Tíminn - 20.03.1971, Síða 3

Tíminn - 20.03.1971, Síða 3
IíAUGARDAGUR 20. marz 1971 TIMINN 3 Marinó Þorsteinsson og Sigmundur Örn Arngrímsson í hlutverkum sinum Frumsýndu Tópus Leikfélag Akureyrar frumsýndi á sunnudagskvöld gamanleikinn Tópas eftir Marcel Pagnol, en það er fjórða verkefni félagsins þetta leikár. Leikstjóri er Jóhanna Þrá- insdóttir, en leikmynd er eftir Arnar Jónsson. Bjarni Guðmunds son íslenzkaði leikinn. Leikrit þetta var sýnt af Þjóðleikhúsinu fyrir um það bil 19 árum og hlaut þá miklar vinsældir. Fyrir nokkr um árum var það kvikmyndað og lék þá hinn frægi gamanleikari Fernandel, sem nú e rnýlátinn, að alhlutverkið Tópas. Leikstjóri Jóhanna Þráinsdótt- ir er Reykvíkingur og hefur stund að nám í leikstjórn við Listaaka- demiuna í Prag og leikhúsvisindi við háskólann í Vínarborg. Tópaz er fyrsta verkefnið sem hún stjórn ar fyrir Leikfélag Akureyrar. en hún er þriðja konan sem stjórnar leikriti á vegum félagsins þetta leikár. Með helztu hlutverk fara Sig- mundur Örn Arngrimsson sem leik ur Tópaz, Marinó Þorsteinsson sem leikur Castel-Benac og Þór- ey Aðalsteinsdóttir sem leikur Suzy. Með önnur hlutverk fara Jón Kristinsson, Saga Jónsdóttir, Gest ur Einar Jónasson, Þórhalla Þor- steinsdóttir, Arnar Jónsson. Svan- hildur Jóhannesdóttir, Helena Gunnlaugsdóttir, Jóhann Þráins- dóttir, Þorgrímur Gestsson, Egg- ert Þorleifsson og auk þess kem- ur fram hópur drengja í hlut- verkum nemenda Tópazar. Skip Eimskipafélagsins: Komu 804 sinnum á 49 hafnir úti á landi Á árinu 1970 voru 53 skip í förum á vegum Eimskipafélags fs- lands og fóru samtals 223 ferðir milli íslands og útlanda. Er það 29 ferðum fleira en árið 1969. Eigin skip félagsins fóru 146 ferð ir og leiguskip 77 ferðir, þar af fóru 5 innlend leiguskip 32 ferðir. Skip félagsins og leiguskip þess komu á árinu 1970, 804 sinnum á 49 hafnir úti á landi. Oftast komu skipin til Vestmannaeyja 67 sinn- um, til Akureyrar 63 sinum, Kefla víkur 63 sinnum og Akraness 33 sinnum. Á öðrum höfnum úti á Ir.ndi voru samtals 438 viðkomur. KOMK) UPP UM TÉKKAFALSARA OÓ—Reykjavíik. föstudag. Rannsókarlögreglan í Hafnar- firði hafði í gær upp á ávísana- föslurunum, sem notuðu ávísana- eyðublöð sem sérstaklega voru prentuð til kennslu í gagnfræða- skólum, til að svíkja út fé. Fals- ararnir reyndust vera tvær 15 ára skólastúlkur í Hafnarfiiði og föls uðu þær alls þrjár ávísanir, tvær upp á þúsund krónur og eina tveggja þúsund kr. ávisun. Tvær ávísananna seldu þær í Reykja- vík og eina í Hafnarfirði. Eins og skýrt var frá í Tímanum voru ávísanir þessar prentaðar og yfir- prentaðar, eingöngu til að nota við kennslu í viðskiptafræðum í gagnfræðaskólum. Voru þær að öllu leyti eins og ávísanir Verzl- unarbankans, nema að ekkert ,,seríunúmer“ var á þeim og prent að var yfir þær stórum rauðum stöfum „ógilt eintak“. Þetta var skafið út og var það illa gert. en samt tókst að selja ávísanirnar, og jafnvel þótt þær væru einnig vitlaust útfylltar. Stúlkurnar skrifuðu nauðsynleg númer á eyðublöðin, en undirskrift in var nafn einnar skólasystur þeirra, sem annars átti engan þátt í svikunum. Þegar lögreglan í Hafnarfirði náði stúlkunum viðurkenndu þær falsanirniar, en öllum peningun um vonu þaer búnar að eyða. Stolið af þvotta- snúrum OÓ—Reykjavík, föstudag. Hafnfirzkar húsmáeður mega vara sig á að skilja ekki eftir þvott á snúrum sínum yfir nóttina nú í þurrki og veðurblíðu. Þvott- urinn á það nefnilega til að hverfa í næturmyrkrinu, og hefur kveð- ið nokkuð að þessu undanfarið. í fyrrinótt var stolið þvotti af snúr- um á fjórum stöðum í Hafnar- firði. Var hið eigulegasta af þvott inum hirt úr en annað skilið eftir. Það, sem þvottaþjófurinn hafði aðallega áhuga á, voru sængur- ver, lök og koddaver, og alveg sér staklega fatnaður af börnum um þriggja ára að aldri. Einnig var stolið öllum kven- nærbuxum sem til þerris voru, en það er reyndar engin ný bóla, því iöngum hefur viljað við brenna að kvenbuxum sé stolið af þvotta- snúrum, og leikur grunur á, að þeir sem þar eru að verki, séu ekki beinlínis buxnaþurfi. Leitin árangurslaus SB—Reykjavík, föstudag. Leit að rækjubátnum Víkingi frá