Tíminn - 05.03.1971, Síða 4

Tíminn - 05.03.1971, Síða 4
fí 18 TIMINN FÖSTUDAGUR 5. marz 1971 THOMAS DUKE: NINETTE 28 Charles spriklandi við 'kné sér. Eann var búinn að klæða hann úr buxunuim báðum, svo rassinn á Charles var nú opinberaður í allri sinni dýrð. Hardy 1 yfti hægri höndinni eins hátt og hann gat, og lét hana falla af fullum krafti á hinar ávölu rassikinnar Charlesar. Hann gekk að verkinu með dugnaði, og „hummaði“ við hvern rass-skell. Augun voru sljó. Hann var frá sér numinn í nautn hefndarinnar. Viðstaddir gláptu kvíðafullir á þessa frumstæðu framíkvæmd refs- ingar. Charles háorgaði, og tárin streymdu niður kinnarnar. Sally stóð við afgreiðsluborðið. með skjaldbökuna Bibi í höndunum, og fylgdist af miklum áhuga með öllum hreyfingum Hardys. — Óþokki, hrópaði Wivi, og reyndi að ryðjast fram á gólfið. — Hlaupum á hann, æpti frú Wright, og tók gólfið í fáum, vagg- andi stöikkum. Þetta var merkið um almenna sóknarárás. Frakkarnir sex voru sem leystir úr álögurn og réðust allir sem einn á Hardy, sem sleppti Charles, og snerist gegn Frökkunum. Frú Wright rak upp ógurlegt heróp, og gekk fram til orrustunnar sem ósvikin tröll- kona væri. Hún hafðj náð traustu taki í hárinu á Hardy, og lagðist nú á, með öllum sínum þunga, til þess að kippa honum afturábak niður á gólfió'. Hardy, sem í hita orrustunnar gat ekki tekið tiliit til ,,hins veika kyns“, sló frú Wright hnefahögg mikið. en við það fuku gerfitennurnar út úr henni og hurfu í iðu orrust- unnar. Loksins gátu Frakkarnir ráðið niðurlögum Hardys, og nú lágu þeir allir ofan á honum á gólfinu. Þá var það, sem Maríus vatt sér inn í vínstofuna. ásamt Lar sen skipstjóra. — Hann hlýtur að vera einhvers staðar neðarlega. sagði Maríus, og benti sem fagmaður á búnkann, sem lá ágólfinu. Larsen skipstjóri gaut augum, ergilegur á svip, til Maríusar: — Honum skýtur áreiðanlega upp aftur innan skamms. En 'hvernig er það með staupið? Maríus lét sem hann hefði ekki heyrt það sem Larsen sagði, heldur gekk hann þangað sem bardaginn var háður. —Þú réttir mér nú ; hendi fyrst, sagði Maríus af sinni! alkunnu fortölulist. Sem hinn þaulkunni maður hverskonar viðureigna byrjaði Maríus efst við annan endann. Einurn og einum var Frökkunum kippt upp úr hrúgunni. Einum i sérlega vel vöxnum Frakka fleygóí , Maríus til Larsen skipstjóra. Lar-1 sem rak upp öskur, og skallaði Frakkann í kviðinn. Frakkinn fór í keng og átti nú svo sannarlega, fótum sínum fjör að launa. Þegar Maríus hafði „gengið frá“ þrem Frökkum og lagt þá til hlið ar, blasti Hardy við allra augum. Hann var hræðilegur álitum. Ann- að eyrað skaddað eftir bit, hægra augað sokkið fagurblátt, fyrir utan hinar sjálfsögðu rispur, fleið- ur og marbletti. Annars virtist hann í fullum færum og vígreifur vel. Nú var aðeins eftir að af- greiða tvo Frakka niður á gólfið. Frú Wright hafði löngu dregið sig í 'hlé. Hún sat úti í einu horn- inu, móð nokkuð og sinnulítil að sjá. Hinn tannlausi munnur titr- aði. Wivi hafði náð í annan fót- inn á Charles og dregið hann á maganum frá hættusvæðinu. Rass- inn var blóðrauður og þrútinn eftir hina svikalausu