Tíminn - 09.02.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.02.1971, Blaðsíða 3
ÞRrÐJUDAGUR 9. febrúar 1971 Isinn aöal- lega eins ársís Landhelgisgæzlan kanna'ði ísinn hér við land á föstudaginn var. í frétt um ísinn segir: ísjaðarinn er 50 sjóm. undan Bjargtöngum, 34 sjóm. undan Kópa nesi, 21 sjóm. undan Barða, 13 sjóm. undan Straumnesi, 7 sjóm. undan Kögri, 10 sjóm. undan Horni, 57 sjóm. undan Skaga, 13 sjóm. N. of Kolbeinsey, 50 sjóm. N. af Hraunhafnartanga og liggur það- an til NA. ístiunga, þéttleiki 1—3/10, ligg- ur frá meginísnum undan Barða í átt til lands og er hún 3 sjóm. frá Barða og 5 sjóm. frá Deild. Undan ísafjarðardjúpi og Straum nesi er talsvert ísrek innan við ís- jaðarinn og er það næst landi und- an Kögri, 4 sjóm. Umdan Grímsey, Sléttu og Langa- nesi er einnig talsvert ísrek innan við ísjaðarinn og er það næst landi 30 sjóm. frá Rauöunúpum og 42 sjóm. N. af Langanesi. ísinn sem kannaður var er aðal- lega eins árs ís þykktin 70 til 120 cm. Veður til ískönnunar var gott. Hitabylgja í 25. sinn Miðvikudaginn 10. febrúar verð- ur Hitabylgja eftir Ted Willis, sýnd í 25. sinn. Hitabylgja hefur verið sýnd jöfnum höndum í Iðnó og á Suðvesturlandi. Leikritið fjall ar um verkalýðsleið'toga, . vinnu hans og fjölskyldulíf. Inn í það fléttast kynþáttavandamálin, því annars vegar berst verkalýðsloið- toginn fyrir jafnrétti hvítra og svarta á vinnustöðum og hins veg- ar stendur hann skyndilega frammj fyrir því, að vandamálið er flutt inn í fjölskyldu hans, því dóttir hans vill giftast blökkumanni. Leik rit þetta er einfalt og mannlegt og um leið oft létt yfir því. Leikarar í Hitabylgju eru sjö: Sigríður Haga lín, Jón Sigurbjörnsson, Jón Aðils, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Þor- steinn Gunnarsson, Margrét Magn úsdóttir og Jón Hjartarson. Leik- stjóri er Steindór Hjörleifsson, en leiktjöld gerði Jón Þórisson. TfMmN .fr--------- Víetnamhreyfingin efndi til úfifundar á Hagatorgl i Rey kjavík í gærkvöldi. Hófst fundurinn rótt undir 7. Á Haga torgi fluttu eftirtaldir menn stuttar raeöur: Kristján Sigvaldason stud. phii., Svavar Gestsson, blaðamaður og Dagur Þorleifsson, blaðamaður. Að lokuum fundinum gengu fundarmenn að bandaríska sendiráðinu við Laufás- veg. Þar var haldið áfram að mótmæla útfærsiu hemaðarreksturs Bandarikjamanna í Indókína. Þar flutti Ragn- ar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, ræðu. Síðan var starfsmanni sendiráðsins afhent mótmælaorðsending. Að þessu loknu fóru margir fundarmanna af staðnum, en einhverjir urðu eftir og var hent nokkrum plastpokum meö rauðri málningu á bygginguna. Voru þrír menn handteknir fyrir málningarkast og fyrir að reyna að koma af stað óspektum. Voru þeir undir áhrifum áfengls. Bráðlega fóru alllr helm og siökkvillðsmenn urðu eftlr tll að hreinsa rauðu málninguna af sendiráðsbyggingunni. Myndin er tekin vlð sendiráðið. (Tímamynd Gunnar) ÞRÍR DRENGIR L0KAÐIR INN í KJALLARA BRENNANDI HÚSS KJ—Reykjavík, mánudag. Eldsnemma á sunnudagsmorgun- inn kom upp eldur í húsinu Eystri- Norðurgarði í Vestmannaeyjum, en þar bjó Stefán Jóhannsson með konu sinni og sjö börnum. Varð lögreglan að brjótast inn í kjallar- ann, þar sem þrír drengir sváfu, og hjálpa þeim út. Húsið Eystri-Norðurgarður er gamalt timburhús, og húsbóndinn þar er ungverskur, en hefur feng- ið íslenzkan ríkisborgararétt, og heitir eftir það Stefán Jóhannsson. Eldurinn kom upp í vesturhluta hússins og skemmdist sá hluti þess Mallorca-ferð á spilakvöldum USAH KK—Blönduósi. Stjórn Ungmennasambands A- Húnavatnssýslu hefur skipulagt keppni í félagsvist á þremur stöð- um í sýslunni á næstunni. Hefst hún laugardagskvöldið 20. febrúar á Húnavöllum, siðan í Fellsborg 6. marz og síðasta keppnin verður svo á Blönduósi 20. marz. Veitt verða verðlaun fyrir hvert kvöld, en síðasta kvöldið verða veitt aðal- venðlaun, ferð til Mallorca og hálfs mánaðar dvöl þar, þeim spila- manni, sem flesta slagj hefur hlot- ið á einu kvöldi yfir keppnina. — Hljómsveitin Ósmenn mun leika fyrir dansi að loknum spilum öll kvöldin. Hvergerðingar Ölfusingar Aðalfundur í Framsóknarfélag inu verður haldinn laugardaginn 13. þessa mánaðar kl. 2 e h. Helgi Bergs ritari Framsóknar- flokksins