Tíminn - 04.03.1971, Síða 9
7ÍMMTUDAGUR 4. marz 1971 TIMINN 9
— Rwlirn —
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Jón Helgason. tndriSi G Þorsteinsson og
Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Rit-
stjómarskrifstofur i Edduhúsinu. símar 18300 - 18306 Skrif-
stofur Bamkastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasími:
19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Askrtftargjald kr 195.00
ð mánuSi innanlands. t lausasdlu kr 12,00 eint — Prentsm
Edda hf.
Nauðsynieg rannsókn
Það er hverjum manni brýn nauðsyn að stunda nokk-
urt framhaldsnám, eftir að skyldunámi er lokið. Hver sá
maður, sem hefur ekki aflað sér meiri menntunar en
þeirrar, er skyldunámið veitir, er að ýmsu leyti verr
settur en aðrir menn í nútíma þjóðfélagi, hvaða störf
sem hann tekur sér síðar fyrir hendur. Það er alkunn-
ugt, að skólum landsins eru takmörk sett, hversu mörg-
um nemendum þeir geta tekið við árlega. Mun það ekki
vera neitt einsdæmi, að skóli sé fullskipaður einu eða
tveimur árum fyrir fram. Þegar skóla berast fleiri um-
sóknir um skólavist en hann rúmar, er ekki annarra
Wosta völ en að synja þeim umsóknum. Hér er um rann-
sóknarefni að ræða, því að sé ástandið í þessum efnum
með þeim hætti, að æskufólk sé útilokað frá framhalds-
námi, er það með öllu óviðunandi.
í samræmi við þetta, hafa þeir Sigurvin Einarsson og
Einar Ágústsson flutt þingsályktunartillögu um að stjóm-
um sveitarfélaga verði falið að rannsaka, hverri í sínu
umdæmi, hversu margir nemendur, sem luku skyldu-
námi vorið 1970, héldu ekki námi áfram og af hvaða.
ástæðum. Niðurstöður þeirra rannsókna skulu lagðar
fyrir næsta Alþingi.
Flutningsmenn segja í greinargerð, að þeir hafi kynnt
sér, hversu margir nýir nemendur hefðu komið í héraðs-
skólana síðastliðið haust og hversu mörgum hefði orðið
að synja um skólavist. Fyrra atriðinu var að sjálfsögðu
auðsvarað, en hinu síðara var skólastjórum ekki auðvelt
að svara á fullnægjandi hátt. Fæstir þeirra höfðu skrá-
sett munnlegar umsóknir og fyrirspumir um skólavist,
eftir að skólinn var fullskipaður. Allir gerðu þeir þó áætl-
un um, hversu mörgum umsóknum þeir hefðu orðið að
synja. Niðurstöður úr þessari könnun í átta skólum eru
eftirfarandi:
Nemendur samtals í byrjun skólaárs 1970 995
Þar af nýir nemendur .......... 995
Áætlaður fjöldi umsókna, er varð að synja 370—400
Sé þessi áætlun um synjanir nærri sanni, kemur í
Ijós, að yfir 40% þeirra unglinga, er sóttu um skólavist,
komust ekki í þá skóla, er þeir sóttu um. Hvað varð um
þessa umsækjendur? Komust þeir í aðra skóla, eða eru
þeir án framhaldsnáms á yfirstandandi skólaári?
Efnahagur foreldra og annarra aðstandenda unglinga
kemur mjög við sögu, þegar um framhaldsmenntun
æskufólks er að ræða. Fjárskortur getur oft og hefur
oft orðið þess valdandi, að unglingar hafa farið á mis
við framhaldsnám. Er þar kominn annar alvarlegur
þröskuldur á vegi unglinga til framhaldsmenntunar. Svo
er um þetta atriði sem hið fyrra, að fullkomin óvissa rík-
ir um það, hversu víðtæk áhrif fjárskorturinn hefur í
þessum efnum. Þetta er önnur meginástæða þess, að
mikil þörf er umræddrar rannsóknar.
