Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 3
ÍSHOKKÍ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 C 3 Það kemst enginn fram hjá Guðna edda.is „Skemmtileg aflestrar, sérstaklega fyrir forfallna fótboltasjúklinga.“ Guðmundur Sverrir Þór, Mbl. „Skemmtilegar sögur um skemmtilegt og áhugavert fólk. Maður þarf ekki einu sinni að vita hvernig fótbolti er í laginu til að hafa gaman af bókinni.“ Margrét Blöndal, Rúv 6. sæti Ævisögur Mbl. 6. – 12. des. 8. sæti Ævisögur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 7. des. – 13. des. d spilaði sjálfur íþróttina og hóf einnig að þjálfa 18 ára gamall. nn er menntaður íþróttakennari en r að hafa unnið í Kanada og Þýska- di aflaði hann sér þjálfararéttinda hóf að þjálfa víða um heim, skóla- og gslið. Hann þjálfaði tvö lið í Dan- ku ásamt danska kvennalandslið- þegar SR-ingar nældu í hann auk s að íslensku landsliðin munu njóta fta hans. Segja má að þeir hafi ekki a fengið einn starfsmann því kona , Carol, leggur gjörva hönd á plóg. d viðurkennir fúslega að hann di uppi ströngum aga. „Ég er mjög ður þjálfari. Ég held að leikmenn i að til að vera góður þarf að æfa Margir leikmenn hafa bætt sig vinna fyrir félagið og það byggði klef- ana upp. Það hækkar líka liðið á stalli, öflug umgjörð styrkir leikmenn og þeir bæta sig á svellinu. Mér sýnist hin liðin vera að bæta sig mikið og með betri fagmennsku er ég viss um að íþróttin mun vaxa mikið. Ég vona að hin liðin skoði svolítið hvað við erum að gera.“ Góðir möguleikar á 2. deild Íslenska landsliðið hefur bætt sig mikið á alþjóðlegum vettvangi og vann sig upp í 2. deild, missti hins vegar það sæti en berst nú fyrir því aftur og Ed telur það raunhæft markmið enda sé framtíðin björt. „Við eigum góða möguleika á að vinna þriðju deildina og fara upp í aðra. Ísland á mjög marga efnilega unga leikmenn og vonandi munu þeir áfram leggja mikið á sig. Það þarf síðan að koma þeim úr landi og til staða þar sem fleiri geta séð hvað þeir geta. Við eigum nokkra leikmenn sem spila erlendis en það er mjög erfitt að komast í NFL og meiri möguleikar á að komast að til dæmis á Norður- löndum, þar eru gæði leiksins mjög mikil.“ mjög mikið og við höfum unnið níu fyrstu leiki okkar. Ég sé að leikmenn eru stundum þreyttir eftir erfiðar æf- ingar en þeir kvarta aldrei og gera allt sem þeim er sagt. Þeir vita að erfiðar æfingar skila árangri,“ bætti Ed við. Stolt og virðing Það lifnaði vel yfir honum þegar um- gjörð leiksins bar á góma en líklegt að Kanadamaður sem á ítalska og skoska foreldra skorti ekki lýsingarorð. „Ég trúi mikið á að umgjörð eigi að vera í lagi, svo sem að liðið sé vel til fara, það setur stolt í alla, eykur hróður íþrótt- arinnar, eflir agann og leikmenn virð- ast styrkjast við það. Fólk sem sér að öll umgjörð er í lagi ber meiri virðingu fyrir íþróttinni. Ég vildi líka breyta búningsherbergjum og stjórnin sam- þykkti það. Það er duglegt fólk að Í mörg horn að líta G leit á það sem áskorun að flytja hingað, hef sjaldan staðist þær og ir gaman að taka á málum. Þegar ég kom hingað í janúar með danska ð ræddi ég um þjálfun við fólk hér. Það var áhugi frá báðum hliðum og r að hafa skoðað leikmenn sá ég að það var mikill áhugi hér og ýmislegt gt að gera,“ sagði Ed Maggiacomo, þjálfari Skautafélags Reykjavíkur, rður um ástæður þess að hann kom til Íslands. Stefán Stefánsson mbl.is KOLBRÚN Kristleifsdóttir stóð í ströngu við pottana þegar leið á leik SR og SA í Laugardalnum í byrjun desember, hrærði í og stökk þess á milli inn í sal til að fylgjast með sínum mönnum, og sonum, berjast