Tíminn - 12.03.1971, Síða 7

Tíminn - 12.03.1971, Síða 7
Í'ÖSTUDAGUR 13. marz 1971 TIMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indrlði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit. stjómarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrlf- stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýslngasimi: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr. 195,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu fcr. 12,00 eint. — Prentsm Edda hf. Er stefnan rétt? ERLENT YFIRLIT Verða Japanir helzta forystu- þjóðin í Suðaustur-Asíu? í athyglisverðri grein, sem Helgi Bergs, ritari Fram- sóknarflokksins, ritar í Framsóknarblaðið í Vestmanna- eyjum, gerir hann verðbólguvandamálið að umtalsefni. Helgi minnir á, að samkvæmt nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar hafi verðbólgan verið meiri hér á landi en í nokkru öðru Evrópulandi, að Júgóslavíu einni undanskilinni og tvöfalt til þrefalt meiri en í nokkru nágrannalanda oikkar. Talsmenn ríkisstjórnarinn- ar séu nú að mestu hættir að reyna að verja ráðslag stjórnarinnar á þessu sviði með öðru en þvi að yppta öxlum og segja, að við verðbólguna hafi engin ríkis- stjórn ráðið. Þannig reyna þeir að telja fólki trú um, að óðaverðbólgan síðasta áratug sé eitthvert náttúrulög- mál, sem eigi að gefast upp við að berjast gegn. Helgi bendir á, að verðbólgan hafi verið um 102% meiri á síð- asta áratug en næsta áratug á undan. Helgi segir: „Þetta er auðvitað mælikvarði á þær aðferðir, sem beitt hefur verið til að stjóma efnahags- og fjármálum og bein sönnun þess að stjórnarstefnan hefur verið röng. Þannig hefur gengisskráningunni verið beitt sem aðal- hagstjórnartæki. Menn hafa bitið 1 sig hugmyndir um eitthvað, sem þeir kalla „rétt gengi“ og aldrei hefur ver- ið skilgreint. Það verður þó að gera ráð fyrir, að með því eigi menn við það gengi, sem gefur útflutningsat- vinnuvegunum hæfilegar tekjur til að reka framleiðslu, sína miðað við erlent verð á afurðum og aflabrögð á hverjum tíma. En afurðaverðið er breytilegt og ekki síður aflabrögðin. Að ætla gengisskráningunni að elta þær sveiflur er auðvitað tóm vitleysa. Þessar hugmyndir em innfluttar frá iðnaðarþjóðunum, sem búa við stöðuga framleiðslu og stöðugt verðlag á útflutningi sínum, og þær em órafjarri íslenzkum raunveruleika. En afleið- ing af þessu hugtakabrengli er svo það, að gengisbreyt- ingar hafa oftar en einu sinni á undangengnu tímabili verið byggðar á alröngu mati og reynzt óþarfar eða of miklar. Það er enginn vafi á því, að gengislækkunin 1961 var algerlega ástæðulaus, enda liðu þá ekki nema fáir mánuðir, þar til enginn maður reyndi af vemlegri sannfæringu að mæla henni bót. Það er heldur ekki vafi á því, að gengisbreytingin 1968 var miðuð við að- stæður á mörkuðum, sem menn hlutu að sjá að ekki vora varanlegar, enda þóttist rikisstjómin geta hækkað gengið aftur rúmlega ári síðar, þó að hún rynni á því, þegar á átti að herða. Það er líka hægara sagt en gert að leiðrétta afleiðingar tilefnislausrar gengislækkunar eftir á, þegar verðhækkunaráhrif þeirra hafa læst sig um allt efnahagslíf þjóðarinnar. Þannig hafa gengislækkanir fyrst og fremst verið verð- bólguvaldur. Þær hafa engan vanda leyst, en aðeins gef- ið stundar grið. Þegar verðstöðvunartímabilinu lýkur verðum við að taka upp aðrar aðferðir en sífelldar gengislækkanir til að jafna afkomusveiflur avinnuveganna. Við hefðum gott af að rifja upp, hverjum aðferðum var beitt; þegar bet- ur gekk að ráða við verðbólguna, því af því má án efa mikið læra, þó að nýir tímar kalli ávallt á einhverjar breytingar á eldri aðferðum.