flengingu. Sally var nú komin á vettvang með fötu af köldu vatni, og skvetti framan í ,,líkin“, sem lágu á gólf- inu. Jafnharðan og „líkin" vökn- uðu til lífsins, tók Larsen skip- stjóri í hnakkadrambið ó þeim, og fleygði þeim á dyr. Maríusi var farið að leiðast. því hann hafði látið Hardy einan um þessa tvo Frakka, sem eftir voru. Hann seildist því, hálfpartinn út úr leið indum í annan Frakkann og sló hann þegar í stað niður í gólfið. Eftir vel útilátið kjaftshögg frá Hardy, hné hinn síðasti Frakki einnig í valinn. Sally kom sam- stundis með kalda vatnið, en Lar- sen skipstjóri lét ekki standa á sér að fleygja þeim á dyr þegar þeir rumskuðu. Á þessu augnabliki komu Grikk irnir í dyrnar með þann eincygða i í broddi fylkingar. Larsen skip- stjórj hvessti á þá augun: — Nú þykja mér flestir sótraft- ar á sjó dregnir, sagði hann, og hjólaði út að dyrunum til móts við þá. Nokkur hræðsluóp heyrð- ust. Þegar Grikkirnir sáu framan í Larsen skipstjóra, lögðu þeir, þegar í stað, á hraðan flótta nið- ur torgið. Hardy rétti Maríusi hendina og sagði: Þakka þér fyrir að þú komst. — Skítt veri með þáð, svaraði Maríus. og fór ofurlítið hjá sér. Talsvert sérkennileg þrenn- ing gekk nú yfir gólfið. í miðj- unni hökti Charles með Wivi á aðra hlið en frú Wright á hina. Charles var kominn í buxurnar báðar. Eigi aó síður mátti kalla þetta sorglega sjón. Þegar þau gengu þar hjá, sem Hardy stóð á gólfinu, sleppti Wivi handleggnum á Charles. Hvítfyssandi af reiði vatt hún sér að Hardy, og hvæsti lágt: — Viðbjóðslega skepna. Eldur brann úr augum hennar. — Við erum skilin að skiptum að eilífu. Hardy hló stuttum hlátri. — Já, að sjálfsögðu. Hún mældi hann hægt með augunum í síðasta sinn, sneri sér við og gekk út á eftir Charles og móður hans. Hardy furðaði sig á því hvað hann hefði eiginlega séð við þessa stúlku. Hún var raunar ákaflega hversdagsleg og þar að auki sjálfbirgingsleg, samanber þegar hún var að tala yfir hausa- mótunum á honum rétt áðan. Hann fann með ánægju að jórn- tjaldið var fallið, Wivi var hinum megin við það. Hann gat ekki skilió* hvað þessi staðreynd hafði lítil áhrif á hann. Engin sorg, ekki einu sinnj eftirsjá. Það var mikil heppnj að augu hans luk- ust upp áður en til giftingar kom. — Nú er það kampavín handa hetjunum, var sagt fra afgreiðslu- borðinu. Sally stóð þar með kampavínsflösku í höndunum og var að losa um tappann. Hann horfði undrandi í kring um sig, því hann stóö aleinn úti á miðju gólfi. Hann var vaknaður af löng um draumi. Maríus og Larsen skipstjóri voru fyrir löngu setztir á hina háu stóla. — Þetta var bara snotur sýn- ing, var sagt hásri röddu bak við hann. Hardy snerist á hæl. — Ert þao þú, fjandans tófan þín, sagði hann stillilega. Ninetta lyfti sér yfir píanóið í horninu og gekk til hans. Hún teygði varirnar ólundarlega fram. — 'Brostu við mér, þú óviðjafn- anlegi áflogamaður. Hún iðaði lít- illega í mjöðmunum þegar hún sagðj þetta. Mót vilja sínum glápti hann á hana fullur aðdáunar. Hún var í brúnum sportfötum, og með þessa einkennilegu vafhúfu é höfðunu. Hún hló. — Ég fylgdist með þér allan thnann. Eg 3á