á svellinu en hún og Þor- móður Þormóðsson eiga tvo stráka í félaginu. Að leik loknum átti að bjóða leikmönnum SR og SA í hangikjötsveislu. Kolbrún vildi gera sem minnst úr framlagi sínu við veisluhöldin að leik loknum en viðurkenndi þó að það væri gaman að heyra leikmenn tala um að „… þetta væri betra en hjá mömmu“. „Við vorum oft með kökur til að selja svo við gætum safnað fyrir ferðalögum, mótum og hverju sem er. Það er ekkert mál að fá fólk til að hjálpa til, eins og að búa til lasagna og sjóða hangikjöt víða um bæinn því ég dreifði hangi- kjöti á fólkið sem ég þekki í félag- inu,“ sagði Kolbrún og taldi þróun á umgjörð leiksins af hinu góða. „Um leið og útlenskir þjálfarar komu varð breytingin gífurleg. Áhuginn hjá mínum strákum er svo mikill að þeir sleppa ekki úr æfing- um og hann hefur ekki minnkað með árunum. Ég hef aldrei heyrt að þeir nenni ekki æfingu, sem þó væri alveg eðlilegt. En íshokkí snýst ekki bara um það sem gerist á svell- inu. Það munar miklu í allri um- gjörð þegar byrjað er á svona uppá- komum, ekki bara hjá mér sem foreldri heldur hjá öllum sem starfa í kringum íþróttina og mér finnst það frábært því það er tekið á öllu. Vinnan okkar hefur líka þróast en við erum svo heppin að það sogast að íþróttinni frábært fólk.“ Betri matur en hjá mömmu Morgunblaðið/Stefán Ásta sagði að nýjar reglur hafiverið settar – meðal annars þannig að leikmaður sem brýtur af sér fer í æfinga- og leikbann. „Því miður sýnist mér ekki að hin félög- in ætli að taka þetta upp en við hefðum helst viljað það. Hvorugt félaganna, sem áttu leikmenn er tóku þátt í slagsmálunum um dag- inn, hafa gefið neitt út um það. All- ar íþróttagreinar eru með skap- hunda en þeir eiga að skilja að þeir ráði ekki ferðinni,“ sagði Ásta og taldi aðgerðir í SR hafa skilað sér. „Ég sé mun frá því að við tókum á þessum málum, helst sést að liðs- andinn er mun betri innan og utan vallar. Strákarnir þekkja líka hver annan svo vel og vita hvenær ein- hver er líklegur til að æsa sig upp, ná þannig að grípa inn í strax. Það er meiri almenn ánægja í félaginu, léttari yfir öllum og allir mæta með bros á vör til æfinga jafnvel þó að æfingarnar séu svo erfiðar að það sé hægt að sópa leikmönnum upp með fægiskóflu á eftir. Æfingarnar eru mjög erfiðar, menn komast ekki upp með að mæta of seint en það er svo gaman að sjá að það eru allir ánægðir þrátt fyrir hvað þetta er erfitt. Ungu strákunum finnst líka gaman og þjálfarinn skemmtilegur þótt þeir hafi verið örlítið smeykir við hann í byrjun því honum liggur hátt rómur. Þeir hlýða líka og skilja ekki neitt drasl eftir á gólf- inu því það þýðir bara meira puð á næstu æfingu, ef það er drasl fær allur hópurinn að gera erfiðar æf- ingar svo að strákarnir passa hver annan.“ Ásta Þórhallsdóttir, formaður íshokkídeildar SR „Tókum á okkar málum“ AGAVANDAMÁL í íshokkíleik varð nokkuð áberandi í vetur og Ásta Þórhallsdóttir, formaður íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur, vildi taka sérstaklega á slíku. Hún hugaði að þeim málum í eigin fé- lagi og er sátt við útkomuna. „Áhersla á aga byrjaði síðasta vetur þegar stjórn deildarinnar tók sérstaklega á þeim málum en óhætt er að segja að aginn var ekki mikill áður,“ sagði Ásta. ð er af sem áður var þegar gallar og búnaður leik- nna var á víð og dreif um búningsherbergin. Nú keppast menn um að raða vandlega í sinn bás. Vaskar konur buðu til veislu eftir leik SR og SA. Frá vinstri eru Lene Grönholm, Áslaug Elísdóttir, Ragna Ragnarsdóttir og Kolbrún Kristleifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.