Tíminn - 04.03.1971, Page 16

Tíminn - 04.03.1971, Page 16
Utflutmngsverðmætið ein millj. á starfsmann Rætt við RíkarS Jónsson, forstjóra Meitilsins í Þorlákshöfn Myndin er tekin á fundlnum í g«er. Baki í myndavélina snýr Bjarni Óskarsson Byggingarfuiltrúi vesturlands. Þá er til hægri: Marternn Björnsson, Bygglngarfulltrúi Suöurlands, Sigtryggur Stefánsson, Byggingarfulitrúi NorSurlands eystra, Óiafur Sigurösson, forstöðumaöur T eiknistofu landbúnaðarins, ingvar G. Jónsson Bygg- ingarfulltrúi Norðurlands vestra og Einar Stefánsson Byggingarfulltrúi Austurlands. (Tímamynd Róbert) BYGGINGAR- FULLTRÖAR KJÖRDÆM- ANNA Á FUNDI FB—Reykjavík, míðvikudag. Teiknistofa landbúnaðarins efndi til tveggja daga fundar með byggingafulltrúum kjördæmanna, og lauk fundinum í dag. Þarna var til umræðu m.a. samræming á störfum byggingafulltrúanna, að sögn Ólafs Sigurðssonar forstöðu- manns Teiknistofu landbúnaðar- Lánafyrirkomulag og uimsóknar- fyrirkomulag lána og bygigingar- leyfa var rætt á þessum fundi og komu þar fram eindregnar ósk ir um að llán yrðu veitt tvisvar á ári, ef lánaikerfið gæti staðið und- ir því. Einnig að æskilegt væri, að bændur sneru sér fyrr en þeir gera til byggingarfulltrúanna með beiðnir um staðsetningu bygginga og annars er þeir þurfa aðstoðar þeirra við. Teikin var til umræðu stærð starfssvæða byggingarfulltrúanna, starfsskipting þeirra og skipting millj ráðunauta og eftirlitsins á byggingum, rætt var um álags- kröfur votheysturna í framhaldi af þvi að fyrir nok'kru hrundi vot heysturn í Þingeyjarsýslu, svo nokkuö sé nefnt, af þeiim málum, sem þarna voru tekin fyrir. Loðnuaflinn enn að aukast íns. 00—Reykjavík, miðvikudag. Gott veður var á loðnumiðunum í dag og fengu margir bátanna ágæt an afla. Var fjöldi báta á leið til lands siðari hluta dags og í kvöld með á þriðja hundrað Iesta afla. I Vestmannaeyjum lögðu um 20 bátar upp loðnuafla, en þaæ eru nú allar þrær fiskvinnslustöðvanna orðnar fullar af loðnu og er farið að aka henni út í hraun og er loðn- an geymd þar og á túnum þar til hægt verður að bræða hana. Talið er að um sex þúsund lestir hafi borizt á land í dag, en afkastageta vinnslustöðvanna er 1900 lestir af loðnu á sólarhring. Auk þess sem landað var í Vest- mannaeyjum sigldi fjöldi loðnu- báta á aðrar hafnir með aflann, bæði á Austurlandi og Suðurlandi. Búnaðarþíng fjallar um stækkun Bændahallarinnar AK, Rvík, miðvikud., — Á fundi Búnaðarþings í dag voru lögó fram mörg ný mál. og ejtt mál var til fyrri umræðu, en eitt afgreitt. Var það tillaga sem mælti með erindi Björns S. Stefánssonar um athu-g- un á ákvarðanafyrirkomulagi, en það mál hafði hann áður sent Stétt arsambandi bænda, og það mælt með þessari athugun. Mál þau, seim lögð voru fram, var erindi stjórnar Bændahallar- innar um stækkun byggingarinn- ar. Þetta mál var flutt á Stéttar- sambandsþingí í haust og mælt með því. Erindið mun fram kom- ið í því skyni að stækka bygging- una svo, að hún geti oró'ið veru- Tillaga Framsóknarmanna í borgarstjórn: Er unnt að auka tengsl og samræma störf borg- arstofnana ? EJ—Reykjavík, miðvikudag. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á morgun, fimmtu dag, verður m.a. rætt um eft- irfarandj tillögu frá borgarfull trúum Framsóknarflokksins: „Borgarstjórn felur borgar- ráði að kanna, hvort unnt sé að auka tengsl borgarstofnana og samræma störf þeirra bet- ur, þegar um er að ræða verk- efni, sem snerta fleiri en eina stofnun. Jafnframt láti borgarráð fara fram athugun á því, hvort unnt sé að hafa nánari samvinnu við ríkisstofnanir þe-gar um skyld verkefni á vegum borgar- og ríkis er að ræða“. lega hagkvætmari í reikstri, einkum sem igistihús. Þá var lö-gð fram þingsályktun- artillaga varðandi álbræðsluna í Straumsvík, borin fram af stjórn félagsins. Lagt var fram erindi frá Birni Guðmundssyni og Birni Haraldssyni urn breytingu á girð- ingarlögum og erindj Búnaðarsam bands Eyjafjarðar um rannsókn -á útbreiðslu arfa .Einnig erindi Sigmundar Sigurðssonar um leið- beiningarstarfse-mi í svína- og alifuglarækt. Þá hefur mennta- málanefnd Alþingis sent Búnaðar þin-gi til álita frumvarp til laga um náttúruvernd. Gíslj Magnús- son hefur lagt fyrir Búnaðarþing erindi varðandi raforkuverð úl Áburðarverksmiðjunnar, og hann hefur ásamt fleiri einnig lagt fram erindi um niðurfellingu sðlu- skatts af búvöru. Til fyrrj umræó'u var í dag er- indi um fyrirkomulag afkvæma- rannsókna á nautum, og felur í sér, að fleiri aðilar en nú annist þessar rannsónkir. Var því máli vísað til annarrar umræðu. — Fundur verður á búnaðarþingi ár- degis á morgun, fimmtudag. FB-Reykjavík, miðvikudag. Um þessar mundir starfa um tvö liundruð manns hjá Meitlin- um í Þorlákshöfn. Þar af eru um 150 við vinnu í landi, en 45 manns á sjó. Skilaverð útflutningsfram- leiðslu fyrirtækisins á siðasta ári var um 150 milljónir króna, og á sama tíma greiddi Meitillinn vinnulaun fyrir vinnu, bæði á sjó og í landi, að uppliæð sam- tals um 50 milljónir króna. Fyrir- tækið rekur nú hraðfrystihús, salt fisk- og skreiðarverkun, lifrar- bræðslu og síldar- og fiskimjöls- verksmiðiu, auk þess sem það á fimm báta, og tveir bátar eru í smíðum fyrir Meitilinn hér innan lands. Eru það 100 tonna bátar, að sögn Ríkarðs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Meitilsins. — H.iá þessu fyrirtæki, eins og reyndar öllum öðrum í sjávar- útveginum, voru árin 1966—1968 mjög erfið, en síðan hafa árin 1969 og 1970 verið hagstæð, og hafa því að sjálfsögðu lagað mjög fjárhagsstöðu fyrirtækisins, sagði Ríkarður í viðtali við Tímann í dag. — Aðalmálið á dagskrá núna er að endurnýja og bæia bátakost inn. Meitillinn á eins ru "r fimm báta, 50 til 85 tonn að stærð, en á auk þess., smíðum tvo 100 tonna báta. Það. sem af er þessu ári hefur vertíðin verið nokkuð lakari en í fyrra, enda hefur tíð verið fremur hagstæð til þessa. Við erum í dag með 150 manns í vinnu í landi og 45 manns á sjó. Góð vinna hefur verið, þegar aflazt hefur. Við höfu-m mi'kið af aðkomufólki í vinnu hjá okkur. Við reynum að hafa það sem fæst, en láta það heldur vinna meira, þegar vinna er, Fólk þetta kemur að langmestu úr bremur sýslum Suðurlands, þ.e. Árnes-, Rangár- valla- og Vestur-Skaftafellssýslum. Margt af þessu fólki hefur verið hjá okkur á vertíðinni ár eftir ár. — Auk þess sem við tökum við aflanum af okkar eigin bátum, erum við með langtímasamninga við þrjá báta, sem gerðir eru út héðan. Einnig höfum við