eggertsson sé hrein viðbót við þann fjölbreytileika. Hann hefur svolítið annan stíl, getur verið „jóker“ okkar í ákveðnum stöð- um. Ég lít svo á að Sigurður hafi ákveðna kunnáttu sem aðrir leik- menn landsliðsins hafa ekki,“ sagði Viggó sem var ekki í neinum vafa um valið á Sigurði sem var reyndar fyrst kallaður inn í landsliðið í haust. Þá meiddist Sigurður á hné áður en á hólminn var komið á móti í Póllandi. Arnór hefur nýtt möguleika sína vel Þú velur Arnór nú, er hann í betri málum en hann var í haust þegar hann kom ekki til greina? „Svo sannarlega. Hann hagnast á því að margir leikmenn Magdeburg hafa meiðst. Þar með opnuðust möguleikar fyrir Arnór sem hann hefur nýtt vel að mínu mati. Ég hef séð fjóra leiki með honum á stuttum tíma og í þeim hefur hann staðið sig vel. Ég hef alltaf vitað hvaða hæfi- leikum hann er búinn, en það er nú bara einu sinni þannig að þegar leik- menn fá ekki tækifæri með sínum fé- lagsliðum er landsliðið ekki neinn vettvangur fyrir „prufukeyrslur“. Arnór hefur sýnt frábæran „karakt- er“ með því meðal annars að rífa sig upp úr þeirri stöðu sem hann var í hjá sínu liði. Arnór kemur örugglega mjög sterkur til leiks að þessu sinni.“ Roland er valinn á ný eftir að þú ákvaðst að velja aðra markverði í hans stað í undangengna leiki? „Roland glímdi við ýmis meiðsli í haust sem urðu þess valdandi að hann var ekki valinn. Ég vissi alltaf hvað hann gat, hann var alltaf inni í myndinni þótt hann hafi ekki tekið þátt í æfingaleikjunum í haust og vetur. Þá fengu aðrir markverðir tækifæri til að spreyta sig og þeir eru klárlega ekki betri en Roland. Ég og Bergsveinn Bergsveinsson, aðstoðarmaður minn, lítum á Birki Ívar sem fyrsta markvörð landsliðs- ins. Roland er þá frábær kostur til að hlaupa í skarðið fyrir Birki ef hann nær sér ekki á strik. Roland getur leikið afar vel og hreinlega lokað markinu sé sá gállinn á honum.“ Engin ástæða til að senda leikmenn í þrekpróf Þú verður með hópinn í 20 daga fyrir keppnina í Sviss. Hvernig verð- ur þeim tíma varið? „Ég ætla ekki að vera á þungu nót- unum. Á þessum tíma verður unnið í leikskipulagi og þeirri snerpu sem menn eru í verður viðhaldið. Leik- menn koma hingað til lands eftir að hafa verið í miklu leikjaálagi. Af fenginni reynslu finnst mér það ekki vera rétta leiðin að hefja undirbún- ing landsliðsins á því að senda leik- menn í þrekpróf. Leikmenn eru valdir í landsliðið af því að þeir skara fram úr og hafa verið að leika með sínum félagsliðum. Leikmenn sem leika allt upp í níu kappleiki á einum mánuði eru einfaldlega í formi, málið er ekkert flóknara en það.“ Hópurinn nú er svipaður þeim sem var á HM í Túnis. Er hann reynslunni ríkari að þínu mati? „Það er greinilegt hvað þeir leik- menn sem komu nýir inn í fyrra fyrir HM í Túnis eru ábyrgðarmeiri nú. Þeir eru orðnir hluti af liðinu. Á HM fannst mér margir vera hálfábyrgð- arlausir, voru ekki einbeittir og gerðu sér ekki grein fyrir að þeirra var ábyrgðin þegar á hólminn var komið. Nú er staðan gjörbreytt.“ Ólafur Stefánsson hefur lítið leikið með Ciudad Real upp á síðkastið. Hefur þú skýringu á því? „Ciudad Real hefur tvo mjög sterka leikmenn auk Ólafs í hans stöðu. Þjálfari liðsins hefur þá stefnu að tefla þeim jafnt og þétt fram. Það þýðir að stundum situr Ólafur eftir, er ekki í liðinu. Þannig vonast þjálf- arinn til að dreifa álaginu og koma í veg fyrir að leikmenn verði orðnir uppgefnir þegar á leiktímabilið líður. Þar af leiðandi leikur Ólafur minna en hann hefur gert síðustu ár.“ Ólafur er í hörkusamkeppni Hefur þú áhyggjur af því að Ólaf- ur sé ekki í góðu leikformi? „Ég held að Ólafur verði fyrir vik- ið bara hungraðri þegar hann mætir til leiks með landsliðinu. Hann getur ekki boðið okkur upp á að leika aftur eins illa og hann gerði á HM í Túnis, það kemur bara ekki til greina. Hins vegar er Ólafur kominn í hörkusamkeppni í landsliðinu. Hann þarf að berjast við Snorra Stein Guð- jónsson á miðjunni og við Einar Hólmgeirsson í skyttustöðunni. Ef Ólafur stendur sig ekki þá spila hin- ir. Það er ekkert flóknara en það. Síðan ég tók við landsliðinu hefur orðið sú breyting á að ég hef gefið mönnum tækifæri með því sem þeir hafa gripið feginshendi. Fyrir vikið eru þessir leikmenn farnir að skáka stórstjörnum eins og Ólafi.