mætir á fundinum. Félags menn fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. Spilakvöld á Sauðárkróki Annað spilakvöldið í þriggja kvölda keppninni verður haldið á la'Ugardaginn 13. fe'br. og hefst kl. 9. Verðlaun veitt. Nefndin. mest, en slökkviliðinu í Eyjum tókst að koroa í veg fyrir að eld- urinn breiddist út um allt húsið, rem er óíbúðarhæft eftir brunann. Fékk fjölskyldan húsaskjól á veg- um bæjarins. Ekki er fullvíst hvað olli eldin- um, en talið er jafnvel að hann hafi kviknað út frá rafmagni. Tveir synir hjónanna vöknuðu og urðu varir við brunann, og gátu gert fjölskyldu sinni viðvart. Sunnlendingar! Árnesingar! Rangæingar! Vestur-Skaftfellingar! Aðalfundir Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR í sýslunum verða sem hér segir: l. SELFOSSI fimmtudaginn 11. febrúar í Hótel Solfoss kl. 21.00. H. VÍK í MÝRDAL laugardaginn 13. febrúar í Félagsheimilinu Leikskálum kl. 14.00. m. HVOLSVELLI sunudaginn 14. febrúar í Félagsheimilinu Hvoli kl. 20.30, D a g s k r á : 1. Ávörp formanna klúbbanna. 2. Afhending viðurkenningar- og verðlaunamerkja SAMVINNUTRYGGINGA 1970 fyrir öruggan akstur. 3. Framsöguerindi, umræður og fyrirspurnir. 4. Aðalfundarstörf skv. samþykktum. 5. Kaffiveitingar í boði klúbbanna. 6. Dönsk umferðarkvikmynd: „Of hratt ER of hratt!" Gestir fundanna verða Stefán Jasonarson í Vorsabæ og Baldvin Þ Kristjánsson auk Jóns I. GuSmunds. sonar yfirlögregluþjóns á Selfossi, sem flytur erindi um umferðarmál á fundinum í Árnes- og Rangárvalla sýslu. Jón I. Guðmundsson. Gamlir og nýir klúbbfélagar fjölmenni! Áhugafólk um umferðaröryggismál velkomið! Stjórnir Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR í Árnessýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. 3 AVIÐA ÍMSH Drepa ungviði í Faxafióa 6 þingmenn úr öllum flokk- um hafa nú lagt fram frumvarp til laga um bann við veiðum me'ð botnvörpu og flotvörpu í Faxaflóa. Með frumvarpinu er prentað sem fylgiskjal greinargerð Út- vegsmannafélags Akraness um ýsuafla landróðrabáta á Akra- nesi á haustvertíðum frá 1960 til 1969. Skv. því yfírliti hefur ýsuaflinn minnkað að meðal- tali í ró'ðri úr 3.7 tonnum á ár- inu 1962 í 0.8 tonn á árinu 1969. Ýsuaflinn hafði smá saman verið að aukast í flóan- um fram til ársins 1963 en tek- ur þá óðum að lækka og keyr- ir um þverbak 3 siðustu árin og nálgast þá eymd, sem var áður en Faxaflóa var lokað ma 1950. Útvegsmenn á Akranesi telja dragnótina og síðan troB- ið eiga sök á þessari þróon vegna dráps á ungviði, en við- urkennt sé, að Faxaflói sé em mesta uppeldisstöð ýsunnar. Sé nú svo komið, að vonlaust sé að gera út á línu í Faxaflóa vegna hreinnar ördeyðu. Ýsustofninn í hættu- legu lágmarki f greinargerð með frumvarp inu segja flutningsmenn þess m.a.: „Eftir að landhelgin var færð út í 4 sjómflur frá yztu annesjum og flóar og flrWr voru friðaðir fyrir botnvörpn- og dragnótaveiðum, var þess ekki lengi að bfða, að fisld- magnið ykist þar. Samfara þvf kom það einnig til, að veiðarn- ar og hið góða hráefni nýttist á allan hátt betur. Þessi hagstæða þróun físk- veiðanna í Faxaflóa stóð þvf miður skamma stund. Það leið ekki langur tími, eftir að dragnótaveiðarnar hófust að nýju í flóanum, þar til þess fór að verða vart, að fiskimagnið fór hraðminnkandi. Er nú svo komið, að heita má, að í Faxa- flóa sé fiskilaust á flestum tím um árs, a.m.k. á móts við það, sem áður átti sér stað. Hér hefur því sagan endur- tekið sig. Á meðan dragnóta- og botnvörpuveiðarnar nutu ávaxtanna af friðunartímabil- inu, gáfu þessar veiðar að vísu góða raun. En brátt komu í ljós áhrifin af rányrkjunni og því skýrar, sem lengra hefur liðið. Er nú svo komið, að veið- ar þessar hafa ekki rekstrar- grundvöll og hafa því orðið að njóta styrks úr aflatrygginga- sjóði. Eins og oft hefur verið bent á, er hættan af dragnóta- og botnvörnuveiðunum f jafn þýðingarmikilli uppeldisstöð og Faxaflóonn er ekki einvörðungn fólgin f veiði nytjafiska, held- ur miklu fremur í hinu gegnd- arlausa ungviðisdrápi, sem vit- að er að veiðum þessum fylg- ir.“ Hættum slíkri rányrkju „Það tjón, sem landsmönn- um er búið af þessum veiðum í Faxaflóa, vedður ekki með Framh. á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.