Tíminn - 05.03.1971, Page 3

Tíminn - 05.03.1971, Page 3
FÖSTUDAGUR &. man 1971 TIMINN i. Árið 1970 er liðið í aldanna skaut. Það mun þó lengi verða letrað — með stórum stöfum á minningaspjöld kynslóð- anna. Á því ári voru reistir margir vitar, sem eiga að vara við alvarlegum hættum. Þeir varpa ljósi á staðreyndir, sem hugsandi menn um heim allan — virðast hafa veitt meiri eftirtekt og gefið sér betri tíma til að átta sig á, en nokikru sinni áður. Þessir sömu vitar varpa einnig bliki sínu á þau geigvænlegu ský, sem nú hranna loftið, og hafa skapazt af tillitsleysi okkar mannanna, gagnvart móður náttúru, og ógnt. nú öllu lífi, með eldi og eitri. Þegar svo 'kom að því. að við skynjuíAim hve hættan er orðin geigvæn- leg, fyrir eigin tilveru, er ekki að undra þótt óttinn grípi okk ur, og við reynum að samein- ast til varnar, í von um. að betur fari nú en horfir. Á árinu, sem kvaddi, má því segja, að óttinn við þann veru leiika, sem nú rís rétt við nef- ið á okkur, hafi valdið hugar- farsbreytingu, hjá öllum hugs- andi mönnum, og alveg sér staklega hjá obkur íslending- um, sem í verki gætu orðið öðrum tii íyrinmyndar. Aldrei hefur sú löngum komið eins glöggt í Ijós hjá þjóðinni í heild — að gera nú samein- að átök til að vemda þau auð æfi móður náttúra sem okk- ur, er þetta land byggjum, eru frumskílyrði til að lif obkar verði til unaðar og þrosba, en ekki beinlínis til angistar og kvala. Fyxstu skilyrðin tii þess. er að við höldum vörð um hreint loft, og vatn og sýnum full- komna tillitssemi við allt líf, sem hrærist bæði á landi og í sjónum umhverfis það. En — tillitsleysi feðra vorra við land Ið — og þá fyrst og fremst gróður þess — hefur af mörg- um, orðhvötum mönnum, feng ið svo óvægilega dóma, að nærri stappar níðingshætti. Það virðist þó liggja beinna við, að athuga gaumgæfilega, hvað menn á öllum tímum — hafa orðið að gera, þegar tefla varð um lífið eða dauðann. En það urðu feður vorir vissulega að gera. Það lægi okkur áreið- anlega nær, að lofsyngja þá, fyrir að bera sigur af hólmi, í því helstríði. Það er víst ekki ofmælt, að skilningur og misk unnsemi eiga oft í vök að verj- ast. n. Einn af félögum okkar og vinum, frá því að land byggo- ist, er rjúpan. Ég hef beðið eftir því, að einhverjir á síð- astliðnu náttúruverndarári, létu orð falla til vamar henni. Því miður hef ég ekki orðiö þess var, nema á einum stað. Þar kveður sér hljóðs bóndi í næstu sveit: Þórarinn Haralds- son í Laufási í Kelduhverfi. Það leynir sér ekki samúð hans með henni, þar sem hann spjallar við Gísla Kristj- ánsson, ritstjóra, en þaS var birt i Frey, bls. 277, árið 1970. Mér finnst því vel við eiga, að annar bóndi sendi henni hlýjar kveðjur, einmitt á þessu fyrsta ári, áttunda tugs tuttug- ustu aldarinnar. Hún á það áreiðanlega skilið. í þúsundir ára átti hún hér heima. áður en nokkur mannsfótur mark- aði spor í íslenzkan snjó. Og hún hefur satt margan svang- an magann, á heljargöngu þjóSúrinnar, þegar sulturinn gekk berserksgang um mestap hluta landsins. Þrátt fyrir aílt hefur hún haldið velli. þar "gl nú á síðustu áratugum, að ný tækni, með allsnægir á aðra hlið, en tillitsleysi á hina, hóf innreið