Tíminn - 09.02.1971, Blaðsíða 13
ÞiUÐJUDAGUR 9. febrúar 1971
ÍÞRÓTTIR TÍMINN : i 1 ÍÞRÓTTIR
13
JÖN HJALTALÍN SKAUT FHI KAF
- en það nægði ekki til sigurs Víkings vegna
mistaka dómara á síðustu mínútum leiksins
Það hefði ekki verið á valdi
neins ókunnugs, að segja til um
hvort liSið, FH eða Víkingur.
væri efsta og neðsta lið í 1. deild
arkeppninni í handknattleik, þegar
Kðin mættust á sunnudagskvöldið.
Liðin voru svo svipuð, að synd
var að annað þeirra færi með
bæði stigin af hólmi, en það var
FH sem hreppti þau eftir vel út-
færðan leik upp á mark eða vita
kast á síðustu sekúndu leikins, og
■vítakast var það sem liðið fékk.
Geir Hallsteinsson tók það oig
skoraði þrátt fyrir mikla tauga
spennu, með föstu skoti gjörsam
lega óverjandi fyrir Rósmund
Jónsson, sem nú stóð í marki Vík
ings og stóð sig vel í leiknum.
Geir átti að vanda stórkostleg-
an sóknarleik, en hann féll nær
því í skuggann fyrir Jóni Hjalta-
lín, Víking, sem sjaldan eða aldrei
hefur sýnt önnur eins tilþrif á
fjölum Laugardalshallarinnar og
hefur þó sézt ýmisletgt til hans
þar áður. Flest skot hans iágu í
marki FH án þess að landsliðs
markverðirnir, Hjalti og Birgir,
hefðu hugmynd um þau, og réð
FH-vörnin ekkert við hann.
Ógurlegur hraði og læti voru
í leiknum frá byrjun. FH-ingar
komust vel yfir í fyrri hálfleik —
Vikingum tókst að minnka
biiið í 10:8 fyrir hálfleik, en FH
skoraði eitt mark úr ólöglega
ieknu fríkasti eftir að ieiktíma
var lokið. í síðari há'ifleik kom
ust þeir í 14:10 en þlá fór loks
að gamga í haginn fyrir Víking og
þeir jöfnuðu í 15:15 við mi'kinn
fögnuð áhorfenda. FH-ingar kom
ust í 19:17 og síðan 20:17, en Vík
ingar jöfnuðu í 20:20 og voru þá
réttar 2 mínútur eftir — og Birgi
Bjömssyni vísað út af um svipað
leytL Kristján Stefánsson skoraði
21:20, með því að ryðjast inn með
öxlina á undan sér, en Jón Hjalta
lín jafnar 21:21.
FH-ingar höfðu boltann þegar
örfáar sekúndur voru eftir, og
þeir fengu Jón H. til að brjóta
af sér, og hann var sendur útaf.
Með einum manni færra í vörn
tókst Víkingum ekki að sjá við
leikaðferð FH og Geirs á síðustu
sekúndu, og nældi sér í víta-
kast, sem mörgum þótti strangur
dómur.
Sanngjörn úrslit hefðu verið
jafntefli — eins og í fyrri ieik FH
og Víkings, en þar sigraði FH
einnig með 1 marki. FH-liðið hef-
ur sjaldan verið betra en nú, og
verður örugglega gaman að sjá
viðureign liðsins við Val í næstu
viku, en það verður trúlega úr-
slitaleikurinn í þessu móti.
Með Jóni Hjaltalín voru Vík
ingarnir ekki síðri en beztu liðin
í 1. deild og mega Framarar og
ÍR-ingar fara að biðja fyrir sér
þegar þeir rnæta 'honum í síðari
leikjunum.
Dómarar þessa spennandi leiks
milli Víkings og FH voru þeir
Hau'kur Þorvaldsson, Þrótti, sem
þarna dæmdi sinri fyrsta 1. deild
ar leik og Jón Friðsteinsson,
Fram.
Miðað við ganig leiksins og að
þetta er fyrsti leikur Hauks, má
segja að hann hafi sloppið nokk
uð vel frá leiknum, en hegðan
Jóns Friðsteinssonar á ekkert for
dæmi í leik, og var engu líkara
en hann væri að sýna Hauki,
hvernig ekki ætti að dæma. T. d.
hringl hans með klukkuna þegar
hann vísaði Jóni Hjaltalin út af,
en áður var búið að vísa Birgi
og Geir út af án þess að stöðva
klukkuna, í svona jöfnum leik
munar mikið um 10 til fimmtán
sekúndur, eins og kom á daginn,
oig varð líklega til þess að Vík
ingar misstu að minnsta kosti af
öðru stiginu ef ekki báðum.
