Tíminn - 19.02.1971, Síða 3

Tíminn - 19.02.1971, Síða 3
fÖSTUDAGUK 19. febrúar 1971 " . ~ TIMINN 15 Svarfdælingar „skera út“ þorrann - forsetinn og frö Eskeland hjálpuðu til Það var hress og kátur hópur, sem lagði undir sig íbúð eina í Vogunum á mánudaginn, vopn- aður hveitipokum og kökukefl- um, svuntum og vasahnífum. Þarna skyldi fara fram mikil laufabrauðsorusta og það voru Svarfdælingar, sem voru að verki, enda með röskara fólki á landi liér. Laufabrauðið átti að nota á þorrablót Svarfdæl- ingafélagsins, sem haldið verð- ur á laugardaginn í Tjarnar- búð. Blaðamaður og ljósmynd- ari Tímans komu á staðinn, þeg ar lokaþáttur laufabrauðsgerð arinnar var að hefjast, þ.e.a.s. útskurður og steiking, og fylgd- ust með, sér til andlegrar upp- lyftingar. Það voru milli 20 og 30 Svarf dælingar staddir heima hjá Björk Guðjónsdóttur og Guð- mundi Þórhallssyni að Gnoðar- vogi 84 á mánudagskvöldið, þegar okkur bar að garði og all- ir höfðu nóg að starfa. Konurn- ar voru búnar að standa við að hnoða og breiða út í eldhúsinu síðan um tvöleytið en karlmenn imir voru seztir inn í stofu með hver sína köku á bretti og gáfu sköpunargleðinni lausan taum- inn. Þarna var mikill handagang- ur í öskjunni og Þórhallur litli, 10 ára sonurinn á heimilinu hafði sett upp stóra svuntu eins og hinir og hljóp á milli manna með óskornar kökur og fjar- lægði þær, sem búið var að skera og þetta var næstum eins og í síldinni í gamla daga, því ef stóð á einhverju, var kallað „köku, köku“ eða „taka köku“. Dyrabjallan klingdi í sífellu og alltaf bættust fleiri Svarf- dælingar í hópinn og það var viðkvæði hjá þeim, þegar í gættina kom: — Hér er aldeil- is setinn Svarfaðardalur. Skyndi lega birtist Bjarki Elíasson, yf- irlögregluþjónn í fullum skrúða og var greinilega ekki í em- bættiserindum, því hann tók ofan, s\úpti af sér jakkanutn og bað um köku. Síðan settist hann brauð. Ekki bar þó á öðru en þetta tækist vel með hjólið, en Pálmi fullyrti, að betra væri að nota gamla lagið og tók upp vasahnífinn aftur. Þegar nokkuð var liðið á kvöldið, bættist einn Svarf- dælingurinn enn í hópinn, Kristján Eldjárn, forseti. Hann fékk sér kaffi og heitt laufa- brauð og fór svo að skera lauf af list og lyst með sveitungum sinum. Hallgrímur yfirrteikjari að verki í eldhúsinu. inn í stofu og skar lauf og krúsi dúllur af hjartans lyst. Þarna bar einnig að frú Ásu Eskeland í Norræna húsinu og móiður hennar, sem aldrei hafði séð laufabrauðsgerð og langaði til að kynnast þessu norðlenzka fyrirbæri. Ása virtist hins veg- ar hafa snert á þessu áður, því ekki leið á löngu áður en hún var farin að skera án nokkurs viðvaningsbragar, en Hallgrím- ur Björnsson yfirsteikjari tók að sér að kenna móður hennar listina. — Nú vantar ekkert nema músík sagði Egill Júlíusson og tók nokkur dansspor um leið og hann brá sér inn í svefnherbergi til að sækja sér köku. Það er siður við laufabrauðsgeið, að breiða stóra kaffidúka á rúmin og leggja síðan laufakökurnar á. Svo hófst söngurinn og Svarf- dælingar eru greinilega mikið söngfólk. Þarna var sungið með öllum röddum, „Yfir kaldan eyðisand“, „Fjallið Skjaldbreið- ur” „Ólafur reið með björgum fram“ og margt fleira skemmti- legt. Allt í einu mundi svo ein- hver eftir framhaldsþættinum í sjónvarpinu og þar sem fáir vildu missa af honum, var gert hlé á söng og laufaskuiði í bili og sezt við sjónvarpið með kaffibolla og kleinur og safnað kröftum í næstu lotu. Síðan var byrjað að steikja og það var Hallgrímur, sem stjórnaði steikingunni, meðan hitt fólkið hélt áfram að skera. Brátt iltmaði steikingarlyktin um alla íbúðina og ýmsir kíktu fram i eldhús í von um, að ein- hver kakan hefði gallast í steikingu. — Þetta er ómögulegt app- arat, lýsti Pálmi Pétursson yfir og gerði sig líklegan til að skera köku með hjóli, sérstaklega út- búnu til að skera með laufa- í eldhúsinu steikti Hallgrím- ur og steikti og staflar af indæhs laufabrauði hlóðst upp á bekkjum og borðum og ár- angurinn af dagsverki Svarf- dælinganna varð 400 kökur. Ekki er gert ráð fyrir, að ein einasta verði afgangs, þeg- ar búið er að blóta þorra Svarf- dælinga í Tjanarbú® á laugar- dagskvöldið. Þetta verður mynd ar samkoma, með mörgum skemmtiatriðum og dansi á eftir, auk þorramatarins. Ef eín hverjir miðar verða óseldir á laugardaginn, verða þeir seldir við innganginn um kvöldið. „Það er miklu betra að hafa gamla lagið á," sagði Pálmi, og notaði hníf- inn. ,Hópurinn var farinn að þjiao- ast, þegar við loks gátum feng- ið okkur til a® yfirgefa staðinn, en þeir, sem eftir voru, skáru enn og steikarlyktin elti okkur út á götu. S.B. brauð í ein 75 ár. ; IGNIS BÝÐUR IÍRVAL • OG NÝJUNGAR Þarna er ekki setið auðum höndum. Ekki kunnum við að nefna alla á myndinni, en fremst ti( vinstri situr Ása Eskeland og móðir hennar situr við *ilið Egils Júlíussonar í sófanum, en hinum megin við lampann er Bjarki Elíasson. (Tímamyndir Gunnar) HÉR ERU TALDIR NOKKRIR ÞEIRRA KOSTA, SEM IGNIS ÞVOTTAVÉLAR ERU ■ BÚNAR ■ Gerðirnar eru tvær — 10 og • 12 valkerfa. Hvor gerð þvær 3 eða S kg af j þvotti eftir þörfum. - Bara þctta táknar, að þér fáið • sania og tvær vélar í einni. ; Tvo sápiilióif, sjálfvirk, ank . liölfs fyrir lifræn þvottaefni. Bafscgiillæsing liindrar, að vélln geti opnazt, mcðan liún gengnr. Bö’rn geta ekki komizt t vél, som cr í gangi. Sparar sápn fyrir minna ; þvoltarmagn — sparar um - ieið rafmagn. Veltipottnr úr ryðfríu stáli. ] Stjórnkcrfi öli að framan — , því hagkvæmt nð fella vélina - í iiinréttingii í eldliúsi. ÁRANGURINN en Þvottadagur án þreytu ; Dagur þvotta dagur þæginda . AÐALUMBOÐ: RAFIÐJAN — VESTURGÖTU 11 SlMI: 19294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL 'SlMI: 26660

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.