Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 47 MINNINGAR (Lítil frásögn um heimsókn til Ingimars á vinnustað hans.) ED. „Sæll og blessaður, Ingimar minn, hvernig sæki ég að þér?“ IS. „Nei, ert það þú, Erlingur, komdu blessaður og sæll, gaman að sjá þig. Já, þú ert að eiga stór- afmæli á næstunni, til hamingju með það. Þetta verður maður nú að ganga í gegnum eftir því, sem að ber. Hva og þú verður“ (ég man ekki hvort ég varð sex- eða sjötugur) „og þú heldur þér svona skrambi vel, ja-há.“ (stutt þögn, rýnir í plögg á borðinu fyrir framan hann) „Ja, hvað má ég nú gera fyrir þig í dag, vinur?“ (ED er með eitthvað kvabb eins og oft áð- ur) „Ég fékk þetta nú lánað hjá þér fyrir nokkrum árum manstu?“ IS. „Já, alveg rétt, sjálfsagt. Heyrðu, bíddu aðeins, ég þarf að eiga orð við“ (nefnir nafn ) „áður en hann fer, hann er að fara með brú- arbitana í brúna á“ (nefnir nafn á brú) „kem alveg, bíddu aðeins.“ IS (kemur aftur eftir örskots- stund.) „Jæja, hvað segirðu, já ein- mitt, ég óska þér hjartanlega til hamingju með afmælið“ (um leið og hann tekur í hönd mína og leggur í hana brúna pappírssnuddu. Á hana er rituð afmælisvísa, með hlýlegum óskum af tilefninu. skrifuð um leið og hann afgreiddi bílstjórann.) „Já, þig vantar það, farðu og talaðu við hann,“ (nefnir nafn á starfsmanni) „hann veit allt. Gangi þér allt í hag- inn. Blessaður – en farðu varlega svo þú ekki slasir þig á…“ (gripn- um). Já, svona var að hitta Ingimar Sigurðsson á vinnustaðnum, alltaf jafnhress, vinsamlegur í viðmóti, skemmtilegur í viðræðum, vel minnugur um skemmtileg/óvænt at- vik frá liðnum árum, sívinnandi, oft með vísu á takteinum eins og í ofan- INGIMAR SIGURÐSSON ✝ Ingimar Sig-urðsson fæddist á Litlu-Giljá í Aust- ur-Húnavatnssýslu, 3. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 7. desember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Kópa- vogskirkju 15. des- ember. greindu tilviki milli þess sem erill dagsins kallaði. Vertu blessaður, Ingimar, og ég bið Guð alföður að leiða þig um þín fram- tíðarheimkynni. Þakka þér fyrir ánægjulega viðkynn- ingu um árafjöld, minningin um hana mun lifa mig. Erlingur Dagsson. Ég vil kveðja einstakan vin sem ég eignaðist þegar ég var ung stúlka, Ingimar eða Ingi eins og við kölluðum hann var mikill vinur minn og þær voru ekki ófáar ferð- irnar sem ég trítlaði til Huldu og Inga. Maður var ávallt velkomin í heimsókn til að skoða dótið og spjalla aðeins um daginn og vegin við hann Inga, og yfirleitt gekk ég inn og var komin úr öllum útifötum þegar ég loksins bankaði til að fá að kíkja í heimsókn. Oft minntist Ingi á þetta eftir að ég varð fullorðin hvað honum fannst þetta fyndið. En því miður vorum heimsóknirnar fá- ar eftir að ég varð eldri, ég passaði þó uppá að þessi sérstaki vinur fengi ávallt að fylgjast með mér og dóttur minni sem hann unni alveg jafnmikið. Með þessum fáu orðum vil ég biðja guð að geyma þig og hana Huldu þína sem þú færð nú loks að hitta aftur, og ég geymi minningarnar þar til við hittumst næst og getum spjallað saman um allt það liðna. Þín vinkona Guðrún Halla. Ingimar Sigurðsson, félagi í Lionsklúbbnum Munin, er fallinn frá. Hann var stofnfélagi og einn af máttarstólpum klúbbsins. Hann var heiðraður af félögum sínum, gerður að Melvin Jones-félaga sem er æðsta viðurkenning sem Lions- hreyfingin veitir. Ingimar var einn ötulasti hvatamaður að stofnun Sunnuhlíðarsamtakanna og einn af aðalforsvarsmönnum þeirra sem stóðu að söfnun meðal bæjarbúa til að reisa hér hjúkrunaheimili aldr- aðra. Afreki sem lengi verður minnst í sögu Kópavogs. Hann var frá upphafi forsvarsmaður okkar við stofnun og rekstur Sunnuhlíðar og sat