Tíminn - 11.03.1971, Blaðsíða 7
FIMMTUÐAGtJR 11. marz 1971
.. :
gasgtg
:V' ■'
•.
: : •. ' <....................... . -
Valgeir Vilhjálmsson, oddviti og hreppsstjóri.
hér upp niðursu'ðuvcrksmi'ðju
eða eitthvað þess háttar, vegna
hjnna fjölbreyttu miða.
— Kaupfélagið er aðalat-
vinnurekandinn á staðnum, er
ekki svo?
— Jú flestir íbúanna hér
vinna hjá kaupfélaginu eða fyr
irtæljium sem rekin eru á þess
vegum, og fer það eftir árstíma
við hvað fólkið starfar, eða
ýmist við fiskvinnu, eða í slát-
urhúsinu, þegar það er starf-
rækt.
Margar íbúðahúsabygg-
ingar á döfinni
Valgeir Vilhjálmsson hrepps-
stjóri og oddviti á Djúpavogi
býr í nýlegu húsi handan við
athafnasvæðið á staðnum, og
þaðan er gott útsýni yfir þorp-
ið, og yfir á Berufjörðinn. Val-
geir hefur margt á sinni könnu
fyrir Djúpavog, en hann er
kennari þar, auk þess sem hann
gegnir framangreindum trúnað
arstörfum.
— Hvað eru margir íbúar
hér á Djúpavogi Valgeir?
— 1. desember s.l. voru hér
skráðir 321 íbúi, og hafði fjölg-
að um 7 frá því ári áður. Af
þessum 321 íbúa, eru 136 13
ára og yngri og 118 eru fjórtán
ára og yngri, en alls eru 63
börn og unglingar í skólanum
hér. Skólinn er orðinn 16 ára
gamall, og allt of litill fyrir
þennan neme.ndafjölda sem hér
er.
— Hvað er helzt á döfinni
hjá hreppsfélaginu hér á næst-
unni?
■
: ^
Til vinstri þegar ekið er eftir voginum inn i þorpið má sjá náttúrufyrlr.
brigði, sem likist víkingaskipi með þöndum seglum.
TÍMINN
— Holræsamál eru á döfinni
hjá okkur, og þarf að ganga
betur frá þeim og endurbaeta
sumsstaðar. Þá er á dagskrá
girðing umhverfis þorpið. Við
fengum á fjárlögum 1.1 milljón
til hafnarframkvæmía. og verð
ur sú fjárhæð notuð tii að
sprengja tvo nagga í innsigi-
ingunni í höfninni. Það sem af-
gangs verður af fjárveitingunni
eftir þetta verður notað til að
undirbúa hafnargarð. Þá ér
dýpkun hafnarinnar orðin mjög
aðkallandi, en sandur hefur
borizt inn í höfnina, en stærsta
skip sem hingáð hefur komið er
2.500 lesta skip, fulllestað af
salti. Annars er ágætis skjól i
höfninni fyrir báta.
— Hvað með íbúðahúsabygg-
ingar hérna?
— Á undanförnum árum hef-
ur lítið verið byggt hér af ibúð-
arhúsum, og var ekki byrjað á
neinu húsi á s.l. ári, en haldið
áfram með byggingu þriggja
húsa. Á næsta vori verður vænt
anlega byrjað á byggingu '■ 6
íbúðarhúsa hérna á Ðjúpayogi,
og er það gleðilegur vottur um
að fólk trúir á staðinn.
Yfirleitt fer fólk ekki héðan
í burtu í atvinnuleit, þar sém
hér hefur vérið næg atvinna.
Það er þá helzt að ungt fólk
fer héðan um stundarsakir, og
þá aðallega til að sjá sig um og
víkka sjóndeildarhringinn.
Við erum að undirbúa bygg-
ingu félagsheimilis, og kemst
það mál vonandi vel áleiiðis í
sumar. Ætlunin er að byggja
félagsheimilið þannig, að hægt
verði að nota það sem gistihús
á sumrin. Gamla félagsheimilið
er orðið allt of lítið og úr sér
gengið.
— Hér situr læknir er ekki
svo?