Eftir leikinn var nokkur hiti í
mönnum, og meðáT annars varð
formanni handknattleiksdeildar
FH nokkuð laus höndin, vegna
þess að 7 eða 8 ára gömlum dreng
varð það á að púa á lið hans,
og lét hann sig hafa það að
lumbra á drengnum. Ef menn
þola ekki að liði þeirra sé sýnd
andstaða, væri þeim nær að halda
sig heima meðan liðin keppa, en
að sýna svona framkomu í íþrótta
sölum. — klp.
Jón 'Hjaltalín velur um Iei3 til að kom boltanum í mark andstæðinganna.
— í þetta sinn skaut hann ekki, heldur gaf boltann Inn á linu og þaSan
var skorað mark. (Tímamynd—Róbert)
Spenningur í 1. deildarleikjum í körfuknattleik um helgina
TVEIM LEIKJUM LAUK
MEÐ 1 STIGS SIGRI
Hver stórleikurinn á fætur öðr
um fer nú fram í 1. deild í körfu
knattleik um hverja helgi. Síð
asta helgi var ekki síðri öðrum.
en þá fóru fram 3 leikir og urðu
úrslit þeirra mjög á annan veg
en ætlað var, a.m.k. í leikjum
UMFN og Ármanns og HSK og
Vals. Leikur ÍR og KR var jafn
eins og búizt var við, en þar sigr-
aði ÍR með 1 stigi og hefur nú
einna mesta möguleika á að sigra
enn einu sinni í þessu móti.
Leikur KR og ÍR var jafn til
að byrja með. Eftir 15. minútur
var staðan 21:21 en á þelm á
mín. sem eftir voru af hálfleikn
um kosnst ÍR 12 stigum yfir 42:30.
í siðari hálfleik hélzt sá munur
lengst af, en þegar 4. mínútur
voru til leiksloka tókst KR-ingum
að mimmka bilið í 2 stig 75:73.
Kristinn Jörundsson, skoraði þá
2 stig fyrir Í'R 77:73, en Einar
Bollasoo minnkaði búið í 77:75
með 2 vítaköstum og var þá rétt
1 mínúta til leiksloka. Á þessari
1 mínútu fengu KR-ingar 6 víta
köst, en hittu aðeins úr 1 þeirra,
og var því siigurinn Í'R 77:76.
Kristinn Jönumdssom var stiiga-
hæstur ÍR-inga 27 stig, en hjá KR
var Einar Bollason stigahæstur
með 32 stig.
— ☆—
Fyrsti sigur UMFN á heimavelli
var á laugardaginn, er liðið sigr
aði Ármann í íþróttahúsinu í
Njarðvíkum (Krossinum) með
eins stigs mun 52:51, eftir æsi-
spennandi leik og þá sérstaklega
síðustu sekúndurnar.
Var þetta fyrsti slgur UMFN í
keppninni í ár, en 3ja tap Ár-
manns í röð. Leikurinn var harð
ur og mikill kraftur í honum.
Sunnanmenn voru ákveðnir , að
sigra og gáfu ekkert eftir fyrir
Ármenningum, sem allir áttu frek
ar slakan leik í þetta sinn.
UMFN hafði _ yfir allan fyrri
hálfleikinn, en Ármann komst yfir
í þeim síðari 36:34. Þegar 5 mín
voru til leiksloka var 7 stiga mun
ur fyrir UMFN, og hófst þá mikill
djöflaganigiur í salnum, sem ekiki
gaf eftir landlegudansleikjum þar
áður fyrr.
Ármenningar minkuðu bilið í
6 stig 51:44 og síðan í 3 stig 52:
49 og loks í 1 stig 52:51. Jón Sig
urðsson skoraði 6 síðustu stigin
fyrir Ármann, og hann átti gull
ið tækifæri á að jafna leikinn —
eða færa Ármanni sigur — þeg
ar hann fékk 2 vítaköst þegar
staðan var 52:51 — en hitti hvor
■ugrj. Síðustu 15 sekúndur leiksins
léku UMFN-mcnn með boltann á
sínum vallarhelming til_ að halda
stigunum, og þótti þá Ármenning
um keyra um þverbak hlutdrægni
dóniaranna, því samkvæmt lögum
má ekki leika á sínum vallarhelm
ing lengur en í 10 sekúndur.
Jón Sigurðsson skoraði flest
stig Ármanns eða 23, en hjá
UMFN skoruðu þeir Hilmar og
Edward Penzil (bandarískur skipti
nemi, sem hér er) flest stigin.
— ☆ —
Þegar HSK sigraði KR á Laug
arvatni í fyrsta leiknum í 1. deild
var hald manna að ekkert lið j
mundi sigra HSK á heimavelli. •
Skki 'hefur það staðizt, þvi HSK |
hefur tapað öllum sínum leikjum '
par síðan, nú síðast á laugardag
inn fyrir Val með 8 stigum.
