Tíminn - 12.03.1971, Blaðsíða 2
2
TIMINN
FÖSTUDAGUR 12. marz 1971
íslendingar frumsýna leikrit í Höfn í dag
FB—Reykjavik, miðvikudag.
Á föstudaginn er áformað að
frumsýna leikritið Andrókles
og ljónið, hjá Leiksmiðju
Andróklesar í Kaupmannahöfn.
Leikritið hefur Ólafur Haukur
Inga Bjarnason og 'Helga Hjörvar í hlutverkum sínum í Jóðlífi, sem
sýnt var í Kaupmannahöfn 23. desember sl.
Símonarson samið eftir sam-
nefndri sögu Guðbergs Bergs-
sonar.
f október s.l. stofnaði hópur
ungra íslendinga í Kaupmanna
höfn leiksmiðjuna. Fyrsta verk
efni leiksmiðjunnar var ein-
þáttungurinn Jóðlíf, eftir Odd
Björnsson. Leikstjóri þess
verks var danski leikarinn
Folmer Rubæk, en jóðin
léku þær Helga Hjörvar og
Inga Bjarnason, en Þorbjörg
Höskuldsdóttir gerði leiktjöld.
Frumsýnt var í Þorláksblóti
Félags - fslenzkra námsmanna í
Kaupmannahöfn.
5. febrúar s.l. efndi „Leik-
smiðjan Andrókles" til list-
kynningar í húsi Jóns Sigurðs-
sonar (Islandsk Kulturhus).
Þar var „Jóðlíf“ endursýnt,
Hörður Torfason söng þjóð-
lög, Ólafur Haukur Símonar-
son og Ólafur Torfason lásu
upp úr eigin verkum, Ólafur
Torfason sýndi frumgerða
ræmu og sýnd var kvikmynd-
in „En börnefilm“ eftir Hans
Henrik Jörgensen, en eina
hlutverk myndarinnar leikur
Helga Hjörvar. Jafnframt var
opnuð sýning á myndum eftir
þau Ólöfu Pálsdóttur, Tryggva
Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson
og Þorbjörgu Höskuldsdóttur.
REFSIVERD FRAMKVÆMD
TEKJUSTOFNALAGANNA?
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Sum sveitarfélög fara ekki eftir
ákvæðum gildandi laga um tekju-
stofna sveitarfélaga um niðurjöfn
un útsvara og innheimtu fast-
eignaskatta. Þessi framkvæmd
tckjustofnalaganna „kynni að telj-
ast sem brot í trúnaðarstarfi, er
gæti varðað sveitarstjórnarmenn
ábyrgð, bæði fébóta- og refsi-
ábyrgð,“ sagði Hallgrímur Dal-
berg í félagsmálaráðuneytinu á
ráðstefnu um sveitarstjórnarmál í
dag.
Um þessi brot á lögum sagði
hann:
„f nokkrum hreppum hafa ver-
ið lögð á lágmarksútsvör. Við af-
sláttarprósentu útsvara er stund-
um ekki veittur afsláttur af eignar
útsvari. Loks hafa nokkrir hrepp-
ar ekki innheimt lögákveðna fast
eignaskatta. Sum sveitarfélög hafa
veitt sérstakan afslátt á álögð át-
svör, ef greitt er fyrir tiltekmn
dag, í stað þess að gera gjaldend-
um, sem ekki standa í skilum, að
greiða dráttarvexti eins og lögin
gera ráð fyrir.“
„Þegar framkvæmd tekjustofna
laganna er með þeim ágöllum,
sem lýst hefur verið hér að frati.-
an, verða álögð útsvör ekki rétt
ákveðin, en það gæti þýtt að gjald
endur væru ekki skyldir, lögum
samkvæmt, að greiða útsvörin.
Við lögtak mundi lögtaksréttur
sennilega ekki vera viðurkenndur.