keypt afla af fleiri bátum, eftir því hvernig tækifæri hafa gefizt hverju sinni, og Síldarverksmiðj- an hefur keypt afla af töluverð- um fjölda báta. — Sannleikurinn er sá, að í þessum rekstri eru kannski mest ir erfiðleikarnir í því fólgnir, hvað vinnan verður árstíðabundin. Á vertíðarmánuðunum hefur orðið til um 75—80% af framleiðslunni. Á sumrin hefur aðallega verið um humarvinnslu að ræða, en þó hefur vinnsla á bolfiski farið vax andi. Haustin hafa aftur á móti verið ákaflega erfið. Þá er lítið um fisk, og erfitt að halda uppi atvinnu. í haust vorum við með rækiuvinnslu. Gerðum við út bát á rækju, en það gekk nú ekki eins vel og maður hafði ef til vill gert sér vonir um. Samt skapaði rækjan dálitla atvinnu. Svo hef- ur verið hér síldarsöltun á haust- in. en lítið verið um hana undan- farið eins og kunnugt er, vegna þess hve lítið hefur veiðzt. Mein- ingin með endurnýjun á báta- kostinum er, í og með, að skapa tneiri möguleika á fjölhreyttari atvinnu á þeim tíma árs, sem verstur hefur verið til þessa. — Nú er mikið rætt um fisk- vinnslustöðvarnar hér á landi og nýja reglugerð varðandi fisk- vinnslu í Bandaríkjunum, hvað getur þú sagt um Meitilinn í þvi sambandi? — Þessa stöð hérna er tiltölu- lega ný. Það liggur nokkuð ljóst fyrir, að hér þarf ekki neinar grundvallarbreytingar, og ekki nein stórátök. Hér er að vísu ýmsu ólokið, sérstaklega í frá- gangi utanhúss. En þegar er byrj að á þcim framkvæmdum. og við höfum ekki sérstakar áhyggjur út af þ\ú. að ekki takist að leysa þessi mál. — Er aðstaða í höfninni í Þor- lákshöfn nægilega góð? — Aðstaða hér gjörbreyttist þegar einum áfanga hafnarfram- kvæmdanna lauk árið 1968, en það er strax farið aó‘ sýna sig. að þessi hafnaraðstaða er allt of lítil. Veruleg ásókn báta er hér af Faxaflóasvæðinu, sem gjarnan vilja hafa hér fasta viðlegu yfir veturinn. Einnig hefur orðið aukning í útgerð héðan af staðn- um, og svo bætist við, að bæði 'Stokkseyrar- og Eyrbekkingar eru hér að verulegu leyti með upplag á afla sfnum. Það hefur sem sé sýnt sig, að þetta cr miklu meira en höfnin ræður við með góðu móti og með sama áframhaldi er mjög mikil nauðsyn, að höfnin verði bæði stækkuð og bætt i náinni framtíð. — Hvernig háttar vegamálum hjá ykkur? — Þau eru ökkur sífellt vanda- mál. Vegurinn hér upp sandinn og Ölfusvegurinn eru ákaflega lélegir. Umferð er mikil og óhemju flutningar um vegina, og eru þeir því yfirleitt í mjög lé legu ástandi. Fram kom á A1 þingi tillaga um að Grindavíkur vegur yrði lagður varanlegu slit lagi eða steyptur, og í framhaldi af því komu þingmennirnir Helgi Bergs og Ágúst Þorvaldsson með viðaukatillögu þess efnis, að Þor- Framhald á 14. síöu. Sunnuklúbburinn, Sauðárkróki Fundur verður á sunnudaginn 7. marz kl. 9 i Framsóknarhúsinu. — Bingó, — upplestur, — kaffi- veitingar. Nefndin. Keflvíkingar, Suðurnesjabúar Bjöi-k, félag framsóknarkvenna í Keflavík, heldur framsóknar- vist í Aðalveri, sunnudaginn 7. marz, og hefst ^istin kl. 21,00. Húsið verður opnað kl. 20,30. Þetta verður ann að spilakvöldið í þriggja kvölda keppninni. — Björn Sveinbjörnsson flytur ávarp í kaffihléi. — Stjórnandi verður Baldur Ilólmgeirsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.