Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 2
ÍSHOKKÍ 2 C MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA England Deildabikar, 8 liða úrslit: Birmingham – Manch.Utd...................... 1:3 Jiri Jarosik 75. - Louis Saha 46., 76., Ji- Sung Park 50. Wigan – Bolton......................................... 2:0 Jason Roberts 40., 45.  Í kvöld tekur 2. deildarlið Doncaster á móti Arsenal og Middlesbrough og Black- burn mætast á Riverside. Spánn Barcelona – Celta Vigo........................... 2:0 Samuel Eto’o 38., 57.  Eto’o er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Staðan: Barcelona 17 12 4 1 43:14 40 Osasuna 16 11 2 3 23:15 35 Real Madrid 16 9 2 5 28:17 29 Villareal 16 8 5 3 25:16 29 Deportivo 16 8 5 3 23:14 29 Valencia 16 8 5 3 23:17 29 Sevilla 16 7 5 4 17:12 26 Celta 17 8 2 7 18:21 26 Getafe 16 6 3 7 22:23 21 Atl. Madrid 16 4 7 5 17:17 19 Zaragoza 16 3 9 4 17:20 18 Real Sociedad 16 5 3 8 24:34 18 Málaga 16 4 4 8 22:23 16 Racing 16 3 7 6 12:19 16 Mallorca 16 4 4 8 16:25 16 Bilbao 16 3 6 7 16:20 15 Espanyol 16 3 6 7 13:20 15 Cadiz 16 3 5 8 11:19 14 Alaves 16 2 6 8 14:24 12 Real Betis 16 2 6 8 10:24 12 Þýskaland Bikarkeppnin, 16 liða úrslit: Bielefeld – Unterhaching .........................2:0 Freiburg – 1860 München ........................1:3 Kaiserslautern – Mainz ........................... 1:1  Mainz hafði betur í vítaspyrnukeppni, 4:3. Frakkland Deildabikarinn, 16 liða úrslit: Guingamp – Caen......................................2:0 Nice – Sedan ............................................. 2:0 Bordeaux – Nantes .................................. 3:1 Holland Bikarkeppnin, 16 liða úrslit: Heerenveen – Venlo..................................2:0 Helmond Sport – Ajax (ungl.) ..................2:1 Maastricht – Willem II .............................3:1 PSV Eindhoven – Twente ....................... 3:0  Jan Vennegoor of Hesselink skoraði tvö marka PSV og Jefferson Farfan eitt. Skotland Dundee United – Dunfermline ............... 2:1 Collin Samuel 25., Barry Robson 41. - Scott Wilson 31. Staðan: Celtic 19 14 3 2 48:17 45 Hearts 19 12 5 2 34:13 41 Hibernian 19 12 1 6 34:23 37 Rangers 19 8 6 5 30:22 30 Kilmarnock 19 8 5 6 35:30 29 Inverness 19 5 9 5 21:21 24 Aberdeen 19 5 8 6 21:22 23 Motherwell 19 6 5 8 31:36 23 Dundee United 19 5 6 8 21:29 21 Falkirk 19 4 5 10 20:35 17 Livingston 19 2 6 11 10:35 12 Dunfermline 19 2 3 14 11:33 9 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Kiel – Magdeburg .................................54:34 Wetzlar – Nordhorn..............................25:22 Flensburg – Gummersbach..................32:34 Staðan: Kiel 16 15 0 1 586:453 30 Gummersbach 16 13 2 1 496:424 28 Flensburg 16 13 1 2 565:467 27 Magdeburg 16 10 2 4 515:464 22 Lemgo 15 9 2 4 508:432 20 Nordhorn 16 9 0 7 496:462 18 Kronau 15 8 1 6 425:422 17 Göppingen 15 7 1 7 446:435 15 Großwallstadt 15 7 1 7 426:430 15 Melsungen 15 7 0 8 427:481 14 Hamburg 15 6 2 7 420:407 14 Lübbecke 15 6 1 8 442:449 13 Düsseldorf 15 4 2 9 416:487 10 Wetzlar 16 5 0 11 444:491 10 Wilhelmsh. 15 3 2 10 381:451 8 Minden 15 3 1 11 416:466 7 Pfullingen 15 2 1 12 371:441 5 Delitzsch 15 1 1 13 357:475 3 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Orlando – Toronto ................................ 90:92 Boston – Golden State........................ 109:98 Charlotte – Sacramento................... 106:103  Eftir framlengingu. Memphis – Detroit ........................... 104:106  Eftir tvær framlengingar. Seattle – Washington ....................... 