Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 55
arklaustri og Skálholti. Auk þess eru kumla- stæði um land allt rannsökuð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Ís- lands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslendinga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Kaffi Sólon | Tommi White – kominn heim á klakann og verður með eletronic greenroom session. Uppákomur Gamla Bókasafnið í Hafnarfirði | Spila- bandið Runólfur spilar funky style jólalög kl. 20. Rithöfundarnir: Sölvi B. Sigurðsson – Gleðileikurinn djöfullegi Óttar M. Norðfjörð – Barnagælur Guðrún Eva Mínervudóttir – Yosoy. Af hugarvíli og líkamslistum í hryll- ingsleikhúsinu við Álafoss. Opin míkrafónn verður fyrir þá sem vilja. Föndurhorn. Allir á aldrinum 16–25 ára velkomnir. Fréttir og tilkynningar Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 22. desember er 4785. Börn Þjóðminjasafn Íslands | Íslensku jólasvein- arnir í Þjóðminjasafninu. Jólasveinarnir koma alla daga 12.–24. desember kl. 11 virka daga (og á aðfangadag) en kl. 14 um helgar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 55 DAGBÓK Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. c3 O-O 12. Rc2 Hb8 13. h4 Be7 14. Rce3 Be6 15. Df3 Dd7 16. Hd1 Bd8 17. Be2 Re7 18. h5 h6 19. O-O Bb6 20. Rf5 Bxf5 21. exf5 Rxd5 22. Hxd5 De7 23. Bd3 Hfd8 24. Hd1 Hbc8 25. Be4 Hc4 26. He1 Hc5 27. a3 a5 28. b4 axb4 29. axb4 Hxd5 30. Bxd5 Hc8 31. Ha1 Dg5 32. g3 e4 33. Bxe4 Df6 34. Ha3 De5 35. Kg2 Bd8 36. Bd5 Bf6 37. Bxf7+ Kh8 38. Ha8 Hd8 39. Dc6 De7 40. Be6 Df8 41. Hxd8 Dxd8 42. Dxb5 Bxc3 43. Dc4 Bd2 44. Dd4 Bg5 45. b5 Db8 46. Bc4 Bd8 47. De4 Bb6 48. De7 Bd4 49. Bd5 Kh7 50. Df7 Dd8 Staðan kom upp í heimsbikarkeppni FIDE sem lauk fyrir skömmu í Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Sergey Kudrin (2551), sem teflir fyrir Banda- ríkin, hafði hvítt gegn Pavel Eljanov (2663) frá Úkraínu. 51. b6! og svartur gafst upp þar sem eftir 51... Bxb6 52. f6! mátar hvítur eftir 52...Dxf6 53. Dg8#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Opin handavinnustofa kl. 9–12. Opin smíðastofa kl. 9–16.30. Boccia kl. 9.30–10.55. Helgistund 10.30–11. Leikfimi kl. 11. Myndlist kl. 13.30– 16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venjulega. Kíktu við, skoðaðu dag- skrána, líttu í blöðin og láttu þér líða vel yfir aðventuna t.d. í morg- unkaffinu hjá okkur alla virka daga. Nokkrir miðar til á Vínarhljómleik- ana 6. jan. 2006. Munið Þorláks- messuskötuna! Uppl. 588 9533. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Opið kl. 9–16.30. Kl. 12.30 myndlist. Kl. 14 jólahelgistund í samstarfi við Fella- og Hólakirkju m.a. tónlistarflutn- ingur Pétur, Marta og Íris. Þóra Jónsdóttir les eigin ljóð, félagar úr Gerðubergskór leiða söng, umsjón Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Strætó S4 og 12. Opið á morgun kl. 9–16.30. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun. Kl. 14, kemur Hjördís Geirsd. og söngdísirnar frá Hæðargarði og syngja jólalög með okkur. Kaffiveitingar kl. 15. Allir vel- komnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun. Hjúkrunarfræð- ingur á staðnum. Kaffi, spjall, dag- blöðin. Hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Munið skötuna á þorláksmessu. Skráning í síma 587 2888. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Halldóru kl. 9–14. Boccia kl. 10–11. Jólafélagsvist kl. 13.30, matarkarfa í vinning, kaffi og meðlæti. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hár- snyrting. Minnum á skötuveisluna á Þorlák, skráning í afgreiðslu. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venjulega. Kíktu við, líttu í blöðin, fáðu þér kaffisopa, skoðaðu dag- skrána og láttu þér líða vel á að- ventunni í Betri stofunni í hjá okk- ur. Jólatréð okkar er verulega fallegt. Munið skötuna á Þorláks- messu. Sími 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hár- greiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar frá kl. 10, handmennt al- menn, kl. 13 bingó, kl. 15 kaffiveit- ingar. Norðurbrún 1, | Vinnustofa opin kl. 9–16.30, leir kl. 9–12 og 13–16.30, boccia kl. 10. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–10 boccia. Kl. 9.15–14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15– 15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 spænska. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13–14 leikfimi. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13–16 glerbræðsla. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður á eftir. Garðasókn | Kyrrðar- og fyr- irbænastund er hvert fimmtudags- kvöld í Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nótt- ina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar Háteigskirkja | Félagsstarf eldri borgara. Við förum í jólafrí frá og með 21. desember til 9. janúar 2006. Þá byrjar dagsskrá með fé- lagsvist klukkan 13. Óskum öllum sem hafa verið með okkur í Há- teigskirkju gleðilegra jóla og gæfu- ríks komandi árs. Messa eldri borg- ara verður í Háteigskirkju þriðudaginn 3. janúar kl. 14. Háteigskirkja | Allt starf for- eldramorgna liggur niðri til 12. jan- úar 2006. Munið við göngum kringum jólatréð og kveðjum jólin á þrettándanum, föstudaginn 6. jan- úar, klukkan 15. Þorvaldur Hall- dórsson sér um sönginn og jóla- sveinn kemur í heimsókn. Gleðileg jól og gott nýtt ár. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eld- urinn – fyrir fólk á öllum aldri – samvera kl. 21. Lofgjörð, vitn- isburðir og kröftug bænastund. Neskirkja | Samtal um sorg kl. 12.05. Samtal um sorg er opinn vettvangur þeirra sem glíma vð sorg og missi og vilja vinna úr áföllum sínum. Þar kemur fólk sam- an til að tjá sig eða hlusta á aðra. Prestar Neskirkju leiða fundina. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Endurlausnarinn í nánd TRÚARLEG fyrirsögn? Full til- beiðslu og lotningar? Sjá, Guðsríki er í nánd! Nei, ó, nei, fyrirsögnin hér að ofan er bein og óstytt úr við- tali í „Blaðið“ fimmtudaginn 8. des- ember sl. Og hver skyldi nú vænta síns endurlausnara? Syndum þjáður einstaklingur á göngugötu mannlífs- ins? Einstaklingur nýlega laus úr prísund eiturlyfja og ólyfjan? Ein- hver af mannlífsins ólánsömu börn- um? Nei, maðurinn er fyrrverandi rit- stjóri Þjóðviljans og síðar Alþýðu- blaðsins og jafnframt fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Maðurinn er Össur Skarphéð- insson og um hvern skyldi hann slá slíkum tilbeiðsluhjúpi, samanber fyrirsögnina hér að ofan? Jú, sá er Jón Baldvin Hannibalsson! Gefum Össuri orðið: „Ég bíð eftir mínum endurlausnara fram á efsta dag, því ég veit hann kemur áður en allt um þrýtur.“ Svo mörg voru þau orð og ein- hver myndi segja amen á eftir efn- inu. En bíðum við. Sami Össur Skarphéðinsson skrifaði í Morg- unblaðið í maí 2003 eftirfarandi – ekki um Hannibalsson – hins vegar um núverandi formann Samfylking- arinnar. „Ævintýrin í blænum. Fyrsti skólinn, fyrsta barnið, fyrsti kossinn. Vorblærinn hvíslar æv- intýrin. Nú getum við góðir Íslend- ingar, aftur breytt sögunni. Við njótum þeirra sjaldgæfu forréttinda að eiga raunverulega möguleika á að styðja konu til að verða forsætis- ráðherra. Við, sem gripum það í vor, munum löngu seinna geta, grá fyrir hærum, hossað litlu barna- börnunum í kné okkar og sagt með stolti: Ég gerði Ingibjörgu Sólrúnu að forsætisráðherra á Íslandi.“ Tveimur árum síðar biður sami Össur Skarphéðinsson, enn þá þing- maður Samfylkingarinnar, um hvorki meira né minna en sinn end- urlausnara, og örvæntingin leynir sér ekki. „Ég veit hann kemur áður en allt um þrýtur.“ Er nokkur undr- an þótt Samfylkingunni fækki fylgi með hverri nýrri skoðanakönnun? Magnús Erlendsson. Týndir vettlingar SVARTIR prjónaðir fingravett- lingar týndust í Smáralind á laug- ardagsmorgun (17. des), líklega fyr- ir framan Nóatún (inni) og þar í grennd. Skilvís finnandi getur haft samband í síma 899 6622 eða sih- @centrum.is Fundarlaunum heitið. Tumi er týndur TUMI týndist frá Baldursgötu 36 í Rvk laugardaginn 17. des . Tumi er meðalstór hvítur og grá bröndóttur. Hann er með lítinn svartan blett á nefinu. Hann er eyrnamerktur nr. 1521 og einnig er hann með bláa ól. Hann er svolítið styggur. Þeir sem vita um hann hafi samband við Guð- björgu í síma 694 5569. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is DEAN Ferrell, kontrabassaleikari og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari bjóða til kvöldskemmtunar í Populus Tremula í kvöld kl. 21.30. Þau sameina þar klassíska tónlist og nútímatónlist í eigin útsetningum, þylja ljóð eftir sjálf sig, Ginsberg o.fl. og fara með raunatölur Tómasar Hume á meðan þau leika píanókonsert á kontrabassa og undarlegustu útsetn- ingar ýmissa verka á bassann, línubala, þvottabretti, selló, gítar, kontrabassa og trompet. Dean Ferrell hefur skemmt fólki með þessum uppátækjum bæði í Reykjavík og í stórborgum Ameríku. Kvöldskemmt- un í Populus Tremula
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.