Tíminn - 04.03.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.03.1971, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 4. marz 1971 Ásgrímur Halldórsson kaupfélagsstjóri um, og ekki sízt fyrir hinn ört vaxandi ferðamannastraum. Hvað samgöngur á sjó snertir, þá erum við sæmilega settir, þar sem Herjólfur kemur hingað, og Herðubreið í strandferðum sín- um, auk þess sem Eimskip og Sambandsskipin veita góða þjón- ustu, og oft við erfiðar aðstæð- ur. Auk Óskars Helgasonar odd- vita eru í hreppsnefndinni þeir Hafsteinn Jónsson vegaverkstjóri, Eiríkur Einarsson fiskmatsmaður, Benedikt Þoi’steinsson verkstjóri og Þórhallur Dan Kristjánsson hótelstjói’i. Útflutningsverðmætið frá Höfn nam um 240 milljónum kr. s.l. ári Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, eða KASK, er langstæi’sti atvinnu rekandinn í Höfn, en kaupfélags- stjóri er Ásgrímur Halldórsson. Kaupfélagið rekur frystihúsið á staðnum, og auk þess saltfiskverk- un og skreiðarverkun. Frystihús- stjóri er Óskar Guðnason. í und- irbúningi er nú bygging nýs frystihúss, cn gamla frystihúsið er orðið allt of lítið, og sérstak- lega vantar frystigeymslur. Undir búningur er þegar hafinn að bygg- ingu hússins, og er búið að sprengja fyrir grunni þess á Kross- eyju, sem reyndar er nú ekki leng ur eyja, en er við höfnina. Ráð- gert er að liefja byggingu hússins á þcssu ári, en það verður byggt í þrem áföngum. Fyrst verða frystigeymslurnar byggðar, þá vélasalur ásamt móttökusal og síð- ast á að byggja fiskmóttöku. Kostn aöai’áætlun við bygginguna hljóð- ar upp á um 75 milljónir króna, og á allt húsið að vera fullsmíð- að á ái-unum 1973—1975. Fastráðið stai’fsfólk kaupfélags- ins er 50—60 manns, en verkafólk er 120—150 manns auk þess sem margt aðkomufólk er starfandi á vegum kaupfélagsins yfir vetrar- vertíð, svo alls er stai’fsfólk kaup- félagsins þá á þriðja hundrað uianns að staðaldri. Vinnulauna- greiðslur námu á s.l. ári næi’i’i 50 milljónum ki’óna, en félagið varð TIMINN 7 's-j "■ • i WMmm einmitt fimmtíu ára þá. Vörusala félágsins nam á s.l. ári um 150 milljónum ki’óna, og heildarvelt- an i’öskar 400 milljónir króna, sem er um 30",. aukning. Félagsmenn voru um áramótin 450 talsins og hafði fjölgað nokkuð á árinu. Útflutningsverðmæti sjávar- al'urða frá KASK, nam á s.l. ári 180—190 milljónum króna, og þar við bætist útflutningsverðmæti loðnumjöls og síldarafurða frá Fiskimj ölsverksmiðj u Hornafjarð- ar h.f., sem KASK á 45% í, en verðmæti þessara afurða nam 45 -50 milljónum ki’óna. Alls er þetta í kring um 240 milljónir króna. Síldarsöltunarstöð var starf- rÁkt á vegum Fiskimjölsvei’k- smiðjunanr á s.l. sumri, og voi'U þar saltaðar 5.200 tunnur. Kaup- félagið tók á móti 8.600 tonnum af fiski til vinnslu, og þar af voru 217 tonn af humar. Alls voru greiddar 92.4 milljónir króna til útgerðarmanna fyrir innlagðan fisk. KASK starfrækir tvö sláturhús, á Höfn og á Fagarhólsmýri, þar sem félagið rekur einnig verzlun, sem þjónar Öræfingum og hinum fjölmörgu ferðamönnum, sem leggja leið sína í Öræfin. Alls var slátrað 21.914 kindum í sláturhús- inu á s.l. hausti. Mjólkursamlag kaupfélagsins Verzlunarhús KASK í Höfn, stendur viS aðalgötuna. Bókhald kaupfélagsins er nú fært í tölvu Sambandsins í Reykjavík. Fer götun fram í Höfn. Aðalbók- ari er Hermann Hansson og full- trúi kaupfélagsstjóra er Aðal- steinn Aðalsteinsson. Samvinna vélaverkstæða Á Höfn í Hornafirðj eru nú starfandi þrjú vélaverkstæði, sem nýlega hafa rnyndað hlutafélag ásamt tveim jarðræktai’sambönd- í frystihúsinú. Verkstjórinn Egill Jónasson fylgist með handbrögðum stúlknanna sem vinna við snyrtingu og pökkun á freðfiskinum. tók til starfa árið 1956, og er nú orðið rnjög aðkallandi að reisa nýtt mjólkursamlag en mjólkur- fi’amleiðsla hefur aukizt stöðugt á félagssvæðinu. Hið myndarlega verzlunarhús KASK var tekið í notkun á árun- um 1963—1964, en þar er kjör- búð með allar nauðsynjavörur, búsáhaldadeild og bókabúð. Á efri hæð eru svo