Þá má minna á, að þetta kynni
að teljast sem brot í trúnaðar-
starfi, er gæti varðað sveitar-
stjórnarmenn óbyrgð, bæði fábóta-
og refsiábyrgð," sagði hann.
Félagsmálaráðuneytið:
LÉT RANNSAKA BÚKHALD
NOKKURRA SVEITARFÉLAGA
Ekki vantar það, að nóg er tal-
að um búkmenntirnar. Nú hefur
Ölafur Jónsson, einn af talsmönnum
örna-bókmenntanna, lolkið við að
birta greinar í málgagni sínu, þar
sem hann áréttar fyrri flokkun sina
um gagnlausar og gagnlegar bók-
menntir, og kemst að þeirri niður-
stöðu enm einu sinni, að viðleitnin
til endurnýjunar prósastíls hafi ekki
borið endanlegan árangur fyrr en
á allra síðustu árum. Svefnvitranir
sem þessar eru ekki óal'gengar, og
birtast m. a. í því að áhugamenn um
íþróttir eiga það til eftir stranga
keppni að vakna með andfælum um
miðjar nætur og hrópa: Afram KR,
eða eitthvað í þeim dúr. Hins vegar
er ekki vitað nema um sárafáa, sem
hafa lag't það fyrir sig að fara í
símann að nóttunni til að leggja
sl'lkum hugarefnum lið. Annars
minnir sú flokkunarstreita, sem nú
bjáir okkar vísustu menn í bók-
Skákkeppnin
Svart: Taflfélag Akureyrar:
Jóhann Snorrason og
Margeir Steingrimsson.
v a t n 3 í i> H
ABCDEPGB
Hvítt: Taflfélag Reykjavikur
Gunnar Gunnarsson
og Trausti Rjörnsson
28. leikur svarts: c5—c4.
menntadómum dálítið á aðfarir við
flokikun á gærum í sláturhúsum á
iiaustin. Gærufloíkikunin á bókmennt-
unum fer að því leyti eins fram, að
engan varðar um þá fjallasauði sem
gærurnar báru, og þrátt fyrir mikil
greinarskrif Ólafs Jónssonar og ann-
arra um bókmenntir, hefur þeim
ekki tekizt að komast inn úr gær-
unni, heldur fimbulfambast þeir í
óljósum hug'tökum almennum, og
forðast að skýra frá því um hvað
höfundar eru að skrifa. Höfundar eru
bara staddir hér og þar í stiganum,
aliveg eins og þeirra eina hugsjón
hafi verið að komast í gærumatið.
Eiga persónur að
vera án sálarlífs?
Þessi mikla feimni rýnanna við að
fjalla um eiginlega innviði bókmennt-
anna gæti stafað af því, að þeir
treysti sér raunverulega ekki til þess
að lesa bælkur, eða þá að það sé of-
viða sálarlífi þeirra. Tailsmaður örna-
bókmenmtanna segir orðrétt: ,Auk
annars eru allar bókmenntir heim-
ildir um samtíma og samfélag sitt,
j skáldsögur um kvennamál kaup-
mannsins og hjúskaparraunir héraðs.
læiknisins eða sálariíf sauðaþjófsins,
svo ekki séu tekin hégómleg dæmi
einvörðungu." Olafur hefði getað
bætt því við að þær væru liíka heim-
ildir um sálarlíf snigilsins á meðan
hann beygist frá nefnifal'li til eignar-
falls, sálarlíf kostulegra samgrón-
inga og sálarlif rassbögubálksins
mikla, sem hefur frelsað oss um
tíma og eilífð frá Ieiðinlegum skáld-
um og ambögum eðliiégra tilfinn-
inga. En Ólafs er að ljúka sinni upp-
talningu. Þjóðfélagslega séð skiptir
sálarlíf snigilsins mestu máli, og
það er sannað mál, að endanlegtir
ávöxtur nýsköpunar í prósastíl
stendur og fellur með þvl sálarllfi,
að viðbættu þvi sáiarlífi sem fyrir-
finnst hjá forgöngumönnum örna-
bókmenntanna.