Áhorfendur hafa sett mi'kinn
svip á leikina fyrir austan, en í
þetta sinn brugðust þeir alveg —
helgarfrí var í öllum skólunum
þar, og enginn var til að hvetja
heimamenn.
Burðarásar HSK, þeir Anton
Bjarnason og Einar Sigfússon,
brugðust alveg í þessum leik, og
var allur leikur HSK í lágmarki.
Það sama er ekki hægt að segja
um leik Vals eða Þóris Magnússon
ar. Hann átti nú einn sinn bezta
leik í langan tíma, hitti nær und-
antekningalaust í körfuna — hvar
og hvernig sem hann stóð, og
skoraði hann 38 stig í leiknum.
HSK komst yfir í byrjun 15:6,
en þá kom slæmur kafli í vita-
hittni hjá liðinu. Það fékk 10
Framh. á 14. síðu.
☆ I 1. deild í handknattleik
kvenna á somnudaginn, sigraði
Fram Val í skemmtilegum leik,
12:11 og hefur nú forustu í deild-
inni. Ármann sigraði Víking, 11:10
og Njarðvík KR 11:9.
☆ í 2. deild karla í handknatt-
leik sigraði KR Armann me*5 yfir-
burðum, 22:14 og er nú í efsta
sæti. Á Akureyri fóru fram tveir
leikir um helgina: Grótta sigraði
Þór 21:19 en tapaði fyrir KA 20:23.
Skoraði Gísli Blöndal 14 af mörk-
um KA í þeim leik og er nú mai'k-
hæstur í 2. deild með 86 mörk í
7 leikjum.
☆ í 2. deild í körfuknattleik sigr-
aði ÍS í leiknum gegn Breiðabliki
81:47.
☆ SkjaldargðHma Ármanns fór
fram á sunnudaginn, og varð Sig-
tryggur Sigurðsson, KR, sigurveg-
ari, hlaut 6y2 vinning af 7 mögu-
leguim. I öðmu sætá varð Sveinn
Guðmundsson, Á og í 3ja sæti Jón
Unndórsson, KR.
☆ Jimmy Scoular, framkvæmda
stjóra Cardiff City hefur verið
boö‘in framkvæmdastjórastaða hjá
gríska 1. deildarliðinu, Ethnikos.
Bíður félagið honum 9000 punda
árslaun, ásamt bónus fyrir unna
leiki og mót, og allt frítt.
Scoular, sem er talinn meðal
beztu þjálfara á Bretlandseyjum,
hefur lofag að íhuga málið, og
telja sumir nær fullvíst að hann
taki boðinu þegar keppnistímabil
inu í Englandi er lokið.
☆ Japansmeistarar í knattspyrnu
1970, urðu leikmenn TOYO KOG-
YO, en það eru starfsmenn stórr
ar bifreiðaverksmiðju. Þeir telj
ast áhugamenn á japanskan mæli
kvarða, en þeir hafa allir góða
atvinnu hjá fyrirtækinu og æfa
tvisvar á dag.
Þetta er í 5. sinn á 6 árum,
sem Toyo Kogyo vinnur titilinn.
Sigurvegararnir 1969 urðu „starfs
menn“ Mitsubishi, en það er eitt
af stærstu fyrirtækjum heims.
Flestir leikmenn liðsins hafa í
vetur yerið hjá euskum oig vest-
ur-þýzkum liðum, þar sem þeir
hafa æft og leikið með varaliðum.
Er allur kostnaður við ferðir og
uppihald greiddur af Mitsubishi.
Haukar fóru
létt með ÍR
Leikur Hauka og ÍR í 1. deildar-
keppninni í handknattleik á sunnu-
daginn, var nær endurtekning á
fyrri leik þessara aðila. Þeim leik
lauk með 9 marka sigri Hauka,
23:14, en þessum leik lauk með 12
marka sigri þeirra, 26:14.
Til að byrja með var leikurinn
jafn, og staðan 7:7, þegar 7 mín-
útur voru til hálfleiks, en þá fundu
Haukar loks ráð til a® komast létt
í gegnum þunnskipaða vörn ÍR,
þar sem Ásgeir Elíasson var ekki
til staðar, en honum var falið það
hlutverk að taka Viðar Símonar-
son úr umferð, og hann hélt sig
á miðjum vellinum, og varð Ás-
geir að vera með honum þar.
Komust Haukar í 11:8 fyrir hálf-
leik og í þeim síðari skoruðu þeir
15 mörk gegn aðeins 6 mörkum ÍR-
inga, og voru 2 af þessum 6 skor-
uð úr víti. Höfðu Haukarnir ai-
gjöra yfirburði á öllum sviðum og
skoruðiu mörk þegar þá langaði tiL
—