“ Minna má á, að það em fleiri en Framsóknarmenn, sem sjá orðið að núverandi stjómarstefna hefur geng- ið sér til húðar. peim, sem á undanförnum ámm hafa gagnrýnt stefnu ríkisstjómarinnar í efnahags- og fjár- málum hefur nú bætzt óvæntur liðstyrkur. Einn af þingmönnum Sjálfsæðisfl. hefur nú kveðið upp úr með þetta og líkir ástandinu, er skapast 1. september þegar kosningaverðstöðvununni lýkur við hrollvekju. — TK Margt bendir til, að þeir geti orðið áhrifameiri þar en Kínverjar í SÍÐARA HLUTA septem- ber fá sjö lönd í Vestur- Evrópu sögulega þjóðhöfð- ingjaheimsókn. Það er keisari Japans, sem hyggst þá sækja heim þessi lönd. Þetta verður söguleg heimsókn vegna þess, að Japanskeisari hefur aldrei farið í opinbera heimsókn áður. Látið er í veðri vaka, að þessi för sé m.a. farin vegna þess, að hann hafi sem tvítug- ur krónprins komið til viðkom- andi landa fyrir rúmum 50 ár- um og hafi áhuga á að sjá þau á nýjan leik. Þeir, sem vel þekkja til, draga þessa skýr- ingu hins vegar í efa. Þeir álíta þetta ferðalaga merki þess, að Japanir ætli að láta til sín taka í vaxandi mæli á alþjóðlegum vettvangi á komandi árum. Það sé skoðun Japana, að heppil. gæti verið að beita keisaran- um meira í þessum efnum en gert hefur verið hingað til. Þótt Japanskeisari sé valdalítill eða valdalaus samkvæmt þeirri stjómarskrá, sem tók gildi eft- ir síðari heimsstyrjöldina, er hariri ‘eigí að síður það ' tákö Japans, sem veitt er mest at- hygli erlendis, og heimsókn- ir hans til annarra landa munu þykja söguleg tíðindi. Það þykir hyggilega ráðið af Japönum að láta keisarann heimsækja Vestur-Evrópuríkin áður en hann heimsækir lönd í Asíu eða Bandaríkjunum. Það gæti þótt merki um undirlægju hátt við Bandaríkin, ef þau yrðu fyrsta landið, sem keisar- inn heimsækti. Slík frumheim- sókn til Asíuríkis gæti hins vegar þótt merki um nýja út- þenslustefnu Japans f Asíu. Þess vegna sé heppilegt, að keisarinn byrji á Vestur-Evrópu og byggi heimsóknina m.a. á því, að hann sé að rifja upp ánægjulegar æskuminningar. Aðrir benda á, að það geti vel talizt táknrænt, að keisar- inn skuli heimsækja Vestur- Evrópu á þeim tíma, þegar gömlu nýlenduveldin þar eru að draga sig endanlega frá Suð- austur-Asíu, en Japanir virðast lfklegir til að taka við forustu- hlutverki þeirra þar, þótt með öðrum hætti verði. ÞÆR kenningar heyrast oft, að þegar Vestur-Evrópuríkin og Bandaríkin hætta íhlutun sinni um málefni Suðaustur- Asíu eða dragi sig þar í hlé, muni Kínverjar fylgja í kjölfar þeirra og gerast þar helzta forustuþjóðin. Aðalrök- þeirra, sem er mótfallnir skjót- um heimflutningi Bandarikja- hers frá Vietnam, eru oft þau, að með því sé verið að af- henda Kínverjum og kommún- istum alla Suðaustur-Asíu. Þeir, sem vel þekkja til mál- efna á þessum slóðum, draga þetta mjög í efa. Þeir telja þvert á móti, að margt bendi til EISAKU SATO forsætisráðherra Japans þess, að Japanir verði forustu- þjóðin á þessum slóðum og taki á þann hátt við af Bret- um, Frökkum og Bandaríkja- mönnum. Þessar kenningar hafa eink- um rutt sér til rúms síðustu misserin og byggjast öðru frem ur á hinni hröðu iðnvæðingri Japans. Japan er nú orðið þriðja mesta iðnaðarríki heims ins. næst Bandaríkunum og Sovétríkjunum. Hina hröðu