Tíminn - 19.02.1971, Side 4

Tíminn - 19.02.1971, Side 4
£etii fiii AjcHtJarp Spurningaþáttur sjónvarpsins á sunnudaginn var, Hver, livar hvenær?, var hinn skemmtileg- asti, enda þar mættir til leiks fróðir menn. Mér fannst þó, að Helgi Sæmundsson bæri þar af, enda virtist hann allt vita cins og fyrri daginn, þótf hann hefði sig ekki mikið í frammi við hnappa ýtingar, og virtist raunar alveg sama hvernig keppnin eða leikur inn færi. Þeir þættir, er Helgi og S'kúli Thor oddsen hafa verið í, hafa verið lang skemmtilegustu þættirnir, enda í fyrsta sinn sem til leiks í báð Lucy Ball verður á ferðinni á miðvikudagskvöW og mun skemmta sjónvarps- áhorfendum með gamansemi sinng um liðum mæta menn með ein- hverja þekkingu, sem vita svar við flestum eða öllum spurning- um. Ætti að kappkosta að fá slíka menn í þáttinn áfram, því að þekkingarlitlir menn gera slik an þátt aldrei skemmtilegan. Eitt deilumál kom upp í pætt inum, og var það um seltu sjáv ar. Stefán Bjarnason taldi hana 3% en Skúli Thoroddsen taldi hana nær 4% en þremur, og virt ist stjórnandi þáttarins hafa feng ið prósenttöluna 3 uppgefið sem rétt svar. Samkvæmt erlendum fræðiritum er selta hafsins 3.2% til 3,6% og meðaltalsselta 3,5%. Þar sem slíkar upplýsirtgar má fá í öllum áreiðanlegum alfræði bókum er óafsakanlegt fyrir stjórnandann að hafa þær ekki við hendina. Dagskráin þennan sunnudag var annars með bezta móti. .4 eftir spurningaþættinum var ein af þessum myndum frá Samein uðu þjóðunum, sem sýndar hafa verið undanfarið í sjónvarpinu og eru flestar fróðlegar. Var að þe-ssu sinni fjallað um þau fornu lista verk og önnur menningarverð- mæti, sem nú eru í hætlu og kunna að glatast ef ekkert er að gert, og jafnframt var rakið það mikla starf sem þegar hefur ver ið innt af hendi og hefur bjargað geysimiklum verðmætum írá fornri tíð. í lokin var svo brezka kvöld skemmtunin, Sú var tíðin, en þetta er með betri skemmtiþátt um sjónvarpsins, bæði eru lista- mennirnir frábærir og yfir þátt unum hressandi og notalegur blær. Hins vegar er galli, að ekki skuli hægt að þýða þessa þætti til hlit- ar, og geta því ekki allir fylgzt með þeim sem skyldi. En hvað sem því líður, þá vona ég. að „Sú var tíðin“ haldi áfram sem lengst í sjónvarpinu okkar. WASHINGTON í myndinni um George Wash ington, fyrsta förseta BandaríkJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.