“ Hvert er markmið þitt á EM? „Ég ætla að vera hógvær að þessu sinni. Markmiðið er að komast upp úr riðlinum með einhver stig í far- teskinu. Takist það tel ég allar leiðir vera okkur opnar. Við erum með al- veg jafnsterkt lið og Danir, Serbar og Ungverjar sem eru með okkur í riðli. Á góðum degi getum við unnið allar þessar þjóðir, spurningin er sú að hitta á þennan góða dag. Ef það verður þá getum við unnið alla. Ég finn að strákarnir hafa gríðarlegan metnað og andinn innan hópsins er góður. Þá hafa flestir leikmenn liðs- ins mikinn meðbyr hjá sínum fé- lagsliðum, sjálfstraust þeirra er í lagi. Þess vegna vel ég ekki leikmenn sem gengur ekki vel. Þeir koma bara með vandamál inn í hópinn.“ Viggó Sigurðsson segir markmiðið vera að komast upp úr riðlakeppni EM Allir vegir færir „ÞETTA er klárlega sterkasti hópur sem völ er á um þessar mundir. Logi Geirsson og Mark- ús Máni Michaelsson væri örugglega með ef þeir væru ekki meiddir,“ sagði Viggó Sig- urðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, þegar hann til- kynnti um val á 15 leikmönnum sem skipa landsliðið á Evr- ópumeistaramótinu sem hefst í Sviss 26. janúar. „Nú bara að krossa fingur og vona að við verðum ekki fyrir fleiri áföllum.“ Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Morgunblaðið/Golli Hornamaðurinn Þórir Ólafsson í leik gegn Norðmönnum.                                     !"  #   $     #     % &  '  ( )#*+ $  , -"    . "( **  .  //      " "  0  $00%!  * 1  &   !#  2     333          0 4556 (" . 4557 (*8 4559 (:$ „ÁSGEIR Örn Hallgrímsson er fyrst og fremst sóknarmaður, hann er ekki góður varnarmaður. Það getur vel verið að hann sé topp- formi en það kemur ekki fram í hans leik með Lemgo nú um stund- ir,“ sagði Viggó spurður um af hverju hans gamli lærisveinn hjá Haukum, Ásgeir Örn, hljóti ekki náð fyrir augum landsliðsþjálf- arans að þessu sinni. „Síðan má ekki gleyma því að um þessar mundir er landsliðið af- ar vel mannað af leikmönnum í þeirri stöðu sem Ásgeir leikur í. Þar á ofan geta þeir allir leikið bet- ur í vörninni en Ásgeir. Þegar við bætist að Ásgeir stendur sig ekki í sóknarleiknum með Lemgo þá ein- faldlega lendir hann fyrir aftan Alexander Petersson, Einar Hólm- geirsson og Ólaf Stefánsson í röð- inni,“ segir Viggó. Ásgeir ekki nógu sterkur Ásgeir Örn Hallgrímsson „NORÐMENN ætluðu að bjóða Serbum og Dönum ásamt okkur á fjögurra þjóða mót í Noregi fyrir Evrópumeistaramótið, en við sett- um Norðmönnum stólinn fyrir dyrnar, sögðum að það kæmi ekki til greina að spila við Serba og Dani svona skömmu fyrir Evrópu- meistaramótið. Þar með breyttust forsendur fyrir mótahaldinu í Nor- egi,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknatt- leikssambands Íslands, þegar hann var spurður um landsleikina við Norðmenn ytra 12. og 15. janúar nk. í undanfara Evrópumótsins. Eftir þá hefur íslenska landsliðið leikið sex sinnum við Norðmenn á skömmum tíma. „Við erum að end- urgjalda Norðmönnum heimsókn þeirra hingað í síðasta mánuði. Ástæðan fyrir því að Einar setti Norðmönnum stólinn fyrir dyrnar með að bjóða Serbum og Dönum til mótsins var sú að íslenska lands- liðið leikur í riðli með þessum þjóð- um á Evrópumeistaramótinu sem hefst 26. janúar. Sögðu nei við Norðmenn „ÞAÐ er alveg frábært að fá Frakka hingað til lands í tvo leiki rétt fyrir EM, sannkallaður kon- fektmoli,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari um tvo síðustu vináttulandsleiki íslenska lands- liðsins fyrir Evrópumeistaramótið en það eru tveir leikir við Frakka. „Margir telja Frakka koma sterk- lega til greina sem Evrópumeist- arar og því ljóst að þar er á ferð feikisterkt lið. Það verður mikill prófsteinn fyrir bæði lið að mætast í alvöruleikjum svo skömmu fyrir EM. Þau verða þá komin nærri því formi sem þau verða í á Evrópu- mótinu og þar með verður um frá- bæra leiki að ræða,“ sagði Viggó ennfremur. Franskt konfekt rétt fyrir EM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.