iðnvæðingu Japans má nokkuð vel ráða af því, að síðustu þrjá mánuði ársins 1970 varð útflutningur þeirra 39% meiri en þrjá síðustu mánuði ársins 1969. Spár amerískra hagfræð- inga benda til þess, að á ára- tugnum 1971—80 muni þjóðar- framleiðsla Japana aukazt til jafnaðar um 10% á ári, og um 6% á áratugnum 1981—90. Rætist þessar spár verða Japanir komnir langt fram úr Rússum um aldamótin og verða komnir jafnfætis Bandaríkja- mönnum og ef til vill fram úr þeim. Jafnvel þótt þessar spár rætist ekki til fulls, bendir allt til þess, að Japanir muni á þremur síðustu áratugum þess- arar aldar sækja hraðar fram en nokkur önnur þjóð. Engar líkur eru til þess, að þótt vel takist til í Kína, að Kínverjum takist að nálgast þá fyrir alda- mótin. Japanir munu á þessum þremur áratugum vera lang- mesta iðnaðarveldið í Asíu. ÞÓTT Japanir láti ekki mik- ið á því bera, beina þeir at- hygli sinni og áhrifum í sí- vaxandl mæli til landanna í Suðaustur-Asíu, eins og Indo- nesíu, Filippseyja, Singapore, Malasíu og Thailands. Þeir auka stöðugt fjárfestingu í þessum löndum og þykir trú- legt, að þær auki hana þó margfalt meira næstu árin. Jap anir búa þegar við skort á vinnuafli, en ólíklegt þykir, að þeir muni taka þann kost að flytja inn erlent verkafólk. Þeir muni heldur taka þann kost að flytja vinnuna til ann- arra landa á þann hátt að reisa fyrirtæki þar. Það mun m.a. ýta undir þetta, að Japanir stríða orðið við mikil meng- unarvandamál. Sennilegt þyk- ir, að þessi útfærsla Japana muni gerast hægt og hljóðlega og þeir muni vilja láta sem minnst á henni bera. Hitt þyk- ir ólíklegt, að þegar þeir eru einu sinni búnir að festa sig í þessum löndum, að þeir verði fúsir til að sleppa þeirri að- stöðu og t.d. láta Kínverja reka sig brott með vopnavaldi. Að nafninu til, hefur Japan nú lítinn her vegna friðarsamn inganna við Bandaríkin, en kunn ugir telja, að þeir hafi þjálfað alls konar varalið.' sem geri þeim auðvelt að koma upp all öflugum herafla á skömmum tíma. Þeir ráða jafnframt yfir slíkri tækni og verksmiðjum, að þeir geta gerzt umsvifamikl- ir í framleiðslu allra nýtfzku vopna hvenær, sem þeim bfður svo að horfa. En á þetta minn- ast forráðamenn þeirra ekki á nú, þótt þeir sennilega hugsi annað. EINS og er, mun það bæði vilji ráðamanna Japans og Kína, að ekki komi til veru- legra átaka milli þessara ríkja. Margt bendir til, að þótt Kín- verjar vilji hrekja Bandaríkja- menn frá meginlandi Asíu, þá hyggi þeir ekki á útþenslu- stefnu að sinni. Mikilvægasta verkefni þeirra er að efla þjóð- ina heima fyrir áður en lengra er haldið og auk þess tor- tryggja þeir hinn volduga ná- búa sinn í vestri, Sovétríkin. Því er ekki ólíklegt, að Kfn- verjar sætti sig við það að sinni, að Japanir eflist sem for- ustuþjóð í Suðaustur-Asfu, þótt þeir telji það allt annað en æskilegt. Kínverjar kunna þá list að bíða þangað til þeir telja, að tími þeirra sé kom- inn. Vel má líka vera, að sam- búð Kínverja og Japana þró- ist í þá átt að vera vinsamleg. Eins og er, telja Japanir þó heppilegt að hafa sem nánast samstarf við Bandarfkin og Vestur-Evrópu. Það gæti mjög breytt gangi heimsmálanna, ef sú samstaða leystist upp og gulu risarnir í Austur-Asíu tækju höndum saman. Slíkt virðist þó ekki líklegt í náinni framtíð. heldur verði þróunln sú, að næstu áratugina verði Japanir sízt minni forustuþjóð í Suðaustur-Asíu en Kínverj- ar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.