Vinnsla skeljasands
Vilhjálmur Hjálmarsson og Stefán Vaígeirsson hafa lagt
fram þingsályktunartill., þar sem lagt er til, að það sé
rannsakað, hvort hagkvæmt sé að vinna skeljasand til
kölkunar túna. í greinargerð benda þeir á, að víða sé
hér að finna mikinn skeljasand, t.d. við suðausturströnd-
ina, en mikilvægt sé að sjá ræktunarlöndum fyrir nægu
kalki. Eðlilegt sé því að láta rannsaka, hvort ekki megi
vinna skeljasand til að fullnægja þeirri þörf. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
280 milljðnir kjósenda greiða
atkvæði á 350000 kjörstöðum
(Jmfangsmestu kosningar, sem fram hafa farið í heiminum
Hinn 1. þ.m. hófust í Ind-
landi umfangsmestu þingkosn-
ingar, sem sögur fara af. Á
kjörskrá eru 280 millj. kjós-
enda og kjörstaSir eru
um 350 þúsund, því að ætlazt
er til, að enginn þurfi að
ganga meira en tvo km. á
kjörstað. Kosningum verður
ekki lokið fyrr en eftir 10
daga, því að þær fara fram á
mismunandi tíma í hinum
ýmsu fylkjum. Víðast standa
þær ekki yfir nema í einn dag,
en í nokkrum fylkjum í tvo
til þrjá daga. Talning hefst að
kvöldi hins 10. marz og er
reiknað með að henni verði
ekki lokið til fulls fyrr en eft-
ir fimm daga. Sennilega verð-
ur það þó komið í ljós áður,
hver úrslitin muni verða.
Það setur sinn svip á kosn-
ingarnar, að um 70% kjósenda
eru ólæs. Blögin hafa því miklu
niinna að segja en ella. Vegna
ósamkomulags milli flokkanna,
varð ekkert úr því, að þeir
fengju sérstakan tima í hinu
opinbera útvarpi. Flokkamir
• hafacþví orðið að treysta fyrst
og fremst á götuauglýsingar
og fundarhöld. Einkennis-
merkin, sem hinir einstöku
flokkar hafa valið sér, þykja
hafa mikið að segja. Kongress-
flokkurinn hafði sem flokks-
merki áður en hann klofnaði
tvo uxa, sem drógu eyki. Það
var úrskurður dómstóla eftir
að flokkurinn klofnaði, að hvor-
ugur nýju kongressflokkanna
mætti nota sér þetta merki.
Nýi Kongressflokkurinn, sem
styður Indiru Gandhi, tók sér
þá kú og kálf sem merki, en
gamli Kongressflokkurinn, sem
er undir forustu hinna eldri
fylgismanna Nehrus og Ma-
hatma Gandhis, tók sér spuna-
rokk Gandhis sem flokksmerki.
Flokkur Indiru þykir hafa
verið heppinn í vali, þar sem
kýr eru heilagar að dómi Ind-
verja, ekki þó sízt í sveitum,
en þar búa enn um 80% ind-
versku þjóðarinnar.
Jan Sangh-flokkurinn, sem
er flokkur þjóðernissinnaðra
Hindúa, hefur valið sér Ala-
dinslampann sem flokksmerki.
Swatantra-flokkurinn, sem er
flokkur kaupsýslumanna og
iðjuhölda, hefur stjörnu fyrir
flokksmerki. Kommúnistaflokk
arnir hafa hamar og sigð sem
flokksmerki, en í mismunandi
útgáfum.