111:101 E Han eftir land og h félag mörk inu þess kraf bara Eds Ed hald agað skilj vel. Ed Maggiacomo, þjálfari SR, með eiginkonu sinni, Carol. „ÉG þyki liðið eftir hæg spu Eftir ste@m HELGI Páll Þórisson, fyrirliði SR, þekkir vel til breytinga síðustu ár- in, ef ekki síðustu áratuga, því hann hefur keppt nær óslitið fyrir Skautafélag Reykjavíkur í rúm 15 ár. „Það er ekki nýtt að hafa aga en ég sé samt nýtt núna að breytingar síðustu þrjú árin eru eins miklar og síðustu tíu ár á undan,“ sagði Helgi Páll að loknum snæðingi. Hann sagði Ed halda uppi miklum aga en taldi það af hinu góða. „Ed er mjög gott og þarft framhald á þessari þróun. Hann er með mjög stífan aga en margir álíta ranglega að agi sé neikvætt orð, ég tel að það sé frekar jákvætt því þar sem íþróttin er oft hörkuleg næst með aga að halda utan um leikinn. Kraftmikið lið er ekki á réttri leið ef agann vantar. Með betri aðstöðu og þjálfurum koma yngri strákar sem ná eldri leikmönnum hratt og eru farnir að ýta verulega við okkur eldri, þó ég sé ekki mjög gamall, og munu bráðlega velta okkur úr sessi. Það er eðlileg þróun og gott mál. Það hafa komið fleiri lið inn en okk- ur vantar fleiri auk þess að það háir að hafa ekki nógu mikinn tíma á svellinu.“ „Agi er jákvætt orð“ HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, DHL-deildin Ásvellir: Haukar – HK...............................20 Í KVÖLD Undanfarin ár hafa ágætir þjálf-arar stjórnað íslenskum liðum en flestir eru sammála um að Ed hafi komið með nýja hugsun, ekki síst þegar kemur að aga en honum tókst að fá menn til njóta hans og þó að æf- ingar hans séu strembnari en áður eru leikmenn til í að leggja það á sig. Árangurinn segir sitt – sigur í fyrstu níu leikjum tímabilsins og 11 af 12 leikjum. Ed þvertók fyrir að eigna sér heiðurinn, benti á fólkið sem starfar fyrir félagið en það benti til baka og nefndi dæmi. Snyrtimennska Til að leikmenn séu til í að leggja á sig erfiðar æfingar taldi Ed að þeir þyrftu að fá eitthvað í staðinn. Hann fékk duglegt fólk í félaginu til að breyta búningsklefum þannig að hver leikmaður í meistaraflokki er með sinn bás og er ábyrgur fyrir honum, þar á gallinn að hanga snyrtilega uppi og allt vera í röð og reglu í hillunum. Það er af sem áður var, að sögn aðstandenda félagsins, þegar gallar og nauðsynlegar hlífar voru á tvist og bast. Þjálfarinn sér síðan oft sjálfur um að þrífa klefana og þá er betra fyrir leikmenn að gæta sín – drasl á gólfi þýðir að allur hópurinn færi aukapuð á æfingu. Hver leikmaður fær síðan hreint handklæði fyrir leiki og sér þjálfarinn sjálfur oftast um þvottinn. Svo taldi Ed að leikmenn og stjórnendur þyrftu að vera snyrti- legir til að fá virðingu áhorfenda en ekki síður eigin. Því fengu allir við- eigandi klæðnað og mæta nú til leiks í snyrtilegum jökkum og enginn kemst upp með mæta í gallabux- um, hvort sem er leikmaður eða stjórnarmaður. Það vekur athygli og myndar sam- kennd. Rjúkandi réttir Þá þarf líka að sýna mótherjum virðingu. Það var gert með því að efna til veislu fyrir leikmenn sem koma langt að, svo sem Akureyringa. Eftir hvern leik er þeim ásamt dóm- urum boðið upp á ýmsa rétti en las- agna með tilheyr- andi meðlæti hefur fallið best í kram- ið. Þetta var eitt af því sem Ed benti á sem dugnað fólksins sem starfar fyrir félagið og það verður ekki af því skafið, því þykir ekki tiltökumál að elda heima og mæta síðan með rjúkandi rétti í leikslok, jafnvel þó ekki náist að horfa á allan leikinn. Oft er bætt við kökum og tertum til að narta í á eftir og það vekur ánægju gesta að leggja af stað heim með slíkt nesti. „Umfram agi“ Agi er einnig nauðsynlegur. Ed þekkir íshokkíreglurnar en segir að stjórn