Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 1
2005  MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER BLAÐ C Í HEIMSÓKN HJÁ SKAUTAFÉLAGI REYKJAVÍKUR / C2, C3 B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A AIME Antheunis mun taka við þjálfun Íslendingaliðsins Lokeren á nýju ári eða um leið og hann stígur niður úr stóli landsliðsþjálfara Belga 31. desember næstkomandi. Undir stjórn Antheunis tókst Belgum ekki að vinna sér sæti í úrslitakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar en það er í fyrsta sinn frá árinu 1978 sem Belgar eiga ekki lið í lokakeppni HM. Antheunis tekur við starfi Slavoljub Muslin sem hefur verið ráðinn þjálfari rússneska liðsins Lokomotiv Moskva frá og með 1. janúar. Antheunis er öllum hnútum kunnugur hjá Lokeren þar sem þrír Íslendingar eru á mála – Arnar Þór Við- arsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson. Þetta verður í þriðja sinn sem hann er ráðinn þjálfari liðsins. Hann stýrði liðinu fyrst frá 1985 til 1987 og aftur 1988 til 1993. Lokeren er sem stendur í sjöunda sæti belgísku 1. deildarinnar með 29 stig eftir 18 leiki, sjö stigum á eftir Standard Liege sem trónir á toppnum. Antheunis til Lokeren í þriðja sinn Tvö met féllu í viðureign Kiel ogMagdegurg. Aldrei áður hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í þýsku 1.deildinni, 88 talsins, og þá setti Kiel markamet og varð fyrsta liðið til að rjúfa 50 marka múrinn. Sigfús Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg, Arnór Atlason komst ekki á blað en markahæstur var pólski landsliðsmaðurinn Greg- orz Tkaczyk með 7 mörk. Marka- hæstur í liði Kiel var Nikola Karab- atic með 12 mörk. Sigfús fámáll ,,Ég vil ekkert tjá mig um leikinn fyrr en ég búinn að sjá hann á mynd- bandi,“ sagði Sigfús Sigurðsson við Morgunblaðið þegar haft var sam- band við hann til að leita skýringa á óförum liðsins en ekkert náðist í þjálfarann Alfreð Gíslason. Gummersbach, sem tapaði sínum fyrsta leik um síðustu helgi þegar liðið lá fyrir Magdeburg, hristi af sér slyðruorðið og sigraði Flensburg á útivelli, 34:32, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 17:17. Kóreski risinn Yoon var markahæstur í liði Gummersbach með 9 mörk, Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk, og Róbert Gunnarsson 5 en báðir áttu mjög góðan leik fyrir Gummersbach. Á þriðjudaginn mætast tvö efstu lið deildarinnar þegar Gummers- bach tekur á móti Kiel í Köln Arena höllinni en fyrir löngu er búið að selja alla 19.250 miðana á leikinn. Guðjón Valur: „Gott veganesti fyrir leikinn gegn Kiel“ ,,Þetta var virkilega sætur sigur og gott hjá okkur að koma svona sterkir til baka eftir skellinn á móti Magdeburg. Við lékum virkilega vel og það segir sitt að þetta var fyrsti tapleikur Flensburg á heimavelli í einhverjum 40 leikjum. Nú þurfum við bara að fylgja þessum sigri eftir á þriðjudaginn þegar við mætum Kiel. Alla vega förum við með gott vega- nesti í þann slag og ekki veitir okkur af eftir að hafa heyrt um ófarir Magdeburg gegn Kiel,“ sagði Guð- jón Valur sem hefur nú skorað 130 mörk í 16 leikjum eða 8,1 mark að meðaltali. ,,Það hafa margir talað um að staða okkar gæfi ekki rétta mynd af stöðu liðsins þar sem við ættum eftir að mæta stórliðunum og eftir tapið á móti Magdeburg heyrði maður radd- ir um að þetta væri búið hjá okkur. Við afsönnuðum það með þessum frábæra sigri,“ sagði Guðjón Valur. Róbert Sighvatsson skoraði 4 mörk fyrir Wetzlar í sigri liðsins á Nordhorn. Wetzlar er í 14. sæti deildarinnar með 10 stig. hálfleiks með mörkum frá Saha og Park. Jiri Jarosik minnkaði muninn fyrir Birmingham á 75. mínútu en markið vakti litla gleði í herbúðum liðsins og virðist sem dagar Steve Bruce knattspyrnustjóra liðsins séu senn taldir enda er liðið í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Man. Utd hefur aðeins einu sinni fagnað sigri í þessari keppni, árið 1992. Franski sóknarmaðurinn LoisSaha náði loks að setja boltann í mark andstæðingana en hann skor- aði tvívegis á St. Andrews í gær í Birmingham og Ji-Sung Park frá S- Kóreu skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man. Utd. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en lærisveinar Sir Alex Ferguson gerðu nánast út um leik- inn á fyrstu fimm mínútum síðari „Ég er að vakna eftir langa mar- tröð og ég hef sagt það áður. En ég er að reyna að horfa fram á veginn og þessi mörk hjálpa mér við það og það var góð tilfinning að upplifa það að skora mörk á ný. Það mikilvæg- asta var að við unnum leikinn og það gefur okkur meira sjálfstraust,“ sagði Saha í gær og Ferguson var sáttur við úrslitin. „Ég held að Wayne Rooney hafi breytt miklu í upphafi síðari hálf- leiks en við fengum tækifæri til þess að skora í þeim fyrri. Það var ánægjulegt að Park skyldi skora þar sem hann hefur fengið fín færi í vet- ur,“ sagði Ferguson. Nýliðar Wigan áttu ekki í vand- ræðum með Bolton á heimavelli sín- um en þar skoraði Jason Roberts bæði mörk Wigan á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Wigan sem fé- lagið leikur til undanúrslita. Paul Jewell knattspyrnustjóri Wigan getur nú látið sig dreyma um að lið hans sé nú aðeins þremur leikjum frá því að komast í Evrópu- keppn. En í undanúrslitum keppn- innar er leikið heima og að heiman. Wigan hefur verið í deildarkeppni í 27 ár og aðeins tvívegis komist í undanúrslit bikarkeppni neðrideild- arliða. Reuters Ji-Sung Park, landsliðsmaður frá Suður-Kóreu, fagnar fyrsta marki sínu fyrir Manchester United gegn Birmingham í gær og Wayne Rooney tekur þátt í fögnuðinum. Park og Saha brutu ísinn MANCHESTER United og Wigan komust í undanúrslit ensku deilda- bikarkeppninnar í gær en Man. Utd. lagði Birmingham á útivelli 3:1 og Wigan vann Bolton á heimavelli sínum 2:0. Í kvöld ræðst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitum keppn- innar en Arsenal sækir 2. deildarliðið Doncaster heim og Middles- brough tekur á móti Blackburn í slag úrvalsdeildarliðanna. Skin og skúrir í gærkvöldi hjá Íslend- ingaliðunum í þýska handboltanum Markamet í stórsigri Kiel á Magdeburg ÞAÐ skiptust á skin og skúrir hjá Íslendingaliðunum í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi þegar fjögur efstu liðin mætt- ust í innbyrðisleikjum. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg máttu þola hroðalega útreið gegn meisturum Kiel en 54:34 urðu lokatölurnar í Ostseehalle í Kiel. Í hinum toppleiknum gerði Gumm- ersbach góða ferð til Flensburg þar sem liðið fagnaði sigri, 34:32. Kiel trónir á toppi deildarinnar með 30 stig, Gummersbach hefur 28, Flensburg 27 og Magdeburg hefur 22 stig í fjórða sæti. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.