Tíminn - 20.03.1971, Page 1
bHasorfq
MUN DAR
Bergþóruqöte 3
Slrrsar 18032 — 20010
66. tbl.
— Laugardagur 20. marz 1971 —
55. árg.
SsísSS
■ :
Frá afhendingu kirkiukiukknanna í gær. Gestir virða fyrir sér klukkurnar þrjár, sem standa á fyrstu hæS turnsins. — (Tímamynd — Gunnar).
Klukkumar sem SÍS gefur
Hallgrímskirkju afhentar
SB—Reykjavík, föstudag.
Kirkjuklukkur Hallgrímskirkju.
sem eru gjöf frá Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga, voru form
lega afhentar í dag. Jakob Frí-
mannsson formaður stjórnar SÍS,
afhenti klukkurnar, en Dr. Jakob
Jónsson, sóknarprestur þakka'öi
gjöfina. Þarna er um áð ræöa
þrjár stórar samhringingarklukk-
ur, en turnklukka og klukkuspil,
er vætanlegt til landsins innan
tíðar. Klukkur þessar kostuðu um
2 milljónir króna.
Viðstaddir athöfnina í Hall-
grímskirkju í dag voru m.a. bisk-
up íslands, húsameistari ríkisins,
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar,
sóknarnefnd og sóknarprestur Hall
grímskirkju og stjórnanmenn SÍS.
MÁLLAUSIR
EFNA TIL
RÁÐSTEFNU
EJ—Reykjavík, föstudag.
Á morgun. laugardag, kl. 14
hefst í Skipholti 70 ráðstefna, sem
styrktar- og foreldrafélag lieyrn
ardaufra gengst fyrir. Þessi ráö-
stefna er vafalaust einstæð hér
á landi, þar sem ráðstefnugestir
eru málleysingjar, og eins mun
málleysingi flytja framsöguræðu
og kynna verkefni ráðstefnunnar
í upphafi.
Tali'ð er, að um 40 málleysingj-
ar víða af landinu sæki ráðstefn-
una, sem er haldin til þess að
rannsaka hver séu raunveruleg
kjör heyrnadaufra á íslandi og
aðstæður allar.
Jakob Frímannsson, formaður
stjórnar SÍS, flutti ræðu og sagði
hann m.a.:
„Það er vissulega athyglisvert.
þegar um það er hugsað nú, hví-
líkur stórhugur og bjartsýni ein-
kennir þá menn, sem ákváðu bygg
ingu þessarar miklu kirkju árið
1942 — en þá var heimstyrjöld-
in síðari í algleymingi — Máske
sáu þeir ekki fyrir allan vandann,
sem þeirri ákvörðun fylgdi. En
hvað um það, heill sé þeim og
öllum sem síðan hafa stutt að
framgangi málsins með ráð og
dáð. Samvinnumenn í landinu
brugðust strax í upphafi við til
stuðnings Hallgrímskirkju með því
að gefa fyrirheitið um kirkju-
klukkur þær, sem í dag eru af-
hentar. Einnig mun kirkjan ó liðn
um árum hafa notið veruleg liðs-
styrks einstakra samvinnumanna,
sem í samvinnu við aðra góða
menn hafa þokað byggingarmál
um Hallgrímskirkju áfram jafnt
og þétt.
Vssulega væri æskilegt að þessi
landskirkja gæti staðið fullgerð
í aðalatriðum þjóðhátíðarárið
1974 á 300. ártíð sr. Hallgríms
Péturssonar. Því marki er enn
hægt að ná með samvinnu allra
landsmanna. Mættu klukkur kirkj
unnar, sem senn taka að hljóma
frá kirkjuturninum, hvetja og
samstilla íslendingar í því verki
— Guði til dýrðar og öllum lands-
Framhald á bls. 14.
tryggingamáhim
yfirsterkara
EB-Reykjavík, föstudag.
