Tíminn - 05.03.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.03.1971, Blaðsíða 6
18 TIMINN FÖSTUDAGUR 5. marz 1971 Fí tekur aðra þotu í notkun ftO—Reykjavik, miðvikutlag. Flugfélag íslands mun að öllum líkindum taka aðra Boeing 727 þotu í notkun um miðjan maímán- uð. Ekki er um að ræða kaup á þotunni heldur verður hún tekin á leigu, en með forkaupsrétti og gengur leigan þá upp í kaupverð- ið. Örn Johnsen, forstjóri Flugfé- lagsins, er nýkominn heim frá Bandaríkjunum en þar hefur hann kynnt sér með hvaða kjörum er hægt að fá þotur sem þessar núna. Undanfarið hafa fjórar áhafnir frá Fl verið í þjálfun hjá Boeingverk- smiðjunutn í Seattle. Alríkislögregla Framhald af bls. 13 fylki, en hann neitaði, þar sem hér var um nokkurs konar út- legð að ræða. Shaw var sagt upp starfi, og tilkynnt að hann myndi ekki fá annað starf á vegum Sam- bandsþingsins. f bréfi tólfmenninganna til Mc- Govern, var sagt að þetta væri ekki óvenjulegt. þegar starfsmenn Alríkislögreglunnar féllu ekki í kramið hjá Hoover. Þeir, sem rituðu bréfið, báðu öldungardeildarþingmanninn, að láta ekki frumeintakið af hendi undir nokkrum kringumstæðum, þvl að þá væri auðvelt að finna út hverjir standa að því, og mundu þeir áreiðanlega verða fyrir of- sóknum af hendi Hoovers. McGovern lét gera eftirrit af bréfinu og drcifði til blaða, og hefur það að vonum vakið mikla athygli. Bandaríkjamönnum þykir að vonum nóg um allan þann glæpafaraldur, sem gengið hefur yfir á undanfömum órum, en að hann skuli vera jafnvel enn meiri en opinberar skýrslur segja til um tekur út yfir allan þjófabálk, og að þær skuli verða lagfærðar til að ekki falli blettur á nafn Hoo-vers er einum of mik | ið af svo góðu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem! Hoover er gagnrýndur í Banda- ríkjkunum, en opinberir aðilar hafa aldrei þorað að hreyfa við gamla manninum, það er ekki fyrr en nú að mikilsvirtur stjórnmála- maður leggur til að þingið taki að sér rannsókn á Alríkislögreglunni, sem til þessa hefur verið algjör- lega friðhelg. Indíánahöfðinginn Framhaid af bls 13 — Mér hefur faliið mjög vel að leika þennan Cheyenne-höfð ingja. Þessi Indíánaættflokkur hefur af sumum verið nefndur „mannlegur", af því að þessir Indíánar hafa verið friðsamari en margir aðrir. Fólki hættir til að álíta, að Indíánar séu allir miklir stríðsmenn, en svo er alls ekki. — Yngsti sonur minn var með mér, þegar ég fór til þess að leika í kvikmyndinni, og hann fékk vinnu og var látinn leika leiðsögumann. Mér fell- ur ekki að vera einn á ferð. Ég hef alltaf verið hjá fjöl- skyldu minni, og hvenær svo sem ég fer eitthvað í ferðalag hef ég eitthvað barna minna eða barnabarna með mér. Fjöl skyldan hefur mikla þýðingu fyrir mig. Hvíta fólkið virðist vera atl glata öllu sem heitir fjölskyldubönd. Það verður allt af svo hrifið, þegar það sér fjölskyldu mína, og finnst hún svo samrýnd og elskuleg. í raun og sanni er George Indíánahöfðingi alls ekki leik- ari, heldur leikur hann af stjórnmálalegum hvötum. — Það sem ég vil í raun og veru er að fá tækifæri til þess að tala fyrir málstað Indí ánanna í Kanada. Þeir verða að fá jafnrétti á við aðra íbúa landsins. Fólk fer með okkur eins og við getum ekki sagt skoðun okkar á nokkrum hlut, eða hugsað sjálfstætt. Því er ég að þessu, kominn á fullorðins- ár. Ég vil, að fólkið mitt hljóti einhverja menntun. Við vild- um að minnsta kosti fá Indí- ána formælanda Indíánanna, en ekki hvítan mann, eins og nú er. Skoðun min er sú, að einhvern tíma komi líka að því. Þó getur vel verið, að ég eigi ekki eftir að lifa þann dag, sem