sína, við yzta haf. 15 Er hún ekki miskunnarverð? við það, sem hún var oft á&- ur. Af fyrrnefndum ástæðum virðist það ekki þurfa að verða að deiluefni, að t.d. á þessu ári, vercá styttur ófriðunar- tími hennar um hálfan mánuð. Hann yrði þá frá 1. nóv. til 22. des. Sú skoðun, eða öllu heldur trú, sem stundum hef- ur skotið upp kollinum, að það hafi engin veruleg áhrif á stofn rjúpunnar. þótt hún sé skotin, hygg ég að hafi nú gefið upp andann. Hitt er staö reynd, að móðir náttúra virð- ist hafa það til, að sýna henni meira miskunnarleysi en flest- um börnum sínum. Því fremur ættum við að fylgjast betur með henni og fremur draga úr en auka á þá örlagaþrungnu lífsbaráttu hennar, hverju sinni. Þaó' sorglega er, að enn höf um við þar sýrit í verki, að það er sitthvað að tala fagurt og hitt að breyta eftir því. Sú manntegund, sem lýst er í ,,Óhræsið“ hans Jónasar, hefur þó löngum fengið harða dóma. Þar var þaS þó sulturinn, sem sigraði. Svo voldugur getur hann verið, að jafnvel ástin verður að láta í minni pok- ann. Það sýndi Jóhann Sigur- jónsson bezt í listaverkinu um Höllu og Eyvind. Og nú vil ég að lokum spyrja: Er það ekki langtum verra — á tímum allsnægtanna — að beita vitsmælingjann slíkri hörku og viS gerðum. síðustu tvö árin, en þegar „gæða kon- an góða“ greip hana fegins hendi? Við skulum óska og vona — á þessum nýbyrjaða áratug — að það komi ekki fyrir aftur. Nýársdag 1971. Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. ra. Undanfarin ár hafa farið fram nákvæmari athuganir um lifnaSarhætti rjúpunnar, en nokkru sinni fyrr. Dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðing- ur. hefur verið þar forystumað ur. Sá, er bezt hefur aðstoðað hann við þessar rannsó'knir, er dýrafræðingurinn Arnþór GarSlarsson, sem nú er að semja doktorsritgerð um rjúp- una. Óhætt mun að fullyrða, að Arnþór hefur nú, mest allra íslendinga, kynnt sér lifnaðar- hætti rjúpunnar og fæðuval, allt árið. Verður fróðlegt að kynna sér niðurstöður þessara rannsókna, þegar þeim er lok- ið. Forvitnilegast af öllu, verð ur þó að vita, hvort þær athug anir hafa fundið áður óþekkt- ar leiðir, sem leitt gætu til lausnar gátunni miklu, um hin ar reglubundnu stofnsveiflur hennar. Hér í Þingeyjarsýslum hef- ur verið fylgzt vel meS rjúp- unum síðustu fimmtíu árin. Á þeim árum hefur stofninn allt af verið vaxandi fyrstu ár hvers tugar og náð hámarki á sjötta til áttunda ári hans. Síð ustu ár hvers tugar, frá sjö til tíu, hefur stofninn aftur á móti verið í lágmarki, þó breytilegt, þannig að færzt hefur til aftur og fram um eitt til tvö ár. Þetta er staðreynd, sem ekki þarf neina spámennsku til að segja fyrir. Árið 1969 virtist rjúpan vera í lagmarki. hér í Þingeyjar- sýslum, þegar miðað er við hana á varpstöðvum. En þær sýslur hafa verið — og munu ver'ða — vagga rjúpunnar hér á landi. í tveim sveitum — Kelduhverfi og ÖxarfirSI, voru þá skotnar hátt á annað þús- und rjúpur, en síðastliðið ár aftur á móti ekki nema örfá hundruð, á sama svæði. Þá varð tíðarfarið hér til aS bjarga mörgum rjúpum af þess um fáliðaða stofni, sem var dreifður um heiðar og fjöll, en hraktist undan ofríki vetr- ar i skógana, um miðjan