Tíminn - 11.03.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.03.1971, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUK 11. marz 1971 TIMINN 11 Hor** um öxl og fram á við ,■ f tilefni af því að um þessar mundir eru liðin fimmtíu og fimm ár síðan ég vígðist í reglu góðtemplara vestur í Bolunga- vík og gekk í ævilangt bindindi á tóbak og áfangi og aðrar skað- ■autnir, skrifa ég þessar línur. Af eðlilegum ástæðum fárast menn útaf eiturneyzlu þjóðarinn- ar og margir hverjir fálma í al- gerðu ráðaleysi eftir einhverjum úrræðum og umbótum, en snið- ganga þá leið, er liggur upp á sigurhæðirnar og auðfarin ætti að vera hverjum manni. Öruggasta leiðin er að snerta aldrei við slíkum hlutum, forðast fyrsta sopann og fyrstu sígarett- una, eins og svo oft hefur verið bent á, en þó aldrei nógu oft eins og reynslan sýnir. Að sjálfsögðu ætti að vera algjörlega bannað að verzla með, veita og neyta allra elturlyfja, hvort heldur það er alfcohól, nikótín eða önnur fíkni- lyf. Á áfengis- og eiturlyfja- neyzlu verður að leggja sama mælikvarða og þjófnað og mann- dráp, og jafnvel þyngri dóm, þar sem áfengisneyzla er oftast glæpa- valdurinn. Það er næsta ótrúlegt, að einn frekar en annar sé fæddur til þess að verða nautnadýrkandi, heldur sé það sjálfsákvörðun hvers og eins og félagsleg við- horf og umhverfi, sem þeim hlut- um ráða. Ég hef aldrei t.d. lent í nein- um erfiðleikum vegna þess að vera bindindismaður, hvað umhverfið eða annað snertir, hef þó unnið með hundruðum manna bæði á sjó og landi og ei.. og gerist og gengur, verið boðið upp á áfengi og tóbak. Ég hef aldrei þurft að segja nema eitt litið „nei“, og það hefur dugað. Einnig hef ég ekki farið í neina launkofa með það að ég er góðtemplari, og það verið mér mikil vörn gegn uppá- þrengjandi veitendum. Reynsla mín er líka sú að menn bjóða ekki áfengi eða tóbak þeim, sem þeir vita að er algjör góðtempl- ar. Svo hafa fleiri sagt og fundið styrk í því samfélagi, er Góð- templarareglan veitir. Á þeim árum, sem allur almenn ingur, æðri sem lægri, hópaðist inn í stúkurnar hófst mikið menn- ingartímabil í sögu þjóðarinnar og vannst sigur í sjálfstaeðismáli hennar. Nú steðja að þjóðinni vandamál — eiturnautnavanda- raálin, — er hún verður að leysa og standa í gegn ef vel á að fara fyrir henni, en það gerir hún bezt með því að styðja af alhug það þjóðnytjastarf, sem unnið er í Reglunni. Foreldrar ættu ekki að láta það undir höfuð leggjast að iwnræta börnum sínum bindindis- se:mi og senda þau í bamastúk- urnar strax og þau hafa aldur til. Undirstúkur Reglunnar eru líka öllum opnar og fundir þeirra þeim, sem þess óska, þó að þeir séu ekki skráðir meðlimir. Þang- að er m.a. hægt að sækja hvíld frá daglegum erli og gleði þreytt- um huga. T.d. fór síðasta fundur stúkunnar „Framtíðin“ hér í Reykjavík þannig fram að af varð bezta skemmtun, en engu var til kostað öðru en efni í kaffi, er félagarnir sjálfir fram reiddu. Virtust allir fara ánægðir og glað ir heim rétt eins og hefði verið um dýrkeypta skemmtun að ræða. Áhugi manna fyrir eflingu Regl- unnar virðist vera vaxandi eftir þeim fjölda, ungra og gamalla, að dæma, sem gengið hefur inn í stúkuna á síðustu fundum henn- ar. Ekkert myndi vinna betur gegn eiturnautnum en samfylking góðra manna starfrækt á kristi- legum grundvelli eins og Góð- templarareglan gerir. Góðtemplarareglan hefur nú nýlega bréytí siðum sínum ‘óg' starfsháttum í sámræmi við kröf- '!ur timans óg er hth: því áðgengi- legur vettvangur hverjum þeim, sem vill að þessum málum vinna, og hún er fær um að veita forystu í baráttunni gegn eitur- lyfjanautnum eftirleiðis, sem hingað til. Hún er elzta og þrosk- aðasta félagið í þessu landi, sem slíkt, og frá henni eru öll bindind- isfélög sprottin og félagsform og starfshættir margra annarra fé- laga. Reynsla mín sem fimmtiu og fimm ára bindindismanns er sú, að þá hafi ég stigið mitt stærsta gæfuspor á ævinni er ég gekk í barnastúkuna Lilju nr. 26 í Bol- ungavík og það leitt mig á þann gæfuveg, er ég hef síðan gengið. Það var líka gert í þeim heim- ilisanda, sem ég ólst upp við í föðurhúsum. Margir telja sér og öðrum trú um að þeir þurfi á víni og tó- baki að halda sér til hressingar við vinnu, vökur og kulda. Reynsla mín er gagnstæð því. Mér hefur aldrei fundizt ég þurfa á þeim hlutum að halda, hef þó unnið erfiðisvinnu bæði á sjó og landi, vakað, sem