Tíminn - 11.03.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.03.1971, Blaðsíða 10
fO FIMMTUDAGUR 11. marz 1971 TIMINN THOMAS DUKE: NINETTE 33 ar hrotur neðan úr seglakomp- unni gáfu til kynna að „I-Iafnsögu maðurinn“ væri enn handan við áhyggjur efnislegra hluta. Til allr ar hamingju hindraði ómurinn af samræðum heldrafólksins, sem stóð í einum hnapp áftur á, að hrotur ,,Hafnsögumannsins“ bær- ust til eyrna Larsens skipstjóra. Larsen skipstjóri, sem frá nátt- úrunnar hendi var ekki maður er lét alla hluti á sig fá, var samt svo þjakaður af kringumstæðurm að honum varð biit við sína eig- in rödd, þegar hann öskraði: — Sleppið að aftan „for sat- an“. Það mátti heita blæjalogn, þeg- ar snekkjan rann út í gegnum innsiglinguna. Fyrirskipunin var á þá lund að sigla út fyrir land helgislínuna og bíðar þar eftir prinsinum. Veðrið var hið bezta, og kom sér það sérlega vel fyrir skipshöfnina eins og á stóð. Hin- ir ensku heiðursmenn skálmuðu um dekkið og færðu úr lagi uppr hringuð dragreipi og skaut. Dömuskór, háhælaður festist í akk eriskeðjunni og hvarf niður í fest arsmuguna. Það kostaði Hardy mikla fyrirhöfn að ná í skóinn. Stórseglið var sett upp, þrátt fyr ir það að fyrirfólkið var alls stað ar til óþurftar. Karmennirnir höfðu alveg sérstakt lag á því að gera skipshöfninni örðugt fyrir. Sá elsti og virðulegastj af Bretun um festi til dæmis kjóllafið sitt í stórseglsblökkinni. Ef Maríus hefði ekki verið örskjótur og kippt kjóllafinu lausu, er hætt við aó' hið tiginborna bak hefðu feng lið fyrir ferðina. Hinn aldraði hciðursmaður gat varla trúað sín uin eigin augum .þegar hann fór að skoða hið stórskemmda kjóllaf. Iíann horfði hneykslaður og raun ar skelfingu lostinn til Mariusar, yfir því að slíkt og þvílíkt gæti átt sér stað á sæmilegu skipi. Hann lagaði á sér nefklemmugler augun, sem ólagazt höfðu í svipt ingunum við stórseglsblökkina, og rigsa'd síðan aftur á, talsvert rugl aður, til þess að segja vinum sín um og félögum sinar farir ekki sléttar. Hard.v horfði á eftir honum verulega ergilegur. Hvaða erindi áttu svona manneskjur um borð í skip? Ekki komu þær til þess aó‘ njóta siglingarinnar, heldur fyr ir það eitt að það var í tízku að halda kokteilveizlur um borð í skemmtisnekkjum. Hann hafði séð með eigin augum hvernig Mar íus bjargaði manninum úr háska. Snarræði hans var augljóst og þakklætisvert. En í stað þess að þakka fyrir sig, gekk maðurinn í heimskulegu tómlæti aftur á, til þess að halda fyrirlestur um sjó- mennsku yfir félögum sínum. O já, að ráða sig á skemmtisnekkju var að auðmýkja sig sem sjó- mann. Um borð í flutningaskipi var mac/ur frjáls orða sinna, gat sagt hverjum sem vera skyldi að fara til helvítis ef því var að skipta. En á skemmtisnekkju voru sjómennirnir aðeins vel tamdir, siðprúðir skutulsveinar. Þeir voru bráðum sjómílu frá landi. Byrinn var hægur, það var með naumindum að seglin fyllt- ust. Fvrirfólkið aftur á hafði tek- ið upp kíki sína. Dömurnar horfðu löngum til lands í gegnum perlu- móðurskreytta kíkja. Þær biðu með eftirvæntingu eftir „prins Charming" í mjög svo hátíðlegu hugarástandi. Maríus stóð við stýrió', og tók út allar lífs og sálar kvalir. Hafn- sögumaðurinn gat á hvaða augna- bliki sem var rekið hausinn upp úr seglakompunni, því nú heyrð- ust engar hrotur lengur, heldur einhverjir skruðningar. Maríus átti sannarlega ekki von á góðu. Þrátt f.vrir velvildina, sem hann bar til „Hafnsögumannsins“, bar hann lítið traust til hans gagn- vart hugtakinu ..heldri manna bragur“. tJtgangur hans allur var gjörsamlega frMe-itur í þessum stað og stundu. En komi það sem koma vildi, hugsaði Maríus a‘ð lok um, það færi þó aldrei lengra en til helvítis. Sá eineygði var frammi i stafni og lóðaði. — Fimmtán faðmar, enginn botn sönglaði hann og veifad lóðinu í kringum sig. Larsen skipstjóri gaf Maríusi merki um að snúa snekkjunni upp í. Eftir kortinu