AÐDRAGANDI þess, að
Indira Gandhi rauf þingið, þeg-
ar eitt ár var eftir af kjörtíma-
bilinu, hefur álður verið rakinn
hér í blaðinu, og verður því
ekki rifjaður upp nú. Staða
flokkanna í þinginu, þegar
gengið var til kosninga, var
sem hér segir: Nýi kongress-
flokkurinn (flokkur Indiru)
228 þingsæti. Gamli kongress-
flokkurinn 65 þingsæti. Swat-
antra 35 þingsæti, Jan Sangh
33 þingsæti, CPI, kommúnista-
flokkur, sem hallast að Rúss-
Merki Kongressflokksins nýja (Sjá greinina)
um 24 þingsæti, CPI (M),
kommúnistaflokkur, sem hall-
ast að Kínverjum, 19 þingsæti,
Samyukta-jafnaðarmenn 17 þing
sæti, Praja-jafnaðarmenn 15
þingsæti, aðrir flokkar og
flokksleysingjar 86 þingsæti.
Aðeins þeir átta flokkar, sem
eru sérstaklega tilgreindir hér
að framan, starfa sem lands-
málaflokkar. Aðrir flokkar
eru bundnir við viss fylki eða
þjóðernisbrot.
f kosningabaráttunni hafa
fjórir af landsmálaflokkunum
myndað kosningabandalag, sem
hefur það eitt markmið að
steypa Indiru úr stóli. Flokk-
ar þessir eru Swatantra. Jan
Sangh, Gamli kongressfl.
og Samyukta-jafnaðarmenn, en
þeir eru mun lengra til vinstri
en Praja-jafnaðarmenn. Þess-
ir flokkar eru ólíkir og and-
stæðir um flest annað en það,
að þeir eru á móti Indiru.
Helzta ádeiluefni þeirra er
það, að Indira stefni að
hreinu einræðisvaldi og auknu
samstarfi við Rússa, er muni
með tíð og tíma gera Indland
háð Sovétríkjunum. Það ýtir
undir þetta síðarnefnda, að
kommúnistaflokkur sá, sem
fylgir Rússum að málum, hef-
ur stutt Indiru á þingi síðan
Kongressflokkurinn klofnaði,
og í nokkrum kjördæmum, er
samstarf milli hans og flokks
hennar. Hins vegar berst sá
kommúnistaflokkurinn, sem
hallast að Kínverjum, hatram-
lega gegn Indiru.
Á SAMA hátt og áðumefnd-
ir flokkar beina spjótum sín-
um fyrst og fremst gegn
Indiru, leggur flokkur hennar
aðaláherzlu á, að framtíð Ind-
lands verði aðeins tryggð á
þann hátt, að hún fái nægi-
legt þingfylgi til að stjórna
áfram. Að öðrum kosti muni
skapast öngþveiti og glund-
roði, því að andstæðingar
hennar muni ekki geta komið
sér saman um að stjórna.
Indira Gandhi hefur beitt
sér meira í kosningahríðinni
en nokkur stjórnmálaleiðtogi
annar. Hún hefur ferðazt um
landið þvert og endilangt, oft-
ast í þyrlu, og haldið fundi
svo hundruðum skiptir. Venju-
legur starfsdagur hennar hef-
ur verið frá klukkan fimm að
morgni til miðnættis. Komið
hefur fyrir, að hún hafi haldið
40 ræður á dag. Ræður hennar
eru yfirleitt stuttar og aðalefni
þeirra er, að henni verði veitt
traust til að skapa nýtt Ind-
land, betra og réttlátara en
það, sem nú er. Höfuðáherzlu
hefur hún lagt á það að vinna
gegn fátækt og menntunar-
skorti. — Kjöirorð andstæðinga
minna, hefur hún sagt, — er a@
losna við Indiru. Kjörorð mitt
er að útrýma fátæktinni.
Erlendir blaðamenn, sem
hafa fylgzt með kosningabar-
áttunni, telja kosningastefnu
Indiru hvergi nærri greinilega
mai’kaða, þótt hún telji sig
fylgjandi vinstri stefnu. Þeir
Framhald á 14. sí&u.
ii I