þörf hefur kraf- ið og mætt vosbúð og kulda og jafnvel legið I köldum sjó oftar og lengur en almennt gerist. f þetta sinn ætla ég ekki að ræða frekar um þær hættur, sem af áfengi og öðrum eiturnautn- um stafa og þann kostnað og leið- indi, er þær hafa í för með sér. Ég veit að öllum þorra hugsandi mann eru þær kunnar, þó að ég hafi nú nýlega heyrt og lesið að gjörfallnar reykingamanneskjur hafi sér það til afsökunar að þær hafi ekki fyrir tuttugu og fimm árum heyrt um skaðsemi tóbaks- ins nú á þessum upplýsingatím- um — sannindi, sem mæður okkar fyrir sextíu árum. þá ólærðar al- múgakonur, þekktu og bentu okk- ur börnum sínum á. Þegar ég nú renni huganum fimmtíu,,9g,finRp,til sextíu ár til bakg lófa ég hamingjuna fyrir að hafa „verið í mótun < þau blessuð bindindis- og bannár. er þá ríktu og þakka af alhug þeim góðu mönnum, sem fyrir því börðust á vettvangi Góðtemplarareglunnar. Lg á enga ósk heitari þjóð minni til handa en að allt áfengi, tóbak og önnur eiturlyf verði af- máð úr lífi hennar. Gott fólk! Verið velkomið til samstarfs í Góðtemplarareglunni. Guðjón Bj. Guðlaugsson, Efstasundi 30. (Sími 3-29-30). £ Keflavík — Suðurnes I £ Siminn er f | 2 7 7 8 j $ Prentsmiðja ^ ^ Baldurs Hólmgeirssonar, f Hrannargötu 7 — Keflavík 9 Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Nivada OMEGA ©IHJ Jllpina. GHIIJIIIll Wlagnús E» Baldvinsson Laugavegi 12 - SIIM 22*04 ' Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin á sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501.—Reykjavík. Dr Luage, Bengaliforseti ... — Þú ert eKkert á móti því, að vinna hjá S.Þ.? — Nei, ég á vin þar. — Vin, sem heitir Diana Palmier? Já. áður en ég var kosinn forseti. vann hún hjá mér í lyfjastofn- uninni. — Ég man , . Það er mikilvægt fyrir þig að, hitta Díönu, en verkefnið er mikilvægt fyrir mig og landið. — Segðu mér, hvað það er, Dr. Luaga. A FRIEh'P NAAitEP ^ P/AMA PALMER? YES, BEFORE 1 WAS ELECTEP PRES3IPENT) SHE WORKEP IFOR ME IN THE Ll.N. MEPICAL COFfPS. SEEINS PIANA IMPORTANT to you. FOR My CCUNTRy, THE MlSS'lOh IS EVEN MORE IMPORTANT/ FIMMTUDAGUR 11. marz 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir Tónleikar. 7,30 Fréttir Tónleikar 7.55 Bæn 8.00 Morgunieikfimi Tón- leikar 8.30 Frettir og veður fregmr Tónleikar 9.00 Fréttaágrip og útdráttur úr forustuareinum dagblaðanna 9.15 Morgunstund barnanna: Hugrún heldur áfram sögu sinni um Lottu (11). 9,30 Tilkynningar Tónleikar. 9. 45 Þingfréttir 10.00 Fréttir Tónleikar 10.10 Veðurfregn ir 10.25 Við sjóinn: Sigurður Halldó’-sson talar um þara- og þangrannsóknir 11.00 Fréttir Tónieikar 11.30 í dag: Endurt þáttur Jökuls Jakobssonar frá s. 1. laugar degi 12.00 Dagskráin Tónleikar. Tii- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til kynningar Tónleikar. 13.00 Á frívaktinni Eydís Eyhórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Norska skáldið Tarjei Ves aas Heimir Pálsson cand. mag. flytur síðara erindi .itt, 15.00 Fréttir Tilkynningar. Frönsk tónlist: Hljómsveit tónlistarskólans í París og Maurice Duruflé organieikari. flytja Sinfón íu nr 3 í c-moli op. 78 eftir Saint-Saens. Georges Préti’e stjórnar Gérard Souzay syngur aríur úr frönskum óperum. 16.15 Veðurfregnir Létt lög. 17.15 Framburðarkennsla í frönsku og spænsku 17.40 Tónlistartími barnanna Jón Stefánsson sér um tím ann. 18.00 Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 ísólfur Pálsson tónskáld — aldarminning Helgi Sæmundsson ritstjóri flytur stutt erindi og flutt verða lög eftir tónskáldið. 20.05 Leikrit: „Stúlkan við veg- inn“ eftir Gert Weymann Þýðandi Ásthildur Egilson. Leikstjóri: Erlingur Gísla- son Personur og leikendur: Schmerders Gisli Alfreðsson Bensínafgreiðslumaótirinn Sigurður Skúlason Stútka Brynja Benediktsdóttir Maður Bjarnj Steingrímsson Anm Þora Friðriksdóttir Lögieglumaður Guðjón Ingi Sigurðsson 21.00 Sinfóniuhliómsveit íslands heldur hliómleika í Háskóla bíóí Stjórnandi Rohdan Wodicz ko Einieikuí a pianó: Rafae) Orozeo fra Spáni a Konsert eftú Herbert H Ágústsson (frumflutnins ur) b Píanókonsert nr. 2 eftir Sergej Prokofjeff. 21.50 V’ri hvita.i san:t Áslaug av Hevgjum les úr nýrn Ijóðabók sinni. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Pass fusálma (27) 22.25 Lundúr aoistill Páh Hetfiar lonsson segxr tra 22.40 Diassimtur Jón Múli Árnason kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.