Tíminn - 19.02.1971, Qupperneq 1
I <■ rtrt'
,
KJ—Höfn, Homafirði, finimtu-
dag.
Ekki var meira en svo, að
HornfirSingar væru tilbúnir að
taka á móti fyrstu loðnunni,
sem fór að berast á miðviku-
daginn, því almennt var ekki
reiknað með, að hún færi að
veiðast fyrr en um 20- þ.m.
þótt Síldarleitarskipið Ámi
Friðriksson, hefði fyrir nokkru
fundið peðring hér og þar við
Suðaustur-landið.
Þorsteinn Gíslason á afla-
skipinu margumtalaða, Gísla
Árna, kom með fyrstu loðnuna,
sem aðallega fór í beitu og svo
auðvitað í bræðslu. Síðan komu
í gærmorgun, eins og sagt var
frá í Tímanum, Óskar Magnús-
son frá Akranesi og skömmu
síðar Ólafur Sigurðsson. Fyrsti
heimabáturinn úr Höfn, Gissur
hvíti, kom svo með loðnu í gær
kvöldi, og þá nokkru áður
hafði Þorsteinn RE, komið
með 230 tonn, en Gissur var
með heldur meira.
Loðnubátarnir landa við ný-
legan viðlegukant 1 Álaugarey,
en þar er kaupfélagið nýbúið
að reisa mikla vöruskemmu,
sem er gerð af myndarbrag, eins
og annað í Höfn. í Álaugarey
er hægt að landa úr tveim bát-
um í einu og er loðnunni síðan
ekið út í svokallað Ósland, þar
sem Fiskimjölsverksmiðja
Hornafjarðar hf. er, en hún tók
til starfa á loðnuvertíSinni í
fyrra og tók þá á móti nákvæm-
lega 10.500 tonnum, sem var
góð byrjun, að því er mörgum
finnst
Hornfirðingar vonast að sjálf
sögðu eftir a@ fá töluvert meira
núna enda allt við það miðað
og aðstaða orðin góð, hvað Iönd
un og geymishirými snertir.
Þróarrými í verksmiðjunni er
fyrir um 5000 tonn í geymum
og þró við hlið verksmiðjunn-
ar. Nú eru komin um 1000 tonn
í þróna og verður væntanlega
byrjað að bræða um helgina.
Sólarhringsafköst verksmiðj-
unnar eru um 250 tonn. Yerið
er að leggja síðustu hönd á
undirbúning fyrir bræðslu í
verksmiðjunni. Þar hefur nú
verið komið fyrir tækjum, sem
ekki voru fyrir hendi í fyrra.
ViSar Karlsson,
skipstjóri á Óskari Magnússyni.
Loðnu landað úr Óskari Magnússyni í Höfn.
(Tímamyndir Kári)
í vertíðarlífið í Höfn
Á því rekstur verksmiðjunnar
að vera hagkvæmari núna í ár.
Að megin uppistöðu til, eru
vélar og tæki, svo og hráefnis-
geymar frá Eskifirði, og má
reyndar sjá það á sumum geym
unum, að þeim hefur verið
fleytt á öldum hafsins hingað
suður, í Hornafjörð.
Kaupfélag Austur-Skaftfell.
inga á 45% af hlutafé í verk-
smiðjunni, en ýmsir aðrir að-
ilar 55%.
Eftir Ijósum bátanna á mið-
unum að dæma, sem sáust héð
an frá Höfn í gærkv., er tölu-
verður floti kominn á miðin,
þótt ekki allir hafi verið feng-
sælir, enn sem komið er. Að því
er Viðar Karlsson, skipstjóri á
Óskari Magnússyni frá Akra-
nesi, sagði blaðamanni Tímans,
þá virðist setn loðnan sé
skemmra á veg komin í hrygn-
ingu núna, í upphafi loðnuver-
tíðar, en í fyrra. Virðast því
auknir möguleikar á því, að
loðnan veiðist vestar með land-
inu, en í fyrra, en töluvert mik
ið austurfall mun hafa verið
á miðunum, hér fyrir utan
Hornafjörð svo að loðnan á þá
erfiðara með að ganga vestur
með landi. Mun þetta vera gagn
stætt því sem verið hefur, því
vesturfallið var ráðandi á þess-
um slóðum í fyrra.
Þótt vertíðin sé í fullum
gangi hér í Höfn, þá hleypir
loðnan enn meiri krafti í at-
hafnalífið. Vertíðin hefur að
vísu ekki gengið sem bezt, það
sem af er, bæði hefur verið
lítill afli og svo kom langur
ógæftakafli á dögunum. Línu-
"..........■■...
bátar beittu loðnu í gær, en
aflinn virtist ekkert batna í
dag, eftir því sem sjómenn, á
fyrstu línubátunum, sem komu
að, sögðu.
Þróin, sem loðnan er sett í.