Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 43 UMRÆÐAN MIG undrar oft hversu stór sá hópur er sem tignar Bakkus og allt hans athæfi. Afsakar það enda- laust þótt fjölmargir í kringum þá falli í duftið fyrir eiturefnum. Hóp- ur sem tilbúinn er að klappa þeim á bakið sem vilja auðvelda aðgang þessa skaðræðis sem áfengið er. Vitandi betur að öll tilslökun leiðir meiri áþján og bölvun yfir land og þjóð. Hópur sem ber hausnum við steininn þó að í hvert skipti sem opnað er fyrir útvarpið heyrist um þær hörmungar sem áfengið og eiturnautnirnar skilja eftir sig. Skáldið Jón Trausti skynjaði allt það böl sem áfengið veldur. Í kvæðinu „Heyrðu yfir höfin gjalla“ talar skáldið enga tæpitungu: Oft er það með ákefð varið, Eymd og neyð sem stafar frá. Fram það logna blákalt barið. Blindir þeir sem eiga að sjá. En það sanna sundurmarið. Sett til spotts á krosstré há. Þessu ennþá fram er farið, Finnst þér rétt að standa hjá. Nú er talað fyrir því á Alþingi að minnka allt eftirlit með sölu á áfengi og eiturlindum. Leggja Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður og leyfa varningnum að fljóta í matvælaverslunum í land- inu. Jólin eru í aðsigi. Helgasti tími í lífi þjóðarinnar. Því miður er fólk orðið svo sljótt að það lætur áfeng- ið setja svip á jólahaldið. Það gerir sér ekki grein fyrir afleiðingunum. Ég átti tal við einn af þingmönnum landsins sem keppist við að auka á vandann með því að tala fyrir til- slökunum á sölu áfengis. Hann vildi lítið um þetta ræða, við- urkenndi að ástandið myndi ef til vill versna í bili, en svo lærðu menn að forðast snörur áfengis og allt mundi jafna sig. Já jólin eru á næsta leiti. Ill öfl eru ekki langt undan og ástæða til að þingmenn snúi við þeim blaðinu og íhugi önn- ur vísuorð Jóns Trausta: Sérðu eigi ótal eiturlindir, ótal snáka sjúga blóð? Sérðu ei ótal eymdarmyndir, örbirgð, læging, spott og hnjóð? Skyldi tilslökun á verslun með áfengi einhvern tímann verða “„ólagjöf“ þingmanna til fólksins í landinu? Ég óska þess að góð öfl taki í taumana og landsmenn geti boðið hver öðrum gleðileg jól með ósk um farsæld á komandi árum. Landsmönnum öllum óska ég gleðilegra og vímulausra jóla. ÁRNI HELGASON, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Neskinn 2, Stykkishólmi. Finnst þér rétt að standa hjá? Frá Árna Helgasyni Gleðilega hátíð með foie gras frá LabeyrieSÍF óskar samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! Frakkar eru annálaðir sælkerar og þar í landi er foie gras, anda- og gæsalifur í ýmsu formi, höfð á borðum yfir hátíðarnar. Nú geta íslenskir sælkerar einnig notið þessarar lúxusfæðu en foie gras frá Labeyrie, einum fremsta matvælaframleiðanda Frakklands, fæst í verslunum Hagkaupa og Nóatúns. SÍF hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og sölu tilbúinna matvæla og hátíðarrétta í Evrópu. Vörur SÍF eru m.a. seldar undir eftirtöldum vörumerkjum: Munstruð kr. 4.995 Einlit kr. 3.995 Kokkabókastatív Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.