Tíminn - 04.03.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.03.1971, Blaðsíða 6
6 TIMINN FIMMTUDAGUR 4. marz 1971 Óskar Helgason símstöövarstjóri og Sigurður Hjaltason sveitarstjóri (t.h.) og 'Höfn í baksýn með fjallahrlnginn í kring. Á miðri myndinni er grunn- urinn fyrir nýja frystihúsið, en gamla frystihúsið stendur á hafnarbakkan um. (Tímamyndir Kári) KASK hefur á þriðja hundrað manns í vinnu að staðaidri og greiddi á s.l. ári í vinnulaun um 50 milljónir króna. Útflutningsverðmæti afurða frá Höfn nam á s.l. ári um 240 milljónum Þeir, sem komiS hafa til Hornafjarðar á nokkurra ára fresti nú undanfarin ár, hafa áþreifanlega orðið varir við hina miklu uppbyggingu, sem þar hefur átt sér stað, á mörgum sviðum. Staðurinn liggur líka vel við fiskimiðum, og þar býr fólk sem stendur saman, og vinnur einhuga að uppbyggingu staðarins. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga er aðalatvinnurekandinn á staðnum, og hefur með höndum umfangsmikinn rekstur, þótt það reki ekki bátana, sem þaðan róa. Um þá hlið málsins sjá einstaklingar og ein- stök hlutafélög að mestu, og með góðri samvinnu þessara aðila allra. Allir hafa næga vinnu, og það svo að hraðfrysti- húsinu hefur orðið að loka um tíma á sumrin, svo fólkið geti tekið sumarfrí í þessum ört vaxandi ferðamannabæ. Er fréttamaður Tímans kom til Hafnar fyrir nokfcru, var fyrsti loðnubáturinn nýkominn með fyrsta loðnufarminn á þessari ver tíð, en loðnan virðist ekki ætla að svíkja þá Hornfirðinga frekar en aðrar fisktegundir. Það var reynd- ar nóg að gera fyrir á vetrarver- tíðinni, þótt loðnan bættist ekki við. Þar til í fyrra fór loðnan fram hjá Höfn, án þess að neitt bærist þangað í bræðslu, og þótti mörgum súrt, þegar jafnvel á kyrrum vetrarkvöldum mátti sjá flotann úr landi, þar sem verið var að ausa þessum nýja „gull- fiski“ upp, rétt utan við höfnina Bækur gegn afborgunum BÖKA- MARKAÐURINN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM í Höfn. Nú ta'ka Hornfiró- ingar líka þátt í loðnuævin- týrinu, en það eru mörg fleiri ævintýri að gerast þar. Okkar stóri draumur er vega- og brúargerð á Skeiðarársandi Sveitarstjóri Hafnarhrepps er Sigurður Hjaltason, og oddviti er Óskar Helgason, sem jafnframt er póst- og símstöðvarstjóri, og for- maður stjórnar kaupfélagsins. Þeir Óskar og Sigurður upplýstu fréttamann Tímans um það helzta, sem er á döfinni í sveitarstjórn- armálum í Höfn. Efst á blaði þar er bygging skólahúss, sem hefst á þessu ári. Þetta verður gagnfræðaskóli og íþróttahús, og er ætlunin að hefja framkvæmdir við 1. áfanga í sum- ar. Húsið á að standa sunnan Vík- urbrautar, og í 2. áfanga verður byggður fullkominn íþróttasalur, með áhorfendapöllum og tilheyr- andi. Arkitéktarnir Hrafnkell Thorlacius og Björn Emilsson vinna nú að teikningum á húsinu. Tilfinnanlegur skortur er á kennslustofum í núverandj skóla- húsi, þar sem barna- og miðskól- inn er. Hreppurinn hefur nú til ráðstöfunar 5 milljónir í skóla- bygginguna. í gatnagerðarmálum er mesta framkvæmdin að steypa 345 metra langan kafla af aðalgötunni í þorpinu, en fyrir nokkrum árum var hluti götunnar steyptur. Kafl- inn sem steyptur verður, er frá kjörbúð KASK og á móts við Víkurbraut. Þetta er 9 metra breið gata, og er þegar búið að undirbyggja kaflann. Þá þarf að leggja nýjar götur vegna nýrra hverfa, en um 33 hús munu nú í smíðum í Höfn, að því er þeir Sig- urður og Óskar sögðu. Þá er hús Landsbanka fslands langt komið, og búið er að slá upp fyrir 1. hæð ráðhússins í Höfn, en í því verða skrifstofur hreppsins, auk lög- reglu- og slökkvistöðvar. Þá er ný- búið að taka í notkun nýja póst- og símstöðvarhúsið, en þar er m.a. nýja, sjálfvirka stöðin, og eru þá tveir staðir á Austfjörðum með sjálfvirkt símasamband (hinn er Egilsstaðir). — Eru ekki hafnarmálin ofar- lega á dagskrá hjá ykkur? — Jú, þau eru það. Árið 1968 var ný bryggja tekin í notkun í Álaugarey, þar sem vöruskemm- ur kaupfélagsins eru. Þá var auk þess unnið að dýpkun og rýmkun innsiglingarinnar. Aðkallandi er orðin viðgerð á gömlu hafnar- bryggjunni og þá þurfum við að gera löndunarbryggju fyrir fram- an nýja frystihúsið, og eins við Fiskimjölsverksmiðjuna í Óslandi. Verður væntanlega unnið eitt- hvað við höfnina í sumar. — Er ekki skortur á iðnaðar- mönnum vegna allra þessara fram kvæmda, sem á döfinni eru hér í Höfn? — Iðnaðarmenn eru störfum hlaðnir, og oft verður að fá að- komumenn til starfa við húsbygg- ingar. Nú standa yfir framkvæmd- ir við holræsi vegna nýs hverfis. Var leitað tilboða í verkið, og hlutu það verktakar hér eystra. — Hvað um samgöngumálin hér á Hornafirði? — Okkar stóri draumur er vega- og brúargerð á Skeiðarár- sandi, segir Óskar, og finnst okk- ur að hringvegur í kring um land- ið ætti að vera númer eitt í vegafræmkvæmdum þegar frá eru taldar hraðbrautarframkvæmdir í kring um höfuðborgina. Okkar skoðun er sú, að byrja eigi strax á vegalagningu og brúargerð yfir Skeiðarársand yestanmegin, en ekki að bíða með alla fram- kvæmdina. Þessum framkvæmd- um ætti að verða lokið þjóðhátíð- arárið 1974, og yrði það verðug afmælisgjöf til þjóðarinnar. Fjögur ár eru nú liðin frá því Lóðsinn Eymundur Sigurðsson er til Garðar Sigurjónsson, sem er á ióðsb flugvöllurinn var fluttur, en við það gjörbreyttust allar aðstæður með flugsamgöngur, því áður þurfti að fara á bát yfir Horna- fjörð, til að komast að og frá flugvellinum, og var það oft erf- itt. í fyrra var sett upp lýsing á annarri flugbrautinni, og var það mikil bót, en mjög nauðsyn- legt er að bæta alla aðstöðu á flugvellinum fyrir farþega, og stefna ber að því að gera völl- inn að fullkomnum millilandaflug- velli. Það er ekki ósjaldan að á Hornafjarðarflugvelli lendi vél- ar, sem eru að koma að utan, eða á leið utan. Flugfél. veitir okkur góða þjónustu, og flýgur hingað þrisvar í viku yfir vetrarmánuð- ina, enda eru tíðar flugsamgöng- ur bráðnauðsynlegar hinu mikla athafnalífi, sem er hér á staðn- 'i á myndinni og við hlið hans er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.