vefnaðarvörur, auk fatnaðar og skóvara. Jái-nvöru- og byggingavöi’uverzlun félagsins er í gamla kaupfélagshúsinu, og þar uppi á lofti eru ski’ifstofur KASK. um, útgerðarmönnum, einstakling um og kaupfélaginu, um að reisa sameiginlegt vei’kstæðishús fyrir öll verkstæðin. Verður starfsemi þeirra um leið sanxeinuð. Búið er að gei’a fi’umteikningar að húsinu, sem verður 1200—2000 fermetra stórt, og hefst bygging þess vænt- anlega x sumar, en stjórnarformað ur er Aðalsteinn Aðalsteinsson. Á þetta nýja verkstæði að standa á iðnaðai-svæðinu á Höfn, en þar er nú nýrisið hús Veiðai’fæi’agei’ðar Hornafjarðar h.f., sem er tiltölu- lega nýstofnað fyrirtæki á staðn- um, og aðaleigendur eru þcir Kristján Gústafsson og Haukur Þorvaldsson. Myndarlegur hótelrekstur í vetur hefur verið unnið að stækkun Hótel Hafnar í Horna- firði, og eykst gistirými hótelsins um helming við stækkunina. Byrj að var á stækkuninni af fullum krafti í haust, og er nú unnið við húsið að innan. Alls verða 33 gistirúm í viðbyggingunni, og bæt ir það úr brýnni gistiþörf yfir há- sumai’ið, jafnframt því senx í’ekst- ur hótelsins mun verða hagkvænx ai’i, þar sem eldhús, boi’ðsalur og fieira. var byggt með það fyrir augum, að þessi viðbygging kæmi við hótelið. Eigendur Hótel Hafn- ar eru þeir Árni Stefánsson og Þórhallur Dan Kristjánsson, og hafa þeir unnið gott verk, en erf- itt. með því að koma hótelinu upp. Höfn i Hornafirði er vaxandi ferðamannastaður, cnda ákjósan- legur sem slíkur, og kannski ekki síður að vetrarlagi þegar vel viðrar, og fjallahringui’inn sem myndar hina fallegu umgjörð um Höfn og næi’sveitir skartar sínu fegursta. í vesti’i blasir Öræfajök- ull við og þar fyrir austan renna ski’iðjöklar niður á milli fjalla- tindanna, en í austi’i eru það Al- mannaskarðið og Stokknesið, sem loka s.jóndeildarhringnum. 15 bátar gerðir út í vetur Fi’á Höfn era 15 bátar gei’öir út í vetur. og bættist Skinney — sá fimmti — í hópinn nú fyrir skemmstu. Bátai’nir eni Bergá, Sævaldur og Ljósá, sem Kristján Gústafsson á. Boi’gai’ey h.f. á vél- bátinn Hvanney og Skinney h.f. á Skinney og Steinunni. Óskar Valdimarsson og Ársæll Guðjóns- son ciga Gissur hvíta SF-1 og Gissur hvíta SF-55. Akurey á Haukur Runólfsson h.í., Esk- ey er eign sanxnefnds hluta- félags. Fálkanes er eign Bi’aga Eymundssonar og Húna II. á hluta félagið Einir. Hlutafélagið Jón Eiríksson á samnefndan bát. Ólaf Tryggvason á Tryggvi Sigui-jóns- son h.f. og Sigurfara á Sigui’ður Lárusson. Flestir þessara báta eru á bolfiskveiðum, en Skinney og Gissur hvíti SF-1 eru á loðnu. Höfnin er ekki nema fyrir vani sjómenn Sjómennirnir í Höfn þekkja höfnina oi’ðið veh en liún getur verió' varasöm fyrir að'komusjó- menn. Þess vegna fá flestir, ef ekki allir stæi’i’i fiskibátar, sem til Hafnar koma, hafnsögumann unx boi’ð þegar siglt er inn og út Hoi-nafjarðarósinn. Eymundur Sigurðsson er hafnsögumaður núna, og hefur verið fastráðinn sem slíkur í nálægt níu ár, en í 20 ár sagðist hann hafa verið við- loðandi starfið. Hann þekkir því orðið vel til allra aðstæðna í Hox-nafirðinum, cnda er það betra, þegar um er að_ ræða stór og di-ekkhlaðin skip. Á lóðsbátn- um er Garðar Sigurjónsson, og sögðu þeir félagar að starf þeirra hefði fæi’zt mjög í aukana með tilkomu stóru fiskibátanna. Rifið við innsiglinguna færist mjög til og frá og er ci’fitt fyrir nema þaulkunnuga að þekkja á það. M eru sti’aumar nxiklir stund urn þarna í ósnurn. Það er því beti’a að hafa kunnuga menn í brúnni þegar siglt er inn og út ósinn, en eftir að komið er inn á höfnina þui’fa sjómenn víst litl- ar áhyggjur að hafa af bátum sínum, því skjól er gott, þar sem hafaldan nær sér ekki upp. Kári Jónasson. VELJUM ÍSLENZKT <h> ISLENZKAN IÐNAB Nokkrir bátanna, sem ger«ir eru út frá hÖfn í vetur. ihártTnei Spennustillar 6, 12 og 24 volt V-bvzk aæðavara Vér bióðuni 6 mánaða ábyrgð 02 auk þess lægra verð H A B E R G H.F. Skeifunni 3 E Sími: 82415

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.