Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 31 Dunilin gerir flér kleift a› töfra fram glæsilega servíettuskreytingu í takt vi› tilefni›. Fjölbreytt litaúrval au›veldar flér a› ná fram fleirri stemningu sem flú leitar eftir. Í verslunum liggur frammi bæklingur frá Duni flar sem finna má fjölmargar hugmyndir a› servíettubrotum og bor›skreytingum. E N N E M M / S IA / N M 18 8 3 5 af flví besta! BrotGlæsilegir skartgripir Laugavegi 15 • sími 511 1900 • www.michelsen.biz Það skiptir máli hvernig þeimskepnum líður sem gefa afsér matvöru. Neytendur eru sem betur fer orðnir meðvitaðir um það og vilja vita um uppruna vör- unnar, í hvernig umhverfi og við hvaða aðstæður hún er framleidd,“ segir Herdís Þórðardóttir hjá Brún- eggjum og þarf að brýna raustina þar sem hún gengur um á meðal fimm þúsund hæna sem ganga laus- ar í tvískiptu stóru húsi að Teigi í Mosfellsbæ. Söngur sá sem hæn- urnar gefa frá sér lætur nokkuð hátt í eyrum fyrir óvana, en þær mæðgur Herdís og dætur hennar Erla og Birna, kippa sér ekki upp við gaggið þar sem þær standa í stórræðum við eggjatínslu. Hænurnar eru brúnar að lit rétt eins og eggin sem þær gefa og blómlegar í meira lagi, leika sér og velta sér. „Þeim líður aug- ljóslega betur og þrífast líka betur heldur en þær hænur sem eru í þaul- eldi og þurfa að dúsa í þröngu búri með nokkrum öðrum hænum, eins og tíðkast langoftast í eggjafram- leiðslu.“ Vinirnir ánægðir með eggin Brúnegg er lítið fjölskyldufyr- irtæki og Herdís segir að hug- myndin að því hafi lengi verið í skoð- un. „Við erum tvenn hjón sem höfum í nokkur ár alið með okkur þann draum að fara út í vistvænan búskap með hænur sem gefa brún egg og með áherslu á velferð dýranna. Við fórum loks af stað fyrir einu og hálfu ári og eggin eru nýlega komin í búð- ir. Þessar hænur eru frá Noregi, rétt eins og hvítu hænurnar sem eru fyr- ir hér á landi og eru af kyni sem heit- ir Lohmann. Þessar brúnu hafa þann kost að verpa einu eggi á sólar- hring, sem eru góð afköst, en brúni litur eggjanna er líka aðlaðandi. Við höfum verið að gauka eggjum að vin- um og kunningjum áður en þau komu á markað og höfum fengið mjög góð viðbrögð. Mörgum finnst þessi egg bragðmeiri og betri en þau hvítu. Skurnin er líka sterkari, rauð- an fallega rauð og hvítan stinnari, en það kemur líka til af því að þetta er ungur fugl.“ Alltaf til egg í ísskápnum Búkonurnar og systurnar Erla og Birna voru duglegar að hjálpa til og komnar í syngjandi jólaskap. Þær skemmtu sér með hænunum, tóku þær í fangið og klöppuðu þeim. Á heimili mæðgnanna eru óhjákvæmi- lega oft egg í boði og Herdís segir systurnar vera duglegar að borða egg en Birna geri þá kröfu að hafa kál með sínu eggi. „Þeim finnst alltaf jafngott að fá egg í brauði og við eig- um alltaf til slatta af harðsoðnum eggjum í ísskápnum. Ég baka líka mikið af marengs, sem krefst margra eggja, rétt eins og jólaísinn heimagerði sem er ómissandi um há- tíðirnar,“ segir Herdís og heldur áfram að pakka eggjum úr hæn- unum frjálsu sem væntanlega verða hamingjusamar á jólunum. Jólaís Fyrir sex til átta 4 eggjarauður 4 msk. sykur 1 msk. vanillusykur ½ l rjómi 100 g suðusúkkulaði 50 g heslihnetukjarnar (en hnetu- magni ræður þó hver og einn) Stífþeytið saman eggjarauður og sykur. Bætið vanillusykri saman við. Stífþeytið rjómann og blandið hon- um varlega saman við eggjarauð- urnar. Fínsaxið suðusúkkulaðið og hnetukjarnana og hrærið út í blönd- una. Hellið ísblöndunni í eins lítra hringform eða aflangt form og fryst- ið í að minnsta kosti einn sólarhring. Takið ísinn úr frysti og losið hann úr forminu þannig: Dýfið forminu augnablik í heitt vatn og hvolfið forminu á disk eða fat. Setjið aftur í ísskáp eða frysti. Skraut 100 g suðusúkkulaði 3 dropar matarolía Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og blandið olíunni saman við. Hellið bræddu súkkulaðinu yfir ísinn. Meðlæti: Gott er að bera ísinn fram með ferskum ávöxtum. Eggjabomba Herdísar Fyrir fimm 10 egg 1 laukur 2 stk. bökunarkartöflur 1 pakki beikon 1 pakki skinka tómatar ostur Skerið laukinn í litla bita og kart- öflurnar í teninga og steikið á pönnu. Setjið í eldfast mót. Steikið síðan beikonið og skinkuna og setjið í mót- ið. Hrærið eggin saman, kryddið með salti og pipar og hellið yfir blönduna í mótinu. Saxið tómatana og setjið yfir, skerið ostinn í sneiðar eða rífið hann og setjið að lokum yfir allt saman. Bakið í ofni við 180–200 C í 40 mínútur.  NÝJUNG | Vistvæn brún egg í fyrsta sinn á markað hérlendis Hamingju- samar hænur á jólunum Sjónvarpskokkurinn klæðalitli Jamie Oliver notar eingöngu brún egg í sinni matargerð og tekur ævinlega fram að þau séu vistvæn. Nú geta íslenskir matgæðingar fengið slík egg hérlendis. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti mæðgur á eggjabúi sem handléku brún egg af mikilli list morgun einn á aðventunni. khk@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Búkonurnar Erla og Birna léku sér við hænurnar sem leyfðu þeim að halda á sér. Þessi sveinki kemur með brúnt egg til byggða á jólunum. DAGLEGT LÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.