Hólmavík, sem hvarf á Húna- flóa í fyrradag, var haldið áfram í dag, aðallega á sjó. Fjöruleit er mjög erfið, vegna klaka og kraps. Brakið, sem fannst í Kóngs- ey í gær, reyndist vera matarkista af Víkingi, Ákvörðun verður tek- in um það í kvöld, hvort leit verð ur haldið áfram. Andrés Önd ogfélagar Vegna mikillar aðsóknar um síð- ustu helgi, endurtaka Andrés önd og félagar barnaskemmtun í Há- skólabíói á morgun, sunnudag, kl. 1.15 e.h. Fyrst spilar skóla- hljómsveit Kópavogs, þá verður kvikmyndasýning —- teiknimynda- syrpa, „Þrjú á palli“ syngia nýja skemmtidagskrá fyrir börnin. Þá stjórnar Svavar Gests ýmsum leikjui. og hefur spurninga- keppni, þar sem mörg góð verð- laun verða veitt. Um leið og skemmtuninni lýk- ur fá öll bömin afhenta sérstaka gjafapakka frá Andrési önd. Allur ágóði rennur til barna- heimilisins að Tjaldarnesi og líkn- arsjóðs Þórs, — (Lionsklúbburinn Þór). TONLEIKAR í BIFRÖST JE-Borgarnesi, föstudag. Tónlistarfélag Borgarfjarðar efn ir til tónleika að Bifröst sunnudag- inn 21. marz n.k. Nemendur Tón- listarskólans í Reykjavík koma fram á tónleikunuim, bæði söngvar- ar og hljóðfæraleikarar. Á efnisskrá eru verk eftir Dvor- ak, Gabriel Fauré, Chopin, Grieg, Lizt, Mozart, Karl Ó. Runólfsson og Snorra Birgisson. Tónlistarfélag Borgarfjarðar hef ur starfrækt tónlistarskóla í 4 ár. Skólastaðir hafa verið 4, Borgar- nes, Kleppsjárnsreykir, Varmaland og Leirá. Aðsókn að skólanum fer vaxandi. Nemendur eru nú yfir 90. Kennarar eru fjórir. Skólastj. p er Jón Þ. Björnsson. Félagsmenn B í Tónlistarfélagi Borgarfjarðar eru um 150. Ljósafoss í höfn í Vestmannaeyjum. i Myndarlegur uppgangsstaður Höfn í Hornafirði er mikill myndar- og uppgangsbær. Þar er rekið öflugt kaupfélag, sem m a. rekur arðbezta frystihús- ið í landinu. Kaupfélagið hef- ur um Iangt árabil notið for- ystu Ásgríms Halldórssonar, kaupfélagsstjóra, og er ekki of mælt að framsýni hans og hag- sýni hafi átt sinn drýgsta þátt í velferð kaupfélagsins og íbúanna í Höfn, því að kaup- félagið er langstærsti atvinnu- rekandinn á staðnum og nam útflutningsverðmæti sjávaraf- urða frá Hornafirði 240 millj. króna á s.l. ári. í myndarlegri frásögn hér í Tímanum fyrir nokkru um Hornafjörð sagði m.a.: „Kaupfélagið rekur frysti- húsið á staðnum, og auk þess saltfiskverkun og skreiðarverk- un. Frystihússtjóri er Óskar Guðnason. f undirbúningi er nú bygging nýs frystihúss, en gamla frystihúsið er orðið allt of lítið, og sérstaklega vantar frystigeymslur. Undirbúningur er þegar hafinn að byggingu hússins, og er búið að sprengja fyrir grunni þess á Kross- eyju, sem reyndar er nú ekki lengur eyja, en er við höfn- ina. Ráðgert er að hefja bygg- ingu hússins á þessu ári, en það verður byggt í þrem áföng- um. Fyrst verða frystigeymsl- urnar byggðar, þá vélasalur ásamt móttökusal jg síðast á að byggja fiskmóttöku. Kostn- aðaráætlun við bygginguna hljóðar upp á urn 75 milljónir króna, og á allt húsið að vera f””"míðað á árunum 1973— 1975. Fastráðið starfsfólk kaup- félagsins er 50—60 manns, en verkafólk er 120—150 manns auk þcss sem margt aðkomu- fólk er starfandi á vegum kaup félagsins yfir vctrarvertíð, svo alls er starfsfólk kaupfélags- ins þá á þriðja hundrað manns að staðaldri. Vinnulaunagreiðsl ur námu á s.l. ári nærri 50 milljónum króna, en félagið varð einmitt fimmtíu ára þá. Vörusala félagsins nam á s.l. ári um 150 milljónum króna, og lieildarveltan röskar 400 milljónir króna, sem er um 30% aukning. Félagsmenn voru um áramótin 450 talsins og hafði fjölgað nokkuð á ár- Stóri draumurinn f viðtali við Tímann skýrðu þeir Sigurður Hjaltason, sveit- arstjóri og oddviti, og Óskar Helgason, póst- og símstöðvar- stjóri og formaður kaupfélags- ins í Höfn, m.a. um stærsta hagsmunamál íbúanna í Horna- firði: „Okkar stóri draumur er vega- og brúargerð á Skciðar- ársandi,“ segir Óskar, „og finnst okkur að hringvegur í kring um Iandið ætti að vera númer eitt í vegaframkvæmd- um, þegar frá eru taldar hrað- brautarframkvæmdir £ kring um höfuðborgina. Okkar skoð- un er sú, að byrja eigi strax á vegalagningu og brúargerð Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.