eigi ekki að hafa agareglur, það sé þjálfarans og hann hefur sett sínar eigin reglur, kallar það um- fram aga, og stjórnin fylgist auðvitað með en hyggst ekki standa í vegi fyr- ir því. Áður fyrr bar við að menn mættu á síðustu stundu en svo er ekki nú, ef menn geta ekki mætt eiga þeir að hafa samband við þjálfarann. Leikmenn eru sáttir enda líta þeir ekki á aga Eds sem píningu. Það þarf líka að huga að framtíð leikmanna. Ed heldur til haga bók með öllum upplýsingum um leik- menn þar sem fram kemur hvað þarf að laga en líka hvað er jákvætt og vel gert. Svo hefur Carol, kona Eds, tek- ið upp flesta leiki liðsins og farið er vel yfir kosti og galla úr hverjum leik. Pönnukökur og síróp Yngri kynslóðin situr ekki eftir. Ed og Carol bjóða þeim reglulega í skemmtilega upplifun. Fyrst er farið í bíó eða þau hjónin bjóða þeim heim til að horfa á íshokkímyndir þar sem Ed útskýrir leikinn og það jákvæða í honum. Þá fá allir tækifæri til að segja hvað þeim finnst, líka sína skoðun á þjálfar- anum. Síðan fá all- ir að gista og oftast sést varla í gólfið fyrir svefnpokum, varla þverfótað á stofugólfinu hjá þeim hjónum. Að morgni útbýr síð- an Carol ekta am- erískan morgun- verð með tilheyrandi pönnu- kökum og sírópi. Að mati Eds og Carol er ekki of mikið á sig lagt, frekar benda þau á dugnað við að mæta í helgaræf- ingabúðir sem hefjast 7.30 að morgni og standa langt fram á kvöld í tvo daga en þegar gluggað er í pró- grammið ber mik- ið á jákvæðum tón. Það er bannað skamma og þó Ed skilji ekki málið þykir hann býsna glúrinn við að heyra tóninn. Hjálpa sér sjálf Þeim yngstu er einnig sinnt. Með- al annars bannaði Ed að foreldrar kæmu inn í klefana til að hjálpa þeim yngstu að koma sér í eða úr gall- anum, sem fylgir íþróttinni. Í fyrstu gerði það ekki lukku auk þess að for- eldrum var gert ljóst að þeim bæri að koma krökkunum í tæka tíð á æf- ingu. Fljótlega féll allt í ljúfa löð og nú eru krakkarnir stoltir yfir að geta sjálf. Það skilaði einnig virðingu fyr- ir þjálfaranum og um leið leiknum. Agi – ekkert mál. Og árangur? Allt þetta þarf helst að bera ár- angur og það gekk eftir. Meistara- flokkurinn er líkamlega sterkari, ag- inn er í góðu lagi og liðið tapar ekki leik og þau yngstu fylgjast stolt með auk þess að skila sínu. Aginn skilar sér víðar en á svellinu, krakkar ná að skipuleggja tíma sinn og þjálfarinn fylgist með hvort skólagangan sé í samræmi við allt. Foreldrar eru því ekki síður ánægðir. Sterkir á svellinu og utan þess SVELLIÐ er mikilvægt þegar spila á íshokkí en til að vel gangi þarf margt fleira að koma til. Þetta vita forkólfar í Skautafélagi Reykja- víkur mjög vel og hafa tekið mörg skref til að allt gangi upp. Liður í því er að huga að umgjörð leiksins og ekki síður að leikmönnum. Þegar síðan félagið réð Ed Maggiacomo sem þjálfara urðu skrefin stærri og öruggari enda á ferð þaulreyndur þjálfari sem lætur til sín taka á öllum sviðum er snúa að leiknum. Ed kom með danskt lið sitt í heimsókn til Íslands í fyrravetur og eftir að stjórnendur SR höfðu séð verklag hans og ekki síður hann þeirra, var ákveðið að hann gengi til liðs við félagið. Gerður var tveggja ára samningur en oftast hefur bara verið ráðið fyrir eitt keppnistímabil. Ýmsar áherslur Eds þekkja menn en nú er þeim framfylgt og mættu mörg félög, í hvaða íþrótt sem er, margt af þessu læra. Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is Það man k Helgi Páll Þórisson, fyrir- liði Skautafélags Reykja- víkur, ánægður að lokinni hangikjötsveislu þótt fyrsta tap tímabilsins hafi dregið aðeins úr gleðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.