Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 4
BJÖRN Margeirsson, FH, setti í fyrrakvöld fyrsta Íslandsmet full- orðinna í nýju frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þá kom hann í mark í 2.000 metra hlaupi á 5.25,23 mín- útum. Björn taldi sig hafa bætt Ís- landsmet Ágústar Ásgeirssonar, ÍR, um rúmar 13 sekúndur því samkvæmt metaskrá Frjálsíþrótta- sambands Íslands (FRÍ) var Ís- landsmetið í greininni 5.38,8 mín- útur sett af Ágústi 24. janúar 1976 í Cosford í Englandi. Metaskrá FRÍ er röng því Ágúst setti fyrrgreint met í 2.000 m hindrunarhlaupi sem er talsverður munur á. Met Björns er að öllum líkindum fyrsta Ís- landsmetið sem sett er í 2.000 m hlaupi innanhúss. Þegar Ágúst hljóp 2.000 m hindrunarhlaupið í Cosford fyrir nærri 30 árum á breska meistara- mótinu kom hann fyrstur í mark og fyrrgreindur tími var jafnframt sá annar besti sem náðist í 2.000 m hindrunarhlaupi innanhúss það ár- ið í heiminum. Ágúst sagði við Morgunblaðið að hann hefði aldrei keppt í 2.000 m hlaupi innanhúss á hlaupaferli sínum á áttunda og ní- unda áratug síðustu aldar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björn setti met en sló ekki STJÓRN körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sagt upp samningi við bandaríska leikmanninn DeeAndre Hulett og er þetta gert að tillögu þjálfara meistaraflokks Hauka. Hulett hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit, en hann þykir mjög hæfileikaríkur leik- maður. Hulett lék tíu leiki með Haukum og gerði 22,8 stig að með- altali í þeim og tók auk þess 8,3 fráköst, gaf 1,2 stoðsendingar í leik. Hann tapaði knettinum 3,4 sinnum að meðaltali. Haukar hafa þegar hafið leit að nýjum bandarískum leikmanni. Hulett farinn frá Haukum Mourinho er sagður hafa sentjólakort til allra hinna 19 knattspyrnustjóranna í úrvalsdeild- inni, samkvæmt enskri hefð. Í kort- inu til Wengers hafi verið sérstök kveðja, með það að markmiði að binda endi á óvináttu þeirra sem blossaði upp þegar Mourinho kallaði Wenger „gluggagægi“ og sagði að hann væri haldinn þeirri áráttu að njósna um Chelsea og hjá sínu félagi hefði verið tekin saman 120 blað- síðna skýrsla til sönnunar á því. Wenger brást hart við, hótaði að kæra Mourinho fyrir ummælin en féll síðan frá því. Wenger sendi ekki jólakort til Mourinhos, og sagði aðspurður að það væri enskur siður sem hann skipti sér ekki af. Starfsmaður Ars- enal hóf hins vegar eftirgrennslan um hvort kortið væri í raun og veru frá Mourinho. Portúgalinn reiddist því og forráðamenn Chelsea sögðu í gær að hann hefði jafnframt beðið eftir því fyrir leikinn í gær að Weng- er kæmi og byði sig velkominn á Highbury en af því hefði aldrei orðið. Jólakort eykur enn ́a óvináttu ÞAÐ vakti mikla athygli á sunnudaginn, þegar leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni lauk á Highbury, að José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gekk beint út af vellinum og tók ekki í hönd Arsenes Wengers, kollega síns hjá Arsenal, eins og venjan er. Enskir fjölmiðlar sögðu í gær að það hafi verið út af jólakorti. SAMUEL Eto’o var í kastljósinu í gær á Nou Camp í Barcelona í gær er spænska meistaraliðið lagði Celta Vigo, 2:0, en landsliðframherjinn frá Kamerún skoraði bæði mörk liðsins en hann hefur nú skorað 17 mörk í deildinni. Að venju var mikil athygli á Brasilíumanninum Ronaldinho sem í fyrrakvöld var valinn besti knatt- spyrnumaður heims í kjöri FIFA en þetta er annað árið í röð sem Ronaldinho er efstur í kjörinu. Barcelona bætti félagsmetið með 13. sigurleik sínum í röð í spænsku deildarkeppninni og Meistaradeildinni en í þessum leikjum hefur liðið skorað 39 mörk en aðeins fengið á sig 5. Barcelona er með fimm stiga forskot á Osasuna sem er í öðru sæti með 35 stig en Barcelona hef- ur leikið 17 leiki, einum meira en Osasuna. Real Madrid er í þriðja sæti, 11 stigum á eftir Barcelona, en Real Madrid á leik til góða á Barcelona. Fyrir leikinn var Ronaldinho hylltur af stuðnings- mönnum liðsins og Eto’o einnig en hann varð þriðji í kjör- inu á knattspynumanni ársins hjá FIFA. Reuters Kamerúninn Samuel Eto’o skoraði bæði mörk Börsunga og hefur þar með skorað 17 mörk. Samuel Eto’o á skotskónumLUCA Toni, markaskorari Fiorentina