á maganum bak við píanóið og sá alla vióur- eignina. Nú gefck hún fast að hon- um, og sagði á barnslegari tæpi- tungu: Þú ert vonandi ekki reið- ur við hana Ninette litlu? Hardy halfkiknaðj við. Og sv» þetta fjandans ilmvatn. — Nei, fjandinn hafi það. Þegar hann var laus við cina, kom önnur í stað- inn og lagði hald á hann. Hann bauð henni arminn. — Komdu með niér og fáðu þér í glas, sagði hann í örvæntingu sinni. — Sama og þegið, mon ami Hún dró hægt aó sér handlegginn. — Ekki í kvöld. Ég hef verk- efni, sem ég má til með að vinna að. Hún tók glettnislega undir hökuna á honum. — En þú getur gengið heim með mér ef þig langar til. Án þess að bíða eftir svari, gekk hún að útgöngudyrunum. Hardy stóð á báðum áttum en gekk svo á eftir henni. Það var liðið að kveldi, og gestirnir byrjaðir aó tinast inn. ikt • •-"WWCTBKT'I er föstudagurinn 5, marz Árdegisháflæði í Rvík kl. 00.24. Tungl í hásuðri kl. 21.03. HFTT.SI 'OÆZLA Slysavarðstofan i Borgarspltalan- um et opln allan sðlarhrindnn Aðeins móttaka slasaðia. Simt 81212 Slökkviliði? og sjúkrablfrelðlt *vr Ir Revkjavfk og Kópavog slmi 11100 Sjókrahifreið i Hafnarflrðl. slmi 51336 Almennar upplýslngar um læ'.tna þjónustu l bnrginni eru gefnar simsvara Læknafélags Revkiavíli ur. sim. 18888 Fæðingarheimiiið I Kópavogi Hlíðarvegi 10 síml 4264A Tannlæknavakt er i Heilsuvemc r stöðinnl. þar sem Slysavarðstof an var. og er opln laugardaga re sunnudaga kt 8—6 *• h Slmi 22411 Kópavogs Apótek er oplf ' “ daga kl. 6—19. laugardaga kl 6 —14 h~ - Haga kl 13—lð KeflavíkUi Apótek ei oplð vlrka daga kl 9—19. laugardaga kl 9 14 hel<Tidn?a 13—15 Anótek Hafnarfjarðat er opið alla virka daga frá kl 9—7. á laug ardögum kl 9—2 og á sunnu lögum og öðrum helgidögum -n opið frá kl. 2—4 Mænusóttarbóluse,’>ina fyrlr full orðna feT fram 1 HeSuverndar stöð Revkjavíkur á mánudögum kl 17—18 Gengið tnn frá Bar ónsstis vfir brúna Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í Reykjavík vikuna 27. febrúar — 5. marz annast Reykjavíkur Apótek og Borgar Apótek. VlSA DAGSINS Allir syngi einum rómi: Elskum landið, heyjum stríð. Þeir eru okkar þjóðarsómi Þingeyingar alla tíð. cim r\TrAR SkipaútgerS ríkisins: Hekla er á Norðurlandshöfnum á vesturleið. Herjólfur fer frá Homa- firði i dag til Vestmannaeyja og Rvíkur. Herðubreið fer frá Kvfk síðdegis í dag vestur um land til ísafjarðar. Skipadeild S.Í.S.: Amarfell losar á Vestfjörðum, fer þaðan til Norðurlandshafna. Jökul- fell fór 26. f.m. frá New Bedford til Islands. Dísarfell fór frá Svendborg 2. þ.m. til Islands. Litlafell fór frá Rvík í gær til Austfjarða. Helgafell er á Hofsósi, fer þaðan í dag til Húsavíkur. Stapafel! losar á Vest- fjarðahöfnum. Mælifell fer vænt- anlega 6. þ.m. frá Augusta/Sikiley til Rvikur. Nordie Proctor fór frá Stetiting 2. þ.m. til Rvíkur. F1 1 ]OÁ ^TT ANTR Loftleiðir h.f.: Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá NY kl. 0800. Fer til Luxemborgar fcl. 0845. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1700. Fer til NY kl. 1745. Guðrún Þorbjarnardóttir er væntan- leg frá NY kl. 0830. Fer til Óstóar, Gautaborgar og Kaupmannahafnar kl. 0930. Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug, Gutlfaxi fór til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:45 í morgun og er væntanlegur þaðan aftur til Kefliavíkur kl. Í8:45 í kvöld, Gullfaxi fer til ósto og Kaupmanna- hafnar ki. 08:45 í fyrramálið. Innanlandsflug. 1 dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir) til Vestmannaeyja, Húsavíkur, ísafjarðar, Patreksfjarð- ar, Egilsstaða og til Sauðárkróks. A morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Vestmanna- eyja, Isafjarðar, Homafjarðar, Norð- fjarðar, og til Egilsstaða. a r;si tF Kvæðamannafélagið Iðunn. Heldur árshátíð sína í Lindarbæ föstudaginn 5. marz. Hefst með borðhaldi kl. 7. Miðapantanir í síma 14893 og 24665 fyrir miðviku dagskvöld 3. marz. GuðspekifélagiS Ingólfsstræti 22. I kvöld kl. 9, flytur Dagur Þorleifs- son blaðamaður erindi er hann nefnir: Myndlist Búddismans. Utan- félagsmenn jafnt sem félagsmenn velkomnir. Stúkan Dögun. ORÐSENDING Minningarspjöld Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Vesturbæjar-Apóteki Mel haga 22 Blóminu Eymundssonar kjal’.ara Austurstræti Skartgripa- verzlun Jóhannesar Norðfjörð Laugavegi 5. Hverfisgötu 49 Þor- steinsbúð Snorrabraut 61 Háaieitis Apóteki Haaleitisbraui 68 Garðs Apóteki, Sogavegi 108 Minmnga- búðinni Laugavegi 56. GENO TSSKR Á N7NG Nr. 22 — 1. marz 1971. 1 Bandar doliaT 87,90 88,10 1 Steriingspund 212,40 212,90 1 Kanadadollar 87,30 87,50 100 Danskar kr. 1.174,44 1.177,10 :oo Norskar kr 1.230.71, 1.233.S0 100 Sænskar kr. 1.702,00 1.705,86 100 Finnsk mörk 2.109,42 2.114,20 íoo FranskiT fr. 1.593,80 1.597.40 100 Belg. fr 177.15 ' "’7 “I 100 Svissn. fr. 2.041,00 2.945,66 100 Gvllim 2.443."' 1 n 1" 30 100 V.-þýzk m. 2.417,58 2.423,00 100 Lirur 14,10 14,14 100 Austurr sch. 339,35 340,13 100 Escudos 308,55 309,25 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Rekningskrónur Vöruskiptalönd 99,86 100,14 1 Reikningsdollar — Vöruskiptalönd 87,90 88,10 1 Reikningspund — Vöruskiptalönd 210,95 211,45 Aðalfundur Vekakvennafélagsins Framsóknar verður nk. sunnudag kl. 14,30 í Iðnó, I. Venjuleg aðalfundarstörf. n. Önn- ur mál. Félagskonur fjölmennið og sýnið skirteini við innganginn. Stjórn in. Ranðsokkar. Nýir starfshópar um dagheimilis- mái skipulagðir á Asvallagötu 8, kjallara. föstudagskvöldið 5. marz kl 8.30 Kvcnfélag Hallgrímskirkj heldur sína árlegu samkomu fyr- ir aldrað fóik. sunnudaginn 7 marz kl 3 síðdegis. Sigurbjörn Einars- son biskup flytur ræðu. Frú Rutb Magnússon syngur einsöng. Upp- lestur. Kaffiveitingar. Lárétt: 1) Maður. 5) Spýja. 7) Eituríoft. 9) Grænmeti. 11) Ö- nefndur. 12) Gylta. 13) Fljót. 15) Kyn. 16) Tímabils. 18) Fliss. ICrossgáta Nr. 750 Lóðrétt: 1) Tileinkir 2) Fugl 3) Fæði. 4) Dreif. 6) Bog- inn. 8) Elska. 10) Kærleik- ur. 14) Verkfæri. 15) Óró- leg. 17) Slá. Ráðning á gátu nr. 749: Lárétt: 1) Dældir. 5) Ari. 7) Agn. 9) 111. 11) UÚ 12) Áa. 13) Glæ. 15) Bið. 16) Flá. 18) Stólar. Lóðrétt: 1) Drauga. 2) Lán. 3) Dr. 4) III 6) Glaður. 8) Gúl. 10) Lái. 14) Æft. 15) Bál. 17) Ló.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.