Tíminn - 31.03.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.03.1971, Blaðsíða 5
MEM?1KU»AfíUR 31. marz 1571 TÍMINN MEÐ MORGUM — Af hverju hefurðu ekki sagt mér, að annar handlcggurinn á þér væri lengri en hinn? Á Ejrai'balvka var fyrir nokkr um árum rannsakað vatn í brunnum. Bnmnvatnið reyndist misjafn- lega, t0 dæmis var þalð talið ónothæft í Steinskoti, og jafn- wd eitrað. Þá sagði 'Gu'ðbjörg, fyrrum húsfreyja þar: — Það getur vel verið, að vatnið sé eitrað, en seindrep- andi hlýtur það að vera. Ég búin að drekka þa@ í níutíu og aldrei orðið meint af. stundum. Það hvarflar oft að okkuj, a® hann sé ekki með öllum mjalla. — En geturðu ekki gert eitt- hvað fyrir hann? Geturðu ekki læknað hann? — Ja, ég býst við að það væri hægt, en við höfum varla efni á því, við þurfum á eggjunum að halda. Lögfræfðingur var að verja konu, sem átti líflátsdóm yfir höfði sér, fyrir rétti. Hann sneri sér eitt sinn að konunni, og sagði við hana: — Segið nú kviðdómendum, hvers vegna þér sbutuð manninn yðar með boga og örvum. — Ég vildi ekki vekja börnin. Nágrannakonur frú Emmu voru a@ la'arta yfir liávaðanum, sem eiginmaður hennar gerði. — Hann gerir ekki annað en að ganga um og gagga éins og hæna, nöldruðu þær. — Ég veit, ég veit, sagði frú- in. — Við hérna á heimilinu verðum líka þreytt á honum — Ungfrú- Má ég eyða 1/1000 úr sekúndu af lífi yðar? DENNI DÆMALAUSI — Ef þú þarft á mér að lialda, manuna, verð ég í kallfæri. ISPEGLI TOM^ Danska söngkonan Birthe Wilke, sem var geysivinsæl fyr- ir nokkrum árum, hefur nú al- veg dregið sig í hlé, þrátt fyrir ótal gullin tilboð. Hún vinnur í banka og helgar sig syni símrm, Ricky, sem er 9 ára og eitt af Thalidpmid-börnunum. Hann heftrr vanskapaða handleggi. Það eru sex ár síðan Birthe gerði sér grein fyrir því, að hún hafði ekki orðið tíma til að ann ast barn sitt, svo hún ákva@ að hætta að ferðast um og svngja og srnna heldur syninum, sem hafði meiri þörf fyrrr hana en áhorfendur Ihennar. — Þessarar ákvörðunar hef ég aldrei iðrazt, segir hún. — Nýlega hætti ég að vinna í bankanum nema hálf- an daginn, svo nú lifi ég því lífi, sem ég vil lifa. Um sl. jól brann heimili þeirra Birthe og Rickys ofan af þeim, og siðan hafa þau búið hjá móður Bh-the, en hún er í leit að nýrri íbúð handa þeim mæ@ginum. — Ég sakna einskis, segir Birthe, — ekki heldur eiginmanns, sem gæti skert frelsi mitt. Ég hef son minn og það er nægilegt. Við höfum það gott saman. — ★ — ★ — Margir muna eflaust eftir Di- önu Dors, einni af ljóshærðu, brjóstastóru kynbombunum, sem voru svo álitlegar fyrir 15 árum eða svo. Nú er Diana Dors orðin nokkrum kílóum þyngri en hún var í þá daga, eins og sjá má á myndinni, sem var tekin nýlega, þegar Díana var á ferð í Kaupmannahöfn. Húp var á sínum tíma fulltrúi Eng- lands á kynbombumarkaðnum. Þá áttu þær að vera hvíthærð- ar, varaþykkar og brjóstamikl- ar. Marilyn Monroe var númer eitt af þessum stjörnum, en síð- an komu Jayne Mansfield og Diana Dors. Kvikmyndafram- leiðendur gerðu ekki útlitsmun á þeim, en hins vegar ré@i miklu, að MM hafði hæfileika, en DD ihins vegar ekki. En hún græddi góðan pening á útlitinu einu, en þegar kvikmyndavél- arnar hættii að beinast að henni sagðist hún skyldu sanna, að hún hefði hæfileika, hvað sem hver segði, og hún sannaði þa@ reyndar. Hún fékk góða gagn- rýni í Lundúnablöðunum, þegar hún lék i Royal Court leikhús- inu. Hún var orðin feit að vísu, en áhorfendur höfðu mun meiri áhuga á leik hennar en útliti. Síðan Jayne Mansfield lézt, hefur Diana verið að velfca fyr- ir sér, að skrifa bók um sögu kynþombanna. Því hún er, eins og hún segir sjálf, sú eina, sem eftir lifir. — ★ - ★ — — ★ - ★ — - ★ - ★ — Litla stúlkan á myndinni er Pernille, sem við höfum tvíveg- is sagt frá áður, enda á hún ís- lenzkan föður. Drengurinn, sem ei' með henni þarna, heitir Bo og er fjögurra ára. Pernille og Bo hafa bæði sungið inn á hl.jómplötur, sem komizt hafa efst á danska vinsældalistann, og nú eiga þau að fara að leika satnan í kvikmynd. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.