Eins og áður — skömmu fyrir
þinglok — er nú mjög anna-
samt á Alþingi. Fjöldamörg
þingmál þarf að afgreiða áður
en Alþingi er slitið, sem að
þessu sinni verður líklega um
páskana. Hafa þingmenn oft upp
á síðkastið minnt á það í þing-
ræðum sínum, að hraða þurfi
afgreiðslu ákveðinna mála,
vegna umrædds skamms tíma.
Ráðherrarnir eru engin undan-
tekning í þeim efnurn, enda
hafa þeir verið afar iðnir við
það undanfarið að hrúga stjóm
arfrumvörpum imn á þing.
Þrátt fyrir þetta, kom það
fram í dag, að einn er sá ráð-
herrann, sem ekkert virðist
liggja á, að fá mál sín afgreidd
— að minnsta kosti ef kokkteil-
boð eru annars vegar. Er hér
um að ræða Eggert G. Þorsteins
son heilbrigðismálaráðherra. —
Hann mælti í dag á fundi efri
deildar, fyrir stjórnarfrumvarp
inu um hækkun ellilauna, er
Tíminn skýrði frá í gær.
Hér er um að ræða viðamikið
nanðsynjamál og því hefðu eðli
lega orðið um það allmiklar
umræður í dag, áður en því
yrði vísað til viðkomandi þing-
nefndar. En umræðurnar vildi
Eggert ráðherra ekki að svo
stöddu, því að búið var aö bjóða
honum og öðrum ráðherrum í
kokkteilboð í tilefni vígslu nýju
tollstöðvarinnar við Reykjavík-
Framhald á bls. 2.
FLUTT í NÝJU TOLL-
STÖÐINA UM HELGINA
GE-Reykjavík, föstudag.
Nýja tollstöðin við Ti-yggvagötu
verður tekin til almennra nota á
mánudaginn. Verður flutt inn í
hana á morgun, laugardag. í dag
bauð Magnús Jónsson fjármálaráð
herra þingmönnum og ýmsum for-
ustumönnum viðskiptalífsins að
skoða tollstöðina. Magnús flutti
stutt ávarp, en á eftir talaði toll-
stjórinn í Reykjavík, Torfi Hjartar
son, og lýsti framkvæimdum og
byggingunni.
Þakkaði hann fyrrverandi fjár-
málaráðherra og ráðuneytisstjór-
um fyrir þann skilning, sem þeir
hefðu sýnt á þörfinni á nýrri toll-
stöð. Rakti hann sögu húsnæðis-
Úr afgreiðslusal tollstöSvarinnar.
(Tímamynd — GE)
mála tollgæzlunnar ,og lýsti þeim
þrengslum, sem hún hefði átt við
að búa undanfarin ár. Það var á
árinu 1956, sem ákveðið var a'ð
1% af vörugjöldum skyldi renna
til byggingar nýju tollstöðvarinnar.
Síðar, eða með breytingu toll-lag-
anna frá 1963, var gjaldinu breytt
í 0,5%. Þessi sjóður hefur staðið
undir öllum framkvæmdum við toll
stöðina, og hefur ekki þurft að
sækja fjármagn annað.
Staðurinn var valinn með tilliti
til þess að stutt er í banka og
pósthús. í fyrstu vantaði skipulag
yfir þetta svæði, en sttrax og það
var fyrir hendi var byrjað að
byggja.
Ofan á þaki byggingarinnar er
bílastæði fyrir 105 bíla. Fimm lyft
ur eru í húsinu. Sjálf tollskrif-
stofan er á efstu hæðinni. Á fjórðu
hæð verður skattstofan til húsa, en
töluvert af húsinu hefur Eimskip
á leigu. Þá mun lögreglustöðin við
Pósthússtræti verða flutt í bygging
una. Um leið og Torfi Hjartarson
bauð gesti velkomna, sagðist hann
vonast til að geta veitt betri þjón-
ustu, enda væri vinnuaðstaðan
betri. Bauð hann si'ðan mönnum
að skoða húsið, og kynna sér skipu
lag þess og gllar aðstæður.