það gerist, en þá verður einhvern tíma. — Stærsta takmark mitt er Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig á sex- tugsafmæli mínu 28. febrúar s.l. með héimsóknum, gjÖf- um og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Oddný Methúsalemsdóttir. Maðurinn minn og faðir okkar Kristmundur Jóhannsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, laugardaginn 6. marz, klukkan 10,30. Aðalbjörg Þorsteinsdóttir Gunnþóra S. Kristmundsdóttir Guðný J. Kristmundsdóttir Þökkum öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hjálp við frá- fall og jarðarför Reynis Þórarinssonar frá Mjósyndi. Ingunn Hróbjartsdóttir og börn. að allur aðskiinaður hverfi úr sögunni. Nú hafa forráðamenn irnir lokað heimavistarskólan- um okkar, og þcss í stað sækja skólabílar börnin rkkar og flytja þau í blandaða skóla. í upphafi var þetta erfitt fyrir börnin okkar, því ekki var farið vel með þau sum hver. Nú geta þau hins vegar sótt háskóla, iðnskóla og hvaða skóla sem er, því þau liafa vanizt þvf að vera úti á meðal fólks. — Samruni kynþáttanna verður að virka í báðar áttir. Þegar saman kemur það bezta úr menningu hvíta mannsins og það bezta frá Indíánanum verður það þjóð okkar til mik- ils framdráttar. í upphafi var ég andvígur þessari samein- ingu, vegna þcss að börnin voru hrædd, en þegar ég fór að hugsa alvarlega um málið, varð ég því mjög svo fylgjandi. Þetta verður okkur öllum til góðs. — FB Loðna Fran.hald af bls. 20. bátar lönduðu þar í dag. Lítið þróarrými er nú eftir í Höfn, en fer að iagast eftir tvo sólarhringa, ef ekki bætist þeim mun meira við. Fiskimjölsverksmiðjan í Höfn hefur nú tekið við tæpum 6 þús. lestum síðan loðnuvertíóin hófst. Grindvíkingur iandaði í dag 350 lestum í Grindavík, Þorkell Magn ússon 230 lestum, Ilafrún 230 lest um, Hörður 200 lestum, Ólafur Sigurðsson 230 lestum og Þor- steinn 230 lestum. Ekki var von á flciri bátum til Grindavíikur í kvöld. Bátarnir fóru strax út aft ur eftir löndun og héldu til móts við loðnugönguna. Mest af því sem landað er í Grindavík fer í bræðslu þar. Búizt er við að þrærn ar þar fyllist á morgun. og verð- ur þá hætt að taka á möti í bili. í morgun var ekki nema nokk- urra mínútna sigling á loðnumið- in frá Vestmannaeyjum, en gang- an gekk hratt vestur á bóginn. Þegar leio' að kvöldi var orðin um fjögurra tíma sigling á loðnumið in frá Eyjum. í morgun kom Ilaraldur til Akra ness með 170 lestir og Höfrung- ur III. með 350 lestir í kvöld. 300 lestum var í dag landað í Sandgerði úr Jóni Garðari, og Eldey landaði fullfermi í Kefla- vík. Samræming Framhald af bls. 20. útboð að ræða á vegum Innkaupa stofnunarinnar, þegar um viðhalds vinnu væri að ræða, þegar því yrði við komið. Að minnsta kosti að ekki yrði unnið, nema eftir uppmælingu eða miklu auknara eftirliti. En eins og málin stæðu í dag, væri langalgengast, að iðn- meistarar ynnu verkin fyrir borg ina eftir reikningi, án þess, að með því væri fylgzt, hvort allt efni, sem þeir keyptu eða útveg- uðu sér sjálfir, væri notað, eða hvort þeir menn, sem gefið væri upp að hefðu unnið við tiltekið verk, hefðu yfirleitt unnið nokkuð við þau. Hér þyrfti að koma til meiri samræming og aukin tcngsl milli Innkaupastofnunarinnar og birgða stöðvar áhaldahússins. Enn frem- ur væri fyllsta ástæða til að kanna ítarlega, hvort Innkaupa- stofnunin gæti ekki haft hönd í bagga mcð innkaupum einstakra borgarstofnana, fleiri en þeirra, sem áhaldahúsið hefði með að gera. Nokkrar umræður spunnust eftir framsöguræðu Alfreðs Þor- steinssonar, og verður frá þeim , greint í blaðinu á morgun. ©fenrofl