átti dýpið að vera sextán faðmar. Thermopylai sveigði hægt upp í vindinn, og Hardy var tilbúinn með akkerið. Nú var skriðurinn farinn af snekkjunni. Larsen skipstjóri gaf merki, og Hardy lét akkerið falla. — Gefðu henni 40 fa'ðma, hróp aði Larsen skipstjóri og horfði út yfir borstokkinn lil þess að sjá hvort hana væri tekið að hrekja undan golunni. Litlu seinna lá Thermopylai fyr ir akkeri í hægri sunnan golu. Dömurnar voru gengnar niður í salinn til þess að snyrta sig áður en þær yró'u kynntar fyrir prins- inum. Herramennirnir voru einn- ig farnir niður til þess að skoða í töskurnar og hafa veitingar á reiðum höndum. Grikkirnir voru í óða önn að setja upp dekkstóla og smáborð aftur á. Hardy og Maríus komu í snarkastj fyrir sólsegli, svo allt var að verða tilbúið til þess að taka á móti ,,the bachelor prince“ — hinum væntanlega konungi brezka heimsveldisins. Nokkru seinna komu herrarnir upp aftur og stóðu næstum á önd inni, því prinsinn gat komið á hvaða augnabliki sem vera skyldi. Þeir sléttu í ofboði úr kjólalöfun um og struku ímyndað ryk af erm unurn. Þeir hegðuðu sér í alla staði eins og þeir væru ao fara í heimsókn í Buckingham Palace. Það var hitasólskin og jafnvel undir sólseglinu var mollulegt. Dömurnar lágu stynjandi í dekk- stólunum, og kældu sig og hresstu með ilmdufti og eau dc cologne. Mótorbátur sást koma út úr höfninni í Cannes, og taka stefnu á Thermopylai. Dömurnar stóðu þegar í stað á fætur til þess að laga á sér kjólana. svo þær gætu heilsað með hnébeygju að tízku. Herrarnir stóðu þráðbeinir og stíf ir eins og kerti, og störðu á mót- orbátinn, sem nálgaðist, hátíðleg- ig á svið. Maríus var þeigar búinn að draga einkennisflagg brezka flotans að húni., til heiðurs hin- um konunglega gesti. En nú beygði mótorbáturinn og tók stefn-u á St. Margheritc. Lág- værar formælingar heyroúst frá herrunum, og stunur vonbrigða frá dömunum. Maríus gat ekki annað cn bros að. Þau voru alveg eins og börn, sem biðu eftir því að fá að sjá jólatréð. Grikkirnir sátu í þessum hóp og gláptu með aðdáun á kon urnar. Hardy skyggndist í allar áttir en ekkert var að sjá utan lítinn bát undir seglum ca. eina sjómílu frá þeim. Larsen skip- stjórj var kominn í sinn albezta einkennisbúning og svitnaði ákaf- lega, samtímis því, sem hann ósk aði öllu þessu fyrirfólki þangað, sem piparinn vex. Gestirnir horfðu hver á annan, og ekki sem stillilegast. Hvar var : prinsinn eiginlega niðurkominn? Það var alls ekki með öllu útilok- að, að hann hefijj orðið að gegna meira áríðandi erindum annars staðar. En hvað um það, hér stóð j sjálfur blómi aðalstéttarinnar til i þess að hylla prinsinn, en svo kom hann kannski alls ekki. Enginn gestanna hefði tekið eft ir litla seglbátnum, sem snéri nú , upp í og renndj sér eftir stjórn- | borðshlið Thermopylai. Tveir i menn voru í bátnum, Frakki, og er fimmtudagurinn II. marz Árdegisháflæði í Rvík kl. 06.24. Tungl í hásuðri kl. 00.53. HEILSI 'OÆZLA Slysavarðstofan í Borgarspítalan- um er opin allan sólarhringinn. Aðcins mótlaka slasaðra. Sími 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- ir Reykjavík og Kópavog sími Mænusóttarbólusctning fyrir full- orðna fer fram í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur á mánudögum kl. 17—18. Gengið inn frá Bar- ónsstíg. yfir brúna. Kvöld- og helgarvörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 6.