Tíminn - 05.03.1971, Page 1

Tíminn - 05.03.1971, Page 1
Indíánahöfðinginn, sem er orðinn frægur á hvíta tjaldinu á elliárum sínum Dan George er ekki aðeins leikari, heldur er liann einnig raunverulegur Indíánahöfðingi. Hann er 71 árs gaimall og hefur unnið verðlaun sem bezti auka leikari ársins 1970. Þar að auki hefur hann hlotið viðurkenn- ingu samtaka kvikmyndagagn- rýnenda í Bandaríkjunum og einnig félags kvikmvndagagn- rýnenda í New York. Þar til fyrir tólf árum var George Indíánahöfðingi liafnar verkamaður í Vancouver. Hann hefur verið kjörinn heiðurs- Indíánahöfðingi hiá að minnsta kosti tveimur Indíána-ættflokk um. Indíánamállýzkan, sem hann talar nefnist Squam, en móðir hans var af þeim ætt- flokki. Kona Dan Georges Indí ánahöfðingja heitir Amy, og þau eiga 6 börn, 36 barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Það er þjóðsögu líkast, hvernig George varð leikari. Elzti sonur Dan Georges vann sem leikari í framhalds- myndaflokki hjá CBS. Hvítur maður fór með hlutverk Indí- ánahöfðingjans í myndaflokkn um, og dag nokkurn varð hann veikur. Útvega þurfti mann fyrir hann þegar í stað, og leikstjórinn spurði Robert, son Indíánahöfðingjans, hvort hann þekkti nokkurn, sem gæti tek- ið að sér hlutverk höfðingjans í myndinni. — Viltu ekki reyna raunveru legan Indíánahöfðingja? spurði Robert leikstjórann. — Veiztu hvar ég get náð í einn slíkan fyrirvaralaust? — Það vill svo til, að ég hef einn heima hjá mér, svar- aði Robert. Þar með hófst leiklistarferill höfðingjans, og ekki leið á löngu, þar til öll fjölskyldan var komin í leiklistina. Þegar lítið er að gera, og enga vinnu að fá, setja höfðing inn og fjölskylda hans á svið skcmmtiþætti, sem fjalla um Indíána, siði þeirra og venjur og framlag til þjóðfélagsinc. Fjölskyldan sýnir þessa þætti sína hvar sem fólk vill sjá þá, og hjá þessum leikurum, eins og mörgum öðrum, kemur oft fyrir, að lítið er um hlutverk, svo þau hafa nægan tíma til þess að helga sig sínum eigin viðfangsefnum. Svo kom að því, að George fékk hlutverk í kvikmyndinni Smith, þar sem hann lék á móti hinum þekkta leikara Glenn Ford. Eftir að sýningar hófust á Smith sá leikstjórinn Athur Penn mynd af George höfðingja í forsal einhvers kvikmyndahúss, brá sér inn og horfði á myndina með honum. Eftir að hafa horft á myndina til enda, brá hann sér til Georges og réði hann til þess að leika höfðingjann í kvik- myndinni Little Big Man. Höfð inginn átti að vera af Cheyenne ættflokknum og um þetta segir George: Framhald á bls. 18. Kaupir Kína 120 bandarískar þotur Kínverjar eru nú að gera milljóna dollara samning um kaup á 120 bandari'skum þotum til áætlunarflugs, að því er tvær bandarískar sjónvarpsstöðvar, CBS og ABC segja. — CBS hefur eftir heimildum í Washington, að ólíklegt sé, að samningurinn verði að veruleika. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Ronald Ziegler, vildi ekkert um málið segja. ABC segir, að Pekingstjórnin sé í samningaviðræðum við flug- vélamiðlunarfyrirtækið J. Ryan & Son í New York. Ryan sagði, að „einhverjar um- ræður“ hefðu verið í gangi og aðallega um flugvélar af gerðun- um Boeing 707 og DC-8. Talsmenn umræddra flugvélaverksmiðja, segjast hins vegar ekki vita til þess, að til standi, að selja Kín- verjum nokkrar flugvélar af þess um gerðum. Þá er haft eftir Ryan, að Kín- verjar hafi í hyggju, að koma á áætlunarferðum til Austur- Evrópu, yfir Asíu. Þeir hafi und- anfarið verið að ræða við Pakist- ana um að fá að fljúga yfir land þeirra og Tyrkland til Belgrad. Kínverjar hafi engin ráð til að ná sambandi við umheiminn, án þess að eiga flugfélag sjálfir. Bandarísk lög banna sölu her- flugvéla til Kína, en Ryan sagði, að ekkert væri því til fyrirstöðti samkvæmt lögum, að Kínverjar keyptu bandarískar flugvélar til áætlunarflugs — jafnvel þótt þær yrðu notaðar til flutnings her- deilda. ABC sagði, að ef þessi samn- ingur yrði gerður, fælist í hon- um þjálfun