nóv. s.l. Þeir verða rjúpunum ávallt bezta vörnin gegn ofsókn manna og óblíöu náttúrunnar. Sá tími, sem skjóta má rjúp qi’ hefur verið óbreyttur í mörg ár. Á sama tíma og stofn rjúpunnar er liðfæstur. hefur verið háð óverjandi kapphlaup um að s kjóta hana. Ástæður aoallega tvær: í fyrsta lagi löngunin til að BING VELADEILD svala eigin veiðiþrá, í öðru lagi það óhófsverð, sem í hana er boðið. Hættulegustu dagarn ir fyrir rjúpuna, er því fyrsti hálfur mánuður veiðitímans ár hvert, e6h frá 15. okt. til mán áðamóta. Þá er oft auð jörð langt til fjalla, svo að jeppar komast — nú orðið — í ná- grenni við þær, þar sem þær hafast oft við á örlitlum stöð- um, þótt ekki sjáist rjúpa á stórum svæöum. Þegar vor hafa verið köld og ungar því seint á ferð er það algengt, að mæðurnar eru enn með hóp . inn sinn fram j októberlok og jafnvel lengur. Vanir veiði- menn vita ósköp vel, að nái þeir rjúpunni, sem virðist halda vör& — en það er þá oftast móðirin, er auðvelt að skjóta allan hópinn. Þá er það einnig staðreynd, að rjúpur komast ekki í góð hold, fyrr en nokkru eftir að þær eru komnar í fullan vetrarbúning. Hver, sem horft hefur á fót- hvatar skyttur þreyta kapp- hlaup við a&' 'komast að þess- um þöglu vitsmælingjum, s.l. tvö haust, þar sem þær hjúfra sig í urðum, gjám eða forsælu megin í auðum fjallaskörðum, mundi næstum geta trúað þvi, að þar hlyti sulturinn að reka á eftir. Ótalið er þó enn þaö tillitsleysi, sem nú skal greina gagnvart rjúpunni. Þótt sikot- in séu dýr, er það freistandi fyrir kappsfulla veiðimenn, í í svona kringumstæðum, að skjóta á löngum færum, t.d. á flugi í von um að alltaf geti „slegið yið“, svo ein falli til jarðar. Á síöastliðnu hausti var auðvelt að fá tvö hundruð krónur fyrir rjúpuna, þ.e. fjörutíu aurar fyrir hvert gramm, eða 400 krónur fyrir kílóið. Þegar svo er í pottinn búið, er það heldur bág hag- sýni, að „spara skotin“. IV. Þa&', sem fyrir mér vakti, með þessum fáu línum, er að biðja lesanda minn — og lands menn alla — að leiða huga að eftirfarandi: Það var mikið rætt um náttúruvernd á s.l. _ri og margar samþykktir gerðar af skilningi og tillitssemi, í þvi augnami&á að bæta fyrir nýjar og gamlar syndir. Það verður síðar metið að verðleikum. Á sama tíma er herjað á rjúp- una okkar, sem er mjög fálið- uð, af meiri hörku en nokkru sinni fvrr Þó er vi&Urkcnnt af öllum, að þegar stofnar séu í hættu af ofveiði, sé eina leið- in að friða þá, svo þeir nái sér upp aftur. Ætli það hefði ekki verið mannlegra og borið vitni um meiri hagsýni, a&’ al- friða rjúpuna s.l. ár? Ekki ótt ast ég þó, að hún verði gjör- eydd. Fyrr má líika rota en dauðrota. Þótt íslenzk náttúra sé óvægin, á hún þó vamir, sem munu bjarga henni. En — verði hún svo hart leikin, framvegis, af mannavöldum, þarf enginn að gera því skóna, að hún nái sér upp, í líkingu HOT FIBt AC KERTI er eina kertið, sem hefur hreínan bruna og Beitan odd til að auð- velda gangsetningu, auka eldneytisnýtingu og gera sjálf kertin endingarbetri. Þessir eiginleikar eru jafn áríðandi í nýjum bíium sem gömlum. AC-KERTI eru í öllum Opel-, Vauxhall- og Chev- rolet-bílum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.