—12. marz annast Laugavegs-Apótek og Holts Apótek RlvÖfí OG TÍMARIT Heima er bezt, 2. tbl. er komið út, og er efni þess eftir- talið: Afreksmaðurinn Ólafur Ei- ríksson, eftir Sigurð Jónsson; Prest ur í píslarstól, eftir Hinrik A. Þórðarson; Fjármaðurinn og huldu fólkið, eftir Óskar Stefánsson; Sig- urður Jónsson frá Brún, eftir Guð- mund Jósafatsson; Þegar ég var í „varnarliðinu", eftir Jakob Ó. Pét- ursson: Frásöguþættir af bæjum í Reykhólasveit (frh.). eftir Jón Guð mundsson; Scotland Yard (18. hl.), eftir J. W. Brown; Hvað ungur nemur, gamall temur, eftir Eirík Eiríksson; Hrafnhildur (4. hl.), eft- ir Ingibjörgu Sigurðardóttur: Tvö ljóð. eftir Unu Þ. Arnadóttur; Hlín — Æskuminning frá Breiðafirði. eftir Ingibjörgu Jónsdóttur; Bóka- hillan, eftir Steindór Steindórsson; Hjartabani (myndasaga), eftir J. F. Cooper. '\r,4R Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fór í gær frá Húsavík til Svendborgar, Rotterdam og Hull. Jökulfell er væntanlegt til Horna- fjarðar í dag. Dísarfell er í Þor- lákshöfn. Litlafell fór í gær frá Reykjavik til Akureyrar.. Helga- fell fór í gær frá Húsavík til Setu- bal. Stapafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Mælifell fór í gær frá Sikiley til Reykjavíkur. Freyfaxi er væntanlegur til Svendborgar í dag. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Reykjavík annað kvöld austur um land í hringferð. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21,00 í kvöld til Reykjavíkur. Herðubreið er á Vestfjarðahöfnum á norðurleið. FI.UGAÆTLANIR Loftlciðir hf.: Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá New York kl. 08:00. Fer til Luxemborgar kl. 08:45. Er væntan- legur til baka frá Luxemborg kl. 17:00. Fer til New York kl. 17:45. æi.agsi.íf Kvenfélag Kópavogs. Aðalfundur Kvenfélags Kópavogs verður haldinn í Félagsheimilinu, uppi, fimmtudaginn 11. marz nk. kl. 20,30. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Félagskonur fjölmenn- ið. — Stjórnin. Skemmtifuudur Kvcnnadeildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík verður í Slysavarnafélagshúsinu, Gi-andagarði, fimmtudaginn 11. marz og hefst kl. 8,30 e. h Þar skemmtir Jónas Jónasson útvarps- maður og Inga María Eyjólfsdóttir syngur, við undirleik Ólafs Vign- is Albertssonar. Fjölmennið. — Stjórnin. Skaftfellingar. Skaftfellingafélagið heldur kaffi- samsæti fyrir eldri- Skaftfellinga í Skipholti 70, sunnudaginn 14. marz kl. 3 e. h. — Stjórni-n. Kvenfélag Laugarnessóknar býður eldra fólki í sókninni til skemmtunaV og kaffidrykkju í Laugarnesskóianum, sunnudaginn 14. marz kl. 3. Gerið okkur þá ánægju að mæta sem flest. — Nefndin. ORÐSENDING Skrifstofa Samtaka einstæðra foreldra Túngötu 14, Hallvcigar- stöðum, er opin á mánudögum frá kl. 5 til 7 síðdegis, sími 18156. Frá Kvenfélagi Búslaðarsóknar Handavinnukvöldin eru á mánu dögum kl. 8.30 e.h. í Litlagerði 12. qOFM 'VI -^VMíNG'^ i: .cn/.k.. dýrasalnið er opið alla daga frá ki 1 ti; 6 1 BrPÍðfÍrðÍnnopóS 11100. Sjúkrabifreið i Hafnarfirði sími 51336. Almennar upplýsingar um lækn?- þjónustu i borginni eru geiriar i símsvara Læknafélags Revkjavík ur, sími 18888 Fæðingarheimilið i Kópavogi, Hliðarveyi 40. sírni 42644. Tannlæknavakt er í Heilsuverndar- stöðinni. þar sem Slysavarðstof- an var, og er opin laugardaga og sunnudaga kl 5—6 e. h — Sími 22411. 'Kópavogs Apótek er opið virka tíaga kl. 9—19, laugardaga k’. 9 —14, helgidaga kl 13—15 Keflavíkur Apótek er opið virka daga kl. 9—19. laugardaaa kl 9—14. heigiáag'a kl. 13—15. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9—7, á laugar- dögum kl. 9—2 og á sunnudög- u«n og öðrum helgidögum er op- ið frá kl. 2—4. í vagni Newtons ... — Þegar Childs sprcngir vcrk Blakcs í dag, verðúr það endirinn á vonum lians um að leggja járn- braul til að keppa við mig. Á mcðan hcld ur Cliilds áfram ... — Með þessu dýna- miti get ég stöðvað framkvæmdirnar og komið sökimii á indíánann. Annars stað ar . . . — Ég þekki þig ekki, en þú ert, sloppinn úr fangelsi, en í þetta sinn set ég ykkur Tonta bak við rirala. — Blake lestu fyrst þctta og þá veiztu allt um Jennings. £LSEWH£/?£- ' / po//r Á7VOJ'/ HGrv you ffor oor ofjáil, eur T/z/s r/M£ /ýu Furr///G vouaa/d ro//ro 0£///A/D £A/?s/ LÓNI F’P/l'ATF CAÆ>■ ••• Í.OWS UP BíAFF'S WO/?y 7TPA/A/ 70/24/ T//AT /WLL £A//P M/S UOF>£S OF SETT/DG UPA /?4/L L///£ 70 /?/UAL Ai/A/£/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.