að minnsta kosti 10 þúsund kínverskra flugmanna og flugvirkja. — SB K0NUR FA EKKIAÐ KJOSA I LIECHTENSTEIN-RÍKI Fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu að veita konum kosningarétt Karlmenn í Liechtenstéin, tæplega 4000 að tölu, ákváðu fyrir skömmu, að ríkið skyldi framvegis vcra hið eina í Evrópu, þar sem konur hafa ekki kosningarétt. Kosið var um málið og voru 1817 karl- menn með, en 1897 á móti kosningarétti kvenna. Aðeins fjögur Ai’abaríki Jórdanía, Saudi Arabía, Kuwait og Yemen, leyfa enn ekki kon um að kjósa. Við þessi málalok í Liechten stein vildu konur þar ckki una og fóru í miklar mótmælagöng ur á götum Vaduz. Þær báru spjöld með áletrunum eins og: „Við skömmumst okkar fyrir Liechtenstein“, „Hvað er orðið af karlmennskunni", „Vinnið skítverkin sjálfir“ og því um líkt. Fyrir um það bil mánuði greiddu karlmenn í nágranna- ríkinu Sviss atkvæði um hvort vcita skyldi konum kosninga- rétt og var meirihlutinn með því. Þetta var í fyrsta skipti síðan Liechtenstein var stofn- áð, að kosið hefur verið um kosningarétt kvenna. Ríkið er aðeins 62 fcrmílur og liggur milli landamæra Sviss og Austurríkis. Karl Heinz Ritter, forseti þingsins í Liechtenstein, sagði um úrslit kosninganna, að þetta væri leiðinlegt, en ekki bæri að líta á það sem örlaga ríkt, því ekkert myndi breyt- ast í stjórn landsins, þótt kon- ur fengju að kjósa. En hann bætti við, að þetta væri mikið ranglæti gagnvart kvenþjóð- inni. 18 ára karlmenn hafa kosn- ingarétt í Liechtenstein. f rík- inu eru þrír stjórnmálaflokkar og hefur hver sitt málgagn. Enginn flokkanna er þess sér- staklega fylgjandi, að konur fái að kjósa og merkur stjórn- málamaður lét nýlega hafa eft ir sér, að úrslit þessara kosn- inga gætu aukið ferðamanna. strauminn til landsins, því nú væri ríkið frábrugðið öðrum í Evrópu og ferðafólk vildi gjarnan sjá það, sem væri „öðruvísi". — SB Heimtar rannsókn é Alrskislögreglunni Oldungardeildarþingniaðurinn Ge orge McGovern birti nýlega bréf frá tíu starfsmönnuin Alríkislög- reglunnar (FBI), j. ,.r sem þeir skýra svo frá, að starfsemi stofn- unarinnar sé ekki jafn virk og öflug og áður var og kenna því um að alltof mikill starfstími og vinnuafl fari í að sýna og sanna livílíkt ofurmenni yfirmaður henn ar, J. Edgar Hoover, er, og sé passað upp á að hvergi falli hlett ur né lirukka á þann orðstír, sem Iloover hefur sem yfirmaður þess arar öflugu stofnunar. Segir í bréfinu að þetta gangi svo langt að breyta verði opin- berum skýrslum, til að koma í veg fyrir að sannist að Hoover sé ekki slíkt ofurmenni í baráttunnj gegn glæpum og látið er í veðri vaka, og að stungið sé undir stól gögn- um, sem sannað geti hið gagn- stæða. Bréfritararnir segja að Al- ríkislögreglan geti orðið miklu ófl ugri stofnun í baráttunni vi'ö' glæpi sé það gert sem gera þarf, og að starfsemi stofnunarinnar beindist ekki nær eingöngu að því að fegra orðstír yfirmannsins, sem á sínum tíma mótaði FBI og hef- ur stjórnað frá byrjun. McGovern ræddj þetta mál í Öldungardeildinni og sagði að bréf ið frá þessum tíu starfsmönnum væri aðeins ein viðbótarsönnun þess, að sett verði á laggirnar þingnefnd til að rannsaka aðfcröir Hoovers og starfseimi Alríkislög- reglunnar, og ofsóknir gegn þeim starfsmönnum sem leyfa sér að gagnrýna yfirmennina og ákvai’ð- anir þeirra og skýrslufölsun. McGovern nefndi sem dæmi, að fyrir nokkrum vikum hafi einn af starfsmönnum Alríkislögreglunnar, John F. Shaw, tekið þátt í nám- skeiði við laigaskóla í New York. Þar tók hann upp hanzkann fyrir Hoover og varði gerðir hans í bréfi sem hann ritaði prófessorn- um, sem gagnrýndi Alríkislögregl una, en viðurkenndi í bréfinu til prófessorsins að nokkuð af áaök- unum hans væru réttmætar. Hann skrifaði bréfið ó skrifstofu Alríkislögreglunnar. Komst það í hendur Hoovers. Shaw var skipaö' að taka að sér starf í Montana- Framhald á bls. 18.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.