í ítölsku knattspyrnunni, er hjátrúarfullur maður og telur að yfirnáttúruleg öfl komi nú í veg fyrir að hann nái að skora sitt 17. mark í 1. deildarkeppninni þar í landi í vetur. Toni byrjaði tímabilið með lát- um og skoraði 16 mörk í fyrstu 13 leikjum liðsins en síðan hefur ekkert gengið, hann hefur verið hittinn á markstangirnar og ekki einu sinni náð að skora úr vítaspyrnu. Á Ítalíu er 17 talin óhappatala, rétt eins og talan 13 er víðast annars staðar. „Ég er frekar hjátrúar- fullur og er farinn að trúa því að þetta séu álög tölunnar 17,“ sagði Toni við íþróttadagblaðið Gazzetta dello Sport í gær. Og þetta er ekki öll sagan því Toni hefur líka týnt verndargrip sínum, litlu rauðu horni sem hef- ur jafnan hangið í speglinum á bílrúðunni hjá hon- um. Hann telur það ekki eiga síðri þátt í mikilli óheppni sinni upp við mark andstæðinganna í undanförnum leikjum. Hjátrúin fer illa með Luca Toni  VALDO, miðjumaður spænska knattspyrnuliðsins Osasuna, er ekki ánægður með framkomu Roberts Carlos, brasilíska bakvarðarins hjá Real Madrid, í leik liðanna á sunnu- dag. Carlos braut þá illa á Valdo strax á 18. mínútu með þeim afleið- ingum að sá síðarnefndi fór af velli, meiddur á ökkla. Hann reiddist mjög og kastaði boltanum í áttina að Carl- os.  VALDO segir að ástæðan hafi ver- ið sú að Carlos hafi hlegið að sér og sagst ætla líka að sparka í hinn ökkl- ann á sér. Þeir voru áður félagar hjá Real Madrid. „Carlos hefur breyst mikið. Hann var áður kátur og lífs- glaður fótboltamaður. Þeir sem meiða aðra í leik biðjast vanalega af- sökunar og ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hans framkomu,“ sagði Valdo.  KNATTSPYRNUSAMBAND Sádi-Arabíu hefur rekið argentínska þjálfarann Gabriel Calderon, þrátt fyrir að landslið þjóðarinnar hafi undir hans stjórn tryggt sér sæti í lokakeppni HM næsta sumar á afar sannfærandi hátt. Í stað hans hefur verið ráðinn brasilíski þjálfarinn Marcos Paqueta.  OBAFEMI Martins, nígeríski knattspyrnumaðurinn hjá Inter Míl- anó, hefur skrifað undir nýjan samn- ing við félagið til ársins 2010. Mart- ins er 21 árs gamall og hefur skorað 23 mörk fyrir liðið í efstu deild frá því hann kom þangað fyrir þremur árum. Samkvæmt nýja samningnum nema árslaun hans um 190 milljón- um króna.  KAIO Marcio, brasilískur sund- maður, setti um helgina heimsmet í 50 metra flugsundi í 25 metra laug. hann synti á 22,60 sekúndum á brasilíska meistaramótinu sem fram fór í Sao Paulo og bætti met Banda- ríkjamannsins Ian Crocker frá því í fyrra um 11/100 úr sekúndu.  ALLT bendir til þess að Paul Scharner, miðvörður Brann í Nor- egi og austurríska landsliðsins í knattspyrnu, gangi til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Wigan Athletic um áramótin. Wigan hefur komist að samkomlagi við Brann um kaupverð og nú er beðið þess hvað komi út úr viðræðum Scharners við Wigan um kaup og kjör.  MART Poom, eistneski landsliðs- markvörðurinn í knattspyrnu, verð- ur áfram í láni hjá Arsenal frá Sund- erland út þetta tímabil. Hann var fenginn til félagsins í haust þegar Jens Lehmann var í banni í Evrópu- keppni en verður áfram þrátt fyrir að hann sé á eftir þeim Lehmann og Manuel Almunia í röðinni hjá Arsen- al.  PÓLSKI landsliðsmaðurinn Emm- anuel Olisadebe, framherji gríska liðsins Pantathinaikos, er á leið til reynslu hjá enska úrvalsdeildarlið- inu Portsmouth. Þessi 27 ára gamli leikmaður sem fæddur er í Nígeríu en er með pólskan ríkisborgararétt hefur leikið undanfarin fimm ár með Panathinaikos en var þar áður í her- búðum Polonia Varsjá. Standi leik- maðurinn undir væntingum og kemst í gegnum læknisskoðun er fastlega búist við því að hann skrifi undir stamning við Portsmouth.  STEVE Davis n-írski landsliðs- maðurinn í liði Aston Villa skrifaði í gær undir nýjan þriggja og hálfs árs samning við félagið. Davis er 20 ára gamall miðvallarleikmaður sem hef- ur á undanförnum dögum verið orð- aður við Manchester United en hann hefur þótt einn af bestu leikmönnum Villa á leiktíðinni. Davis á að baki 5 landsleiki með N-Írum og hefur skorað eitt mark. Villa hefur hins- vegar gengið illa á leiktíðinni og er samningur Davis gleðiefni fyrir stuðningsmenn félagsins. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.