Selfoss - nágrennj
SíSasta spilakvöldið í þriggja
kvölda keppninnj verður í Skarp
héðinssalnum sunnudaginn 14.
marz og hefst kl. 21. Góð verð
laun og veitingar. Afhent verða
heildarverðlaun fyrir keppnina.
Allir velkomnir, Framsóknarfélag
Selfoss.
FUF í Keflavík
Almennur félagsfundur verð
ur haldinn laugardaginn
13. marz kl. 14 í fundarsal
iðnaðarmanna, Tjarnargötu 3.
Dagskrá: Inntaka nýrra fé-
laga, kosning fulltrúa á flokks-
þing, og önnur mál.
Stjórn FUF.
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Mikill misbrestur hefur orðið á,
að sveitarstjórnir gæti þess að
skila ársreikningum sveitarfélaga
til félagsmálaráðuneytisins á til-
settum tíma. Hefur ráðuncytið
margoft þurft að gefa þcim við
bótarfrest til að koma því í verk,
og í nokkrum tilfellum „hefur
þessi dráttur eða trassaskapur
gengið svo langt, að ráðuneytið
hefur orðið að beita ákvæðum 61.
greinar sveitarstjórnarlaganna og
hlutast til um rannsókn og endur-
skoðun á bókhaldi, fjárreiðum og
rekstri nokkura sveitarfélaga,“
sagði Hallgrímur Dalberg í ræðu
á fræðsluráðstefnu um sveitar-
stjórnarmál í dag.
„Ég vil leyfa mér að brýna al-
varlega fyrir sveitarstjórnarmönn
um, að gefa gaum að hinum lög-
bundna skilafresti ársreikninga
sveitarfélaganna. Ráðuneytið er
ákveðið í að veita vaxandi aðhald
í því efni, og þætti mjög miður,
ef grípa þyrfti í framtíðinni til
harkalegra viðurlaga, sem geta
samkvæmt 62. grein laganna ver-
ið fólgin í lögsókn x-áðherra til að
koma fram ábyrgð á hendur þeim
sveitarstjórnarmönnum, sem
ábyrgð bera á misfellum", sagði
hann.
Hann sagði, að einnig hefði ver
ið misbrestur á að reikningar
sýslusjóðs og sýsluvegasjóðs,
ásamt fylgiskjölum og úrskurð-
um, hafi verið sendir ráðuneytinu
til staðfestingar, og hefði það und
anfarið gengið hart eftir að þau
drægjust ekki úr hömlu og hafi
það þegar haft veruleg áhrif.
Gullna hliðið sýnt átta sinnum
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Síðastliðinn laugardag sýndi
Ungmennafélag Reykdæla
„Gullna hliðið” í 8. sinn í Loga
landi fyrir fullu húsi. Sýning-
arnar hafa vakið mikla athygli
og þykja stórvirki, þar sem
ekki á stærri aðili hlut að, en
ungmennafélagið.
Þessi mynd er tekin í lok
sýningarinnar á laugai-daginn.
Sýnir hún leikendur, en lengst
til vinstri er einn aðili til við-
bótar, Guðmundur G. Hagalin
rithöfundur. Fór hann upp á
sviðið í lok sýningarinnar og
ávarpaði leikendur og aðra þá,
er að uppsetningu verksins
hafa staðið. Þakkaði Guðmund-
ur þetta glæsilega framlag og
sagði síðan frá persónulegum
kynnum sínum af Davíð Stef-
ánssyni, hugmyndum hans um
„Gullna hliðið“ og tildrögin til
þess. Var þetta ánægjulegt
lokaatriði að allra dómi á mjög
ánægjulegri kvöldstund.
9. sýning á „Gullna hliðinu”
er á sunnudagin kemur. —
^liðapantanir um Reykholt.
Svarthöfði