— Jú það er læknissetur hér,
og undanfariið höfum við haft
úngan, ágætis lækni. Guðna
Þorsteinsson. en hann vérður
því miður ekki lengar hjá okk-
ur én fram aþríl, þar sem
hann hyggur á framhald'snáín.
Áðua- en Guðni kom vorum við
búnir að vera- læknislausir í
eitt og hálft ár, en læknishérað
inu hér var þá þjónáð frá
Hornafirði. Þrátt fyrir dugnáð
héraðslæknisins þar, þá vár. á-
standið í læknamálurium benn
an tíma óvi'ðunandi. og óttumst
við mjög að þetta sama ástand
verði hér, eftir að Guðni fer i
april.
— Hvaðan fáið þið rafmagn
hér á Djúpavogi?
— Búlandshreppur byggði
dieselrafgtöð um 1950, en síðar
tóku rafmagnsveiturnar yið
rekstri hennar, og hafa haft
hann með höndum síðan.
Vonazt eftir Hvalsnesvegi
— Eru ekki samgöngumálih
ofarlega á baugi hjá vkkur, eins
og víða annars staðar?
— Jú, það má nú segja. Við
vonumst fastlega eftir' að sem
fyrst verði byrjað á yega- óg
brúargerð yfir Skeiðarársand,
og jafnframt verði unnið að
gerð vegar út. fyrir Austái-a
Horn eða Hvalsnesvegin eins
og við köllum hann. þyí þá
myndum við losna við Lónshéi'ð
ina, og vera þá komnir i gótt
samband suður á. land Ein-
hver athugun mun hafa farið
fram á gerð Hvalsnesvégar, og'
er hann sagður muni verða fjar
hagslega hagkvæmur, enda v- ð
ur þá mikilli hindrun rutt úr
vegi. Vegagerð þarna mun vera
nokkuð erfið. en með stóryirk-
um tækjum og góðri skipulagn-
íngu hlýtur að mega leg. :a vég
þarna eins og á öðrúm stöðum.
Kári.
STJÓRNUNARFÉLAG iSLANDS
STOFNFUNDUR
Stjórnunarfélags Austurlands verður haldinn að
Valaskjálf, Egilsstöðum, helgina 12—14. marz.
Jafníramt verður haldið námskeið um greiðslu-
áaetlanir og verður leiðbeinandi Benedikt Antons-
son, viðskiptafræðingur.
Innritun fer fram hjá Pélri Sturlusyni, Valaskjálf.
Suðureyrarhrepps er laus frá 1. júní 1971.
Umsóknir ásamt meðmælum óskast sendar fyrir
20. apríl n.k. til undirritaðs, sem gefur nánari
upplýsingar.
Oddviti Suðureyrarhrepps,
Súgandafirði.
Heildsölufyrirtæki óskar að ráða mann til lager-
starfa. Þarf að hafa bilpróf.
Umsóknir sendist afgreiðslu biaðsins fyrir n.k.
mánudag, merkt ,,Stundvís“.
ALMENNUR
LÍFEYRISSJÓÐUR
IÐNAÐARMANNA
Umsóknir um lán úr sjóðnum skuJu hafá borizt
sjóðsstjórninni fyrir 24. marz n.k.
Umsóknareyðublöð og lánareglur má fá.á skrif
stöfu Landssambands iðnaðarmanna. Lækjargötu
12, Reykjavík, skrifstofu Iðnaðarmannafélagsins i
Hafnarfirði, Unnetstíg 3, og skrifstoíu Iðnaðar-
mannafélags Suðurnesja, Tjarnargötu 3, Keflavík.
Stjórn Alménns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna.
IÐJA — FÉLAG VERKSMIÐJUFÓLKS
Aðalfundur
félagsins verður .haldinn i IÐNÓ laugardaginn 13.
marz 1971. kl. 2.30 e.h.
FUNDAREFNl: Venjuleg aðalfundarstörf.
Reikningar félagsins liggja frammi í skriístofu
félagsins trá hádegi á fimmtudag.
Féiagsmenn! Mætið vel og stundvíslega.
Félagsstjórnin.