Gettu 12 Ég hef fjóra fætur, sem ég nota aðeins til að standa á. Ég hef fiður, en er samt ekki fugl. Ég get borið mann, en verð samt aldrei þreytt? Ráðning á síðustu gátu: Kirsuber. B || Veljið fermingarúrin tímanlega. Mikið úrval af herra og dömu-úrum, ásamt úrvali af skartgripum til fermingargjafa. Úra- og skartgripaverzlun MAGNÚS ÁSMUNDSSON Ingólfsstræti 3 Sími 17884 Fiskvinnslustöðvar Framhald af bls. 20. meðferð á alls kyns fiskafurðum, og verða þær gefnar út í bækl- ingsformi og sendar viðkomandi aðilum. Þá eru í fréttabréfinu ýmsar tölur um fiskvinnslustöðvar og útflutning fiskafurða. Þar kemur til dæmis fram að á síðasta ári voru starfrækt liér á landi 94 hraðfrystihús, en voru 90 árið áður. Rækjuvinnslustöðvar voru 40, en 16 árið 1969. Hörpudisks- vinnslustöðvar voru á s.l. ári 17 talsins, á móti 2 árið á undan. Saltfislrframleiðendur voru 229 árið 1970, en 215 árið áður. Og jafnvel skreiðarframleiðendum fjölgaði og voru 158 á s.l. ári, en 145 árið 1969. Á s.l. ári voru flutt út af heil- frystum fiski og flökum 92,311 tonn. Af frystum humar, voru flutt út 999 tonn, af hrognum 2,922 tonn, af frystri síld 5 tonn, og er það eina fisktegundin, sem útflutningur var minni á árið 1970 en áður. Af frystri loðnu voru flutt út 1.019 tonn og af rækju 768 tonn. Af saltfiski voru flutt út sam- tals 29.062 tonn og af skreið 3.785 tonn. Úlflutningsfanmar matsskyldra fiskafurða voru á síðasta ári alls 323. Skiptast þeir þannig: Út voru fluttar frystar afurðir með 110 skipsförmum, 85 skipsfarmar af saltfiski og 54 af skreið. Af ís- vörðum fiski og rækju voru flutt ir út 74 flugfarmar. Hefur orðið mikil aukning á fiskflutningi í lofti, því árið áður voru fluttir lit 45 flugfarmar og árið 1968 2 flugfarmar. Heildarkostnaður við Fiskmat ríkisins og ferskfiskeftirlit árið 1970 nam rúmlega 22 millj. kr. )J þjóðleIkhijsid ÉG VIL — ÉG VIL sýning í kvöld kl. 20. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS sýning laugardag kl. 15. Uppselt SÓLNESS BYGGINGAMEISTARI sýning laugardagskvöld kl. 20- Næst síðasta sinn. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS sýning sunnudag kl. 15. FÁST sýning sunnudag M. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20. Sími 1-1200. Kristnihald í kvöld. Uppselt. Jörundur laugardag. Hitabylgja sunnudag. Kristnihald þriðjudag. Jörundur miðvikud. 86. sýning. Aðgöngumiðasalan I Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. Skák föstudag Hvítur mátar I tveimur leikjum. Skákþraut þessi er eftir Tékk- ann Zdenek Masek og lausnarleik- urinn er 1. He3! — Dxg4/Rxg4 þá 2. Df6/Hf3 mát. RIDG Suður spilaði 4 Sp. á eftirfarandi spil í sveitakeppni á Englandi ný- lega. A 9532 V G7 52 4 Á4 * KD 4 A KG106 A D V 10984 V KD63 4 G972 ( 4 D10 8 3 4 6 * 8753 4 Á 8 7 4 V Á 4 K 6 5 4 ÁG1092 V spilaði út Hj-10, S tók á Ás og spilaði strax litlum Sp. A fékk á D og lét Hj-D, sem S trompaði, og tók á Sp-Ás. Þegar V sýndi eyðu spilaði S L á D og trompaði aftur Hj. og spilaði síðan L. V tromp- aði og A fékk síðan á Hj-K og V slag á tromp og sögnin tapaðist. 5 var óheppinn með skiptinguna, en óafsakanlegt er þó að tapa slíku spili í sveitakeppni. Aleð slíkri trompskiptingu og hjá N og S er oftast rétt að gefa fyrsta tromp- slaginn, en ekki, þegar 100% öruggt er að vinna spilið gegn allri trompskiptingu mótherjanna nema 5—0. Sagnhafi leggur einfaldlega niður Sp-Ás i öðrum slag og spilar síðan L. Á þvi gæti auðvitað tap- azt yfirslagur, en tryggir sögnina, sem er jú fyrsta skilyrðið í sveita- keppni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.