í stjórn hússins um árabil. Við klúbbfélagarnir minnumst hans sérstaklega þegar hann tók sig til og hélt yfir okkur tölu um gildi Lionsstarfsins og hvernig við ættum að reyna að bæta unhverfi okkar. Taldi það raunar nánast skyldu hvers hugsandi manns að sinna slíkum málum. Hann var sér- lega næmur á kjör þeirra sem minna mega sín. Sem dæmi um það er að hann var upphafsmaður að því að styrkja Íþróttafélagið Ösp með því að gefa bikara og verðlaunapen- inga. Ingimar taldi að það hefði mikla þýðingu fyrir félaga þess að fá hvatningu til að taka þátt í upp- byggilegu íþróttastarfi. Hann var ávallt reiðubúinn að taka þátt í hverju því sem klúbburinn tók sér fyrir hendur og var ekki eiginlegt að gera mikið úr verkum sínum. Þegar fyrirlesarar komu á fundi til að kynna okkur hin ýmsu málefni var hann jafnan meðvitaður um efni þess. Hann spurði krefjandi spurn- inga og tjáði sig í örfáum orðum um efnið með skýrum og hnitmiðuðum hætti. Við félagarnir hlustuðum af áhuga á það sem hann lagði til mál- anna. Ingimars verður sárt saknað úr okkar hópi. Blessuð sé minning um góðan Lionsfélaga. Innilegar samúðarkveðjur send- um við börnum hans og fjölskyldum þeirra. F.h. Lionsklúbbsins Munins, Einar Long Siguroddsson. Drýpur sorg á dáins vinar rann, Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann, börnin ung sem brennheit fella tár, besti faðir, græddu þeirra sár. þú ert einn sem leggur líkn með þraut á lífsins örðugstu þyrnibraut. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Í dag kveðjum við góðan vin okk- ar hann Ingimar eða Inga eins og við kölluðum hann. Nú þegar hann er farinn frá okk- ur streyma minningarnar fram í hjörtu okkar. Allar tjaldútilegurnar sem við fórum í og ekki var leið- inlegt þegar hann bauð okkur í bíl- túr og sagði okkur skemmtilegar sögur. Ingi og Hulda fylgdust alltaf með okkur og er ég þeim það æv- inlega þakklát. Með þessum fáu orðum viljum við minnast góðs vin- ar. Kæra fjölskylda, guð veri með ykkur. Gyða Marvinsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS BOLLASONAR, Bjargi, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Hlíð fyrir vinsemd og hlýju. Jónaína Þórðardóttir, Ævar Ragnarsson, Ragna Pálsdóttir, Katrín Ragnarsdóttir, Vífill Valgeirsson, Bolli Ragnarsson, Laugheiður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð við andlát og útför okkar elskulega eigin- manns, föður og tengdaföður, HALLDÓRS K. HALLDÓRSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 3-B, Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir frábæra umönnun. Sesselja Halldórsdóttir, Rósa Halldórsdóttir og Ragnar Hjaltason. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HJARTAR HARALDAR GÍSLASONAR flugvirkja, Brautarlandi 7, Reykjavík. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Gerða Friðriksdóttir, Halldóra Hjartardóttir, Kristján Ólafsson, Benedikt Hjartarson, Elín Borg, Matthildur Hjartardóttir, Guðni Þór Ingvarsson, Anna Hjartardóttir, Kristinn Ingvarsson, Gísli Hjartarson, Gréta Ingþórsdóttir, Dagrún Hjartardóttir, Guðmundur Sigurjónsson og barnabörn. Við sendum hugheilar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og stuðning við fráfall og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og sonar, KRISTINS ÓSKARS MAGNÚSSONAR framkvæmdastjóra Fráveitu Hafnarfjarðar, Hjallabraut 43, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og líknardeildar Landspítala Kópavogi. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Alúðarþakkir fyrir allt. Margrét B. Eiríksdóttir, Berglind M. Kristinsdóttir, Ólafur K. Eyjólfsson, Katrín J. Kristinsdóttir, Birgir Sólveigarson, Sigríður Ólafía Ragnarsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir. Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLMA ÓLAFSSONAR frá Holti á Ásum. Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Jósefína Hrafnh. Pálmadóttir, Ingimar Skaftason, Vilhjálmur Pálmason, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Guðrún Pálmadóttir, Andrés Arnalds, Þorgrímur Pálmason, Svava Ögmundsdóttir, Ólöf Pálmadóttir, Valdimar Guðmannsson, Elísabet Pálmadóttir, Jón Ingi Sigurðsson, Bryndís Pálmadóttir, Sighvatur Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Mér bárust þær hræðilegu fréttir þar sem ég var staddur úti á sjó að Siggi Róberts vinur minn væri dáinn. Ég fékk að fara í land til að vera við útför Sigga. Nú er ég kominn suður til Lilju syst- ur sem býr í Kópavoginum í hverfinu sem við Siggi ólumst upp í og mér finnst eins og við höfum verið að gera prakkarastrik hérna úti í gær. Siggi átti heima í átta hæða blokkinni en ég í tíu hæða. Það var stór vinahópur sem kom saman, í Vörðufellssjoppu, fótboltavellinum, skiptistöðinni eða að fá húsverðina á hreyfingu í blokk- unum okkar. Kvöld eitt ráfaði ég út með disco-klippinguna sem Hulda María systir Sigga hafði klippt, til að hitta einhvern í sjoppunni eða fót- boltavellinum og hitti Sigga. Hann var að fara til Hauks sem var einn heima. Biggi og Ommi komu líka, og framkvæmdum við stærsta prakk- SIGURÐUR ARNAR RÓBERTSSON ✝ Sigurður ArnarRóbertsson fæddist í Reykjavík 20. maí 1967. Hann lést af slysförum mánudaginn 12. desember síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Fossvogs- kirkju 20. desem- ber. arastrikið þetta kvöld. „Við fórum á rúntinn“ og vorum heppnir að lifa það af þar sem við fórum nokkrar veltur. Maður spyr sig: Af hverju gat Siggi ekki lifað þetta slys af líka? Fáum við kannski bara einn séns? Vinahópurinn dreifðist er leið á ung- lingsárin en samt hafa leiðir okkar Sigga leg- ið saman öðru hverju. Þegar Siggi kom suð- ur eftir langa veru á Akureyri end- urnýjuðum við kynnin og vorum tals- vert í sambandi. Það var gott að tala við Sigga, hann var alltaf rólegur og yfirveg- aður. Siggi er einn af þeim sem móð- ir mín (sem nú býr í Noregi) spyr hvað sé að frétta af þegar ég heyri í henni. Hún er oft búin að segja mér frá því þegar hún kom til landsins fyrir um þremur til fjórum árum og hitti Sigga: „Hann var svo æðislegur, leit svo vel út og allt gekk svo vel. Gengur ekki allt vel ennþá hjá hon- um?“ Ég hef hitt Sigga öðru hverju und- anfarið þar sem ég bý á Akureyri, en segi við mig núna: Af hverju fór ég ekki oftar á Cafe Amor til að hitta Sigga? Ég veit að englar himins og mamma þín eru með þér núna, Siggi minn. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn, en við hittumst örugg- lega seinna. Guð veri með börnum þínum, ættingjum og vinum í sorg- inni. Þinn vinur, Ingólfur. Minningargreinar sem birtast eiga þriðjudaginn 27. og miðvikudaginn 28. desember þurfa að berast okk- ur fyrir hádegi á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember. Greinar sem eiga að birtast mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3. janúar þurfa að berast fyrir hádegi föstudaginn 30. desember. Minningargreinar skulu ekki vera lengri en 400 orð eða 2.000 slög (með bilum). Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgun- blaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningar- greinar ásamt frekari upplýsing- um. Einnig er hægt að senda greinar á netfangið minning@mbl.is. Nafn og símanúmer þarf að fylgja, ef greinar eru sendar þannig. Sjálf- virkt svar er sent um hæl þar sem spurt er um nafn og símanúmer. Skil um hátíðarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.